Alþýðublaðið - 04.10.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.10.1920, Blaðsíða 1
G-eíiÖ át a£ Alþýðuflokknum 1920 Mánudaginn 4. október. Verkaiýðttriim verðnr að sporssa vii því, að togararnir verði seliir. Það er eigi ór vegi að athuga Wernig iögin urðu til, sem banna að selja skip út úr landinu. Orsökin til þess að þau komu var blátt áfram sú, að búið var að samþykkja þesskonar lög víð- asthvar erlendis. An þess að það hefði verið, hefðu íslenzku alþing- ismennirnir — sem margir hverjir eru stjórnarfarslegir fáráðlingar í beinaleit, og ekkert annað — aldrei haft vit á að setja lögin, enda verður ekki annað séð af löggjöfinni, en að íslendingar séu beir apar, að óhugsandi sé að setja hér nokkur lög, hversu þörf sem þau eru, nema áður sé búið að setja sarnskonar lög, eða lík 5ög, annarsstaðar. ,Ur því minst var á setningu skipasölubannslaganna, verður ekki komist hjá því að minnast á hjá- kátlegt atvik, er varð samfara faeðingu þeirra, og skal nú frá því greint. Þingmaðurinn, sem bar fram SVumvarpið um skipasölubannið, var einn af þeim þingmönnum sem auðvaldið átti með húð og hári —. auðvaldið, sem barnslegar sáíir segja að ekki sé til á íslandi. Þessi nefndi þingmaður, sem er óvitlaus, sá að sjálfsagt var að banna sölu skipa út úr landinu sá að almenningsheill krafðist Þess. En honum varð á sú stóra skissa, að spyrja ekki húsbænd- urna að þvf fyrst, hvort hann -maetti gera þetta. En húsbændurn- fi' voru ekki — sem þó margur skyldi ætla — kjósendurnir í kjör- dærninu sem hafði kosið hann, heldur auðmannaklíka hér í Reykja- vík. Það fara ekki sögur af því, hvað ^úsbændurnir segðu, þegar þeir ”eyrðu um tiltætó þingmannsins, geta má þess til, að hann hafi iengið bágt hjá þeitn, því haun tók frumvarpið afturl Og þegar svo aðrir þingmenn tóku frum- varpið upp, greiddi hann sjálfur atkvœði á móti því. Geta menn á þessu séð, þó iítið sé, hversu góð tök auðvaldið íslenzka, þó það sé ungt, hefir á peðum sínum, sem það teflir fram á alþingi, og al- menningur heldur að séu þarna til þess að vinna að hagsmunum þjóðarinnar 1 Það eru tveir gallar á skipasölu- bannlögunum. Það er ekki nóg að banna að selja skip út úr landinu, það verður líka að banna að leigja þau út úr landinu, því sé það ekki gert þá er hægt að fara í kring um lögin, og má minna á að eitt verzlunarhús hér hafði á stríðsárunum skip f förum undir sænsku flaggi. Það hét sig að skipið væri aðeins leigt, því það var útflutningsbann á skipum í Svíþjóð, en allir vissu að skipið var eign hins hérienda verzlunar- húss. Hinn gallinn á Iögunum er sá, að landsstjórnin getur gefið und- anþágu frá þeim. Það er rétt að hafa lögin þannig, að hægt sé að veita undanþágu frá þeim, t. d. þegar selja á gamalt skip og kaupa nýtt í staðinn, en und- anþáguvaldið verður að vera í h'öndum verkalýðsins sjálýs. Það skiftir minstu hvernig því verður svo fyrir komið, bara að tryggi- iega sé um hnútana búið, en lfk- legast væri bezta leiðin að stofna sérstakt skiþasöluráð, eða hvað menn nú vildu kalla það, og að það væri á valdi þess, hvort sölu* undanþága fengist. Þar eð það yrði tiltölulega sjaldan sem slíkt ráð þyrfti að koma saman, væri engin ástæða til að meðlimir þess hefðu kaup. Kostnaður við það yrði því lítill. í ráði þessu ættu að eiga sæti fulltrúar frá verklýðn- 227. tölubl. um, en einnig fulltrúar frá útgerð- armönnum og kaupmönnum, en það verður að vera ófrávíkjanleg krafa, að fulltrúar verkalýðsins séu þar í meirihluta. En hvernig á að koma þessu á? Setja útgerðarmenn sig ekki á móti því, að þessu verði þannig komið fyrir? Jú, það er sennilegt að einhverjir útgerðarmenn setji sig á móti því, en aftur verða vafalaust margir þeirra þessu fylgjandi. Og þegar athugað er, að allar aðrar stéttir Iandsins mundu stórtapa á því, ef togaraflotinn.yrði seldur, ætti þetta að fást fram. En fyrirhafnarlaust verður það auðvitað ekki, og ekki fæst það nema almenningur leggi niður það andvaraleysismók sem nú einkennir íslenzka alþjóð, og lýsir sér meðal annars í því, að þjóðin þolir möglunariaust það ástand sem nú er. En það verður og seint að hefja sókn gegn togarasölunni, þegar búið verður að selja þá út úr landinu. €rlenð sfmskeyli. Khöfn, 2. okt. Sjálfstæði írlands. Blaðið „Westminster Gazette“ segir að Grey greifi hafi lagt fram frumvarp um sjálfstæði írlands, með aðeins sameigilegum utanríkis- málum, her og flota. Meðan írar eru innbyrðis ósammála, haldi England stjórninni, þó ekki Iengur en tvö ár. Frumvarpið hefir vakið mikla eftirtekt og hefir fylgi blaðanna og hins opinbera, þar með írskra meðalhófsmanna. Stríðið. Sfmað er frá Varsjá, að norður- herinn hafi tekið 15000 fanga við Lida.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.