Alþýðublaðið - 19.02.1932, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.02.1932, Blaðsíða 4
4 Pússa hafi byrjaÖ árið 1928. Ég verð því að neyðast til að álíta, að G. H. hafi ráðist á þátiöina, hafi verið að glíma við draug. Það, að hann getur ekkert um afleiðingar 5 ára áætlunarinnar, élit ég að sé af því, að hann vieit ækkert um þær, eða þá hitt, að þær falla ekld við þann hug, sem hann virðist bera í brjósti til stjórnsldpulags jafnaðarmanna, hversu fagrar óskir, sem hann íætur í Ijós í þeirra garð í út- varpserindi. L. H. Alþingi. Magnús Torfason flytur þings- ályktunartillögu í efri deild al- þingis um, að deildin skori á stjórnina að leggja fyrir næsta þing frumvarp um breytingar á erfðalöguniun, „sérstaklega um afnám útarfa eða takmörkun og skifting slíks erfðafjár, þar sein éigi er séð fyrir með erfðaskrá". HafnarS!orðnr» Arshútíd F. U. J. verður halditn annað kvöld í Góðtemplarahús- inu. Verður þá minst fjögurra' ára afmælis félagsins. Skemitiskráin er prýðilega valin, og litur liún þannig út: Skemtunán sett: form. félagsins, Helgi' Sigurðsison, „Hvað veltu verða?“ ræða, Bjarni M. Jönsson, upplestur: Vigdís Stefánsson, sjónleikur, skrautsýn- ing, og síðan verður danzað fram eítir nóttu. Ungir jafnaöarmenn í Hafnarfirði ættu að fjölmenna á þessa hátíð F. U. J., og eru þeir beðnir um að sækja aðgöngu- miða fyrir sig og gesti sína á morgun kl. 4. KJna daglan og vegtsiii Dagsbrúnartundur er annað kvöld kl. 8 á venju- legum stað. Til umræðu verða félagsmál og Keflavíkurdeilan. Enn frernur atvinnuhorfur í Reykjavík. A.S.V, heldur kvöldskemtun n. k. sunnudagskvöld kl. 8V2 í K. R.- húsinu. Skemtiiskráin er afarfjöl- breytt. Sjá augl.! Útvarpið Undanfarna daga kl. 12—-1 hefir verið útvarpað frá stöðinni hér fréttum, hljómleiikum og tilkynn- ingum. Er þetta lofsverð ný- breytni, og þykiir hlustendum mjög gott að fá þetta með matn- um. Fréttirnar eru sérstaMega mjög góðar, þar sem þær eru al,- veg nýjar, teknar úr útvarpsfrétt- um víðs vegar að úr álfunni næstuin samstundis. Þingfréttir hefjast alt af eftir útlendu frétt- irnar, hljómleikana og tilkynning- arnar, kl. 12,35. — Vonandi verð- ur þessari miðdegisvíðvörpun haldið áfram framvegis. Brauð frá Alþýðubrauðgerðinni eru seld á eftirtöldum stöðum: Laugavegi 61, Laugavegi 49, Skólavörðustíg 21, Bergþórugötu 23, Bragagötu 38, Bergstaðastrtetí 24, Freyjugötu 6, Suðurpóli', Rán- argötu 15, Vesturgötu 50, Fram- nesvegi 23, Grundarstíg 11, Hóla- brekku, í Skerjafirði í verzlunl Hjörleifs Ólafssonar og í Hafn- arfirði á Reykjavíkurvegi 6. í þessum búðum fást brauðin ó- dýrari en annars staðar. Engin háfjallastöð. í fjárlagafrumvarpi stjórnariinn- ar segir í athugasemdum, að upplýst sé, að alþjóða-veðurrann- sóknir þær, er ráðgerðar voru — og íslenzka. ríkið ætlaði að taka nokkurn þátt í með 5 þús. kr. fjárveitingu á yfirstandandi ári til starfrækslu háfjallastöðvar á Snæfellsjökli —, falli niður, og er heimskreppunni kent um. Er því í fjárlagafrumvarpinu ekid gert ráð fyrir neinni fjárveitingu til starfrækslu háfjallastöðvar. Forvextir hafa lækkað mn 1/2°/« í 514 % í gæ!r í Noregi. Fo-rvextir lækkuðu um 1/2%, í 51/2 0/0 í 'gæ!r í Svíþjóð og í Englandi lækkuöu þeir einn- fLg í- gær um 1 °/o í 5»/o. Verkamannabústaðirnir. Undanfarið hafa 40 nýir með- Mmir gengið í Byggingarfélag verkamanna. Menn geta gerst fé- lagar með því að snúa sér til gjaldkera félagsiins, Stefáns Björnssonar, við verkamannabú- staðina, sími 1231. 1500 félagar munu nú vera í K. R., og mun félagið þar með vera orðið fjöl- mennasta íþróttafélag lands- ins. Þess láðist aö geta í fregn- inni í blaðinu í gær frá aðal- fundi félagsins, að Knistján L. Gestsson var kosiinn ráðsmaður K. R.-hússins. Gúmudanzleikur F. U. J. verður ekki annað kvötd, held- ur laugardagskvöldiið 27. þ. m. Grímudanzleakurinn verður í Iölnó — og hljómsveát Hótel íslands ásamt þriggja manna jazz leikur undir danzinum. Pantið aðgöngu- tnúða í síma 1963 og 988. „Berlín-AIexanderptatz“, myndin, sem Nýja Bíó sýnir nú, er smldarvel leikin, og efnið sýn- iir skýrum dráttum líf afbrota- marma og allsleysáingja í miillj- ónaborgimni Berlín urn þessar mundir. St. Maria Markan söng í Hamborgar-radiio 11. dez. s. 1. nokkur ísilenzk lög í sambandi við fyrirlestur um Is- iand, eii'ns og getið var um í blöðunum hér. Um söng hennar flytur „Der’ Rundfunkhörer" 5. jan. s. 1. umsögn eftir dr. Wal- ter Hapke. Þannig í íslenzkri þýð- ingu: „Þegar ég opna viðtæki mitt, hittist svo á, að verið er að tilkynna, að nú eigi menn' að fá að heyra Mariu Markan syngja, eiinhverja fegurstu kvenrödd ís- lenzka. Það má maður ekki- láta fram hjá sér fara. Auk raddar- innar er vert að leggja eyrun við- íslenzku lögin. Ef til vill er Iist- giíldi þeirra ekki svo ýkja mikið, en þau eru mjúk, þrungiin til- finningu og þunglyndiisleg og hrífa hugann. Og fögur er þessi rödd og festuleg. Fylling og hlý- leiki er á yfirborðinu, undir niðri er eldur og hedtar tilfinningar. Röddin mundl betur hæfa óperu- lögum en þessum einföldu og látlausu alþýðulögum. Hver, sem á yfiir slíkri rödd að ráða, ætti eklri að láta neina örðugleika aftra sér frá að ná hæstu stigum1 li)starinnar.“ Skjaldarglíma Drengja um Sigurjónsiskjöldinn fer fram á sunnudagiinin kemur kl. 2 i Iðnó. Er það eitt atrlði á hinni fjölbreyttu barnaskemtun Ár- manns, sem þá verður haldin. Esperantofélagið hér. hélt fund í gærkveldi. I fé- lagið gengu um 40 manns. Var fundurinn mjög fjölmennur. a fundinum voru fluttar ræður á esperanto, lesnar upp frásagnir og talað saman meðan á kaffi- drykkju stóð. Benedikt Elfiar söngvari söng nokkur lög við es- perantoteksta og frú Þorbjörg Elfar lék undiir á hljóðfærið. Var gerður ágætur rómur að með- ferð þeirra á viðfangsefnunum. Sænska happdrættið. Kaupi skuldabréfin. Drattarlistar sýndir. Mag.»,ús Stefánsson, Spítalastíg 1. Heima klukkan 12—1 og 7—9 siðþ. ---- ■ ..... .. ......... Litið herbergi með þægindum, á bezta stað i bænum, er til leigu. Upþl. 1 síma 922. Notið íslenzka Inniskó og Leikfimisskó. Eiríku? Leifsson. Skúgerð._____Langavegi ?5 Túlipanar fást dagiega hjá iviii ©a* a® fréttaf Nœturlœknir er í nótt Ólafur Helgason, Ingólfsstræti 6, síimi 2128. Útvarpid í kvöld: Kl. 19,05: Þýzka, 1. flokkur. Kl. 19,30: Veð- urfregnir. Kl. 19,35: Enska, 1. flokkur. Kl. 20: Erindi: Aldahvörf í dýraríkinu, X. (Árni Friðriks- son). Kl. 20,30: Fréttir. Kl. 21: Söngvél (Schubert). — Á morgun árdegis: Kl. 10,15: Veðurfregnir. Kl. 12,15: Tilkynningar. Tónleik- ar. Fréttir. Kl. 12,35: Þingfréttir. Kl. 16,10: Veðurfregnir. Laglegur peii. Löigraglian í Gír'ö- fud í Noregi tók núna rétt eftir nýjárið höndum mann, sem var kærður fyrir að hafa misþyrmt konu sinni. Maðurinn hefir ver- ið þrígiiftur og skillið við allar konurnar og átt með þeim 9 börn, sem þær svo hafa þurft að sj áfyrir, en sjálfur hefir hann ekki unnið sér fyrir nema öli og brennivín.ii. Höfn,in. I gær kom hingað ensk- ur togari að leita sér viðgerðar. SuðurliandiÖ fór til Borgarness í morgun. íslánd kionl frá útlönd- um í dag. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 24. Höfum sérstakiega fjölbreytt úrval af veggmyndum með sana- gjörnu verði. . Sporöskjurammas, flestar stærðir; lækkað verð. — Mynda- & ramma-verzlun. Sími 2105, Freyjugötu 11. Skátar minnast 75 ára afmæi- is Baden Powells skátahöfðingja mieð kaffidrykkju á mánudaginn fcemur kl. 8V2 hjá Theodóni Sveinsdóttur. Féiagar í félagim „Ernir“ eru beðnir að tilkynna þátttöku til sveitarforingja sinna fyrir hádegi á mánudag. Vecirid. Hæð er frá íslandi suð- austur um Bretlandseyjar. Lægð er suður af Grænlandi., hreyfist norðaustur eftir. Veðurútlit I dag og nótt um Suðvesturland: Stllt og víðast bjart veður. SennÞ lega sunnanátt og þíðviðri á morgun. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðrikssom. Aiþýðuprentsmlðjau.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.