Morgunblaðið - 04.07.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.07.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 4. JÚLl 1986 5 Gekk 100 km eftir hjálp Ungir Frakkar í hrakningnm á Sprengisandi Weber var illa til reika og úrvinda enda matarlaus og illa klæddur. Landsvirkjun hafði síðan samband við Landhelgisgæsluna sem sótti hina hijáðu ferða- menn. Þau komu loks til Reykja- víkur um hálftvöleytið í gær. MINNI þyrla Landhelgis- gæslunnar var kl. 10 í gærmorgnn send eftir tveimur frönskum ferða- mönnum sem voru í nauð- um staddir á Sprengisandi. Hér var um að ræða tvö ungmenni frá París, 22 og 28 ára. Þau voru á ferð um hálendi íslands á bílaleigubíl og höfðu, þrátt fyrir að þau vissu að leiðin væri lokuð, ákveðið að fara Sprengisand. Sú ferð endaði þó ekki betur en svo að jeppi þeirra festist er þau voru að fara yfir Fjórðungssandskvísl skammt frá sæluhúsunum f Nýjadal. í samtali við Morgunblaðið, skömmu eftir komuna til Reykjavíkur, sögðu þau að eftir að bíllinn festist hefðu þau reynt að vaða yfír ánna en duttu í hana og blotnuðu upp fyrir haus. Þau hefðu síðan komist að sælu- húsunum en voru orðin all þjök- uð eftir vosbúðina. ?*sas Mbl./Ámi Sæberg Weber Sylvain og Mauries Evelyne við komuna til Reykjavikur. Weber var greinilega mjög hijáður enda hafði hann nýlega gengið 100 kilómetra eftir hjálp. Mbl./Ámi Sæborg BilaleigubUlinn strandaður i Fjórðungssandskvisl skammt frá sæluhúsunum i Nýjadal. Stúlkan, Mauries Eveljme, sú yngri þeirra, fékk hita um nótt- ina og þótti samferðamanni hennar, Weber Sylvain, ráðlegra að leita eftir hjálp. Hann hélt af stað fótgangandi um hádegi á miðvikudag en sagðist ekki hafa hitt nokkra manneskju fyrr en hann rakst á bíl frá Lands- virkjun 22 klukkustundum og 100 kílómetrum síðan. Minni þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Gró, sótti f erðalangana á Sprengisand. Eins og sést á myndinni voru þau ekki beinlinis klædd fyrir hrakninga í íslenskri náttúru. Mbl./Ámi Sæberg DROTTNING DANSTÓNLISTARINNAR GLORIA GAYNO Ótrúlegt en satt, hún kemurtil íslands ásamt stórhljóm- sveit og skemmtir 11. og 12. júlí. Margar heimsfrægar söngkonur hafa verið kallaðardiskódrottningar, t.d. Donna Summer, Grace Jones og Tina T urner, en aðeins ein hefur raunverulega veriö krýnd af alþjóðasam- tökum plötusnúða: Gloria Gaynor. Hún hefur unnið Grammy-verðlaun, hennar er að góðu getið í ekki ómerkari bók en „The World Book Encyclopedia" og lagið hennar, I Will Survive, sem sumir kalla nýjan þjóðsöng fyrir allan heiminn, seldist i 5 miljónum ein- staka á fyrsta misserinu eftir að það kom út. Síðar var það gefið út á spænsku, frönsku, arabísku, japönsku og fleiri tungumálum. Platan þaut upp vinsældalista um víða veröld en á meðan var Gloria gerð að heiðursborgara Zululands og skömmu síðar fór hún í hljóm- leikaferð um Austur-Evrópu. Hver þekkir ekki lög Gloriu eins og: Honey Bee, I am What I am, Never Can Say Goodbye og Reach Out. Breiðskifa hennar, Never Can Say Goodbye, ert.d. fyrsta hljómplata sinnartegundar í heiminum. Hún er hlaðin liflegri diskómúsík til að dansa eftir og hvert lag fellur umsvifa- laust inn í það næsta, þannig að hvergi er hlé á plötunni, hvergi dauður punktur. Reyndar var svipuð aðferð notuð við gerð plötu Bítlanna Seargent Peppers Lonely Hearts Club Band, en sú plata var ekki „stanslaust fjör“ frá upphafi til enda. MIÐASALA OG BORÐAPANTANIR í SÍMA 77500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.