Morgunblaðið - 04.07.1986, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1986
eftir. Engin kynning á námsefninu.
Enginn námsstjóri til að samræma
kennsluna. Skólahúsin liggja undir
stórskemmdum vegna of lítils við-
halds.
Ráðstefna um heimilis-
og hússtj órnarkennslu
Árið 1982 boðaði menntamála-
ráðherra til ráðstefnu um hússtjórn-
arkennslu í skólum landsins. Ráð-
stefnuna sóttu sextíu manns. Hún
var fróðleg og vel undirbúin, mörg
erindi flutt og í lokin skiluðu starfs-
hópar áliti hver um sitt verkefni.
Margt gott kom fram og gætti
nokkurrar bjartsýni um árangur og
að nú myndi loks rofa til í þessum
málum. Þarna kom fram að kenn-
araskortur er fyrirsjáanlegur, ekki
hefur verið sinnt endurmenntun
kennara. Verklegt nám ekki metið
til jafns við bóklegt. Hjá öllum kom
fram að þegar í stað ætti að vinna
að því að skipuleggja námið og
kynna það, einnig að þetta nám
hefði mikið gildi fyrir þjóðfélagið.
Ráðstefnan sýndi glöggt stöðu
skólanna og námsefnisins í mennta-
kerfinu er varð þó aðeins til að
vekja falskar vonir um úrbætur,
varð nokkurs konar helfró fyrir
þessar stofnanir. Hvemig stendur
á því að engra breytinga varð vart
á eftir skal ósagt látið, en það eina
áþreifanlega sem út úr ráðstefnunni
kom var rit um hana þar sem birtar
voru allar ræður og álit starfshópa
og menntamálaráðuneytið gaf út.
Eftir þetta hélt sama þrauta-
gangan áfram fyrir skólastjóra og
forráðamenn skólanna og engin
svör hafa borist við áskorunum og
ályktunum kvenfélagasambands ís-
lands eða annarra.
KI og önnur húsmæðra-
fræðsla, ráðunauta- og
leiðbeiningaþj ónusta
Á árunum 1959—60 reyndi
Kvenfélagasambandið ásamt Bún-
aðarfélagi Islands að koma því til
leiðar að stofnuð værir ráðunauta-
þjónusta fyrir heimilin með svipuðu
sniði og héraðsráðuneytaþjónustan
en ekki varð af því að frumvarp
yrði flutt um þetta á Alþingi. KÍ
hafði um skeið einn heimilisráðu-
naut á sínum vegum frá 1956 og
fékkst með miklum semingi að
styrkur KÍ væri hækkaður sem
iaunum hans nam. Var það Stein-
unn Ingimundardóttir sem vann við
þetta til 1961. Var hún þá búin að
halda sýnikennslu, námskeið eða
flytja erindi hjá 90 kvenfélögum á
landinu. Eftir þetta var ráðinn ráðu-
nautur í handavinnu og starfaði
hann í nokkur ár en þetta starf féll
niður vegna fjárskorts. 1963 stofn-
aði KÍ leiðbeiningastöð húsmæðra
og hefur Sigríður Kristjánsdóttir
veitt henni forstöðu. Þessi þjónusta
er mikið notuð, en svo fór að ríkið
þurfti að spara og hætta að greiða
laun fyrir heimilisráðunaut og nú
er þetta starf launað af mjög naum-
um styrk ríkisins til KÍ en allir
landsmenn eiga jafnan aðgang að
Leiðbeiningastöðinni.
Kvenfélagasambandið barðist
einnig fyrir því að komið yrði upp
rannsóknarstöð heimilanna en það
hefur ekki tekist. KÍ hefur oft sótt
um aukinn styrk til fræðslustarf-
seminnar fyrir húsmæður og heimili
landsins. Svörin hafa verið þau að
félaga í KI geti borgað til sam-
bandsins svo starfseminni verði
haldið uppi. Fram að þessu hafa
félagskonur verið nær eingöngu
heimavinnandi húsmæður sem allir
vita að engin laun hafa.
Tillögrir og áskoranir
Eftir samþykkt nýrra laga um
hússtjórnarkennslu hafa landsþing
og formannafundir KÍ ítrekað sent
frá sér ályktanir til menntamála-
ráðuneytisins, að búa betur að hús-
mæðraskólunum og tryggja þeim
starfsgiundvöll.
Á landsþingi KÍ sem haldið var
á ísafirði 1985 voru samþykktar
svohljóðandi áskoranir:
„26. landsþing Kvenfélagasam-
bands íslands, haldið á Isafirði
3.-5. júní 1985, skorar á mennta-
málaráðherra að láta nú þegar
endurskoða lög um hússtjórnar-
skóla nr. 53/1975 og bendir um
leið á nauðsyn þess að samin verði
reglugerð fyrir þessa skóla hið
fyrsta og að skipaður verði náms-
stjóri í fullt starf fyrir hússtjómar-
fræðslu á öllum skólastigum.
... beinir því til fjármálaráð-
herra og fjárveitinganefndar Al-
þingis að fé verði veitt til gagn:
gerðra endurbóta á húsum og hús-
búnaði húsmæðraskólanna í
landinu. Þingið bendir á að fast-
eignir hússtjómarskólanna eru í
niðumíðslu vegna lítils viðhalds.
... beinir þeim eindregnu til-
mælum til menntamálaráðherra að
sem fyrst verði gengið frá lagaleg-
um tengslum Hússtjómarkennara-
skóla íslands og Kennaraháskóla
íslands og að jafnframt verði hrað-
að byggingu kennsluhúsnæðis fyrir
hússtjórn í tengslum við Kennara-
háskóla íslands.
.. . gerir þá kröfu til mennta-
málaráðuneytisins að nám í hús-
stjórnarskólum gefi réttindi til
hærri launa þeirra er hafa lokið
námi þaðan og verði metið inn í
áfangakerfi framhaldsskóla til jafns
við aðrar greinar.
... skorar á menntamálaráð-
herra að stofna námsbraut í hús-
stjórn, handíð og fleiri verk- og
listgreinum fyrir kennara á fram-
haldsskólastigi."
Með þessum áskomnum fylgdu
greinargerðir sem of langt mál er
til að taka með hér.
Á aðalfundi Hússtjórnarkennara-
félags íslands árið 1984 kom fram
í máli skólastjóra húsmæðraskól-
anna að mjög lítið fé er ætlað á
íjárlögum til viðhalds skólanna.
Hafði aðeins einni milljón króna
verið ætlað til viðhalds sex skóla
árið 1984 og var þó húsnæði skól-
anna fullnýtt fyrir nemendur ann-
arra skóla þar sem ekki voru
nægilega margir eigin nemendur.
Send var áskorun þess efnis að fjár-
veiting til viðhalds skólahúsunum
yrði aukin þar sem þau lægju undir
skemmdum. Engin svör hafa borist
við þessum áskorunum né öðrum
sem á undan voiu komnar.
Heimilisfrædi
í grunnskólum
Heimilisfræði í grunnskóla er það
nám kallað sem áður hét matreiðsla
í barnaskólum. Árið 1906 hófst
kennsla í matreiðslu í barnaskóla
Reykjavíkur. Kenndar voru fjórar
stundir í viku. Árið 1927—28 er
kennd matreiðsla í 6. og 7. bekk,
4 stundir á viku allan veturinn.
Handavinnukennsla hófst í Reykja-
vík fyrir aldamót og er komin á í
flestum barnaskólum í kauptúnum
landsins 1927. Allar stúlkur fá
handavinnukennslu í 3.-8. bekk
tvær stundir á viku um þetta leyti.
Samkvæmt grunnskólalögunum
er heimilisfræði kennd tvær stundir
í viku í 7. og 8. bekk eða fjórar
stundir V2 skólaár, fyrir bæði kynin.
Þetta er helmingi minna en kennt
var áður á hvem nemanda en þá
nutu aðeins stúlkur þessarar
kennslu. Sama er að segja um
handavinnukennslu, hún hefur
minnkað um helming, var 2 stundir
á viku allan veturinn en er nú 2
stundir á viku hálfan vetur, en
bæði drengir og stúlkur eiga að
læra bæði smíðar og handavinnu.
Sú afar undarlega hugmynd virð-
ist hafa komist inn hjá hópi fólks
að þessi barnaskólakennsla geri
húsmæðraskólana óþarfa og margir
rugla saman heimilisfræðikennsl-
unni í grunnskólunum og hús-
mæðra- eða hússtjómamámi í
framhaldsskólum, sem er alls ósam-
bærilegt. Eins og áður greinir em
80 ár frá því fyrst var kennd mat-
reiðsla í bamaskóla Reykjavíkur og
þrátt fyrir lög þar um er þetta nám
ekki komið á í öllum grunnskólum
landsins. Aðstaða fyrir þetta nám
er víðast hornreka íbyggingu skóla-
húsnæðis og er erfitt að fá kennara.
Námið hefur lítið breyst þó nafnið
breyttist og er það sama í dag og
þegar ég kynntist því fyrst í æfinga-
kennslu í Reykjavík 1943, nema að
það er helmingi styttra nú. Það
gefur auga leið að ekki kemur þetta
í stað heilsvetrar náms í húsmæðra-
skóla þar sem nemendur eiga að
vera komnir undir tvítugt. Meira
að segja hefur þessi skilningur að
húsmæðranámið sé komið inn í
gfunnskólana komið fram í máli
alþingismanna í umræðum sem
urðu um húsmæðraskólana í febrú-
ar 1985.
Hvað er kennt í hús-
stjórnarskólunum o g
hvernig nýtist námið
Samkvæmt þeirri námsskrá, sem
síðast gilti, _var bóklegt nám sem
hér segir: íslenska, uppeldis- og
sálarfræði, félagsfræði, næringar-
fræði, vöruþekking, búreikningar
og heimilishagfræði, heilsufræði
kvenna og meðferð ungbarna, hí-
býlafræði, vefjarefnafræði, áhalda-
fræði, vefnaðarfræði, sniðteikning-
ar, matreiðsla, þvottur og ræsting,
söngur, sund og leikfimi. Verkleg
kennsla í matargerð og framreiðsla.
Kennsla í hollum og ódýrum hvers-
dagsmat, geymsla matvæla, haust-
matargerð, veislumatur og verðút-
reikningur. Að ganga um beina,
gestamóttaka og háttvísi. Þvottur
og meðferð á öllum algengum veíj-
arefnum, ræsting á öllum almenn-
um húsbúnaði, herbergjum og
munum á venjulegu heimili. Hreins-
un og viðhald fatnaðar. Kenndur
allur almennur saumaskapur og að
sníða, einnig útsaumur, handpijón,
hekl og vélpijón og viðgerðir á
fatnaði. Kennd undirstöðuatriði í
vefnaði, uppsetning og útreikningur
í vef og allar almennar vefnaðar-
gerðir. Athygli nemenda vakin á
þjóðlegum fyrirmyndum og á per-
sónulegum blæ heimaunninna
muna.
Skólarnir hafa verið menningar-
heimili sem hafa skilað nemendum
sínum þroskaðri og betri þjóðfélags-
þegnum og með gott veganesti til
þeirra starfa sem eru mikilvægust
í þjóðfélaginu, en það eru heimilis-
og uppeldisstörf.
Á þessari upptalningu sést að
námið er afar fjölbreytt og einnig
að þetta er ekkert grunnskólanám.
í lögunum sem samþykkt voru 1975
og aldrei hafa komið til fram-
kvæmda segir svo: „Hlutverk hús-
stjómarskóla er að veita verklega
og bóklega menntun í hagnýtum
greinum heimilisfræða og búa
nemendur undin 1. Hirðingu og
umönnun heimilis og fjölskyldu. 2.
Störf og þjónustu í hússtjómar-
greinum og félagsmálum. 3. Fram-
haldsnám í æðri skólum, til dæmis
kennaraskólum, félagsmálaskólum,
fóstmskólum, hjúkmnar- og hótel-
skólum o.fl.“
Hússtjórnarnámið
er fagnám og á að
meta það sem slíkt
Stjórnmálamenn tala oft fagur-
lega um homsteina þjóðfélagsins,
heimilið og íjölskylduna og beita
sér þá gjarnan fyrir sérstökum
málaflokkum eins og dagheimilum
fyrir börn og aldraða, stofnun elli-
heimila og allskonar dvalarheimila
og tala þá einnig um bætt kjör lág-
launafólks. Talað er um stóraukna
ferðamannaþjónustu og skort á
fólki til þess að vinna öll þessi störf.
Starfsfólkið er fyrir hendi en
það má ekki fá neins konar
starfsréttindi né hærri laun fyrir
kunnáttu sína. Þetta eru allir
þeir sem lokið hafa prófi frá
húsmæðraskólum. Nemendafé-
lög og fyrrverandi nemendur
þessara skóla ættu að bindast
samtökum um að fá viðurkenn-
ingu á námi sínu. Það er rétt-
lætiskrafa. Alls staðar er verið að
bjóða fólki hærri laun út á smánám-
skeið.
í fjölbrautar- og menntaskólum
er verið að koma á námskeiðum í
matreiðslu, saumum og vefnaði.
þetta eru stutt námskeið, aðeins
18 til 24 skipti, en gefa 3—4 punkta
í áfangakerfinu. Þeir sem hafa verið
í heilsvetrar hússtjórnarskóla fá
ekkert út á sitt langa og góða nám.
Ekki er einu sinni skilyrði að hafa
verið í hússtjórnarskóla til þess að
fara í heimilisfræðivalnám í Kenn-
araskólanum.
Hússljórnar-
kennaraskóiinn
Eins og áður sagði brautskráðust
síðustu húsmæðrakennararnir árið
1977. Senn fer að verða skortur á
kennurum.
Starfssvið fyrir hússtjórnarkenn-
ara er fjölþætt.
Hússtjórnarskólinn á Varmalandi í Borgarfirði er einn þeirra skóla sem menntamálaráðherra hefur
boðað að lagðir verði niður í haust.
15
1. Kennsla í hússtjóm á öllum
skólastigum og fyrir alla aldurs-
hópa.
2. Ráðunautastörf.
3. Fjölmiðlastörf.
4. Rannsóknastörf og tilraunamat-
reiðsla fyrir matvælaiðnaðinn.
5. Kynning á matvælum, heimilis-
tækjum og innréttingum.
6. Ráðgjöf við heilsugæslustöðvar
o.fl.
En fyrst og fremst er það ráðgjöf
sem miðar að betra heimilishaldi,
aukinni hollustu, nýtingu fæðuefna '
og hagsýni í innkaupum sem mest
þörfin er á.
Þetta nám á að vera hér á landi
eins og þeir aðilar sem unnu að
stofnun Húsmæðrakennaraskólans
héldu fram, þó framhaldsnám væri
stundað erlendis.
Það kemur fram æ oftar í við-
tölum eða erindum í fjölmiðlum um
heilbrigðismál, uppeldis- og neyt-
endamál og margt fleira að mæl-
endur telja að kennslu eða þekkingu
vanti í ýmsum þáttum daglegs lífs.
Má þar nefna næringarfræði, vöru-
þekkingu, neytendamál, uppeldis-
mál, hagsýni og spamað, meðferð
ungbama og fleira. Allt var þetta
kennt í húsmæðraskólunum. Virðist
svo sem ræðumenn geri sér þetta
ekki ljóst. Halda að þama sé eitt-
hvað nýtt á ferðinni sem þurfi að
koma á framfæri. Sem dæmi má
nefna næringarfræði sem hefur
verið kennd í þessum skólum frá
upphafi, því getið er um kennslu í
hollustu og nýtni í matargerð að
Laugalandi fyrir hundrað ámm.
Hverjir eiga
hússtjórnarskólana?
Því er fljótsvarað að ríkið og
sveitarfélögin þar sem þeir standa
teljast eigendur.
En hveijir unnu að stofnun
þeirra? Það gerðu heimamenn,
kvenfélög og kvenfélagasambönd
ásamt ýmsum áhugamönnum um
þessi mál. Þeir vom flestir reistir
samkvæmt lögum um húsmæðra-
skóla í sveitum. Allir greiða í skött-
um sínum til menntamála og lands-
byggðin hlýtur að eiga rétt á því
að hennar hlutur í þessum skóla-
stofnunum sé virtur og að þær séu
ekki þagðar í hel og síðan lokað án
þess að nokkurt samráð sé haft við
heimamenn eða hlustað á tillögur
þeirra og óskir.
í heimabyggðum hafa skólarnir
verið menningarmiðstöðvar sem
heimamenn hafa litið upp til og
hlúð að.
Hvað kemur í staðinn og með
hvaða rétti eru þeir lagðir niður án
samráðs við heimamenn?
Hvernig verða eignir þessara
stofnana gerðar upp? Verða þær
bitbein þeirra sem vilja kaupa og
heimamanna?
En það eru þá aðallega kven-
félagasambönd og kvenfélög í hér-
uðum, þau sem unnu að stofnun
skólanna. Fyrir nokkru er lokið frá-
gangi eigna og einkamuna og sölu
á hlut sýslunnar í húseign einnar
af þessum skólastofnunum. Hlaust
þar af mjög leiðinlegt mál. Annar
skóli bíður þess að gengið sé frá
eignum hans og má segja að einka-
munir, bókasafn og aðrir munir
liggi undir skemmdum og hrekist
um húsið, ófrágengnir. Hvernig
verður þetta á öðrum stöðum þar
sem nú stendur til að loka skólun-
um? Þetta mun endurtaka sig og
ættu kvenfélagasambönd og nem-
endasambönd að vera vel á verði
um hagsmuni sína ef fer sem nú
horfir, að fleiri skólum verði lokað
eða þeir teknir til annarra nota.
Þjóðhagslegt gildi
húsmæðraskólanna
Það er svo nú til dags að allt er
metið eftir því hvort það auki hag-
vöxtinn. Störf húsmæðra gera það
ekki, þau eru einfaldlega hvergi
reiknuð með.
Hvað fer mikið fjármagn í
gegnum hendur þeirra sem heim-
ilunum stjórna? Er alveg sama
hvernig því er varið? Er óþarft
að ungt fólk læri hússtjórn áður
en heimili er stofnað? Er sama
hve miklu er eytt í ónotuð eða
lítið notuð tæki eða í hreint