Morgunblaðið - 05.07.1986, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1986
Mcðfæddur
hæfíleiki!
— „markamaskínan“ Tryggvi
Gunnarsson er 21 árs en hefur
skorað yfir 90 mörk í deilda-
keppninni
Morgunblaðið/Skaptí
Tryggvi Gunnarsson á sínum uppáhaldsstað, við markið, með 13 bolta en hann hafði gert 13 mörk
fyrir KA i 2. deildinni fyrir leik liðsins í gærkvöldi.
TRYGGVI Gunnarsson er ein
mesta „markamaskína" í ís-
lenskri knattspyrnu um þessar
mundir. Hann virðist hreinlega
ekki geta hætt að skora mörk!
eins og einhvern tíma var sagt
um mikinn markaskorara.
Tryggvi leikur nú sem kunnugt
er með KA á Akureyri i 2. deijd-
inni en áður lék hann með ÍR.
Hann er einungis 21 árs að aldri
— og skoraði á sinum tíma 62
mörk fyrir ÍR í deildakeppninni
og hefur nú gert 29 fyrir KA í
2. deild (fram að leiknum í gær-
kvöldi!).
„Ég lék með ÍR í gegnum alla
yngri flokkana en nú er þetta annað
árið mitt með KA. Ástæðan fyrir
því að ég kom norður? Ja, pabbi
er í KA-klúbbnum í Reykjavík (en
pabbinn er Gunnar Jónsson). Hann
er gamall Akureyringur og ég var
oft hér um páska og á sumrin þegar
ég var lítill. Málin þróuðust síðan
þannig að þegar ég treysti mér í
2. deildina sló ég til og kom hingað
norður. Og „karlinn" ýtti vel á eftir
mér að fara!“ sagði Tryggvi er
blaðamaður settist niður með hon-
um kvöldstund á veröndinni fyrir
utan nýja KA-húsið á félagssvæði
þess við Lundarskóla.
Byrjaði í marki!
Tryggvi sagðist, eins og áður
kom fram, hafa leikið með ÍR í
öllum yngri flokkunum. „Ég byijaði
reyndar sem markmaður í fímmta
flokki en hætti því þegar ég kom
upp í fjórða — ég fékk alltaf svo
mikið af mörkum á mig! Síðan þá
hef ég verið frammi . . .“
. . .og alltaf skorað svona
mikið af mörkum, eða hvað?
„ . . .ja, já mér hefur alltaf gengið
vel að skora.“
Tryggvi hefur mest skorað átta
mörk í leik og hefur reyndar náð
þeim árangri tvívegis, í bæði skiptin
með ÍR. Hannn lék með liðinu í 4.
deildinni eins og áður er getið um
— og reyndar einn leik í 3. deild.
„En eftir þann leik vorum við reknir
úr keppni!" segir hann og glottir
er hann rifjar það upp. „Það var
einfaldlega vegna þess að við áttum
ekki mannskap í liðið. Þá var ekki
öflugt starf hjá ÍR — það hefur svo
sannarlega mikið vatn runnið til
sjávar hjá félaginu síðan þetta var.
ÍR er félag í örum vexti."
Ifyrsta árið í 4. deildinni lék
Tryggvi lítið með ÍR-ingum en átti
síðan fast sæti í liðinu næstu tvö
árin þar á eftir, sumrin 1983 og
1984. „Þeir fóru svo ekki upp í 3.
deiid fyrr en ég fór!“ sagði hann.
Fólk heimtar mörk
Var það kannski vegna þess
að þú fórst? Var treyst of mikið
áþig?
„Nei, ekki held ég það. Að vísu
var alltaf mikil pressa á mér. Fólk
vildi fá mörk frá mér og það „pepp-
aði“ mig vissulega upp til að standa
mig. Fólk heimtaði eitt til tvö mörk
í leik. Og hér hjá KA er þetta að
fara á sama veg — hér heimtar fólk
eitt til þijú mörk í Ieik! En það er
gaman að þessu, það heldur manni
við efnið."
Það hlýtur að vera mikill
munur að leika hér með KA eða
með ÍR.
„Já, það er geysilegur munur.
Hjá ÍR er bara malarvöllur en hér
eru fleiri hektarar af grasi! Og öll
aðstaða hér er stórkostleg síðan
nýja húsið komst í gagnið. „Bolt-
inn“ er líka allt öðruvísi hér. Það
er leikinn mun hraðari fótbolti í
annarri deildinni en þeirri Ijórðu.
Og hér er allt saman tekið mun
alvarlegar en nokkum tíma í fjórðu
deildinni. Við æfum nokkum veginn
jafn oft en æfíngarnar em erfiðari
hér og miklu meiri kröfur gerðar
til manns á æfíngum."
Ein spurning brennur eflaust
á vörum margra: Hvers vegna
skorar þú svona mikið af mörk-
um?
„Ætli þetta sé ekki bara með-
fæddur hæfileiki! Ég held að það
sé engin spuming."
Mörkin sem gilda en
ekki fegnrð marka
Margir miklir markaskorarar
eru þekktir fyrir „potmörk".
Skorar þú oftar á einhvem einn
máta en annan?
„Nei, ef maður er nógu gráðugur
upp við markið að taka fráköst og
þefa upp fyrirgjafir heldur maður
áfram að skora. Og það eru mörkin
sem gilda en ekki fegurð marka.
Þau telja öll. Ég skora alls konar
mörk — sumar gerðir eru reyndar
sjaldgæfar hjá mér. Ég skoraði
mitt annað mark á ferlinum beint
úr aukaspymu gegn Skallagrími á
dögunum og í sama leik skoraði ég
mitt fyrsta skallamark!!“
Þú talaðir áðan um að fót-
boltinn í annarri deildinni væri
öðmvísi en i þeirri fjórðu. Þarft
þú sjálfur þá að leika á annan
hátt en þú gerðir áður?
„Já, ég hleyp til dæmis miklu
meira með KA en ég gerði áður. Ég
gerði Iítið annað hjá IR en að vera
í vítateignum. Hér kemur maður
aftur annað slagið og tekur líka
virkari þátt í öllum sóknarleiknum.
Ég er ekki eins fastur á sama stað
og ég var hjá ÍR.“
Þú vonast að sjálfsögðu eftir
að leika i 1. deildinni næsta ár —
heldurðu að það yrði ekki mikil
tilbreyting frá því að leika i
fjórðu og annarri deild?
„Það yrðu náttúrlega alltaf ein-
hver viðbrigði. En ég á að geta
tekist á við það — ég er kominn
með það mikla reynslu. Ég held að
munurinn á 1. og 2. deild sé ekki
svo mikill knattspyrnulega séð.
Vamarmenn í 1. deildinni eru ekk-
ert grófari eða erfíðari en þeir sem
ég er að leika gegn í 2. deild þó
auðvitað séu nokkrir slakir í 2.
deild."
Þú fékkst tilboð í haust um
að leika með norsku liði. Varstu
ekki spenntur fyrir því?
„Ég fór út í vikutíma til norsks
2. deildarliðs, Djerv 1919 í Hauga-
sundi. Þeir buðu mér samning en ég
sagði peningana númer 3 og fót-
boltinn númer 1 og 2 og sá þá að
ég hefði það ekkert betra þama úti
en hér. Eg ráðlegg engum að fara
til Noregs til að spila fótbolta. Menn
græða ekkert á því.“
Hóflega bjartsýnn
Ertu bjartsýnn á gengi ykkar
KA-manna í sumar, Tryggvi?
„Ég held að við séum komnir vel
af stað — held við séum að rífa
okkur upp. Við vorum daufir í
bytjun, töpuðum dýrmætum stigum
á lokamínútum leikja. En ég er
hóflega bjartsýnn, held þó að við
eigum að komast upp ef menn
standa sig — og það er auðvitað
takmarkið, að komast í 1. deild. Ég
held að við förum upp ásamt Vík-
ingum, ég hef meiri trú á þeim en
öðrum liðum. Selfyssingar eiga til
dæmis eftir að brotna, held ég, þó
þeir verði erfiðir heima að sækja.“
Markmið ykkar er að komast
í 1. deild, segirðu. En þitt eigið
markmið — er það að komast í
erlent lið?
„Nei — ja, það þarf þá að að
vera geysilega gimilegt tilboð ef ég
á að taka því. Nú langar mig mest
að sanna mig sem 1. deildarleik-
maður — og þá með KA. Við erum
með næst bestu aðstöðu á landinu,
á eftir KR, og með þessa aðstöðu
og þennan mannskap eigum við
heima í 1. deild og ég held að þar
myndum við fyllilega spjara okkur."
Er þér eitthvað sérstaklega
minnisstætt á ferlinum er þú litur
til baka?
„Mesti sigur minn er að verða
markakóngur 2. deildar í fyrra —
en ég var þá næst markahæstur
yfir allar deildir. Páll Rafnsson
vinur minn hjá ÍR skoraði þá 17
mörk en ég 16. Þá er mér auðvitað
minnisstætt að margir sögðu er ég
fór frá ÍR að stökkið úr 4. deild í
2. deild yrði of stórt. Ég myndi
gleymast fljótt. Ég hef nú sannað
að þeir höfðu rangt fyrir sér og er
ánægður með það.“
Tryggvi þjálfar nú 6. og 7. flokk
KA í knattspyrnu. „Ég er búinn að
þjálfa síðustu 5 ár. Síðasta árið sem
ég var hjá ÍR var ég með meistara-
flokk kvenna, sem þá tók í fyrsta
skipti þátt í 2. deild, en annars var
ég með svona litla gutta og í fyrra
þjálfaði ég 5. flokk hjá KA. Það
er mjög gaman að þjálfa og ég er
líka að læra þetta. Er búinn með
hluta náms á uppeldissviði, á félags-
og íþróttabraut í Fjölbraut í Breið-
holti, og ætla mér að klára það hér
í Verkmenntaskólanum er íþrótta-
braut verður sett hér upp.“
Ætlarðu þá að þjálfa í framtíð-
inni?
„Já, en ég er samt ákveðinn í
að taka mér frí frá þjálfun næsta
sumar. Ég geri ekkert annað en
að þjálfa í sumar en vil nú leita
mér að góðri vinnu! Og þá helst í
sambandi við félagsstörf," sagði
Tryggvi.
—
IBUNAÐARBANKI
ÍSLANDS
Geislagötu 5
og Sunnuhlíð