Morgunblaðið - 05.07.1986, Side 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1986
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gunnar Ragnars stjórnar sínum fyrsta bæjarstjórnarfundi eftir
kosning-ar. Til hægri er Valg-arður Baldvinsson, bæjarritari.
meirihluti hér eftir þrennar síðustu
kosningar og í að minnsta kosti tvö
skipti af þessum þremur voru úrslit
kosninganna aljgörlega vísbending
kjósenda um að þeir vildu allt
annað, sérstaklega 1982. Þá féll
vinstri meirihlutinn — en Kvenna-
framboðið sýndi að hann var einn
vinstri flokkurinn til viðbótar og
endurreisti gamla meirihlutann. Við
lögðum áherslu á það í okkar kosn-
ingabaráttu að bæjarbúar þyrftu
breytta stjóm og nýja stjómarhætti
og lýstum því jafnframt yfir að ef
fráfarandi meirihluti félli einu sinni
enn væri eðlilegast að okkar mati
að þeir flokkar, sem verið hafa í
minnihluta — Sjálfstæðisflokkur og
Alþýðuflokkur - ræddu fyrst saman
um meirihlutamyndun. Þessir
flokkar eiga ágæta samleið hér á
Akureyri."
— Verða bæjarbúar varir við
einhveijar sérstakar breytingar
fljótlega, heldurðu, við það að
þið komist i meirihluta?
„Við höfum sett fram okkar
málefnasamning þar sem við höfum
lagt fram nokkur áhersluatriði sem
við viljum einbeita okkur að. Einnig
settum við saman verkefnalista yfír
ýmis brýn verkefni sem við viljum
takast á við alveg á næstunni. Við
munum síðan pijóna við þann lista
eftir því sem tilefni verður til. Þar
eru nokkur mál sem við munum
fela þeim nefndum, sem málin
snerta, að íjalla um. Þar má benda
á að við munum beina því til stjóm-
ar Utgerðarfélags Akureyringa að
Akureyrarbær hafí áhuga á því að
það verði efling á fískiskipaflota
fyrirtækisins og bærinn sé viljugur
að veita alla þá aðstoð sem hann
geti veitt til að svo megi verða. Nú,
við munum beina því til hafnar-
stjómar að hafíst verði handa við
hönnun á fískihöfn sem fyrirhuguð
er norðan við togarabryggjuna. Það
er markmið okkar að ráðist verði í
slíka höfn — hún er í raun forsenda
fyrir því að við getum eflt okkur á
sviði sjávarútvegs hér á Akureyri.
Þá verður veitustjóm falið, í sam-
ráði við bæjarstjóm, að eiga viðræð-
ur við stjómvöld um það hvemig
vandamál þeirra hitaveitna í
landinu, sem verst eru settar, verði
leyst. Þá er ákveðið að innrétta 2.
áfanga Síðuskóla þannig að þar
verði hægt að byija að kenna í
haust — að ekki þurfí að keyra
bömin í hverfínu enn einu sinni í
aðra skóla. Að hægt verði að kenna
þar öllum árgöngum. Þetta eru
helstu mál sem við munum ráðast
íánæstunni.“
Hef mikinn áhuga
á að efla tengslin
við bæjarbúa
— Breytir það miklu fyrir þig
að verða forseti bæjarstjómar?
„Nei, það breytir kannski ekki
miklu fyrir mig. Eg hef haft áhuga
á málefnum þessa bæjar og þessar-
ar byggðar og eyði miklu af mínum
frítíma í þetta. Eg hef setið í bæjar-
stjóm eins og kunnugt er undan-
farið kjörtímabil. Þá var ég meðal
annars formaður stjómar sjúkra-
hússins en nú verður sú breyting á
að ég gef ekki kost á mér lengur
sem formaður þar. Það fór æði
mikill tími í þau mál *- sá tími flyst
nú yfír í það að vera forseti. Það
starf felst ekki eingöngu í að sitja
í forsæti og stjóma bæjarstjómar-
fundum heldur er hiutverk hans
mikið þar fyrir utan. Þetta er tals-
vert erilsamt starf og ekki síst á
sumrin þegar mikið er um gesti sem
koma til bæjarins og forseti verður
að sinna. Ég hef líka mikinn áhuga
á því að efla tengsl okkar, sem
stjómum, við bæjarbúa. Ég hef
ekki fastmótað hugmyndir um
hvemig mætti efla tengslin en ég
held að mjög yrði af hinu góða ef
forseti bæjarstjómar yrði reglulega
til viðtals fyrir bæjarbúa sem vildu
við hann raeða."
— Breytist stjórnkerfi bæjar-
ins eitthvað með nýrri bæjar-
stjórn?
„Við höfum auðvitað áhuga á
því að hlutimir gangi hraðar fyrir
sig en þeir hafa gert. Mörg dæmi
em um það að mál hafí verið að
velkjast fram og til baka í bæjar-
kerfinu og við viljum koma í veg
fyrir það. Það er óhjákvæmilegt að
mál séu grandskoðuð en það hefur
oft verið til vansa hve seinagangur
hefur verið mikill — ég nefni lóða-
mál í því sambandi. Við viljum
skapa skilyrði fyrir því að bæjar-
kerfíð geti verið skilvirkara. Við
bindum miklar vonir við nýjan
bæjarstjóra sem við höfum ráðið
og auðvitað veltur mikið á því að
hann sé ötull og fljótur að koma
hlutunum í verk — framkvæma þá
stefnu sem við mörkum. Á sfðasta
kjörtímabili var unnið að endur-
skoðun á stjómskipulagi bæjarins
og nú á síðustu vikum síðasta lq'ör-
tímabils var gerð breyting á sam-
þykkt þar um. Það er rétt byijunin
en gífurlega mikið starf er fram-
undan varðandi þessar breytingar."
Komum betur út
úr kreppunni en
ég þorði að vona
— Ef við snúum okkur að
Slippstöðinni: hvernig er staðan
þar f dag?
„Það er nú svo að skipaiðnaður
í Vestur-Evrópu hefur átt f miklum
erfíðleikum. Það er kunnara en frá
þurfí að segja að ríkisstjómir
margra landanna hafa gripið til
þess að styrkja þennan iðnað —
bæði beint og óbeint — en nú hafa
þær gefíst upp á því, eða em um
það bil að hætta. Afkastagetan í
heiminum hefur verið miklu meiri
en eftirspumin þannig að þetta
ástand skapaðist. Þetta hefur haft
í för með sér að þrátt fyrir þessa
styrki hefur verið mikið um að
fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota og
önnur hafa einnig lokað þó þau
hafí ekki orðið gjaldþrota. Önnur
hafa fækkað mannskap mjög vem-
lega og nú er svo komið að afkasta-
getan í Vestur-Evrópu hefur
minnkað mjög mikið en pantanir
virðast vera að aukast á ný. Þau
fyrirtæki sem eftir em hafa því
meira að gera nú en áður. Með
þessu er ég að segja að við eram
kannski komnir langleiðina gegnum
þá kreppu sem verið hefur í grein-
inni sfðustu þijú til fjögur ár að
minnsta kosti. Nú, varðandi okkur
héma þá höfum við auðvitað ekki
farið varhluta af þessu ástandi.
Vegna þess hve fískiskipaflotinn
hér á landi var orðinn stór var sett
algjört stopp á nýsmíðar, þannig
að við höfum þurft að byggja nánast
allt okkar starf á undanfömum
ámm á viðgerðum og ýmsum breyt-
ingum á skipum og ég held að við
getum sæmilega við unað þegar við
lítum til baka — ég held að við
höfum komist í gegnum þessa
kreppu miklu betur en við gátum
reiknað með á sínum tíma þegar
við sáum að hveiju stefndi."
Gunnar sagðist til dæmis hafa
haft vemlegar áhyggjur af þessu
og „í mínum huga býst ég við að
hafí verið að við myndum bera
skarðari hlut frá borði en raun ber
vitni. Hins vegar er það óneitanlega
svo að fyrirtæki eins og okkar —
sem er með svona mikið af fólki í
vinnu sem flest hefur unnið hér
mjög lengi — á ekki hægt með að
segja upp eða ráða fólk eftir því
hvemig kaupin gerast á eyrinni
varðandi verkefni hveiju sinni. Og
í þessum viðgerðum undanfarin ár
höfum við í raun aldrei ráðið okkar
næturstað, jafnvel ekki vitað hvað
næsti mánuður bæri í skauti sínu.
Viðgerðimar em mjög árstíða-
bundnar. Það hefur verið mikið að
gera á vorin og sumrin og fram á
haust. Veturinn hefur verið erfiðasti
tíminn að brúa en einhvem veginn
hefur það tekist þó nokkmm sinn-
um höfum við verið komnir alveg
út á ystu nöf. Það sem kom okkur
mjög til góða síðasta vetur var
samningurinn við Kanadamenn um
breytingar á fjómm toguram. Nú
emm við einmitt að ljúka við fjórða
togarann — og emm að semja um
áframhaldandi verkefni í haust við
Kanadamenn."
Bæjarmálin mitt
bridds og mitt golf
Það er vitaskuld tímafrekt starf
að vera forstjóri í stóm fyrirtæki
eins og Slippstöðinni og þá fer
mikill tími hjá Gunnari í störf fyrir
bæinn. „Það hafa margir haft á
orði við mig að ég geti hreinlega
ekki haft tíma til að sinna öllu sem
ég þarf að sinna — en ég segi þá
á móti að ég spili ekki bridds og
ekki golf þannig að segja má að
bæjarmálin séu mitt bridds og mitt
golf — þau em mitt áhugamál. Hér
á Akureyri á ég heima — mér líður
vel hér — og ég vil ekki sjá mitt
byggðarlag fara halloka í barátt-
unni. Ég hef aflað mér ákveðinna
áhrifa í mínu starfí og held því að
ég geti orðið til góðs í bæjarmála-
pólitíkinni. Þess vegna er ég að
þessu," sagði Gunnar Ragnars.
Morgunblaðið/Skapti.
Hermann Árnason, endurskoðandi og Gísli Jónsson, forstjóri Ferða-
skrifstofu Akureyrar við grillið — sennilega orðnir svangir.
Séð yfir veislustað-
inn í bakgarðinum
hjá Ingu lækni og
Sverri.
Sævar Hallgrímsson
kjötidnaðarinaður
fer fimum höndum
um skrokkinn. Hann
sá um að allir fengju
„væna flís af feitum
sauð“ ...
GÖTUGRILL
ÍGOÐABYGGÐ
ÍBIJAR við Goðabyggð hafa það fyrir sið einu sinni á ári að halda
götugrill svokallað. Þá tekur fólkið við götuna sig saman og grillar
saman í einhveijum garðinum, etur og drekkur og leikur sér. Þessi
árvissi viðburður var síðasta laugardag. Götunni var lokað fyrir bílaum-
ferð, grillin, skreytingamar og langborðin dregin fram og síðan þrír
lambaskrokkar grillaðir. Hraustlega var síðan tekið tU matarins, að sjálf-
sögðu, enda miklir matmenn i Goðabyggðinni!