Morgunblaðið - 20.07.1986, Page 2

Morgunblaðið - 20.07.1986, Page 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1986 Vandamál óperug'erðar segir dálítið um gerð þess: Ópera er fleirtala af ópus, sem þýðir verk. Þetta eru því mörg verk, bæði samtímis og í runu, — verk af mismunandi toga. Ópera er ekki eingöngu leikrit plús músík heldur nýtt form sem getur tjáð nýjan veruleika. Öll leikhúslist lýtur gömlum, nokkuð hörðum, lögmálum. Er ekki upp- lifun leikhússins fólgin í því að fá áheyrandann og áhorfandann til að meðtaka dramatík verksins, póesíu sviðsframvindunnar? Hún þarf að vera trúverðug, skiljanleg og framsetningin sönn. Þetta er eina leiðin að koma hinum gömlu óperum til ski<a til nýrra kynslóða. Menn hrífast af hinu talaða leikhúsi, listdansi, látbragðsleik, brúðuleik, óperettu, óperu og kvikmynd. Þetta eru allt greinar af sama meiði. Og hver grein hefur sín sérkenni og takmörk, miðlar sínum sannleika. Einn okk- ar þekktari leikara hélt því fram við mig af æsingi, að hið talaða leikhús væri æðst allra greina leikhússins, sennilega af því hann var sjálfur leikari og merkismað- ur. Þessu er ekki hægt að mótmæla. Það er heldur ekki unnt að kveða upp úr um hvaða litur regnbogans sé fegurstur. Allir eru þeir öðruvísi og allir hafa þeir sína „kosti". En þegar söngvari stend- ur á sviðinu í óperuhlutverki, gömlu eða nýju, og tekst að fá alla í salnum að trúa því stað- fastlega, að það, sem hann hafi fram að færa, um stöðu sína í lífinu, líðan og örlög, verði ekki sagt á annan hátt en í söng með samfléttun við hljómsveitina, þá hefur óperan heppnast — fyrr ekki. Og þá fyrst hefur tekist að brúa og samtvinna þær mótsetn- ingar sem ég gat um í upphafi. Þetta er hægt en það er erfítt. Vandamál óperunnar eru — og hafa verið — hluti af vandamáli Ieikhússins alls. Mig skortir þekk- ingu til að tjá mig um þau í heild, en vil reyna að forðast fræðikenn- ingar. Fólki er sama um fræði- kenningar. Leikhús er samkomustaður fyrir fólk, sem vill hrífast, læra, taka þátt í lífi og örlögum persónanna á sviðinu. Því hafa helstu óperufrömuðir, með hinn látna snilling Walter Felsenstein í fararbroddi, lagt áherslu á að óperan sé músík- leikhús, með jafnmikilli áherslu á báða þætti orðsins. Óperan hefur ýmsar takmark- anir og óperusmíð hefur löngum verið erfið. Aðeins brot af öllum þeim óperum sem samdar hafa verið þekkjum við í dag. Nokkrar hafa lifað og virðast sívinsælar. Tónskáldum tuttugustu aldar hef- ur reynst erfítt að aðlaga óperu- formið breyttum tónsmíðaaðferð- um og fagurfræði. Með nýjum formum verður að endumýja staðnað og nokkuð staðlað form óperunnar. Eitt vandamálið er textagerðin eða librettóið. í efnisskrá Silki- trommunnar skrifaði ég: „ ... Óperutexti er ekki hið sama og leikrit. Þar gilda önnur lög- mál. Því hefur verið haldið fram að óperutextar séu vondar bók- menntir, en það er rangt. Líbretto er ekki bókmenntir, það er óperu- texti.“ Það er útbreiddur og lífseigur misskilningur hérlendis, að hið sungna orð skipti litlu máli í óperunni, atburðarásin sé mest- megnis vitleysa, og það séu eingöngu hinar frægu og fallegu aríur sem skipti máli. Það e_ru ótal dæmi sem afsanna þetta. Ég nefni aðeins verk eins og la Bo- heme, þar sem mikill hluti tónlist- arinnar hlýtur að vera meira eða minna óskiljanlegur þeim, sem ekki hendir reiður á textanum. Það er engin tilviljun að Mozart, Verdi, Berg og margir fleiri lögðu sjálfir mikla rækt við textagerð, fyrir utan Wagner sem samdi sína texta sjálfur. 0g ég vil skjóta inn lítilli sögu úr eigin reynslu. Tónlistaráhuga- maður einn sagi við mig eftir að hafa séð Silkitrommuna: „Ég er ekki viss um að verkið muni njóta sín á plötu," og ég svaraði að bragði: „Ég þekki enga góða óperu sem gerir það.“ Platan get- ur verið öflugur og nauðsynlegur kynningarmiðill en hún er eins og ljósmyndin í svart-hvítu: Sýnir okkur megindrætti hlutveruleik- ans, en nær eki að höndla suma þætti hans. Tónskáld, sem semur óperu í dag, stendur frammi fyrir vanda- málum sem lítið hafa breyst í aldanna rás. Og með tilkomu nýrr- ar tækni hafa þau aukist heldur en hitt. Óperur, samdar á okkar öld, hafa verið lengi að vinna sér sess og ná til áheyrenda. Orsak- imar eru margar: Þær voru erfíðar í flutningi bæði fyrir söngvara og hljómsveit og tónmál tímans var leikhúsgestum fram- andi. Þó hafa orðið til meistara- verk á 20. öld, sem jafnast fyllilega á við það besta sem gert var fyrr á tímum. Ég nefni nokk- ur verk af handahófí: Pelleas og Melisande eftir Debussy, Wozzeck og Lulu eftir Alban Berg, Móses og Aron eftir Schönberg, Jenufa og Úr húsi dauðans eftir Janacek, Bláskeggur eftir Bartók, Porgy og Bess eftir Gershwin, Katharina Ismailova eftir Sjostakóvíts, Ma- hagonny eftir Kurt Weill, Intoller- anza eftir Nono, Aniara eftir Karl Birger Blomdahl, Hermennimir eftir Zimmermann og Ljósið eftir Stockhausen. Og ekki má gleyma öðmm leikhúsverkum, sem em á mörkum listgreina: Sögu her- mannsins eftir Stravinskí, Tú- skildingsópemnni eftir Weill (og hér verður nafn Brechts að fylgja með), einþáttungum Schönbergs, Hinni hamingjusömu hönd og Eft- irvæntingu, en öll þessi verk em músík-Ieikhús í orðsins fyllstu merkingu. Og þau hafa, um síðir, náð mikilli og sfvaxandi hylli leik- húsgesta. Þegar byijunarerfið- leikamir voru afstaðnir reyndust þau ekki óviðráðanlega erfíð í flutningi. Það er ekki létt að finna hent- ugt efni til ópemgerðar í dag og hefur sennilega aldrei verið það. Það er erfítt að segja til um hvem- ig slíkt efni á að vera. En ég á erfítt að hugsa mér raunsæja ópem og þó. Ég held að forsenda sé góð samvinna tónskálds, li- brettista og leikstjórá og a þeir geri sér grein fyrir takmörkunum ópemformsins og kunni að not- færa sér það á jákvæðan hátt. Það er líka vandaverk að semja góða leikhústónlist. Þar gildir að semja rétta músík á réttum stað, ekki endilega „bestu“ músíkina. Flestir muni vera sammála um að Bátssöngurinn úr Ævintýmm Hoffmanns eftir Offenbach sé ekki besta melódía í heimi. En þetta lag hefur sérkennilega, óút- skýranlega töfra, og það er snilld- arlegt á sínum stað í ópemnni, en hvergi nema þar. Sama gildir um La donne mobile úr Rígólettó. Ópemr Mozarts em svo sterk dra- matísk heild, og svo sjórænar, að erfitt reynist að taka úr þeim ein- staka aríur eða númer. Sum snjöll Atriði úr Silkitrommunni. tónskáld hafa líka enga dra- matíska gáfu eða hún liggur utan leikhússins. Schubert reyndi ár- angurslaust fyrir sér sem ópem- höfundur og samdi fimmtán ópemr og er engin þeirra lífvæn- leg. Ég er ekki viss um að Schubert hafí skrifað þar verri músík en hann var vanur. Þetta var ekki rétt músík í réttu sam- hengi. Sum sönglaga hans em hádramatísk, en þau em ekki sviðsmúsík. Það er engin tilviljun að hvorki Chopin né Brahms sömdu ekki óperur, til þess þekktu þeir alltof vel takmarkanir sínar. En ýmsir minni spámenn sömdu góðar óperur, án þess að músíkin væri í sjálfu sér snilld. Puccini og Gershwin em góð dæmi, en músfk þeirra blómstrar á þröngu einstigi snilldar og banalítets, en hún hef- ur sterkan dramatískan slagkraft. Og hann næst ekki endilega með hávaða, lúðmm og minnkuðum sjöundarhljómum. Munum dans- leikinn úr Don Giovanni og ástarsenuna milli Pelleasar og Melisande. Persónusköpun er mjög mikil- væg, og aðgreining persóna í músík. I Carmen er aðalpersónan kynnt strax í upphafí. I Haban- emnni fáum við að vita allt um eðli og ástríður hennar. Bizet var gæddur þeirri fágætu snilligáfu, að grra einfaldar laglínur, sem tjáð geta allar mannlegar tilfínn- ingar og leikræna atburði. Kvartettinn í Rígólettó er þannig saminn, að sérhver persóna syng- ur í eigin stfl, sem við höfum kynnst áður í verkinu. Þetta sam- einast í æðri heild og við heyrum það hugarástand, sem gagntekur hveija persónu. í ópemm Mozarts er hver persóna jafnan einkennd með eigin músíkstfl. Bilið milli einsöngs og samsöngs er þar fljót- andi, ópemr hans em kammer- músík í söng og leik. Wagner fór aðra og frumlega leið. Hver per- sóna fékk eigið stef — leiðsögustef — sem fylgdi henni í sífelldum tilbrigðum og ummyndunum verkið í gegn. Svo vom ástarstef, örlagastef og svo framvegis. Þannig framdi tónskáldið sálræna greiningu á persónum og túlkaði atburði, í fortíð, nútíð og framtíð, í músík sem var flétta sinfónískra leiðsögustefja. Eitt helsta vandamál tónskálds- ins er leikstjóm og tímasetning atburða. Segjum að eitt atriði eigi að vera tíu minútur. En tíu mínút- ur adagío eru allt annað tímaskeið en tíu mínútur presto. Tími skeið- klukkunnar og mannshugarins er ekki alltaf sá sami. Verdi er snill- ingur í þessu. Raddskrá upphafs- þáttar Rígóletto er jafnframt fullkomin leikstjómarbók. Það þarf aðeins að líta á partitúrinn til að sjá út staðsetningar á sviði, hreyfíngar, hraða, og allt gerist samtímis. Upphaflega var óperan samsett úr laustengdum atriðum. En hún þróaðist snemma í að vera heild, bæði að gerð og inn- taki. Ég hef minnst á Wagner. Alban Berg gekk enn lengra. Ópemr hans báðar, Wozzeck og Lulu, em þaulskipulögð verk niður í smæstu eigind, hver nóta, hver hraðaforskrift er lögmálsbundin. Og kannski gengur Zimmermann lengst í Hermönnunum. Ég held að skoðanir helstu tón- skálda á vandamálum ópemnnar í dag, svo og framtíð hennar, séu líkar. Zimmermann hefur kannski formað þessar skoðanir skýrast. Hann segir „ .. . Maður hugsar sér að ópera sé staður — þ.e. leik- hús — sem gerður er til þess að einbeita sér til að miðla öllum þáttum verksins til leikhúsgesta. Með öðmm orðum; byggingarlist, höggmyndalist, málverk, músík- leikhús, leikrit, listdans, kvik- mynd, hljóðnemar, sjónvarp, tónbanda- og upptökutækni, raf- tónlist, rafhljóð, fjölleikahús, mjúsíkal — allir þættir hreyfínga- leikhússins mynda til samans plúralístíska ópem.“ Þessu öllu stjómar almáttugur leikhússtjóri eða samvaiinn sérfræðingahópur. Svipaðar hugmyndir hafa Pierre Boulez, Mauricio Kagel og Györgi Ligeti sett fram. Þetta er heldur ekkert nýtt. Fyrir aldarfjórðungi útskýrði Boh- dan Wodiczko fyrir mér „total- theater" eða allsheijarleikhúsið, sem framtíðarópem. Þetta er Ge- samtkunstwerk Wagners að viðbættri tuttugustu aldar tækni. Undir þessu merki reyndi ég einu sinni að semja ópem og ég mun halda því áfram. Tæknin er mikið undraverk. Það má nota hana til að dýpka skilning okkar og hún getur líka verið yfírborðslegur leikur að effektum, eins og sjá má í flestum skonrokksmyndum. í Silkitrommunni notuðum við Ömólfur Ámason tæknina til að dýpka skilning leikhúsgesta á aðalpersónunni — gamla mannin- um. Hann skrifar mglingsleg ástarbréf til ungrar, fallegrar sýn- ingarstúlku, sem ekki hefur hugmynd um tilvist hans. Við sjáum hann vera að skrifa á svið- inu, en heyrum jafnframt bréfín, með hans eigin rödd af átta rása tónbandi. Við heymm hann líka syngja með, gera athugasemdir við hugsanir sínar. Þannig verður hið innra eintal, sem Joyce ritaði niður, heyranlegt. Og þegar óvandaðir menn komast í bréfin heymm við það sem þeir lesa, flutt í einlægni af gamla manninum, og samtímis lesið í hæðnistón með hlátrasköllum af þeim. Annað dæmi um samband texta og myndar. Ungur maður lifír á sýningarstúlkunni fögm. Hann telur upp hvað hann hún lætur honum í té. Hann syngun „Hún er á toppnum. Hún gefur mér... “ og um leið sjáum við bfla, skartgripi, alls kyns lúxus- vaming í myndvörpum á öllu sviðinu. Tónlistin undirstrikar þessa breytingu og þetta er endur- tekið nokkmm sinnum; litanía lúxussins. Við notUm kvikmynd til að sýna sjálfsvíg gamla manns- ins og Ijósin sýndu okkur inn í Helheima. Unga stúlkan var leikin af tveim konum, sópransöngkonu og ballerínu. í lífínu var hún þög- ul og dansandi, í dauðanum syngjandi og hreyfíngarlaus. Og þetta virkaði sannfærandi, því óperan er ekki rökrænt form í venjulegum skilningi. Silkitromman var í rauninni hefðbundin ópera, Wagnerísk að gerð. Hun var einsöngvaraópera og hljómsveitin var kammer- músíkölsk. Og hún var tragísk. Nú langar mig að gera aðra ópem, sem verður allt öðmvísi. Af nógu er að taka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.