Morgunblaðið - 20.07.1986, Page 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1986
MERYL STREEP
OG KAREN BLIXEN
„Um leið og ég setti mig í spor Karenar Blixen fannst
mér óg verða eins og hún. Sú þrjózka að vilja breyta
raunveruleikanum er okkur sameiginleg." Þetta segir
kvikmyndastjarnan sem þekkt er fyrirtitilhlutverkin í„The
French Lieutenants’s Woman" og „Sophie’s Choice". Hún
er að verða móðir i' þriðja sinn og vill helzt halda sig sem
lengst frá erli fjöldans. Hún viðurkennir að hafa verið
heppin en telur að hún eigi allt að þakka þeim sem hún
hefur starfað með. „Að leika í léttum gamanleik? Bara
að það fyndust einhverjir slíkir," segir Meryl Streep.
Hún er 36 ára en lítur út fyrir að
vera tíu árum yngri. Gullið hárið
fellur niður með vöngunum eins
og umgjörð um ómálað andlitið.
Húðin er þunn og minnir á
fínasta postulín þar sem hvergi
örlar á ójöfnu. Varirnar eru
mjúkar og rósbleikar og augun
eru dreymin og djúpstæð, blíðleg
og döpur i senn. Meryl Streep —
þar sem hún breiðir úr sér á legu-
bekk i svitu Westbury-gistihúss-
ins á milli 69. strætis og
Madison-breiðgötu í hjarta New
York-borgar — er jafnvel enn
fegurri í eigin persónu en á hvita
tjaldinu. Hún er ægifögur.
Þó tekst henni ekki fullkomlega
að fela það að hún er þreytt. Hún
á erfítt með andardrátt. Að undan-
fömu hefur hún leikið í þremur
kvikmyndum („Plenty", „Out of
Africa" og „Heartbum") og nú á
hún von á bami í maí. Fyrir á hún
tvö böm, Henry sem er sex ára og
dótturina Mary Willa sem er tveggja
ára, með manni sínum, myndhöggv-
aranum Donald Gummer.
Hún var útnefnd bezta leikkona
ársins fyrir aðalhlutverkið í „Out
of Africa" en áður hefúr hún hlotið
tvenn óskarsverðlaun. Sidney
Pollack stjómaði kvikmyndinni þar
sem efniviðurinn er sóttur í sam-
nefnda sjálfsævisögu dönsku
skáldkonunnar Isak Dinesen sem
varð fræg undir höfundamafninu
Karen Blixen. Þetta er ástarsaga
skáldkonunnar og Finch Hatton, en
sá önugi enski lávarður er leikinn
af Robert Redford.
Karen Blixen keðjureykti og hún
var óforbetranlegt snobb eins og
sjá má af því að hún bauð gestum
ekki upp á annað til kvöldverðar
en ostrur, þrúgur og kampavín. Hún
var alsæl með það að vera ávörpuð
„barónessa" en þann titil fékk hún
með eiginmanninum, Bror von Blix-
en baróni sem Klaus Maria Brand-
auer leikur í myndinni. Baróninn
var ólæknandi kvennaflagari og
hann smitaði konu sína af sárasótt
sem þjáði hana til dauðadags.
„Ég las bókina þegar ég var í
menntaskóla," segir Meryl Streep,
„og sú mynd sem þar er brugðið
upp af Afríku hafði djúpstæð áhrif
á mig en um Blixen vissi ég ekki
nokkum skapaðan hlut. í bókinni
er það vissulega Hin myrka álfa
sem fer með aðalhlutverkið og
skáldkonan er nánast ósýnileg.
Þegar ég fékk hlutverkið las ég
allt um hana sem ég komst yfír,
sendibréf, ævisögu, skáldsögur ...“
AF: Fannst þér erfitt að setja
þig í spor svo flókinnar persónu?
MS: Nei, ekki þegar á allt er lit-
ið. Það er miklu auðveldara að
móta persónu sem raunverulega
hefur verið til en að búa til nýja
eða ímyndaða persónu. Þetta er
rannsóknarstarf. Maður verður að
troða sér inn í innstu sálarfylgsni
og njósna um hveija athöfíi.. .að
sjálfsögðu stendur maður þá
frammi fyrir því að velja. í mynd-
inni er ég ekkert ljósrit af Karen
Meryl
Blixen. Þvert á móti: Eg leitaðist
við að móta mína eigin persónu, sem
féll að handriti Kurts LUudtke og
stjóm Sidney Pollack. Þessi persóna
er að mörgu leyti frábrugðin hinni
raunvemlegu Karen Blixen. Ég
ræddi við marga sem þekktu hana,
t.d. Judit Thurman, sem skrifaði
hina dásamlegu ævisögu, „Isak
Dinesen: The Life of a Storyteller",
og hún hafði að vissu leyti áhrif á
myndina í gegnum vin sinn John
Gielgud.
„Hún er enn í minnum höfð í
Kenýa. í einni af veizlum fína fólks-
ins þar var ég kynnt fyrir öldruðum
enskum lávarði. „Þú ert sumsé að
leika Karen Blixen," sagði hann þar
sem hann studdi sig fram á stafínn
sinn og tuggði ijól. „Hræðileg
manneskja sem ég hafði aldrei nein-
ar mætur á. Það hefði átt að loka
hana inni! Enn þann dag f dag er
Nairobi að vissu leyti eins og hún
var þegar Karen Blixen var og hét
— þar er fullt af evrópskum inn-
flytjendum, nýlendusinnum og
sérvitringum.
AF: Telurðu að þú eigir eitt-
hvað sameiginlegt með þessari
nýjustu persónu þinni?
MS: í augum Karenar Blixen var
lífið eins og trúarbrögð sem fólust
í möguleikanum á því að sveigja
raunveruleikann og breyta honum
í eitthvað sem var fagurt og já-
kvætt. Að þessu leyti erum við alveg
eins og kannski er það ástæðan
fyrir því að ég tók að mér þetta
hlutverk.
AF: Er það ekki rétt að þetta
er í fyrsta sinn sem þú leikur í
mynd undir stjóm Sidney
Pollack?
MS: Jú. í fyrstu var Sidney ekki
viss um að ég gæti leikið þetta hlut-
Streep
verk, þrátt fyrir það að höfundur
handritsins hafði mig í huga þegar
hann skrifaði það. Sidney Pollack
er haldinn fullkomnunaráráttu og
hann er yfír og allt um kring þar
sem kvikmyndunin fer fram. Hann
hugsar fyrir bókstaflega öllu og
vinnuharkan er að gera mann vit-
lausan. _
AF: Áttir þú í einhverjum sér-
stökum erfiðleikum á meðan
kvikmyndunin átti sér stað?
MS: Heimþráin var að gera út
af við mig. Ég var í Afríku í meir
en sex mánuði með alla fjölskylduna
sem fylgir mér hvert sem ég fer.
Það á ofboðslega illa við mig að
vera svona lengi í útlöndum af því
að ég kann aldrei við mig á þessum
stöðum. En síðasta daginn kom
dálítið fyrir sem olli okkur öllum
geðshræringu. Á meðan við dvöld-
umst í Afríku höfðum við haft
innfædda matselju, garðyrkjumann
og ráðsmann. Þegar við vorum búin
að koma ferðatöskunum og bömun-
um inn í bflinn tókum við eftir
þessum þremur manneskjum sem
stóðu þama í rigningunni, grát-
andi, orðlausar og mjög alvömgefn-
ar.. .alveg eins og í myndinni. Á
þessari stundu fékk ég að reyna
nákvæmlega það sama og Karen
Blixen þegar hún fór frá Afríku.
Þetta er ólýsanleg tilfínning. Ég
hef aldrei fundið fyrir henni í
nokkm landi þar sem ég hef dvalizt
fyrr en nú. Ég skildi þá hvað Karen
Blixen átti við þegar hún skrifaði:
„Ég verð að fara aftur til Afríku,
það er óhjákvæmilegt... Hafí ald-
ingarðurinn Eden virkilega verið til
þá hefur hann heitið Afríka.“
AF: Fyrsta kvikmyndahlut-
verkið þitt var Guilia sem var
Norðurlandabúi. Nú hefurðu
leikið danska konu, Karen Blix-
en. Hefurðu ef til vill sérstakar
mætur á Norðurlandabókmennt-
um?
MS: Nei, alls ekki. Við heimkom-
una sökkti ég mér reyndar í hlut-
verk sem er mjög frábrugðið, í
myndinni Heartbum eftir Mike Nic-
hols sem nú býr í New York. Það
er leitt að þurfa að viðurkenna það
en ég hef engan tíma til að lesa
eitt eða neitt, nema lexíur sonar
míns.
AF: Ákveðnir gagnrýnendur
hafa skilgreint þig sem „dæma-
laust mannlegt kamelljón“. Þó
segja þeir að þetta nýja hlutverk
sé nær hinni raunverulegu Meryl
Streep en öll fyrri hlutverk. Er
þetta rétt?
MS: Ég hef vissulega leikið per-
sónur sem hafa verið erfíðari
viðfangs. Ég get t.d. neftit Sophie
en hún var mjög ólík sjálfri mér.
Hún flýr þann sannleika sem býr
innra með henni og afneitar honum.
Hún er líka frá Evrópu og kvenleiki
hennar er svo gjörsamlega evrópsk-
ur, en þetta er mér algjörlega
framandi. Ég hef alltaf skoðað þetta
úr fjarlægð. Stundum hef ég hæðst
að henni, stundum hef ég öfundað
hana og stundum hef ég látið hana
blekkja mig. En samt hef ég alltaf
staðið álengdar. Karen Blixen er
ekki taugaveikluð eins og allar aðr-
ar persónur sem ég hef leikið fram
að þessu. Hún er í rauninni ótrúlega
flækt í sjálfri sér. Hún er erfið og
jafnvel óþolandi en hún þekkir sjálfa
sig til hlítar og veit hvað hún vill.
Hún er kona þeirrar gerðar sem
líkist sjálfri mér miklu meira en sú
kona sem gerir sér ekki grein fyrir
því hvar hún er stödd í alheiminum.
AF: Er nauðsynlegt að þér
þyki vænt um persónu tU þess
að þú getir mótað hana í kvik-
mynd?
MS: Ætli það, fyrst mér þótti
ekkert sérstaklega vænt um Karen
Blixen. Á sama hátt og hún þá hef
ég alveg óskaplegt sjálfstaust. Ég
veit ekki hvaðan það er komið en
það er þetta sjálfstraust sem heldur
mér uppi og fær mig til að gera
það sem ég geri frammi fyrir ijöld-
anum.
AF: Þú hefur alltaf leikið hlut-
verk sem hafa verið flókin,
mótsagnakenndar konur með al-
varleg vandamál. Hefur þér
aldrei dottið í hug að leika eitt-
hvað léttara, t.d. gamanhlut-
verk?
MS: Mig hefur alltaf langað til
þess en það er bara svo lítið um
skemmtilega gamanleiki. Þess
vegna reyni ég að vera dálítið gam-
ansöm þegar ég leik harmþrungin
hlutverk. Það má telja gamanhlut-
verk fyrir konúr sem fram hafa
komið á síðustu tíu árum á fíngrum
annarrar handar.
AF: Hvernig er það að vera
fremsta konan f bandariska kvik-
myndaiðnaðinum, sú sem kvik-
myndastjórar dá mest og
almenningur líka?
MS: Ég geri mér svo skýra grein
fyrir þeirri gæfu sem mér hefur
hlotnsát að mig svimar og þessi
staðreynd veldur mér öryggisleysi.
Innra með mér líður mér eins og
stúlkunni sem sem fór í Yale-
háskólann. Þegar ég kom aftur til
Ameríku eftir að hafa verið í eitt ár
í Nairobi og Lundúnum gerði ég
mér grein fyrir því hvað er að vera
kvikmyndstjama. Ég var vön því
að vera óþekkt og það er dásamleg
tilfinning. Að vera í órafjarlægð frá
þessum yfírþyrmandi fjölda og