Morgunblaðið - 20.07.1986, Qupperneq 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1986
Laufey Helgadóttir skrifar frá París
Myndsmíðar Hreins
Galleríin hér í París hafa oft
þann hátt á, ef einhver af þeirra
listamönnum tekur þátt í stórri
samsýningu, að reyna að sýna verk
hans samtímis. Þannig efnir gallerí
Bama til einkasýningar á nýjum
verkum eftir Hrein Friðfinnsson
(opnuð 12. apríl) og gallerí Leif
Stáhle vígði húsnæði sitt hér í París
um svipað leyti með sýningu á verk-
um sænska listamannsins Lars
Englund sem einnig tekur þátt í
sýningunni Norðanað. Leif Stáhle
er upphafsmaður og forstöðumaður
Konstmássan sem fer fram í Stokk-
hólmi ár hvert (síðan 1980), nú
síðast 12.-17. mars. Hann er einnig
mikill Frakklandsvinur og án efa
er stofnun gallerísins hér í París
einn liður hans í því að auka menn-
ingartengsl milli Frakklands og
Norðurlandanna. Einnig má geta
þess að hið nýútkomna norræna
listtímarit Siksi (af því að) á vafa-
laust eftir að stuðla að aukinni
þekkingu meginlandsbúa á því sem
er að gerast í norðrinu.
,,Ég- leita alltaf
að auðri götu“
Þessa tilvitnun í Nam June Paik
mætti vel yfírfæra á Hrein. Hann
er stöðugt í leit að lítt könnuðum
leiðum og kemur okkur þess vegna
ætíð skemmtilega á óvart. í þetta
skipti sýnir hann 6 verk og eina
grafíkmynd. I þrem stærstu verk-
unum, sem eru eins konar vegg-
strúktúrar, verki no. 1, no. 2 og
Attribute, er undirstöðuefnið viður.
Myndlistartilraunir Hreins hafa alla
Við verið í mjög sterkum tengslum
við náttúruna og er því ekkert und-
arlegt að hann skuli velja sér viðinn
til að kljást við, náttúruefni par
excellance.
Himnaveldið háa eða
halasíjarnan Halley
Verk no. 1 er géomatrískt og
afar sérkennilegt. Þar teflir lista-
maðurinn saman krossviði og furu,
dökkum og ljósum lit, hörðum og
mjúkum línum og nær fram ein-
kennilega myndrænni spennu. Það
má vera að Hreinn hafí hugsað til
komu Halley-halastjörnunnar sem
birtist okkur nýlega í þrítugasta
sinn, þegar hann vann verkið. Hall-
ey-halastjaman hefur víða komið
við sem kunnugt er, í sögunnar
Attribute.
rás, bæði sem boðberi góðra og illra
tíðinda.
Verk no. 2, sem hangir beint á
móti verki no. 1, lætur minna yfír
sér en er einnig sneisafullt af ljóð-
rænum táknmyndum og andstæð-
um. Frumeiningar géometríunnar,
hringur, femingur, beinar línur og
þríhymingar, leika þar hver á móti
annarri. Hringurinn, tákn fullkom-
leikans, eilífðarinnar, himinhvolfs-
ins, svartur á lit, myndar samspil
við mótheijann, djúprauðan feming
sem gæti í þessu tilfelli verið tákn
fyrir kyrrstöðuna eða hið jarð-
bundna.
Ljóðræn géometría
og tónsmíðar
Hafíð bláa hafíð ... o.s.frv. Þess-
ar gömlu góðu ljóðlínur Amar
Amar komu fram á varir mínar
þegar ég gekk inn í minni salinn
þar sem verkið Attribute hangir og
smámyndaverkin no. 4, no. 5 og
no. 6. Attribute, sem er fallegasta
og samstæðasta verk sýningarinn-
ar, er einnig samsett úr géometrísk-
um formeiningum, þríhymingum,
hluta úr hring, bogadregnum blálit-
uðum línum á plexigler og rétt-
hymingi. Kompósisjón sem sendir
frá sér mjúka hraðbyrstóna og vek-
ur jafnvel upp minningar um list
forfeðra okkar.
Smámyndaverkin no. 4, no. 5 og
no. 6 em aftur á móti hvert um sig
samsett úr þrem litlum myndum,
Verk no. 1, án titils.
Verk no. 2, án titils.
Verk no. 4, án titils.
form og litaleikir eða töflumyndir
bamæskunnar .. . æskudrauma-
löndin.
*
Osýnilegiir kraftur
Nafnlausar, - þá hafa þessar
myndsmíðar Hreins eitthvað
óþekkjanlegt yfirbragð. Við kunn-
um ekki að nefna þær nöfnum, en
sem myndræn heild tengjast þær
samt einhveiju sem við þekkjum, —
bók Kandinskys, t.d. Punkt und
Linie zu Fláche, eða formheimi
Malvitch, jafnvel Mondrians. Þær
búa yfír ósýnilegum krafti, hafa
innbyggðar táknmyndir og dul-
búnar andstæður eins og leitað sé
stöðugt að jafnvægi. Þyngdin vegur
salt mót léttleikanum, mýktin mót
hörkunni o.s.frv. og bjartsýnisblær
er yfir þeim öllum. Talan þrír og
fmmformin, hringurinn, femingur-
inn og þríhymingurinn, em alls
staðar nálægt - þátíð, nútíð og
framtíð.
Þó að hér kveði við nýjan tón í
verkum Hreins og þessi verk séu
um margt ólík fyrri verkum hans
(t.d. virðist ljósmyndavélin horfín),
þá em ætíð einhver innbyrðis
tengsl, grunnhugmyndir lista-
mannsins sem tengja þau saman.
Höfundur er listfræðingur og býr
íParís.
Einar Guðmundsson skrifar frá Amsterdam
Þegar geislarnir komu
Skýin em hinir einu og sönnu
heimsborgarar, sem þekkja engin
landamæri og fara allra sinna ferða
um plánetuna. Þau senda kveðjur
sínar þeim sem niðri em, og vanda
þær því miður ekki alltaf sem skyldi
— eitt eðli þeirra er að það að senda
skít heim til föðurhúsa; í þeirra
augum er mannkynið allt ein föður-
hús. En mannkynið virðist vera á
einhverju kmmmaskuðsstigi og
þjóðimar hugsa ekki lengra en sem
nemur einkahagsmunum.
Eftir því sem dagblöð segja, er
Tschemobyl í Úkraínu, Sovétríkjun-
um — sem er víst ekki með öllu
sannleikssnautt — en í ljósi kjam-
urkuversslyssins sem þar varð á
dögunum, færí kannski betur á að
tala um plánetuna jörð: til að reyna
að ná tökum á hinu raunverulega
vandamáli sem við er að etja, og
fjallar um lífshagsmuni allra sem
jörðina byggja.
Svo vildi til, að ég var staddur í
Munchen í Þýzkalandi, dagana sem
eiturskýin frá Tschemobyl höfðu
þar sína áþreifanlegu viðkomu. Þar
sem efnið flokkast eftir langsóttum
leiðum undir menningarmál, er mér
ekki stætt á að leiða það hjá mér,
úr því ég þykist vera að skrifa um
menningarmál á annað borð. Gang-
ur þessa máls hefur vafalaust verið
rakinn á íslandi, þannig að ég held
mér bara við eigin skilningarvit og
upplifun á ástandinu hið næsta mér.
Mín saga þessa daga, í míkródag-
bókarformi, er þessi:
„Mánudagur (28.4.), Svíþjóðar-
fregnir í sjónvarpskvöldfréttum.
Fólk kippti sér lítið upp við þær.
Daginn eftir: Blöðin koma með
nánari fréttir. Samkvæmt veður-
spám má eiga von á smá glaðningi
næstkomandi fimmtudag. Ekki
laust við skelfíngu í andlitum barna-
fólks á götunum.
Síðasti dagur aprílmánaðar:
Rússamir segja allt vera undir
kontróli; slaknar aðeins á spennu.
1. maí: Stórletursfyrirsögn í
Abend-Zeitung: ATÓMSKY í
MÚNCHEN.
2. maí: Foreldrar halda börnum
innandyra og joðtöflur seljast upp
í apótekum.
3. maí: Varað við neyslu græn-
metis, mjólkur og osta. Ráðlagt að
gefa ungbömum þurrmjólk.
Þann fímmta var sagt, að þrumu-
veður og rigning hefðu leitt geislun
oní jarðveginn. Margir bændur
beittu kúm á græna grasið.
Ramakvein í kvöldblöðum þann
sjötta: „Italir eru að selja okkur
eitrað grænmeti."
Erfitt var að greina á milli, hvort
blöðin væru að selja sig, eða þau
seldust bara af gömlum vana þessa
dagana.
Þjóðveijar eru þannig, að heilsan
er þeim ofar flestu, líkamleg og
andleg. Þegar þeim hættir um of
til að einblína á líkamlegu hliðina,
þá fer andlega jafnvægið venjulega
eitthvað úr skorðum. Skera þeir sig
samt með þetta ekki mikið úr frá
öðrum þjóðum, þar sem óttinn
grípur um sig.
Þegar ég, sem gamall Norður-
landabúi, hugðist ætla að njóta
annars frábærrar fréttaþjónustu
vestur-þýsku fjölmiðlanna, og afla
mér fregna af frændþjóðum — að
ég tali nú ekki um sjálft ísland —
þá var allt í einu af engu að taka.
Víðsýnið hélt sig þá innan landa-
mæranna, og allar fréttir snerust
eingöngu um þá hættu er þýzkum
hagsmunum gæti verið búin.
Hversu mikið er að marka dag-
blöð, á erfíðu dögunum sem þau
eru að koma út? Blaðamenn eru oft
viðkvæmar sálir þrátt fyrir harðar
skeljar, þeir verða ekki alltaf manna
elztir; geta því kannski sagt eins
og gamla fólkið á fömum vegi í
Munchen, sem komið var yfír sjö-
tugt: „Við étum geislavirka
grænmetið, verðum hvort sem er
ekki mikið eldri úr þessu." — Ekki
verður annað sagt en blöðin hafí
gert sér mat úr ástandinu.
Það var ekki beinlínis yndislegt
fyrir undirritaðan að vera staddur
í þessum geislavirknikringumstæð-
um, þar sem hálfur sólarhringurinn
gat farið næstum allur í það að
vatnsþvo matvæli dagsins, og
vísindamenn fullyrtu, að einungis
væri hægt að hálfskola, hversu vel
sem að verki væri staðið.
Samhliða geislavirkni í andrúms-
loftinu var allt fullt af fréttum sem
stönguðust á. Fólk var að hringjast
á og segja hálfgerðar hryllingssög-
ur í símann. Vísindamenn voru
dregnir fram í sjónvarpsfréttaljósið.
í föðurlegum, mildandi tónum
reyndu þeir að hafa róandi áhrif á
fólkið. Persónulega sögðust þeir
ekki neyta grænmetis né mjólkur
lengur, og börn sín væru þeir hætt-
ir að senda í skólana. Sandkassamir
og grasblettirnir gætu verið of
hættulegir.
Dæmi veit ég um læknanema,
sem tók mark á dagblaði einn dag-
inn og horfði síðan á sjónvarps-
fréttir um kvöldið, eftir að hafa
borðað spínat, sem dagblaðið hafði
sagt að allt í lagi hefði verið að
neyta eftir vandlega skolun; geisla-
fræðingur kom fram í sjónvarpinu
og var á annarri skoðun. Ældi þá
spínatétari öllu upp úr sér á auga-
bragði.
Aðalskelfínguna var að sjálf-
sögðu að finna á meðal foreldra,
sem áttu yngstu börnin. Bamanna
er víst ekki bara það að sjá um
framhald þýzku tegundarinnar,
heldur taka þau að öllum líkindum