Morgunblaðið - 20.07.1986, Side 7

Morgunblaðið - 20.07.1986, Side 7
Erindi flutt á rithöfundaþingi MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLl 1986 C 7 íslenzkar bókmenntir í útlöndum eftir Sigrúnu Davíðsdóttur Þeir, sem stundum velta fyrir sér bókmenntum og bókmenntalífi hér, hafa vafalaust einhvem tímann hugleitt möguleika íslenzkra bók- mennta erlendis, hvort og hvemig hægt væri að koma þeim á fram- færi í útlöndum. Bókmenntasaga okkar er fátæk af æsilegum dæmum um velheppn- aðan útflutning, rétt eins og önnur saga íslenzks útflutnings. Hér verð- ur ekki hirt um að tína til frægðar- feril einstakra verka. Fombók- menntunum hefur vegnað þokkalega, en það em ekki þær, sem er hugað að hér. I nokkuð takmarkalítilli sjálfum- gleði, sem oft einkennir íslenzkt menningarlíf, höldum við kannski að útlendingar bíði komu bóka héð- an með óþreyju. En það er meira en að segja það, að selja íslenzkar bókmenntir í öðmm löndum. Bók- menntaarfurinn, þessi með stóra Bé-inu, svo ein Nóbels-verðlaun í bókmenntum, em ekki endalaust veganesti erlendis. Látum það ekki villa um fyrir okkur að erlendis hitt- um við oftast fyrst á íslandsvini með hrifningarbros á vör, eða áhugasama fomsagnalesendur. Raunvemleikinn að baki þessu fólki er allur annar. Þó útgefendur drag- ist á að gefa eitthvað út, þá fylgja þeir útgáfum íslenzkra bóka sjaldan eftir._ Slæleg dreifmg er ekki tilvilj- un. Utgefendur sjá sjaldan fram á góða sölu og leggja því hvorki fé í auglýsingar, né dreifingu. Og svo em góðir þýðendur torfundnir og líklega er illa þýdd bók verri en óþýdd bók. Islenzkar bókmenntir í farteski landkynna Sölutregða í útlöndum er ekki bundin við bókmenntir einar saman. Okkur hefur yfírleitt tekist illa upp með sölu íslenzks vamings í útlönd- um. En það er samt engin ástæða til uppgjafar. Ég sé fyrir mér bókmenntakynn- ingfu, sem hluta af landkynningu okkar. Við búum í storbrotnu landi, veiðum feitan og fallegan fisk, sauðfé gefur af sér góða ull og bragðast dæilega. Einu sinni skrif- uðum við merkar bækur — og við emm enn að. Af stakri einurð teljum við okkur trú um að við séum bókaþjóð og það er alveg satt. Tölur um bókaút- gáfu gera trú okkar óþarfa, við megum vita að svo er. Það er alltaf skondið og uppörvandi að rifja upp, að venjulegt upplag bókar hér er 1.500—2.000 eintök, jafnstórt og hjá milljónaþjóðum allt í kringum okkur. Auðvitað getum við alltaf hvíslað því hvert að öðm að bókaþjóð sé ekki endilega sama og bókmennta- þjóð. Það er ekki allt jafn bitastætt, sem er gefið út hér en þó er alltaf eitthvert góðmeti inn á milli. Hvem- ig væri að hnippa í þá, sem kynna Island fyrir öðmm þjóðum, svo þeir þegi ekki um þessa hlið okkar. Við kunnum fleira en að veiða fisk. Þegar allt kemur til alls, þá styðja góðar vömr hver aðra. Segj- um útlendingum að íslenzkur fískur sé ekki aðeins gómsætur af því hann veiðist í opnu Atlantshafí, heldur líka af því að við, sem veið- um hann, emm bæði læs og skrif- andi — svo ég segi nú ekki sískrifandi. Og verða íslenzkar bók- menntir ekki meira spennandi, vegna þess að þær em skrifaðar í skímu, sem er kostuð af þessum góða físki? Það er engin ástæða til að þegja yfír þessu, þegar ágæti landsins er rómað fýrir útlending- um. Fyrst hægt er að fá íslenzka stúlku, sem þykir bera af öðmm í Sigrún Davíðsdóttir heimi hér, sökum fegurðar, til að segja að hún eigi fegurð sína að þakka kostamiklum fiski og hreinu lofti, má þá ekki biðja hana að bæta því við að hún hafí hátt enni og munninn fyrir neðan nefíð, af því að hún sé komin af alkunnri bókaþjóð? En gætum þess að búa sjálf til þá mynd, sem er bmgðið upp fyrir útlendingum, en göngum ekíci gleiðbrosandi inn í fomsagna og eldeyjarímynd þeirra. Ég segi reyndar ekki að tilgang- urinn helgi meðalið, þegar við kynnum okkur og bókmenntir okk- ar í öðmm löndum. Það er að sjálfsögðu engin ástæða til að lúta að hveiju sem er, hvorki í land- kynningu né bókmenntakynningu. Kannski muna einhverjir eftir um- deildri sænskri íslandsferðaauglýs- ingu, með mynd af þremur stúlkum, sem til samans, vom einungis klæddar einni heljarskinns stórri lopapeysu. Ferðamálafólk hefur sagt mér að þessi eina auglýsing hafí fyllt ófá sæti hingað. Eg ætla reyndar ekki að stinga upp á því að þrír fjallmyndarlegir rithöfundar verði afklæddir og síðan íklæddir peysunni góðu. En það er samt engin ástæða til að vera um of stífur og hátíðlegur, þegar bók- menntir em hafðar um hönd. Þær em ekki aðeins til hátíðabrúks, heldur em þær hvunndagsfyrir- bæri, sem gera hvunndaginn að hátíð. Þær þola vel að þeim sé stillt út há hinn ýmsasta veg. En okkur nægir ekki að auglýsa um heiminn að við skrifum. Við verðum að koma því að hvað við skrifum. A órannsakanlegum veg- um Menntamálaráðuneytisins er til sjóður, sem kallast Bókmennta- kynningarsjóður. I reglum um sjóðinn er kveðið á um að tekjur skuli vera árleg fjárveiting á fjár- lögum, sem í ár var 350 þús. krónur og svo aðrar tekjur „sem sjóðnum kunna að hlotnast". Þessar aðrar tekjur hafa ekki efnisgjörzt enn, svo 350 þús. er upphæðin í ár. Það hefur verið greitt úr þessum sjóði til útgefenda erlendis, til að greiða fyrir þýðingu íslenzkra bókmennta á önnur tungumál og þýðendum hefur verið gert kleift að koma hingað. Við í sjóðstjóm þykjumst sjá að sjóðnum batni ekki ófeitin og því hugleitt aðrar leiðir svo sjóðurinn megi gagnazt sem bezt. Hugmynd okkar er að fá útgefendur í lið með sjóðnum, koma á samstarfí við þá um markvissa kynningu íslenzkra bókmennta erlendis. Hvernig lítur útflutn- ingsleg íslenzk bók út? Að hætti auglýsingaskrumara þá hef ég dvalið við umbúðimar, hvaða ímynd sé vænleg til að koma íslenzkum bókmenntum í hillur er- lendra bókabúða. En auðvitað er það innihaldið, sem á að einblína á. Auðvitað er það það sem skiptir öllu heila málinu. Hvumin á það að vera? Séríslenzkt, hvað sem það nú er? Eða alþjóðlegt, hvað sem það nú er? Það er e.t.v. óviðurkvæmilegt, ekki sízt í hópi rithöfunda, að velta fyrir sér hvers konar bækur eigi hugsanlega aðgang að erlendum lesendum. Það lyktar víst um of af söluspeki, svona eins og verið væri að velja milli gæra í sauðalit- unum eða bleikra og blárra, til útflutnings. En rétt eins og ég trúi fremur á sauðalitina, þá lízt mér betur á að hampa einhvers konar íslenzkum bókmenntum framan í útlendinga. Lítum aðeins á þýðingar hinum megin frá. Hvað er þýtt'á íslenzku? Hirðum ekki um verk, sem em að- eins bækur, lítum á bókmenntir, bækur, settar saman af listrænum metnaði. Það er sannarlega ekki hægt að alhæfa, eða halda því fram að til sé einhver þýðingarstefna, en þýðingar frá framandlegum löndum eða menningarkimum, ýmsustu út- kjálkum heimsbyggðarinnar em býsnalega áberandi. Og slíkar bæk- ur em ekki aðeins þýddar hér. Svona er þetta víðar. Framandleiki er áhugaverður, hvort sem em framandleg svæði, með framandlegri menningu, fram- andleg, vel að merkja, séð með vestrænum augum ... eða fram- andleg tímabil sögunnar. Einu sinni var víst til eitthvað, sem kallaðist al-þjóða-hyggja. Hún kom m.a. fram í að víðs vegar of heiminn vom reist hótel, sem vom öll eins og á borð þeirra var alls staðar borinn sami maturinn. En svona fyrirbæri eins og alþjóða- hyggja verður hrikalega leiðigjamt til lengdar. Þá kom upp „etnísk" tiska, útkjálkatízka, jafnt í matar- gerð, klæðaburði og bókmenntum. Því þó hjörtu mannanna slái alls- staðar eins, og mannlífið sé svipað, þá er þó umbúnaður mannskepn- unnar mismunandi eftir löndum, svæðum og tímum. Það er þessi umbúnaður, bæði áþreifanlegur og óáþreifanlegur, sem getur verið býsna spennandi og góð uppistaða í bókmenntir. Þó ég nefni útkjálkatízku og séríslenzkt efni, þá er það ekki nein auðöpuð forskrift að vel heppnuðum útflutningi. Það efni verður aldrei endanlega höndlað og gripið. Spumingin um hið íslenzka eða íslenzkasta er nokkuð snúin, svo ég segi nú ekki djúpúðug. Torfbær, lýs, rímnagaul, draugasögur og súrmeti var einu sinni hluti af um- búnaði mannlífsins hér, en hver er hann nú? Spyr, sú sem ekki veit, og svari hver fyrir sig... Ef aðrar þjóðir velja bækur til þýðinga líkt og við, þá eiga góðar, íslenzkar bækur hugsanlega að- gang að útlendum lesendum. En munum líka þetta með 2 þús. ein- taka upplögin og einblínum ekki á eitthvað stórt. En eins og ég sagði, íslenzkt efni er ekki alveg auðsætt — og svo þetta yfírlætislausa orð „góðar". En látum það liggja milli hluta. Ég hallast stundum að því að snilligáfa sé tölfræðilegt fyrirbæri, með tölulegri, jafnri dreifíngu. Ef svo er, þá megum við líklega bara þakka fyrir að eiga Njálu og nokkr- ar aðrar, vel skrifaðar bækur. En það, sem gerir tölfræðina og með- altölin æsileg, er, að við vitum aldrei nákvæmlega hvar og hvenær gott verk kemur fram, svo það er um að gera að halda úðrinu áfram, öldungis óbangin ... 4 Nokkrar dæmigerðar húsabakhliðar i Amsterdam í arf óleystan vanda, sem fylgir geislavirkum úrgangi frá kjam- orkuverum heima fyrir — þegar þau stækka. Hvemig á t.d. að kenna þeim að læra af kjamorkuslysum, að þau freistist ekki til að príla upp í hærri hillur en nú er gert, er þau sjálf vaxa úr grasi? Venjulegu fólki er meinilla við óþægilegar staðreyndir. Kjamorku- málum fylgja óþægilegar stað- reyndir, sem almenningur hefur ekkert hugsað út í að nauðsynlegu ráði ennþá. Spumingin virðist því kannski vera sú, hversu oft er hægt að vakna upp við vondan draum og sofna síðan aftur á hinni hliðinni. Reyndar blasti við annað mannlíf á götunum en blöðin lýstu, eins og ekkert hefði skeð í fréttunum; margir virtu viðvaranir að vettugi — fólk flatmagaði á grasi almenn- ingsgarðanna, át grænmeti á veit- ingahúsum úti undir bem lofti — ótal margir létu sem lítið hefði í skorizt. „Almenningi er ekki sagður allur sannleikurinn," sagði mér vísinda- kona við Líffræðistofnun háskóians í Munchen; hún sagðist hafa gert eigin kannanir á matvælum með þeim tækjum sem hún hefur til umráða: „Fjölmiðlamir segja bara hálfa söguna. — Við tókum gras- blöð héma fyrir utan hjá okkur á rannsóknarstofunni, settum við röntgenfílmu og eftir þijá daga gátum við framkallað mynd án þess að beita tækjum." Fyrir kunningsskaparsakir bauðst þessi vísindakona til að mæla _ hugsanlega geislavirkni mína. Ég var ekki nógu huglaus til að segja nei takk og undirgekkst því prófun. Líkaminn og fotin gáfu enga svömn. Skósólamir gáfu hins vegar hættumerki. Þannig var um að ræða í þessu tilfelli þá heppni, að auðveldara er að skipta um skó en líkama. Við komu mína aftur til Hollands skipti greinilega í annað hom frá því í Munchen. Allt var með ólíkt léttari brag í Amsterdam þótt ekki hefði hún sloppið við geislaskýin. Rómuð glaðværð borgarinnar var þama á sínum stað. Túristamir túristuðu. Daglegt líf virtist vera með eðlilegum hætti. Það græn- meti sem á boðstólnum var hélt áfram að seljast, þótt vissulega hefði eitthvað dregið úr eftirspum um tíma. Niðursuðuvömr runnu út í verzlununum, hillumar vom óvenju tómlegar eins og hamstur hefði átt sér stað. Öndvert við V-Þjóðveija hugsa Hollendingar e.t.v. fyrst um and- legu hliðina, og númer tvö þá líkamlegu. f frétt á forsíðu De Volk- skrant sagði frá því, að heilbrigðis- málaráðuneytið hefði uppálagt heilsugæslustöðvum að veita hjálp fólki, sem vegna geislunarhræðslu byrgði sig inni og kæmi ekki niður fæðu, hætta væri á að margir fæm út af laginu og misstu tökin á rök- réttum þankagangi. Heimilislækn- um vom skrifaðar leiðbeiningar um hvemig svara skyldi spumingum óttaslegins fólks, og varað við ótt- anum er hugsanlega gæti brotizt út í of stóram skammti. í Hollandi em nú þegar starf- rækt tvö kjamorkuver, og önnur tvö er áformað að taka síðar í notkun. — Þar sem þingkosningar vom nú í sjónmáli, lék mér forvitni á að vita hver viðbrögð yrðu þama. Úr- slitin gáfu til kynna, að Hollending- ar halda áfram sínu striki í kjamorkumálum. Gámngi á kaffi- húsi (það er mikið um háðfugla í Amsterdam) sagði mér, að vind- aflsrafstöðvar kæmu tæpast til greina í Hollandi, þær féllu ekki með sama hætti að landslaginu og gömlu vindmyllumar! Sennilega var ástandið aldrei óeðlilegt í Amsterdam, ef hægt er að taka svo til orða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.