Morgunblaðið - 02.08.1986, Side 1
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS
MENNING
LISTIR
LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986
BLAÐ
„Hvernig í fjandanum sem
ég fer að því fjárhagslega“
Samtal við Þorstein
Marelsson rithöfund
Ég leit inn í morgunkaffi hjá
Þorsteini Marelssyni, rithöf-
undi, þriðjudagsmorgun í
byijun marsmánaðar í þeim til-
gangi fyrst og fremst að
forvitnast um næstu verkefni.
Hann bauð upp á ristað brauð
með smjöri og osti og kaffi í
sterkara lagi, í eldhúsi. Það
gekk á með snjóéljum í Breið-
holtinu og í fyrstu var okkur
tíðrætt um veðurblíðuna, það
sem af er árinu. Við settumst
inn í stofu. Þorsteinn býr ásamt
fjölskyldu í fjölbýlishúsi við
Unufell í Reykjavík. Hann setti
á fóninn hugljúfa jazzplötu með
Niels Henning Órsted Petersen
og kvartett, Dancing on the
tabels. Síðan kveikti hann f
pípu, tróð reyktóbakinu af ör-
yggi ofan í pípuhausinn og ég
lagði fyrir hann nokkrar spurn-
ingar um feril hans sem rit-
höfundar.
- Þorsteinn. Hvenær vakn-
aði áhugi þinn fyrir ritstörfum?
- Um leið og ég var orðinn
sæmilega skrifandi fór ég að
semja sögur sem ég las fyrir
ömmu mína. Þær voru um það
bil ein blaðsíða á lengd, ástarsög-
ur sem fjölluðu um piit og stúlku
sem áttu heima á sitt hvorum
bænum og síðan var annar piltur
á öðrum bæ sem elskaði stúlkuna
líka en hún vildi ekkert með hann
hafa. Góði pilturinn skrifaði stúlk-
unni ástarbréf og vondi pilturinn
komst í bréfin og skrifaði síðan
nýtt í þeim tilgangi að eyðileggja
ástarsambandið. Allt fór þó vel
að lokum. Fyrstu skrif mín voru
allgjör ritþjófnaður. Þau voru
stæling á Mannamun eftir Jón
Mýrdal.
- Hvað ertu gamall þegar
þú skrifar þessar sögur?
- Tíu ára. Það var á árunum
1951—52. Ég stóð í fleiri fram-
kvæmdum þessi árin. Skrifaði
blað sem hét ísland.
- Hvar var það gefið út?
- Það var handskrifað í
Holtsmúla í Landsveit. Það náði
aldrei mikilli útbreiðslu. Eini mað-
urinn sem las það var ritstjórinn.
Ég var bæði ritstjóri og útgefandi.
- Hvaða efni birtist helst í
blaðinu? Var það innansveitar-
blað eða lét það sig varða
þjóðmál almennt?
- Það var landsmálapólitíkin
sem var tekin fyrir. Ég held að
það hafi verið politískasta blað
sem ég veit um. Það var ekkert
í því nema pólitík. Það má kannski
segja að það hafi stutt Sjálfstæð-
isflokkinn af svo miklum krafti
að helstu sjálfstæðismönnum í
Rangárvallasýslu mun hafa
blöskrað.
- Þú nefndir áðan Holts-
múla í Landsveit. Ertu fæddur
þar og uppalinn?
- Eg er fæddur í Ölfusholti í
Þorsteinn Marelsson
rithöfundur.
Holtahreppi en að mestu uppalinn
í Holtsmúla hjá frændfólki mínu.
- Þú hefur sem sagt
snemma haft áhuga á rituðu
máli. Hvað með skólagöngu,
menntun?
- Eftir að ég lauk námi í
Skógaskóla árið 1959 hóf ég nám
í prentiðn í Reykjavík í Ríkisprent-
smiðjunni Gutenberg. Þar vann
ég svo í nítján ár eða þar til að
ég var að verða vitlaus.
- Ha, vitlaus? Hvað ertu að
segja?
Mér satt að segja brá við
þessi tíðindi og svelgdist á kaff-
inu.
- Megnið af deginum stóð
maður eða sat við prentvél sem
spýtti út úr sér blöðum. Ég fór
að velta því fyrir mér hvaða til-
gang þetta hafi eiginlega? Það tók
mig nítján ár að átta mig á því
að þetta starf átti ekki við mig.
Satt að segja var ég löngu áður
orðinn þreyttur á starfínu, það
átti engan veginn við mig en ég
þijóskaðist við að viðurkenna það
þar til hver dagur var orðinn hrein
martröð. Samt á ég ljúfar minn-
ingar frá þessum árum um góða
og skemmtilega vinnufélaga.
Þrátt fyrir allt er ég líklega prent-
ari.
— Nú, en ekki rithöfundur,
eða hvað?
- Ég get ekki sýnt þér neitt
prófskírteini upp á það að ég sé
rithöfundur. Aftur get ég lagt
fram skírteini sem sönnun fyrir
því að ég er lærður prentari. Éins
og þú veist, Ólafur, þá er maður-
inn í nútímaþjóðfélagi metinn eftir
þeim skírteinum sem hann getur
veifað.
Þorsteinn stóð upp úr sófanum
í stofunni. Það var komið fram
að hádegi og löngu orðið bjart úti
við. Það var ljós á ljósakrónu í
stofunni og á vegglampa. Þor-
steinn slökkti öll ljós og hafði orð
á því að það væri ekki eðlilegt
hvað rafmagnsreikningurinn
kæmi oft í hús. Hann kvað nauð-
synlegt að spara. Rithöfundar
lifðu hreinu sultarlífi. Þeir væru
örugglega í hópi þeirra lægstlaun-
uðu í þjóðfélaginu og kjör þeirra
óbærileg.
- Eitthvað varstu farinn að
skrifa áður en þú hættir í prent-
inu?
- Ég hafði skrifað nokkur út-
varpsleikrit. Það fyrsta 1974,
„Auðvitað verður yður bjargað".
Þessi leikrit urðu til vegna þess
að ég varð svo heppinn eða óhepp-
inn allt eftir því hvemig á það er
litið að þurfa að láta skera mig
upp við kviðsliti. Kviðslitið tók sig
upp á tveggja ára fresti og þá
fékk ég tíma til að skrifa.
- Það er sem sagt ekki fyrr
en þú ert orðinn sjúklingur að
þú hefur tírna til að skrifa og
löngun?
- Já. Þá hafði ég fyrst efni á
því að stunda ritstörf. Það er ekki
gert ráð fyrir því að rithöfundar
lifí af vinnu sinni eins og aðrir
menn. Þeir eiga að skrifa á kvöld-
in og um helgar og helst þegar
enginn sér til. Þegar íslendingar
komu út úr moldarkofunum,
lærðu að ganga í almennilegum
fötum og áttuðu sig á því að þeir
vom menn, áttu rithöfundar að
halda áfram að hírast í moldarkof-
unum. Þó að rithöfundum sé
hampað á góðum stundum verður
yfírleitt allt vitlaust ef þeir vilja
fá að lifa á vinnu sinni eins og
annað fólk. Hvað ætli fólk myndi
segja ef það væri komið á skurðar-
borðið og sæi að læknirinn væri
físksalinn. Vegna þess að ekki
væri gert ráð fyrir því að læknar
3c
Höggmyndasýning
Helga í sex borgum
V-Þýskalands
Helgi Gíslason hefur að undanförnu sýnt verk víðs
vegar um V-Þýskaland. Hann hefur nú þegar sýnt í
Vestur-Berlín, Köln og Frankfurt en síðasta sýning
hans verður í Dusseldorf í október.
Einn gagnrýnandi, sem skrifaði um verk Helga í Köln
sagði, að hann væri listamaður með mikinn
sköpunarkraft og tilhneigingu til stórbrotinna átta. Hann
væri hins vegar ekki þægilegur listamaður, en einmitt
þess vegna vaeri það nokkurs virði að takast á við
þessa sýningu. Á bls. 6 c erfjallað um sýningar Helga
Gíslasonar í Þýskalandi.
Jón úr Vör í finnsku tímariti 2c
37,5 gráður
að norðan 4c
íslenskur kaldi
og hollenzkt
umburðarlyndi 7c