Morgunblaðið - 02.08.1986, Side 3

Morgunblaðið - 02.08.1986, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 C 3 - framhald af forsíðu stunduðu læknastörf nema í frístundum. - Þú hefur samið leikrit fyr- ir útvarp, sjónvarp og svið? Er það ekki rétt munað? - Jú. Ég hef samið fímm út- varpsleikrit, þrjú sviðsverk sem áhugamannaleikfélög hafa flutt. Leikritið „Venjuleg §ölskylda“ hefúr verið fært upp á sex stöð- um. Fyrir sjónvarp hef ég samið ýmislegt. Allt frá smáþáttum upp í kvikmynd. - Nú hefur þú samið barna- bók, „Viðburðarríkt sumar“ og varst um nokkurra ára skeið annar af umsjónarmönnum Stundarinnar okkar í sjón- varpinu. Því liggur beinast við að spyija. Hefurður gaman af að skrifa fyrir börn og ungl- inga? fyrir sjónvarp var námskeið fyrir rithöfunda varðandi leikritagerð. Upp úr því skrifaði ég handrit að sjónvarpskvikmyndinni „Hvað er?“ sem Hrafn Gunnlaugsson leikstýrði. í millitíðinni skrifaði ég þátt í „félagsheimilið" sem heitir Leitin að hjólinu. Haustið 1982 byijað ég að vinna við Stundina okkar. - Er vinna fyrir sjónvarpið eitthvað frábrugðin öðrum rit- störfum? - Það er gjörólíkt. Það var eins og opnaðist nýr heimur fyrir mig. Þarna er myndmálið ríkur þáttur í sköpuninni. Eða með öðrum orð- um: Mynd og mál verða að vinna saman og ekki má gleyma hljóð- inu sem er mjög mikilvægt og þar við bætist að til að koma verkinu í endanlegan búning þarf hópur manna að koma til. Það gildir miklu að þessi hópur vinni vel steinn upp fyrir mér nokkrum sýnishomum af herferð mývargs- ins á hendur tæknimönnum og leikurum í myndaflokknum A fálkaslóðum. Vægast sagt óhugn- anleg sjón. Hann fór úr öðmm sokknum og sýndi mér merki um bitið frá mývarginum, sem dæmi um það er engin veisla með rjóma- tertum og öðm ljúffengu bakkelsi að stunda kvikmyndagerð norður við Mývatn á þeim tíma þegar mývargurinn er í stuði. — Hvað er nú framundan hjá þér, Þorsteinn? Eru að vinna að nýjum verkefnum og þá fyr- ir sjónvarpið eða eitthvað annað? - Við Valdimar Leifsson emm að vinna að stuttri mynd um áfengisvandamálið. Þar fyrir utan er ég að skrifa ýmislegt sem ég vil ekki tala um á þessu stigi málsins. Það á vonandi allt eftir að skýrast. Þorsteinn Marelsson: Neita því ekki að mig hefur lengi langað að fást við stærra verkefni, kvikmynd í fullri lengd. - Já, ég hef mjög gaman af því. Mér finnst að böm og ungl- ingar séu alltof afskipt í þessum efnum. Þó það standi vonandi til bóta. Ef við viljum tryggja framtíð bókarinnar þurfa böm og ungling- ar að eiga völ á fjölbreyttu leseftii. Þeirra er framtíðin. Þegar hér var komið í spjalli okkar Þorsteins hafði Niels Henn- ing og kvartett hans lokið leik sínum. Þorsteinn setti nýja plötu á fóninn. Wolfgang Rubsam lék verk eftir Johann Sebastian Bach af orgeli. - Platan er meðal við þung- lyndi, segir Þorsteinn allt í einu og brosir. Hann kveikir í nýrri pípu. — Jæja, segi ég. Vitandi að hvomgur okkar á við þunglyndi að stríða þessa dagana. Báðir emm við að vísu spenntir og hálfórólegir. Enn hefur ekki verið úthlutað úr Launasjóði rit- höfunda þegar þetta samtal fer fram í byijun marsmánaðar og báðir með umsóknir sem liggja fyrir sjóðsstjóm. - Hvernig líkar þér að vinna fyrir útvarp og sjónvarp? - Það er á margan hátt mjög skemmtilegt. Það byijaði nánast fyrir tilviljun. Ég hafði nokkmm sinnum talað um það við vinkonu mína, Ásu H. Ragnarsdóttur, að það væri gaman að gera þátt fyr- ir útvarp. Einn góðan veðurdag sagði hún: - Nú er ég búin að kjafta nóg um þetta. Nú er bara að fram- kvæma. - Það varð til þess að við gerð- um svo þátt um bókina Bréf til Lám eftir meistara Þórberg. Síðan unnum við Ása í sameiningu ýmsa þætti fyrir útvarpið, þar á meðal bamaþætti. Það sem ég er nú að tala um útvarpið og barna- efni get ég ekki látið hjá líða að geta um Gunnvöm Braga, um- sjónarmann bamaefnis, sem hefur unnið ómetanlegt starf af miklum dugnaði og áhuga. Hún er ávallt uppfull af nýjum hugmyndum um bama- og unglingaefni. — En hvað með sjónvarpið? - Fyrstu kynni mín af vinnu saman ef góður árangur á að nást. Við fengum okkur meira kaffi. Þorsteinn var enn einu sinni búinn að hella uppá og enn kveikti hann í nýrri pípu. Hann skaust fram á gang að athuga póstinn og kom til baka með tóman „gluggapóst", gíróseðla varðandi greiðslur af hinu og þessu og nú valdi hann nýja plötu á fóninn, plötu með þjóðlagatríóinu Þijú á palli, lög við ljóð eftir Jónas Áma- son og erlend þjóðlög. Það er einmitt góð stemmning á þeirri plötu og veitir ekki af þegar mkk- unarbréf berast í hús. - Nýlega var lokið við sýn- ingar á þáttaröðinni „Á fálka- slóðum'* í sjónvarpi þar sem þú skrifaðir handritið og Valdi- mar Leifsson leikstýrði. Var það ekki ánægjuleg vinna og skemmtileg? - Jú, hún var mjög skemmti- leg. Ég held jafnframt að ég hafi aldrei lent í jafn erfiðari vinnu. Ég fór að vinna af fullum krafti við handritið í lok apríl með dyggri aðstoð Valdimars Leifssonar og það var tilbúið rétt áður en við fórum í tökur. Þá byijaði nú fyrst puðið fyrir alvöru. Við vorum í um það bil sex vikur að taka þættina upp og vöknuðum klukk- an hálf sex að morgni og vomm að langt fram á kvöld, stundum eiginlega fram að miðnætti. Þetta var mjög samstilltur hópur, bæði tæknimenn og leikarar. Þannig að þegar maður hugsar til baka þá var þetta mjög skemmtilegur tími. - Mývetningar tóku okkur ein- staklega vel og vildu allt fyrir okkur gera. Svo var þama við Mývatn mikið af ferðamönnum þá daga sem við vomm að vinna við myndina og sumir léku fyrir okkur eða gerðu eitthvað annað skemmtilegt, en flestir þvældust nú fyrir. Voru samt ekki eins slæmir og mývargurinn sem gerði okkur lífíð leitt og hafði sérstakan áhuga á linsunni í myndavélinni. Ég vil ekki telja mývarginn til Mývetninga. Það er ólíku saman að jafna þegar kurteisi er annars vegar. Á myndbandstæki brá Þor- Hér setti Þorsteinn á fóninn enn eina plötu. Hann valdi plötu með konungi rokksins, Elvis Presley, sem fór á kostum í „Jailhouse Rock“. Hann kveðst hafa mikinn áhuga á tónlist og hlusta á hina ólíklegustu tónlist, allt frá rokki til klassískrar tónlistar. Eitthvað úr plötusafninu er í eigu sona Þorsteins. Hann á þijú börn, Margréti sem er tuttugu og eins árs, og synina Árna Frey og Mar- el sem báðir em rétt innan við tvítugt. Kona Þorsteins er Hólm- fríður Geirdal, ættuð úr Grímsey. Þau byrjuðu sinn búskap fyrir rúmum tuttugu ámm í gömlu steinhúsi við Mánagötuna í Reykjavík. - Ég hef unnið mikið fyrir sjónvarpið á síðari ámm, segir Þorsteinn og hefur nú lagt frá sér pípuna og kveikt í sígarettu. - Ég hef áhuga á því að halda því áfram. Neita því ekki að mig hefur lengi langað að fást við stærri verkefni, kvikmynd í fullri lengd. Tíminn leiðir það svo í ljós hvort sá draumur verður að vem- leika. Hvað sem öðm líður ætla ég að reyna að halda mig nær eingöngu við ritstörf næstu mán- uði og helst sem lengst. Hvernig í fjandanum sem ég fer að því, fjárhagslega? Það kunna að vera tímamót framundan í peningamálum hjá Þorsteini og félaga hans Valdimar Leifssyni ef svo heldur sem horf- ir. Sjónvarpsstöðvar á meginlandi Evrópu em að taka við sér. Þegar hefur „Eftirminnileg ferð“ sem var sýnd í Stundinni okkar árið 1984 vakið athygli víða í Evrópu, enda skemmtileg bama- og ungl- ingamynd, og nú hefur sýningar- rétturinn þegar verið keyptur í nokkmm Evrópulöndum. Það er ekki að vita nema sá tími komi að rafmagnsreikningurinn verði borgaður með glöðu geði í Unu- felli 27 og húsbóndinn geti um fijálst höfuð strokið hafi ekki lengur áhyggjur af vangreiddum orkureikningum eða öðmm gíró- seðlum. Texti: Olafur Ormsson Fimmtán voru Fimmtán eru hrafnarnir við veginn flögrandi skuggar úr fáiátri, gamalli hugsun. Grænt þakskeggið bíðurgesta sinna, þögult Þar vorum við fsveit segir hann, fug/ar sem kvikna í vorbláum gestrisnum himni. Matthías Johannessen Uppdrættir hversdagsleika Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Sigurlaugur Elíasson: BRUNNKLUKKUTURNINN. Norðan°niður 1986. Sigurlaugur Elíasson yrkir af nokkurri íþrótt í Bmnnklukku- tuminum. Ljóð hans em upp- drættir hversdagslegra atvika þar sem stóratburðir lýsa sér til dæm- is með þessum hætti í Einhvers- staðan einhversstaðar langt afturí hefurðu á sunnudögum bundið hnút á gardínumar (þér var lítt um gardínur) teiknað í héluna hnýttum fingri (enginn vissi hvað) og raulað sálm (segja sumir) en þýðir að bíða lengur get varla vænst svars að utan glugg- inn auk þess alltof stór að guða á viðstöðulaust kæfir á glerið og brúnrauð sjálfsmyndin skýrist blæs raulandi á Ijósið í glugganum augnablik hvarflar samt að mér að gætir enn viljað... eða eitthvað Af töluverðri mælsku og í anda útleitinna ljóða knýr Sigurlaugur Pegasus áfram og lætur sig ekki muna um að misbjóða honum. Til þess að gerast ekki sekur um að vasast um of í hversdagsleikanum er gripið til aðferða súrrealista, stunduð hugmyndatengsl sem líka myndlistarmaður eins og bók- ekki standast rökfræðilega og arkápan vitnar um og sömuleiðis nýyrðasmíði eins og myndir á bls. 5 og 7. „kvöldmáltíðalítið", „þjóðminja- Það fer vel á því að skáld leyfi framleiðendur" og „þotustélsgest- sér öðru hveiju að leika sér, yrkja ir“. óhátíðlega um tíma í skugga gjör- Hjá Sigurlaugi verkar þetta eyðingar. Sigurlaugur Elíasson allt dálítið vélrænt, svona eins og hefúr lagt sitt af mörkum í því ort sé til að yrkja en ekki vegna skyni að minna á að gálgahúmor- þess að Ijóðagyðjur haldi fyrir inn á rétt á sér. Brunnklukkutum honum vöku. En hugkvæmni hans er að því leyti jákvæð ljóða- skortir Sigurlaug ekki og það má gerð. Sigurlaugur Elíasson hafa gaman af myndsköpun hans og því með hve ferskum hætti hann skynjar veruleikann. Þótt nóg sé um alvöru í þessum ljóðum er gáskafullt viðhorf til yrkisefna ríkjandi: „hvenær/ sem woody allen étur gúmmíhanska lífgunar- læknisins". Og: „úr ullarleistum leikur gul/ málning rólega byijar að sjúga annan sokkinn". Bmnnklukkutuminn er aðeins kver og orkar á mig sem æfing í ljóðrænni tjáningu. Þess ber að geta að Sigurlaugur Elíasson er NÝTT SÍMANÚMER 69-11 -00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.