Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 Laufey Helgadóttir skrifar frá París 37,5 gráður að norðan Norðanað eða Nordanad eins og Frakkar segja og skrifa. Orðið er nafngift veigamikillar sýningar á norrænni nútímalist sem staðið hef- ur jrfir í París. Þetta er í fyrsta skipti að mér vitandi sem norræn samsýning (þar sem öll löndin fimm eru þátttakendur) er haldin hér í höfuðborginni við Signu. Lista- mennimir sem sýna eru þeir sömu og voru á sýningunni „Sleeping Beauty-Art Now“ sem haldin var á „Scandinavia Today“ menningar- kynningunni í New York árið 1982. Það er heimsborgarinn og list- fræðingurinn Pontus Hulten, fyrr- verandi forstöðumaður Modema Museet í Stokkhólmi og Pompidou- safnsins í París sem hefur haft umsjón með báðum sýningunum. Einum listamanni af yngri kynslóð- inni frá hveiju landi um sig hefur verið bætt í hópinn, þannig að nú eru þrír frá hveiju landi í stað tveggja áður. Einhverra hluta vegna hefur danski listamaðurinn Per Kirkeby dregið sig út úr hópnum og í hans stað kemur Lene Adler Petersen. Sýningarskráin er svo til sú sama og var á sýningunni í New York, þó með smá innskotsbreytingum vegna aukins fjölda þátttakenda. Fulltrúar íslands em þeir Hreinn Friðfínnsson, Sigurður Guðmunds- son báður búsettir í Hollandi og Helgi Þorgils Friðjónsson. Yfirþyrmandi salarkynni Sýningin fer fram í 17. aldar byggingu Musée des Arts Décorat- ifs sem staðsett við Rue de Rivoli í einum væng (Pavillon de Marsan) Louvre-safnsins. Salarkynni safns- ins em svo yfírþyrmandi að sum listaverkin hverfa nánast bak við allt þetta rósaútflúr, hvolfþökin og skrautlöguðu gólfin. Venus Sigurð- ar Guðmundssonar, sem naut sín réttilega í gallerí Bama í nóvember síðastliðnum, verður hér eins og títipijónn í heystakki, hverfur í gímaldið og minnkar við það stómm áhrifamáttur hennar. „Öll þjóðleg list er slæm, öll gfóð list er þjóðleg“ Með þessari tilvitnun í norska málarann Christian Krogh (1852— 1925) hefst kapítuli Pontus Hulten í sýningarskránni sem ber yfir- skriftina „Lítil saga og útskýring- ar“. Tilvitnun þessi slær að nokkm leyti tón sýningarinnar og stað- festir einnig þá trú mína að norrænir myndlistarmenn séu af- skaplega uppteknir af þessari hugsun um þjóðlega list. Landfræðileg lega landanna hef- ur leitt til vissrar menningarlegrar einangmnar, jafnvel þó áhrif og straumar komi að utan og flestir listamenn nú til dags séu miklir ferðagarpar. Einstaka listamanni hefur þó tekist að slíta sig úr ein- angmnninni og ná þannig alþjóð- legum frama eins og t.d. Munch, Asger Jom, Öyvind Fahlström og Erró, en allir hafa þeir barist við framúrsteftiur og vitsmunalíf stærri borga en þeirra eigin heimaborga. Frakkar halda að Erró sé franskur, spænskur eða ítalskur og dettur síst í hug íslendingur. Raunin virð- ist vera sú að ef íslenskur listamað- ur stefnir að alþjóðlegri viðurkenn- ingu verður hann helst að flytjast búferlum eða vera eilíft með annan fótinn á erlendri gmndu. íslenskir listamenn hafa löngum verið haldnir sterkari útþrá og löng- un til þess að freista gæfunnar f öðmm löndum. Hreinn og Sigurður em gott dæmi um listamenn sem hafa algjörlega aðlagast listalffí þess lands sem þeir búa í, en em samtímis tengdir íslandi mjög sterkum böndum eins og greinilega kemur fram f list þeirra. Þeir eiga samt frægð sína og frama að þakka vem sinni í Hollandi og em oftsinn- is kynntir af þarlendum stjómvöld- um f hópi fremstu listamanna landsins. Sérstaða og séreinkenni Eins og Pontus Hulten segir í sýningarskrá er ástæðan fyrir þess- ari samsýningu Norðurlandanna fímm sú að öll em þau á sama svæði. Lönd þessi em fámenn, stijálbýl, — skyld, en jafnframt mjög ólík. Hann bendir ennfremur á þá staðreynd að auðvelt sé að þekkja Dana frá íslendingi, Norð- manni eða Svía, jafnvel án þess að heyra tungumálið. Þjóðimar hafa allar sína sérstöðu og séreinkenni og rekur hann í stuttu máli menn- ingarsögu landanna fímm. Pontus Hulten útskýrir einnig að þegar skipulagning sýningarinnar hafí verið til umræðu þá hafí strax verið tekin sú ákvörðun að líta á myndframleiðslu landanna sem eina heild og velja verkin með tilliti til sem fjölbreytilegastrar heildarút- Henrik Bjöm Andersen, Astrofabel 2,1986, hœö 260 sm. 1 tT 1%\* \m i ■'* \ \ \ ■ t ,! mm 'ÆWm • ií'M ‘i | Yí f 1 Smm Salur Stinu Eknru Jukka Makel Lene Adler Petersen, Aö innan, 1982,220x140 sm. Lars Englund, Relatif, 1982,400x800x450 sm. Jukka Makela, Innanveröur, 1984,220x360 sm. Bjöm Nörgaard, allegórísk ffgúra, 1985. Björn Nörga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.