Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986
Minning:
Raguheiður Scheving
Fædd 22. desember 1913
Dáin 3. ágúst 1986
Og hvað er að hætta að draga
andann annað en að frelsa hann frá
friðlausum öldum lífsins, svo að
hann geti risið upp í mætti sínum
og ófjötraður leitað á fund guðs
síns. (Spámaðurinn).
Mig langar að skrifa fáeinar
línur, sem þakkarkveðjur til frænku
minnar.
Ég hef alla tíð munað eftir henni
sem góðri og tryggri frænku. Fór
ég oft í heimsókn til hennar í Grjóta-
götuna og minnist ég sérstaklega
sumarsins, sem ég dvaidi hjá henni.
Mér fannst ég læra margt af
Rögnu og gátum við spjallað og
rætt mikið saman. Hún var mjög
víðlesin og fróð og félagslynd, enda
var hún mjög gestrisin og höfðingi
heim að sækja, alltaf nóg af kræs-
ingum og góður gestgjafi.
Ragna var mjög dul og flíkaði
ekki tilfínningum sínum, aldrei tjáði
hún sig um sitt líf og líðan, enda
kom það best í ljós í veikindum
hennar, hún fór ekki af sjálfsdáðum
til læknis, eða þá að spyija um nið-
urstöður rannsókna er hún gekk í
gegnum, enda sagði hún engum
sina líðan. Á deildinni, sem hún lá
síðast á, sagði starfsmanneskja, að
hún hafí ekki beðið mikið um að-
stoð.
Ég vona að þessar fáu línur beri
vott um þakklæti fyrir aliar góðu
samverustundimar og bið Guð að
fylgja henni um ókomna framtfð.
Megi Ragna hvfla í friði.
E. Friðriksdóttir
Ekkert líf án dauða, enginn dauði
án lífs.
Dauðinn ber að dyrum, kafía
þessa heims lýkur, annar tekur við.
Við sem eftir stöndum látum hug-
ann reika aftur í tímann og minn-
ingamar hrannast upp.
Að morgni sunnudagsins 3. ágúst
sl. lést í Landspítalanum Ragn-
heiður Scheving, eftir stutta en
stranga sjúkdómslegu.
Ragnheiður fæddist í Reykjavík
22. desember 1913, dóttir hjónanna
Sigríðar Magnúsdóttur frá Miðvogi
í Akraneshreppi og Jóns Scheving,
frá Brekku á Kjalamesi. Þau hjónin
Sigríður og Jón bjuggu alla sína
búskapartíð í Reykjavík, lengst af
á Vesturgötu 23, en fluttust síðar
í Gijótagötu 14. Þau hjónin eignuð-
ust níu böm og var Ragna, eins og
hún var ávallt kölluð, fímmta í röð-
inni af þeim systkinum. Þrjú
systkini Rögnu eru nú eftirlifandi,
en Magnús bróðir hennar lést fyrir
aðeins þrem mánuðum.
Ragna hlaut almenna bama- og
gagnfræðamenntun, en að öðm
leyti var bemska hennar eins og
hjá Qölda annarra á þessum árum
atvinnuleysis og kreppu og því byij-
aði brauðstritið snemma.
Ragna var því ung er hún hóf
störf í þvottahúsi Jakobínu Helga-
dóttur, sem var til húsa á Vestur-
götu 21 eins og margir eldri
bæjarbúar muna sjálfsagt vel.
Þama eignaðist Ragna margar góð-
ar vinkonur og stóð sá vinskapur
vel og lengi eða allt til er yfír lauk.
Ung kynntist Ragna Guðmundi
Helga Péturssyni, prentara, og hófu
þau búskap 14. maí 1938 á Hring-
braut 92 hér í boig. Eftir aðeins
fímm ára sambúð andaðist Guð-
mundur, eftir þungbær veikindi, og
Ragna stóð ein uppi, þá aðeins 30
ára að aldri.
Við þessi þáttaskil flytur Ragna
til foreldra sinna, sem þá bjuggu í
Gijótagötu 14, ásamt Hannesi elsta
syni sínum og Dóru dótturdóttur
sinni, sem þau ólu að mestu upp.
Um sama leyti hóf Ragna störf
hjá ísafoldarprentsmiðju, fyrirtæki,
sem henni var ávallt mjög annt um,
og var starf hennar lengst af við
símavörslu, auk annarra starfa sem
til falla í tengslum við stórbrotna
bókaútgáfu og starfaði hún þar
óslitið í um 43 ár eða þar til um
síðustu áramót, að hún lét af störf-
um sakir veikinda. Það segir sína
sögu hver starfskraftur Ragna var,
að hafa aðeins starfað á tveim stöð-
um á iífsleiðinni.
Eftir lát móður sinnar árið 1945,
og föður síns árið 1949, tók Ragna
við húsmóðurstörfum í Gijótagöt-
unni, auk starfa sinna í ísafold, og
annaðist um heimili bróður síns,
Hannesar, og uppeldi systurdóttur
sinnar, Dóru, sem þá var átta ára
að aldri og leit á hana frá þeirri
stundu, sem hún væri hennar eigin
dóttir.
Heimilið í Gijótagötu 14 var
sannkölluð fjölskyldumiðstöð, enda
vel staðsett í miðborg Reykjavíkur
og því oft mikill gestagangur af
vinum og vandamönnum, þar sem
vel var tekið á móti öllum af höfð-
ingjum þeim sem þar réðu húsum
og indælt var heim að sækja.
Kynni mín af Rögnu hófust er
ég gekk að eiga systurdóttur henn-
ar, Dóru, fyrir um það bil 30 árum
og allt upp frá því góður samgang-
ur okkar á milli, enda höfum við
hjónin búið alla tíð í sambýli og
nánu sambandi við Rögnu, fyrst í
Gijótagötu 14, í um 10 ár, en síðar
fluttumst við öll i Hraunbæ 116,
þar sem Ragna bjó í sinni litlu íbúð
og skapaði þar hlýlegt og snoturt
heimili.
Á sínum yngri árum ferðaðist
Ragna mikið um landið, fór margar
ferðir með Guðmundi Helga, sem
var mikiH útivistarmaður, og ófáar
voru ferðimar sem hún fór með
Ferðafélaginu um byggðir og
óbyggðir lands síns, sem best kom
í ljós er við ræddum saman um
ferðir sem ég fór um landið, þá
spurði hún iðulega hvort ég hefði
nú komið við þama og þama og
séð þetta og hitt. Seinni árin fór
hún svo nokkrum sinnum í utan-
landsferðir, með gömlu traustu
vinkonunum sínum og systur sinni,
Guðrúnu. Ragna var víðlesin og
fróð, hafði góðan smekk fyrir góð-
um bókum og átti hún gott safn
góðra og vandaðra bóka.
Ragna var hrein og bein, ein-
kenndist fyrst og fremst af trygg-
lyndi og heiðarleika í samskiptum
við alla, dul um sína hagi og bar
ekki tilfinningar sínar á torg, eins
og best kom fram í veikindum henn-
ar. Hún var alla tíð heilsuhraust,
en snemma á þessu ári kom í ljós
sjúkdómur sá er hún varð að lúta
í lægra haldi fyrir.
Segja má að lff Rögnu hafí snú-
ist að miklu leyti um Dóm og
hennar fjölskyldu, enda ávallt mik-
ill og góður samgangur, og ekki
minnkaði umhyggjan við tilkomu
bama okkar, sem voru henni einkar
kær, og þeirra veg vildi hún sem
mestan og bestan.
Það er komið að kveðjustundinni.
Ég og fjölskylda mín vottum
Rögnu virðingu okkar og þakklæti
fyrir hugljúfar minningar um góðar
samverustundir í návist hennar.
Fari hún í friði, megi fögnuður
fylgja henni á þeirri leið sem hún
hefur nú lagt út á.
G. Petersen
Útför Ragnheiðar fer fram frá
Dómkirkjunni mánudaginn 11.
ágúst klukkan þijú síðdegis.
Minning:
Magnús G. Magnús
son, aðalvarðstjóri
Fæddur 11. janúar 1920
Dáinn 1. ágúst 1986
Hinn 1. ágúst sl. lést Magnús
Gunnar Magnússon aðalvarðstjóri í
lögreglunni í Reykjavík. Hann hafði
átt við mikla vanheilsu að stríða sl.
tvö ár.
Kynni okkar Magnúsar hófust
er ég hóf störf í lögreglunni í
Reykjavík fyrir 33 árum og lenti á
vakt með honum. Þá hafði hann
verið við störf f 7 ár en hann byij-
aði í iögreglunni í Reykjavík 15.
marz 1946. Við vorum saman á
vakt í 13 ár og voru þau samstarfs-
ár lærdómsrík. Við svo náin kynni
og samstarf koma vel í ljós kostir
manna og gallar. Magnús hafði alla
þá kosti er góður lögreglumaður
þarf að hafa, hann var prúður,
starfsamur og skilningsríkur og
vann sér virðingu jafnt starfsfélaga
sem borgara. Er ég varð aðalvarð-
stjóri á vakt okkar 1962 valdi ég
Magnús oft til að leysa af varð-
stjóra sem voru í leyfum og fórst
honum það vel úr hendi. Hann var
stjórnsamur en jafnframt réttsýnn
og leysti störf sín farsællega af
hendi. Magnús var skipaður aðstoð-
arvarðstjóri 1.9. 1968 og varðstjóri
1.11. 1969 og gegndi stöðu aðal-
varðstjóra 1974—1976 en í desem-
ber 1976 var hann skipaður
aðalvarðstjóri. Þeirri stöðu gegndi
hann til 12. maí sl. er hann iét af
störfum vegna vanheilsu. Það er
langur og strangur starfsdagur að
hafa gengið óreglulegar vaktir í 40
ár, búið við óreglulegt mataræði
og missvefn í erfiðu starfi.
Magnús var vinsæll og vel virkur
bæði af starfsfélögum og þeim er
hann þurfti að eiga samskipti við
vegna stöðu sinnar. Hann var mjög
traustur starfsmaður sem allra
vanda vildi leysa.
Góður félagi er fallinn fyrir aldur
fram. Ég vil þakka ánægjulegt sam-
starf og veit ég mæli fyrir munn
allra starfsfélaga í lögregiunni að
með Magnúsi Gunnari Magnússyni
hafí traustur hlekkur brostið og
hans verði sárt saknað.
Eiginkonu, bömum og öðrum
ástvinum sendi ég innilegar samúð-
arkveðjur.
Bjarki Elíasson
53
Eldhúskrókurinn
Blómkál
Blómkál er uppáhalds græn-
meti hjá mörgum, og nú er
blómkálstíminn að byija, verðið
hefur meir að segja þegar verið
lækkað. Þess vegna er kjörið að
bjóða í dag upp á eftirfarandi
uppskriftir í þeirri von að ein-
hveijir finni þar eitthvað við sitt
hæfí.
Blómkál með ostsósu
1 meðalstórt blómkálshöfuð — 3
matsk. smjör — 4 matsk. hveiti —
l/t lítri mjólk — salt + pipar —
150 gr rifínn ostur — 100 gr
rækjur.
Sjóðið blómkálið í létt söltu
vatni þar til það er orðið meyrt.
Bræðið smjörið í potti, hrærið
hveitinu saman við og þynnið
smátt og smátt með mjólk. Bætið
rifna ostinum út í og kryddið eft-
ir smekk með salti og pipar.
Setjið blómkálshöfuðið á eld-
fast fat og hellið sósunni yfír.
Dreifíð rækjunum í sósuna. Bakið
í 250° heitum ofni þar til sósan
er orðin ljósbrún.
Blómkáls-eg-gjakaka
(omelet)
1 lítið soðið blómkálshöfuð — 1
lítil dós maís — 200 gr skinka —
eggjakaka úr 6 eggjum — V/» dl
kaffíijómi — salt + pipar — brætt
smjör.
Látið renna vel af maísnum og
skerið skinkuna í smá feminga.
Eggin eru þeytt lauslega með
kaffiijómanum og salti + pipar.
Um 2 matsk. af smjöri bræddar
á pönnu og eggjunum hellt út í.
Eggjamassinn látinn stífna við
jafnan hita, og stungið í hann
með gaffli þegar hann fer að
þykkna.
Þá er maísnum jafnað yfír
ásamt blómkálsgreinunum og
skinkufemingunum. Allt látið
hitna í gegn á vægum hita.
Borið fram með hrásalati. Sum-
ir vilja ef til vill hafa meira smjör
með.
Ofnbakað blómkál
1 stórt blómkálshöfuð — 250 gr
majones — 50 gr sýrður ijómi —
salt + pipar + múskat eftir smekk
— 2 eggjahvítur — 4 matsk. rifínn
Óðalsostur.
Blómkálið hlutað í stórar grein-
ar og soðið í léttsöltuðu vatni í
um 10 mínútur. Látið renna vel
af því og setjið í ofnfast fat. Hrær-
ið saman majones, sýrða ijómann
og kryddið. Stífþeytið hvítumar
og bætið þeim varlega saman við
sósuna. Hellið sósunni yfír blóm-
kálið og stráið rifna ostinum yfir.
Sett í 200° heitan ofn í um 25
mínútur.
Blómkálssúpa
1 blómkálshöfúð (um 800—900
gr) — 1 lítri vatn — salt eftir
smekk — 2 súputeningar — 1 _
eggjarauða — 1 dl ijómi — um 2
dl rifínn ostur — 1 lítill, saxaður
laukur.
Bútið blómkálið niður í litlar
greinar. Látið suðuna koma upp
á vatninu með saltinu og lauknum
í, bætið blómkálinu út í og látið
sjóða við jafnan straum í um 15
mínútur. Hrærið í með handþeyt-
ara til að losa vel um blómkálið.
Látið teningana út í. Blandið sam-
an ijómanum, rifna ostinum og
eggjarauðunni, og setjið út í súp-
una. Hrærið vel í á meðan og hitið
vel í gegn, en látið ekki sjóða eft-
ir að eggjarauðan er komin út í.
Stráið steinselju yfír að lokum.
Blómkálssalat
150 gr majones — 2—3 matsk.
sýrður ijómi — 1 tsk. sinnep —
örlítið salt og sítrónupipar (Lemon
Pepper) — 8—10 blá vínber — 1
lítið blómkálshöfuð — söxuð stein-
selja eða þurrkuð.
Hrærið saman majones og
sýrða ijómann, og kryddið með
sinnepi, salti og sítrónupipar.
Skerið vínberin í tvennt og rífíð T
blómkálíð á grófu riQámi. Öllu
blandað saman, og saxaðri eða
þurrkaðri steinselju dreift yfir
sfðast.
Gott sem sjálfstæður réttur
með grófu brauði og smjöri, eða
með físk- eða kjötrétti.