Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986 Valdimar Örn verður væntan- lega í heldur nútímalegri búningi en þessum þegar hann kemur fyrir sjónir milljóna sjónvarps- áhorfenda í augiýsingum Calvins Klein. En þessi mynd var tekin af Valdimar uppi í Þjóðminja- safni á föstudagskvöldið þar sem hann var að leika í kvikmynd byggðri á Grimms ævintýrum. Morgunblaðið/Börkur Calvin Klein vill íslenskan leikara í millj ónaauglýsingu FYRIRTÆKI hins heimsfræga hönnuðar Calvin Klein hefur boðið ungum, islenskum leik- ara, Valdimar Emi Flygenring, samning um að leika aðalhlut- verkið í gallabuxnaauglýsing- um Calvin Klein, sem sýndar era í sjónvarpsstöðvum um öll Bandaríkin og einnig í fjöl- mörgum öðrum löndum. Calvin Klein er eitt stærsta nafnið í bandaríska tizkuheiminum og föt hans seljast í milljónaupp- lagi viða um heim. Gallabuxnaframleiðslan var upphaflega aðeins hliðargrein hjá fyrirtæki hans, en nú er svo kom- ið að Calvin Klein er eitt mesta selda vörumerkið í gallabuxnaiðn- aðinum og notar hönnuðurinn oft stórstjömur á borð við Brooke Shields til þess að auglýsa vör- una. Óþekktur leikari, sem fær tækifæri til þess að koma fram í auglýsingum á borð við þessar, getur gengið að því vísu að verða þekkt andlit meðal milljóna manna og slíkt getur að sjálfsögðu haft í för með sér hin ýmsu tæki- færi; auk þess sem launin munu vera góð. Valdimar Öm er um þessar mundir að leika annað aðalhlut- verkið í kvikmynd, byggðri á Grimms ævintýmm, sem banda- rískur leikstjóri er að taka hér á landi, m.a. í landi Keldna og í Þjóðminjasafninu. Blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af Valdimar Emi í Þjóð- minjasafninu á föstudagskvöldið, er hlé var gert á tökum. Hann staðfesti að sér hefði verið boðinn samningurinn um að leika í sjón- varpsauglýsingum Calvin Klein, en sagði að enn hefði ekki fengist endanlegt svar við því hvort hann fengi atvinnuleyfi í Bandaríkjun- um. Sauðárkrókur: Fjárhagsvandi bæj- arsjóðs verulegur Sauðárkrókskaupstaður á við verulegan fjárhagsvanda að stríða um þessar mundir og gjaldfallnar skuldir bæjarins við Búnaðarbankann nema allt að 20 miUjónum, auk vanskila bæj- arsjóðs við ýmsa aðra lánar- drottna, að því er heimildir Morgunblaðsins herma. Svo slæm mun staðan vera að bænum tókst ekki að greiða laun til starfsmanna sinna um þar síðustu mánaðamót, fyrr en Bún- aðarbankinn hljóp undir bagga. Þá hefur Innkaupastofnun ríkis- ins um all nokkurt skeið neitað að afgreiða pantanir til bæjarins. „Það er alveg ljós að við eigum ekki margra kosta völ og verðum að sækja um skuldbreytingar hjá opinberum aðilum, lánastofnunum og bönkum," sagði Snorri Bjöm Sigurðsson, nýráðinn bæjarstjóri á Sauðárkróki, þegar hann var spurð- ur hversu alvarleg staðan væri. Þorbjöm Ámason, forseti bæjar- stjómarinnar, var beðinn um að tjá sig um málið. „Þetta er stórpólitískt mál í sjálfu sér, en við viljum gjam- an sjá lausn í sjónmáli áður en við ræðum það opinberlega. Við emm að reyna að bjarga þessum málum, en það er ljóst að Qárhagsstaðan verður ekki leyst nema með utanað- komandi aðstoð. Þar á ég við skuldbreytingar á því sem er í van- skilum hjá lánadrottnum, en auk þess verður að koma til lán, erlent eða innlent. Hér hafa verið miklar fram- kvæmdir á undanfomum árum, skólabyggingar o.fl. og ríkið skuld- ar okkur stórfé vegna þeirra. Sú skuld gæti numið allt að 8—10 milljónum þegar frá em taldar þær 5 milljónir sem því ber að greiða á þessu ári. Á sama hátt og við fáum þessa skuld greidda á nokkmm I MAÍMÁNUÐI síðastliðnum voru heildarútlán innlánsstofnana, þ.e. viðskiptabanka og sparisjóða, 54 milljarðar og 455 milljónir krón- ar. Þar af voru erlend endurlán 14 milljarðar 855 milljónir króna, eða 27,3%. Til samanburðar má geta þess að heildarútlán sömu aðila í árslok 1970 voru 16.132 m.gkr. en erlend endurián aðeins 46 m.kr. eða 0,4%. SigtufirðL SIGLFIRÐINGUR SI 150, kom til Sjgiufjarðar í gær, eftir gagnger- ar breytingar i Þýskalandi. Mun togarinn halda á veiðar innan skamms. Siglfírðingur var smíðaður árið 1969 og var farinn að láta á sjá, þegar hann var sendur til Þýskalands til viðgerða Var frystitogarinn ámm, verða skuldir bæjarins að dreifast á eitthvert tímabil. Hér er engin Viðey sem hægt er að nota til að greiða niður skuld ríkisins við bæjarsjóð," sagði Þorbjöm að lok- Erlend endurlán viðskiptabanka vora lítil lengi vel en fara vaxandi frá 1973/74. í fyrra tekur hlutfall erlendra endurlána stökk upp á við, þegar afurðalán vom fjármögnuð með erlendum lánum í stað lána úr Seðlabanka, en jafnframt var gjald- eyrisstaða Seðlabankans bætt vem- lega en afurðalán em innifalin í framangreindum tölum öllum. lengdur og aðrar breytingar gerðar á honum og er hann nú eins og nýr. í gær komu þrír rækjubátar inn til Sigiufjarðar með afla sinn og virð- ist rækjuveiðin vera allgóð. Afli bátanna var frá sex og upp í 20 tonn. Var unnið úr aflanum í öllum fisk- vinnslustöðvum á Siglufirði í gær. - MJ um. * * Utlán íslenzkra innlánsstofnana: 27% erlend endurlán Siglfirðíngur kominn heim eftir breytingar Rannsóknir á íslenska melrakkanum: Fyrstu „gullnu eyjarnar“ eiga að fæðast næsta vor NÆSTA vor er von á fyrstu íslensku „gullnu eyjar“ yrðling- unum í rannsóknarverkefni RALA og fleiri stofnana. „Gullna eyjan“ er verðmætt lit- arafbrigði sem fæst með blöndun hvítrefs og silfurrefs. Við tilrauniraar eru notaðir hvítir íslenskir melrakkar og innfluttir silfurrefir og bláref- ir. Rannsóknimar em samstarfs- verkefni Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, veiðistjóraemb- ættisins, Tilraunastöðvar Háskól- ans í meinafræði á Keldum, Búnaðarfélags íslands og Sam- bands íslenskra loðdýraræktenda. Dr. Stefán Aðalsteinsson deildar- stjóri hjá RALA, Páll Hersteins- son veiðisljóri og Eggert Gunnarsson dýralæknir á Keldum hafa mest unnið að rannsóknun- um. Rannsóknasjóður Rannsókn- arráðs ríkisins og Framleiðnisjóð- ur landbúnaðarins hafa veitt styrki til verkefnisins. Rannsóknimar hófust á síðasta ári með því að safnað var yrðling- um, hvítum og mórauðum, af grenjum. Var þeim safnað saman á Möðruvöllum í Hörgárdal og settir þar í sóttkví, en þetta fyrsta ár hafa rannsóknarmenn átt í erf- iðleikum vegna skæðra sjúkdóma sem em í villta fslenska refastofn- inum og heijuðu mjög á dýrin. „Ég tel að það hafí þó orðið til þess að forða íslenskum loðdýra- bændum frá miklu tjóni því nú dettur er.gum í hug að taka villta Morgunblaðið/Hjörtur Glsloson Blárefslæða á Möðruvöllum með afkvæmi sín og íslensks hvftrefs. refí heim á búin og þeir sem það ætluðu að gera hættu snarlega við þegar sjúkdómamir komu í Ijós á Möðmvöllum," sagði Stefán. Aðalmarkmið rannsóknarinnar er að rannsaka hvaða verðmæti kunna að felast í hinum ýmsu lit- arafbrigðum íslenska melrakkans. Stefán sagði að þetta verk gæti gefíð bændum einhveija von um nýjungar í loðdýraræktinni. Allar nýjungar sem yrðu markaðsvara væm mikils virði. Hann sagði að rannsóknarverkefnið hefði þegar vakið athygii erlendis og fylgdust loðdýraræktendur á hinuin Norð- urlöndunum spenntir eftir að sjá hvað út úr henni kæmi. í vetur vom blárefstófur sædd- ar með sæði úr íslenskum hvítref- um. Tilgangurinn er að framleiða hvíta blendinga með eiginleikum blárefsins í vexti, þroska, frjósemi og feldgæðum. Tvær tófur festu fang og gutu alls 18 yrðlingum, sem allir em með blárefslit, en með dulinn erfðavisi fyrir hvítum lit sem fæst fram í næsta ættlið. Þessir yrðlingar verða paraðir saman í vetur og afkvæmum þeirra síðan blandað við silfurrefí þannig að vorið 1988 ættu þá að fást yrðlingar af „gullnu eyjar“ afbrigðinu með sæmilegum eigin- leikum og árið 1990 ættu tiiraun- Páll Hersteinsson, veiðistjóri, vigtar hvítref. imar að vera komnar það langt að hægt verður að útvega bænd- um nothæfan hvítref í blendings- framleiðslu, að sögn Stefáns. Reyndar verða gerðar tilraunir í vetur með að sæða einhveija af blendingunum frá því í vor með sæði úr silfurrefum, þannig að einhveijir „gullnu eyjar" yrðlingar ættu að fæðast þegar næsta vor. í sumar hefur verið haldið áfram við að safna yrðlingum úr grenjum og em nú 40-50 yrðling- ar í einangmn á Keldum. FYamtíð- arstaður fyrir þessa tilraunastarf- semi hefur ekki verið ákveðinn, að sögn Stefáns, en það mál er allt í athugun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.