Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 5
tilfellum er hæpið að um sömu fugla sé að ræða. Þetta eru sem sagt skammlífir, en afar frjósamir fuglar sem geta orpið tvisvar til þrisvar á ári ef tíðin er góð. Orfá hreiður eða bara eitt, eru því ekki líklega ein sér til að koma af stað varpi undir venjulegum kringumstæð- um. Það þarf meira til.“ Fjallafinka Fjallafínka heitir smáfugl af finkuætt sem reynt hefur varp hér á landi nokkrum sinnum. Lengi hefurtegund- in verið all tíður gestur á haustin og fram eftir vetri. Þetta er lítið kríli, 15 senti- metrar á lengd að meðaltali, en til samanburðar má geta, að meðallengd músarindils er 12 sentimetrar og auðnu- tittlings 13 sentimetrar. Það eru áraskipti að því hversu margar fjallafinkur koma hingað ár hvert og þær sem það gera eru taldar eiga uppruna að rekja til Skand- inavíu þar sem þær eru algengir varpfuglar í furu- skógum. Hér á landi fundust fyrst hreiður fyrir um 10—12 árum og þá var um samfellt varp að ræða í nokkur ár, t.d. í Fljótshlíð. Síðan fjaraði varpið út, en aftur fór að bera á fjallafínkuvarpi rétt fyrir 1980 og aftur hófst samfellt varp sem stóð yfir í fáein ár. Fundust þá hreið- ur í Reykjavík, í Fljótshlíð og í Öræfasveit. Þetta voru fá hreiður. Fjallafínkan hefur komið upp ungum á íslandi og virð- ist ekki eiga erfitt uppdrátt- ar. Ævar Pedersen fuglafræðingur telur að ein ástæðan sé sú að ijallafinkan sé frææta og eigi því meiri lífsmöguleika heldur en skor- dýra- og berjaætur. „Þessi tegund á möguleika á því að ílendast hér,“ segir Ævar og getur þess einnig að hugsan- leg skýring á því að tekið hafi að bera á fjallafinku- varpi í vaxandi mæli á seinni árum kunni að vera vaxandi skógrækt sem skapi aukið kjörlendi fyrir þessa fugla- tegund. Gráspörvar Gráspöi-vavarj) á Islandi á sér nokkuð sérkennilegan aðdraganda og má segja að litlu hafi munað að þessi fugl ílentist hér á landi fyrir at- beina eins manns, en orðið undan að láta fyrir atbeina eins kattar. Gráspör er nokk- ur reglulegur vetrargestur hér á landi, kemur á haustin og dvelur yfir veturinn, en sjaldan eru fuglarnir margir. Fyrir árið 1970 var þrívegis vitað um tilraunirgráspörva til varps, tvívegis í Reykjavík ogeinu sinni í Vestmanna- eyjum. En undrið sem hlaut hinn sorglega endi byrjaði 1970. Jón Helgason í Borgarfirði eystri tók þá höndum tveim hóp af gráspörvum sem tóku sér vetrarbólfestu við hús hans. Jón gaf fuglunum, hlúði að þeim sem mest hann mátti, leyfði þeim m.a. afnot af skemmu sinni til að skýla sér í er veður gerðust köld og ströng. Fyrir vikið voru flestir fuglanna á lífi um vorið og svo vel hafði þeim líkað vistin að þeir ákváðu MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 B 5 gagnstætt þeim tegundum sem nefndar hafa verið. í fljótu bragði mætti ætla að þær hefðu því frekar mögu- leika á því að ílendast, en svo mun vart vera. Landsvöl- ur hafa á seinni árum reynt varp 10—15 sinnum og áreiðanlega hafa fuglamir orpið nokkmm sinnum án þess að því hafi verið gefínn sérstakur gaumur. Bæjar- svöluhreiður hafa hins vegar aðeins fundist tvisvar síðustu árin í Vestmannaeyjum og í Sandgerði. Landsvalan hefur einni orpið nær eingöngu á Suður- og Suðvesturlandi. Báðar tegundirnar hafa komið hér upp ungum. En hvers vegna er ólíklegt að tegundimar geti fest rætur? Ævar svarar: „Þessir fuglar lifa eingöngu á skordýmm sem þær veiða á flugi. Þær em mikið á flugi og bmninn í líkamanum er því örari en ella. Stöðugt skordýralíf er þessi tegund geti lifað hér af veturinn og þá upp á náð mannsins komin með matar- gjafir. Sömu söguna má segja um seftittlinginn, skv. fugla- bók Landverndar er talið að þessi tegund hafi orpið í Kvískeijum í Öræfum vorið 1972 og komið upp ungum. Glóbrystingsvarp hérlend- is hefur verið óburðugt, tegundin sést hér oft á haustin og veturna, en fyrir 25—30 ámm gerðist það að einn kvenfugl gerði sér hreiður í Hvalfirði og verpti, en ekkert varð úr þar sem karlfugl vantaði. Dvergkráka Það er kannski ekki rétt að hafa dvergkrákuna með, því vitanlega hefur hún ekki orpið á íslandi. Á hinn bóg- Morgunblaðið/Páll Steingrimsson Bæjarsvöluhreiðrið í Vestmannaeyjum, myndin er tekin 26. ágúst 1966 undir þakskegginu á Skólavegi 7. Vegna erfiðleika við að mynda hreiðrið kom Ijósmyndari fyrir spegli sem hann beindi linsunni að og náði þannig þess- ari merku mynd. Gráspörvar. Náð og miskunn eins manns gerði næstum tegund þessa að vissum varpfugli, en þá greip flækingsköttur í taumana. inn „fylltist all“ af dverg- krákum rétt fyrir árið 1980, „það kom meira af þessum fuglum en við vitum dæmi um áður“, sagði Ævar Ped- ersen. Þetta voru líklega hundruð fugla og sáust þeir víða á sunnanverðu landinu. ekki síst í Reykjavík þar sem þeir vöktu mikla athygli. „Innrásin“ var um haustið og margar krákur vom hér cnn er tók að vora. Þær fóru að bera í hreiður, stífluðu m.a. skorstein í bænum, margir sáu þær fljúga út í Tjarnarhólmann og koma þaðan með nefín full af hreiðurefni sem þær svo flugu með á tilvalda staði. Þrátt fyrir allt saman varð ekkert úr varpi og krákurnar smátýndu tölunni, hafa trú- lega ýmist drepist eða horfið til síns heima. „Þetta er nær árviss gestur hér á landi og ein af þeim fuglategundum sem gæti allt í einu farið að verpa hér á landi,“ segir Ævar. Látum þessu svo lokið í bili, þetta yrði of langt mál ef allt kæmi á einu bretti, en það hefur e.t.v. vakið at- hygli lesenda að saga fugl- anna er aðeins rakin til sumarsins 1985, en það er vegna þess að þetta sumar er alls ekki liðið þótt haustið sverfi óðfluga að og því eru ekki öll kurl komin til grafar varðandi tilraunavarp fugla í sumar ef eitthvað hefur verið. I næstu grein verður brunnurinn tæmdur eftir því sem menn vita um varp slíkra sjaldgæfra flækings- fugla. - gg að fara hvergi, heldur hefja varp. Gerðist það nú, að næstu árin urpu gráspörvar við hús Jóns og þar í grennd og nutu verndar hans í hvívetna. Fuglunum fjölgaði og eftir tíu ára varp voru í Borgarfirði nokkrir tugir fugla og árvisst og öruggt varp. En allt í einu fóru þeir að tína tölunni og vissi enginn fyrst í stað hvað ylli því. Er allt var um seinan, komst upp um fuglaveiðar flæk- ingskattar, en þá var aðeins einn kvenfugl eftir lifandi. Síðustu fregnir hermdu, að sá fugl hafi verið á lífi enn síðasta sumar, en einn síns liðs réttir hann ekki Borgar- fjarðarstofninn við. Atburðarásin í Borgarfirði var einstæð og athyglisverð, verk eins manns urðu næst- um til þess að nýr og fastur því nauðsynlegt til þess að þessir fuglar geti lifað góðu Íífi og í þeim umhleypingum sem hér geta verið að sumar- lagi er slíkt alls ekki fyrir hendi. Það getur rignt dög- um saman ogblásið, þannig að skordýralífið liggur niðri, svölurnar geta þá ekki veitt og þær veslast upp.“ Hettusöngvari, seftittl- ingur og glóbrystingur Hettusöngvari er lítill og fallegur spörfugl og hann er eigi ótíður haustgestur hér á landi. Laust eftir árið 1970 brá svo við að hettusöngv- arapar var í garði í Reykjavík um varptíma og lét eins og hreiður væri á staðnum. Það fannst ekki en grunur leikur samt á því að um varp hafi verið að ræða. Talið er að varpfugl bættist í fuglafánu landsins. Árangur Jóns Helgasonar bendir til þess að endurtaka mætti tilraun- ina, næst er liðmargur flokkur gráspörva leitar til landsins frá vetrarhörkum í heimahögum. Landsvala og bæjarsvala Þetta eru algengir flæk- ingsfuglar hér á landi og koma á vorin og sumrin Fjallafinka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.