Morgunblaðið - 12.09.1986, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986
27
Hundrað ára
afmæli Mið-
neshrepps
Sandgerði.
MIÐNESINGAR minnast þess með ýmsum hætti á þessu ári að hrepp-
urinn á 100 ára afmæli á árinu. En Miðneshreppur var stofnaður út
úr Rosmhvalneshreppi með tilkynningu frá landshöfðingja sem birt-
ist í Stjórnartíðindum hinn 3. desember 1886.
Rosmhvalneshreppur náði fyrir
skiptingu yfir svæðið sem nú er
Miðneshreppur, Gerðahreppur,
Keflavíkurbær og Ytri-Njarðvík._
Af þessu tilefni var Asgeir As-
geirsson sagnfræðingur fenginn til
að rita sögu hreppsins og er áætlað
að bókin komi út síðar í haust.
Á liðnu vori gengust síðan nem-
endur og kennarar grunnskólans í
Sandgerði fyrir uppsetningu á
heimildar- og sögusýningu hrepps-
ins í skólanum.
En aðalhátíðarhöldin í tilefni af
þessu aldarafmæli hófust síðan
laugardaginn 30. ágúst sl. og stóðu
í viku. Þau hófust með hátíðardag-
skrá í íþróttamiðstöðinni og þá var
einnig afhjúpað og vígt minnis-
merki sjómanna, sem Steinunn
Þórarinsdóttir mjmdhöggvari hefur
hannað.
Minnismerkið er líkan að manni
sem stendur andspænis þrem mis-
háum úthafsöldum, og á að minna
á að Miðnesingar hafa lengst af
þurft að sækja aðallífsbjörg sína
beint til sjávarins. Einnig smæð og
forgengileik mannsins gagnvart
náttúruöflunum og listakonan nefn-
ir verkið „Álög“.
Á sunnudeginum var síðan
íþróttadágur og þá var einnig hátíð-
armessa í íþróttamiðstöðinni.
í íþróttum tóku þátt þann dag
um 250 einstaklingar, það var í
golfí, sundi, knattspymu, hand-
knattleik og körfubolta.
Vikuna á eftir voru opnar 3 sýn-
ingar, það var sjóminjasýning,
heimilisiðnaðarsýnin og mynda- og
myndlistarsýning.
I sambandi við sýningarnar fluttu
Gils Guðmundsson rithöfundur er-
indi um sjósókn á Sjóminjasýningu,
Ásgeir Ásgeirsson sagnfræðingur
erindi um sögu hreppsins á mynda-
sýningu og ung stúlka ættuð úr
Sandgerði, Sigurbjörg Magnúsdótt-
ir, sem er við söngnám, söng á
heimilisiðnaðarsýningu.
Aðsókn að sýningum var mjög
góð og skoðaði þær margt manna.
Þessari afmælisdagskrá lauk svo
sl. laugardag. Þá hófst fjölskyldu-
skemmtun við íþróttamiðstöðina kl.
17, þar sem böm á öllum aldri tóku
þátt í leikjum og ýmiskonar
skemmtan.
Þar var einnig sameiginlegt borð-
hald þar sem „eld“hressir félagar
úr Slökkviliði Miðneshrepps aðstoð-
uðu Stefán Sigurðsson veitinga-
mann við að grilla 40 lambalæri
og 1.000 pylsur ofan í mannskap-
inn, sem virtist renna hvom tveggja
ljúft niður. Þar endaði svo hátíðin
með tignarlegri flugeldasýningu.
Að lokum var svo stiginn dans í
samkomuhúsinu til kl. 5 á sunnu-
dagsmorgun með miklu fjöri.
Jón
Morgunblaðið/Óskar Jóhannsson
Minnismerki sjómanna í Sandgerði „Álög“, hannað af Steinunni
Þórarinsdóttur myndhöggvara.
Rauði kross íslands:
Námskeið fyrir að-
standendur aldraðra
og sjúkra í heimahúsum
RAUÐI kross Islands gengst fyr-
ir námskeiði fyrir þá sem sjá um
aldraða eða sjúka ættingja sína
í heimahúsum.
Námskeiðið hefst þann 22. sept-
ember og stendur yfir í fjóra daga,
þ.e. tvo mánudaga og miðvikudaga
frá kl. 9-14. Á námskeiðinu verður
m.a. lögð áhersla á réttar starfs-
stellingar við aðhlynningu og ýmis
hjálpartæki kynnt.
Námskeiðið er öllum opið og
námskeiðsgjald verður kr.1.000.
Kennt verður í kennslusal RKÍ,
Nóatúni 21, 2.hæð og í Sjúkraliða-
skóla íslands við Suðurlandsbraut.
Morgunbladið/Óskar Jóhannsson
Skrúðganga íþróttamanna o.fl. að íþróttamiðstöðinni í Sandgerði sunnudaginn 31. ágúst.
JASSPAliLETT FYRÍR AhLA!
’ r -'Framhaldsflokkar2'x og 3x í viku,. . . •'
- þrlöji tíjninn frjálst 7
JASS eða BALLETT
/ \ : Byrjendaflokkar i x og 2x í’viku, >
. . / ,v'. ■ frá sex ára aldri.
ÍNÝR SKÖLIAÐ HRAUNBERGI4
. Dansarar-Íþróttafólk
' Opnir tímar á laugardögum í Bolholti.
• Þrektímar - teygjutímar- jasstímar
v; - Góð aðstaða fyrír bæði kynin,' ;
- • • gjald kr. 250.-^-" > . -
. ' . • 'r - * ■
KENNARAR SKÓLANS:
JÁSS: Bara-Ánna-;-*
Sígrfður- Margrét Á. - ■
Margrét Ó. - Agries - irma.
KLAS$ÍS.KTÆKNI:
KatfínHall. . *\
•GÉSTAKENNÁRAR j-VETUR:
JACKGÖNN .- . -
New York •
DEIRDRE LOVEL :•
New Ybrk
PATRICK DUNCAN
. London .
Jazzballettskóli Báru
Bolholt - Suðutver - Hraunberg
83730 - 83730 - 79988