Alþýðublaðið - 06.10.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.10.1920, Blaðsíða 1
Gefið íkt a£ AJþýduflolclaumm. 1920 Miðvikudaginn 6. október. 229. töluhl. / ^usturvollur. Herra ritstjóril - Þér hafið sent mér grein þá um Austurvöll, sem birt var í blaði yðar 28. sept, líklega til þess að eg segði álit mitt urh tillöguna. Hér er það: Það rná segja henni til lofs, að frumleg er hún. Veit eg ekki til að gerð hafi verið slík upphleypt landslíkön á hokkru óbygu borg- arsvæði erlendis. Raunhæf er hún ekki. Vér e'gum ekki uppdrætti af landi voru, sérstaklega óbygð- unum, sem nægi til þessa. Ekkert efni þekki eg sem nota mæííi til mótunarinnar og þyldi veðurlag vort; efast um að það sé til. All- ur þessi mótaði uppdráttur myndi rykfalla á hverjum degi, sandur óg leir safnast í allar lægðir, að eg ekki tali um snjó og klaka Qiikinn hluta árs. Völlurinn yrði dauður, svipljótur og steingerður. Að lokum yrði þetta ókleyft fyrir feostnaðarsakir. En hvað á þá að gera við Austurvöll í' Það á blátt áfram að láta hann i>era einfalda grasflöt og hirða haná vel. Tré þrífast þar ekki. Blóm verða vanrækt. Girðinguna & að gera við, aðeins fá gott járn (steypujárn f) í láréttu slárnar, sem hafa allar riðbrunnið. Fallbeinu fcinana má nota. Slík girðing hefir tvo mikilvæga kosti: Það ber lítið é henhi og græni grasfiöturinn °lasir við auganu, svo ver hún völlinn tiltölulega -vel. Það væri «in mesta ý&sinna að byrgja v'óll- tfm inni í þéttri, fallhárri stein- iirðingu. Fyrirmyndarbæinn Port Sunlight "Rgði vellríkur auðmaður, sem ekk- ert vildi spara og naut aðstoðar "Bztu: lista- og smekkmanna Eng- '^nds. Hvernig girti hann þau Sv*ði, sem girt voruf — Nákvcem- lega með samskonar girðingu og H& er um Ausiurvöll. Hún var aógu »fín" fyrir hann, þó bæjar- Sundkensla heldur áfram hér í Laugunum, þennan og næsta mánuð, og er ókeypís fyrir sjómenn og skólapilta bæjarins. Páll Erlingsson. sjjórninni hér þyki efiaust slík girðing ekki nógu dýr. Ef breyta skal girðingunni get- ur tæþast verið um annað að tala en steinstólpa með Iaglegum steypujárngrindum á milli. Það gæti orðið snoturt og endingar- gott. Að tjörusteypa völlinn og gera hann að umlerðartorgi eða bila- stöð, geta þeir gert, sem þykir bærinn of blómlegur og rykið á gótunum of lítið. ' Guðm. Hannesson, Hrossasalan er nú um garð gengin í ár, síð- asti markaðurinn er í dag. Ails hafa verið keypt rúm 3000 hross á 180-—420 kr. hvert, eftií stærð og aldri. Aldurinn verið 3—8 vet- ur, Fara rúmlega iooo, mest hryss- ur, tíl Danmerkur, og tekur ís- land síðasta farminn, um 400, tiú í þessari ferð. Til Englands fóru flestir folarnir, tæp 2000 að tölu. Guðmundur Bárðarson hefir keypt flest hrossin fyrir hönd landsstjórgarinnar, sem aunast um söluna; hann er nýkominn ofan úr Borgarfirði. Utlenðarjréttir. Fífldiríska. Tangarann. Me. Laughlin heitir frægur am- erískur fimleikaraaður, sem nýlega sýndi fífidirfsku sína uppi á þak- inu á gistihúsinu „Congress" í Chicago. Raunin sem hann stóðst, var hvorki meiri né minni en sú, að hann setti stól á þakbrúnina á húsinu, sem er 200 metra hátt, og stóð svo á höhdunum á stóln- um. Þetta varð hann að gera til þess að fá stöðu látins félaga síns á fjölleikaleikhúsi. En sá hafði gert svipuð hreystiverk, en drepið sig á þeim. Það mun óhætt að segja, að ekki munu margir geta leikið þetta eftif Laughlin, og taugastyrkleik mun við þurfa meiri en i meðallagi. Skyldu t. d. raarg- ir þora að standa á höndunum, þó ekki væri nema á þakbrúninni á húsi Jónatans Þorsteinssoaarf Sumarbústaðir verkamanna. Víða um lönd færist það ( vöxt að verkamenn fái ait að 14 daga sumarfrí. Jafnframt færist það f vöxt að einstök verkamannafélög taki á leigu eða kaupi sumarbú- staði upp í sveit, og skiftast þá félagsmenn á um það, að „taka fríið" og búa í húsunum, einkum þeir sem kvæntir eru — hinir eiga hægra með að fara víðar. Nýlega hafa póstmenn f Kristianíu keypt allstórt hus á fögrum síað upp í sveit skamt frá Kristianíu; f því eru 13 herbergi og 3 eldhús. — Hér á landi mun þetta lítið sem ekki eiga sér stað, nema ef vera skyldi að prentarar hafi sumatbú. stað á leigu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.