Morgunblaðið - 10.10.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.10.1986, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986 ur en nýjar flíkur. Kannski er skýringin sú, að skór hafa þann eiginleika að passa ágætlega eins og þeir eru eða þá að vera með öllu ónothæfir; það virðist ekk- ert vera þar á milli. Það er alla vega ekki hægt að næla þá einhvern veginn saman, ekki hægt að stytta þá, lengja eða víkka að ráði eins og gjarnan er gert við hinar ýmsu klæðaflíkur. Svo getur það líka verið, að þessi sér- staka, spennandi tilfinning í sambandi við nýja skó, standi í einhverju sambandi við að það er engin nauðsyn aö þurfa að þola þá niður- lægingu að hverfa inn í einhvern mátunarklefa fyrir almenning, þegar um kaup á skóm er að ræða. Þegar óvenju dásamlegir skór í búðinni passa manni alls ekki, þá er einungis um að kenna einhverjum vissum erfðaþáttum en engan veg- inn óhóflegri matarlyst. Það kemur þyí ekki við samvizk- una. Og gömlu góðu skórnir manns halda þó allavega áfram að passa manni eins og áður, þótt maður hafi bætt á sig allnokkrum kíló- um. Þegar þessar ríku tilfinn- ingar í sambandi við skó- fatnað eru hafðar í huga, skal engan undra, að jafnan hafa verið gerðar miklar og strangar kröfur til hug- kvæmni, ímyndunarafls og hagleiks skósmiða á liönum öldum og allt fram á þennan dag. Skóframleiðandinn verð- ur nánast að knékrjúpa viðskiptavinum sínum, um- kringdur mýksta nappaleðri, gljáskinni, slönguskinni, rú- skinni, gljálökkuðum hælum, reimum og þvengj- um, legghlífum og skó- hlífum, sandölum og opnum ilskóm til inniveru. Af og til fær sá góði framleiðandi skófatnaðar harkalegt pústur og högg fyrir bringspalirnar af völdum skyndilegra breytinga á skótízkunni. Allt í einu er hinn gamalreyndi, trausti, lagskipti skóhæll orðinn gjörsamlega ótækur en stál- hvassir stíletto-hælar komnir í staðinn, og breið- ari afrúnnuð tá á skóm hefur með öllu leyst þær örmjóu og hvössu af hólmi; rússn- esk leðurstígvél hverfa í skuggann fyrir ódýrum amerískum mokkasínum. Þegar svo er komið mál- um, þjónar það alis engum tilgangi lengur fyrir skó- framleiðandann að halda áfram að framleiða nýjasta módelið sitt af gömlu gerð- inni. Skóframleiðandinn verður að vera mjög svo snöggur og iðinn við að fletta glæsitímaritum og skoða þar myndirnar af nýj- ustu sveiflunum á sviði skótízkunnar og sýna þeim breytingum, sem þar koma fram fullan áhuga. Að öðr- um kosti fær framleiðsla hans og fyrirtæki ekki staðizt til lengdar. Hann neyðist því til áð vera ávallt við öllu búinn og láta sem minnst á undrun sinni bera, þegar hann sér aftur og aft- ur gamalþekktar skógerðir skjóta upp kollinum á tízku- himninum eftir áratuga Að vera vel skóaður er annað höfuðskilyrði þess að öðlast innri frið og sálarró — hitt skilyrð- ið er að vera í hreinum og sæmilegum nærfatnaði, sérstaklega þegar fólk er á ferðalagi. Þennan fróðleik er að finna í bók einni um siðareglur og fágaða fram- komu. Þar segir og, að hið fyrsta, sem ókunnugir taki eftir, þegar þeir eru að meta þjóðfélagslega stöðu fólks, séu einmitt skórnir hans eða hennar. Ef skórnir svör- uöu til ákveðinna krafna um snið, lit, stíl og styrkleika, var samstundis augljóst að þarna var á ferðinni regluieg hefðardama eða traustur piltur. Ekki alls fyrir löngu var kona spurð hvað það væri helzt, sem hún vildi fá í gjöf. Svarið var, að ekkert minna en Manola Blahnik- skór kæmi þar tii greina. Skófatnaðurinn vekur oft meiri og stööugri hrifningu heldur en nokkur annar fatnaður í fataskápnum. Úrval af fallegum og hentug- um skóm veitir sterka til- finningu af að hafa töglin og hagldirnar á sínu sviði. Þaö er nú einu sinni þannig að' nýir skór verða stundum miklu meira spennandi held- um

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.