Morgunblaðið - 18.10.1986, Page 6
6 B
1 i'/.'hjSH) ,
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986
Horgunblaðið/RAX
Mikhail Gorbachev á blaðamannafundinum í Háskólabíói. Við háborðið sitja auk hans, frá vinstri: Anatoly Chemyayev, ráðgjafi Gorbachevs, Anatoly Dobrynin, yfirmaður
alþjóðadeildar kommúnistaflokksins, Eduard Shevardnadse, utanrikisráðherra, Gorbachev, Alexander Jakovlev, sérlegur ráðgjafi Gorbachevs, Sergey Akhrimeyev, marskálk-
ur, forseti sovéska herráðsins.
Blaðamannafundur Gorbachevs í Háskólabíói:
Bandaríkj amenn sakna
hemaðaryfirburða sinna
Reykjavík, TASS. Mikhail
Gorbachev, aðalritari miðstjóm-
ar KFS, hélt blaðamannafund í
Reykjavík 12. október og var
boðið til hans blaðamönnum, sem
hafa fylgst með leiðtogafundi
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna.
Mikhail Gorbachev sagði er hann
sneri sér til fulltrúa fjölmiðla:
Gott kvöld, dömur mínar og herr-
ar, félagar! Ég fagna ykkur öllum.
Það er liðin um klukkustund frá
því að fundi mínum og Reagans,
Bandaríkjaforseta lauk. Hann stóð
nokkru lengur en við gerðum ráð
fyrir. Málin kröfðust þess. Ég bið
ykkur innilega afsökunar að ég
skuli ekki hafa komið til blaða-
mannafundarins á þeim tíma sem
hann var boðaður.
Þið vitið þegar að þessi fundur
var haldinn að frumkvæði sovéskra
ráðamanna. En auðvitað hefði hann
ekki verið haldinn ef ekki hefði
komið til samþykki herra Reagans.
Þess vegna mundi ég segja að það
hefði verið sameiginleg ákvörðun
okkar að halda þennan fund.
Nú er honum lokið. Stundum er
sagt að menn sjái ekki skóginn fyr-
ir tijám. Ég kem beint af þessum
fundi, þar sem mjög heitar umræð-
ur áttu sér stað, einkum á síðasta
stigi hans. Ég er enn á valdi þess-
ara umræðna. Engu að síður ætla
ég að reyna að segja ykkur ekki
aðeins frá þeim áhrifum, sem fund-
urinn hafði á mig, en ég ætla einnig
að reyna að komast að því sem
gerðist. Þetta verða fyrstu áhrifín,
fyrsta matið, fyrsta skilgreiningin.
Það er eftir að vega og meta fund-
inn.
Þetta var mikill fundur og þið
munuð skynja það þegar ég segi
frá því sem þar gerðist, frá þeim
vandamálum, sem þar voru rædd í
víðtækum, mjög áköfum og áhuga-
verðum umræðum.
Andrúmsloftið einkenndist af
vináttu. Við fengum tækifæri til
að setja fram sjónarmið okkar
hömlulaust og án takmarkana. Það
gerði okkur kleift að dýpka skilning
okkar á mörgum brýnum vanda-
málum í heiminum, tvíhliða tengsl-
um og fyrst og fremst á þeim
vandamálum, sem eru í brennidepli
hjá mannkyninu — málefni styrjald-
ar og friðar, endalok vígbúnaðar-
kapphlaupsins, í einu orði öll þau
máj, sem varða þetta efni.
Áður en ég fer að lýsa fundinum
sjálfum, innihaldi viðræðnanna, til-
lögum af beggja hálfu og niðurstöð-
um hans, langar mig að útskýra
fyrir ykkur hvers vegna við komum
með þá tillögu að halda fundinn í
Reykjavík. Eg les blöðin reglulega
og sá þessa daga hversu mikil við-
brögð tilkynningin um fundinn
fékk.
Mikið var sagt í þessu sambandi
um aðalritara miðstjómar Komm-
únistaflokks Sovétrílqanna (KFS)
og forseta Bandaríkjanna, spurt var
hvort þeir hefðu ekki verið að flýta
sér, hvort væri þörf á að halda
þennan fund, hver hefði látið undan
hvorum, hver hefði leikið á hinn
o.s.frv. En þið skuluð vita að ástæð-
an fyrir því að við lögðum til við
forseta Bandaríkjanna að við skyld-
um hittast þegar í stað og ástæðan
fyrir því að hann tók jákvætt í til-
löguna, voru afar mikilvægar.
Nú ætla ég að hverfa aftur til
Genf, þar sem við hittumst í fyrsta
skipti. Þar fóru fram miklar viðræð-
ur. Ef þið munið viðurkenndum við
þá sérlega ábyrgð Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna gagnvart örlögum
friðarins og lýstum sameiginlega
yfír að aldrei mætti heyja kjam-
orkustyijöld og að þar yrði ekki um
sigurvegara að ræða. Þetta er mik-
ilvægt atriði. Við lýstum einnig yfír
að hvorugur mundi leitast við að
ná hemaðaryfirburðum.
Þetta er einnig afar mikilvæg
yfírlýsing.
Það er liðið næstum ár frá Genf-
arfundinum. Sovéskir ráðamenn
hafa verið trúir þeim skuldbinding-
um, sem þeir tóku þar á sig. Þegar
við snerum aftur frá Genf fram-
lengdum við tilraunabann okkar:
Það gildir hjá okkur til 1. janúar
nk. Um 14 mánaða skeið heftir ríkt
þögn á tilraunavöllum okkar — það
er vitni um hollustu okkar við sam-
komulagið í Genf, ábyrgð okkar
gagnvart örlögum friðarins. Þetta
vom ekki auðveldar ákvarðanir ef
haft er í huga að á þessum tíma
var haldið áfram að sprengja í
Nevada og því er enn haldið áfram.
Þann 15. janúar sendum við frá
okkur yfirlýsingu, þar sem var sett
fram áætlun um útrýmingu kjam-
orkuvopna fyrir næstu aldamót.
í júní sl. lögðu Varsjárbandalags-
löndin fram umfangsmikla áætlun
um stórfelldan niðurskurð hefð-
bundins vígbúnaðar og fækkun í
heijum í Evrópu. Þetta er einnig
mikilvægt skref með tilliti til þeirra
áhyggja sem komu fram hjá Vest-
ur-Evrópu og Bandaríkjunum.
Við drógum lærdóm af slysinu í
Chemobyl og lögðum til að haldinn
yrði fundur Alþjóðakjarnorkumála-
stofnunarinnar í Vín. Það var gert
og þið vitið um niðurstöðumar —
sem lofa góðu. Nú eigum við al-
þjóðlegt kerfí, sem gerir okkur
kleift að leysa mörg mikilvæg
vandamál er varða öryggi kjam-
orkuiðnaðar.
Með öðmm orðum held ég að ég
sé ekki að ýkja, þegar ég met stefnu
okkar, þar sem ég er að tala um
staðreyndir en ekki bara um fyrir-
ætlanir — við gerðum allt sem
hægt var til að móta nýjan hugsun-
arhátt á kjamorkuöld. Við lýsum
yfír með ánægju að þessi hugsunar-
háttur er að skjóta rótum, einnig í
Evrópu. Þetta kom vel fram í þeim
árapgri, sem náðist í Stokkhólmi.
Ég ætti e.t.v. að ljúka þessari
upptalningu á þeim aðgerðum, sem
við höfum framkvæmt með sam-
komulagið við Reagan forseta í
Genf. Ég held að sjálfar staðreynd-
imar leyfí okkur að meta alvarlega
afstöðu okkar til sáttmálanna í
Genf.
Hvers vegna var þörf á fundi í
Reykjavík, hvað lá að baki tillögu
okkar?
Hér er um að ræða að vonir um
stórfelldar breytingar í heiminum,
sem þegar vom fyrir hendi eftir
fundinn í Genf, vom að slokkna og
ég held að það hafí ekki verið að
ástæðulausu. Samningaviðræður
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna,
þar sem mikið var talað, e.t.v. of
mikið, þar sem vom í gangi, eins
og ég sagði í gær við forsetann,
50—100 afbrigði af alls kyns tillög-
um, 50—100 afbrigði alls kyns
tillagna, sem em til umræðu.
Ef væri um 1 eða 2 að ræða,
kannske þijú afbrigði, sem væri
hægt að ræða og beina leitinni að
einhveiju mikilvægu sviði, þá væri
hægt að gera ráð fyrir að þessari
leit lyki með því að einhveijir raun-
hæfír sáttmálar og tillögur kæmu
út úr því... En ekkert slíkt gerist
í Genf, þó að þar sé verið að ræða
helstu vandamál heimsins. Upp á
síðkastið hafa þessar umræður, satt
að segja, verið í lausu lofti, þær em
komnar í ógöngur. Vígbúnaðar-
kapphlaupið hefur ekki verið
stöðvað og það verður æ ljósara að
við emm að koma að mörkum, sem
hafa í för með sér óhjákvæmilegt
vígbúnaðarkapphlaup með ófyrir-
sjáanlegum afleiðingum — stjóm-
málalegum og hemaðarlegum.
Mikilvægar tillögur okkar, sem
ég var áður búinn að ræða, fengu
mikil viðbrögð af hálfu almennings.
En þær fengu engar undirtektir af
hálfti bandarískra yfírvalda.
Ástandið hefur versnað, kvíðinn
í heimirium eykst. Ég tel að ég sé
ekki að gera of mikið úr hlutunum,
þið emð vitni að því, að heimurinn
er á suðupunkti. Heimurinn er á
suðupunkti og krefst þess af leið-
togum allra landa og þá fyrst og
fremst stórveldanna, aðallega Sov-
étríkjanna og Bandaríkjanna, að
þeir sýni pólitískan vilja, festu og
hæfileika til að stöðva þessa hættu-
legu þróun.
Það varð að gera eitthvað til að
ijúfa slíka atburðarás. Og við kom-
umst að þeirri niðurstöðu að þörf
væri á nýjum krafti, öflugum til
þess að snúa þróuninni í nauðsyn-
lega átt. Slíkur kraftur gat aðeins
komið frá leiðtogum Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna. Einmitt þess
vegna, þegar ég svaraði bréfí Reag-
an forseta frá 25. júlí sl., lagði ég
til við hann að við skyldum þegar
í stað hittsist. Ég skrifaði: Ástandið
er slíkt að við verðum þegar í stað
að leggja allt annað til hliðar í 1—2
daga og halda fund tafarlaust.
Það var félagi Shevardnadze sem
afhenti forsetanum bréfíð.
Og nú hefur verið haldinn þessi
afar mikilvægi fundur. Við gerðum
ráð fyrir að niðurstöður hans yrðu
mikilvægar. Og við komum auðvit-
að ekki tómhentir á fundinn.
Með hvað komum við til
Reykjavíkur? Við komum með heil-
an pakka af mikilvægum tillögum,
sem, ef þær hefðu verið samþykkt-
ar, hefðu á stuttum tíma getað
breytt verulega á öllum sviðum
baráttunni fyrir takmörkun kjam-
orkustyijaldar og í raun bægt burt
hættunni á kjamorkustyijöld, hefðu
gert kleift að hefja þróun í átt til
kjamorkuvopnalauss heims.
Ég lagði til við forsetann að við
gæfum hér í Reykjavík utanríkis-
ráðherrum okkar og öðrum sam-
svarandi ráðuneytum fyrirmæli um
að undirbúa þrenn drög að sam-
komulagi, sem ég og forsetinn
hefðum síðan getað undirritað þeg-
ar ég kæmi til Bandaríkjanna.
í fyrsta lagi um langdrægar eld-
flaugar (strategísk vopn) — að
fækka þeim um 50% ekki minna.
Þess heldur að eyðileggja þessi
hættulegu vopn fyllilega fyrir alda-
mót. Við gengum út frá því að
heimurinn vænti stórra aðgerða,
verulegs niðurskurðar, en ekki ein-
hverra smáaðgerða — aðeins til að
róa almenningsálitið í einhvem
tfma. Það er kominn sá tími þegar
þörf er á djörfum og ábyrgðarfull-
um aðgerðum í þágu alls heimsins,
þar á meðal þeirra þjóða er byggja
Sovétríkin og Bandaríkin.