Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 8
8 B um sé orðin enn meiri, án tillits til hversu erfiðar þær verða. Spurning frá dagfolaðinu Pröv- du: Mikhail Sergejevits. Hvað teljið þér — hvers vegna ákvað banda- ríska ríkisstjómin að láta viðræð- umar fara út um þúfur, hvers vegna tók hún svo ábyrgðarlausa afstöðu og hirti ekki um almenningsálitið í 'heiminum? Svar: Ég held að Bandaríkin eigi eftir að ákveða sig. Ég held að hún hafi ekki gert það enn. Það kom fram í afstöðu forsetans og við fundum það. Spurningin frá ástralska út- varpinu: Þér sögðuð að Reagan forseti væri fangi hergagnaiðnaðar- ins. Þýðir þetta að næstu tvö ár gerist ekki neitt. Vonist þér til þess að næsti forseti í Bandaríkjunum verði ekki fangi þessarar sam- , steypu? Svar: Við skulum ekki hugsa um hvað hergagnasamsteypan er nú og hvaða hlutverki hún gegnir í Bandaríkjunum í dag. Við skulum ekki ofmeta möguleikana og loka- orðið er hjá þjóðum allra landa, þar á meðal hjá bandarísku þjóðinni. Spuming frá íslenska sjón- varpinu: Eftir þessa neikvæðu niðurstöðu fundarins er þá mögu- leiki á því að Sovétríkin komi með eitthvað annað á móti bandarísku geimvamaáætluninni? Svar: Ég held að þér hafið skilið eðli sovésku afstöðunnar. Nú erum við komin á stig þar sem hægt er að hefla verulegan niðurskurð kjamorkuvopna, bæði langdrægra og meðaldrægra eldflauga (við höf- um þegar náð samkomulagi við Bandaríkjamenn um að gera þetta á næsta áratug) og við höfum rétt til þess að krefjast þess að við fáum þá tryggingu á þessu tímabili að ekkert óvænt og ófyrirséð gerist. Þetta á einnig við um geiminn og uppsetningu eldflaugakerfisins í geimnum. Ég sagði forsetanum (ég ætla aðeins að draga huluna af skoðana- skiptum okkar) að geimvamaáætl- "unin ylli okkur ekki áhyggjum frá hemaðarlegu sjónarmiði. Að mínu mati trúir enginn því í Bandaríkjun- um að geimvamaáætlunin verði framkvæmd. Ef Bandaríkin ákveða að heíja framkvæmd, verður svar okkar ekki eins. Ég sagði honum: Herra forseti, þér vitið að ég hef þegar orðið bandamaður yðar í geimvamaáætluninni. Hann varð undrandi. Ég sagði honum að það kæmi þannig út að þar sem ég gagmýndi geimvamaáaetlunina svo harðlega, væri það góð röksemda- færsla fyrir hana. Þér skuluð bara segja: Ef Gorbachev er svo á móti henni, hlýtur hún að vera góð og þér fáið klapp og fjármagn. Það em ■að vísu efahyggjumenn sem segja: En ef brögð eru nú í tafli hjá Gorbachev — að láta geimvama- áætlunina eyðileggja Bandaríkin. Athugið þetta sjálfir. Við erum ekki hraeddir við geimvamaáætlunina. Ég segi þetta í fullri vissu, þar sem það er óábyrgt að blekkja í svona málum. Geimvamaáætlun- inni verður svarað. Svarið verður öðm vísi, en það kemur. Við munum ekki fóma miklu. Hver er hættan? Það er pólitísk hætta. Astand hefur skapast sem hefur í för með sér óvissu og tor- tiyggni í garð hvors annars. Þá verður niðurskurður Iq'amorku- ( vopna lagður til hliðar. Það er þörf á annars konar ástandi til að skoða gaumgæfílega þau mál er lúta að niðurskurði kjamorkuvopna. í öðm lagi er um hemaðarhlið að ræða. Geimvamaáætlunin getur leitt til þess að fram komi ný vopn. Við getum sagt það með vissu. Það getur leitt til nýs stigs í vígbúnaðar- kapphlaupinu sem er ófyrirsjáan- legt hvað afleiðingar varðar. Það kemur út annars vegar að við samþykktum að he§a niður- skurð kjamorkuvopna — hinna hættulegustu og hræðilegustu og Jiins vegar — ættum við að leggja blessun okkar yfir rannsóknir og framkvæma þær jafnvel í geimnum. Þetta er ekki í samræmi við eðlileg- ar röksemdafærslur. Spuming frá Washington Post: Þér emð nýbúinn að eiga enn einn fund með Reagan forseta eftir tveggja daga fund. Hvert er álit MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 yðar á forsetanum sem stjóm- málamanni? Emð þér á þeirri skoðun að hann taki þátt í ábyrgð- artilfinningu yðar gagnvart örlög- um heimsins? Svar: Það er skoðun mín að herra Reagan og ég getum haldið áfram viðræðunum og hafið leit að leiðum til að leysa biýn vandamál, þar á meðal þau sem ég var að tala um. Spuraing frá danska sjón- varpinu: Þýðir ófullnægjandi árangur fundarins að ekkert hafi áunnist hvað varðar bann við lqam- orkuvopnatilraunum og öðmm málefnum, sem vom til umræðu í gær og í dag? Em þau mál er lúta að banni lqamorkuvopnatilrauna, tengd öðmm málefnum, sem rædd vom á fundinum? Svar: Ég er þegar búinn að svara þessari spumingu. Við teljum að samskipti okkar við Bandaríkja- menn og forsetann og þá alþjóða- samskipti hafi ekki rofnað í kjölfar síðustu atburða. Leitin heldur áfram og verður haldið áfram. Að mínu mati er möguleiki á því að atburðimir á íslandi verði öflugur hvati sem verði til þess að við skilj- um að við eigum að taka þátt í hinni sameiginlegu baráttu fyrir eðlilegu ástandi á alþjóðavettvangi, fyrir leit að leiðum út úr ógöngun- um, þar á meðai þeim sem hér sköpuðust í Reykjavík. í raun hafa skapast enn einar ógöngur hér. En ég er bjartsýnn að eðlisfari. Spuraing frá sjónvarpinu i Austur-Þýskalandi: Þér sögðuð að fundurinn hefði ekki haft neinn árangur í för með sér. Þýðir þetta að hann var gagnslaus? Hvað hald- ið þér: Hefur friðurinn styrkst í kjölfar fundanna í Reykjavik? Svar: Þér hafið ígrundað spum- ingu yðar vel. Mér líkar vel hvað hinir þýsku vinir okkar em ná- kvæmir í tjáningu, hversu vel þeir tjá hugsanir sínar. Að mínu mati er það sem gerðist í Reykjavík hörmulegt og veldur vonbrigðum, þrátt fyrir þá staðreynd að við luk- um fundum okkar án þess að ná samkomulagi um þau vandamál, þar sem við höfðum komist yfir ágreininginn. En það er varla hægt að segja að fundurinn hafí verið árangurslaus. Þvert á móti er hér um að ræða nýtt stig í flóknum og erfíðum við- raeðum í leit að lausn. Við leitum allir erfiðra lausna á flóknum mál- um. Þess vegna skulum við ekki láta örvæntingu ná tökum á heimin- um. En við skulum einnig segja heiminum að hann eigi að vita hvað er að gerast og ekki vera aðeins áhorfandi. Það er kominn tími til að heQast handa. Spuraing frá ABC-sjónvarp- inu: Herra aðalritari. Ég skil ekki hvers vegna þér misstuð af tæki- færi til að ná samkomulagi við Reagan forseta um niðurskurð á kjamorkuvopnum, hvers vegna Sovétríkin féllust ekki á geimvama- áætlunina. Þér sögðuð sjálfir í Genf að þið væruð tilbúnir til að greiða hátt verð fyrir niðurskurð kjam- orkuvopna. Svar: Það felst gagnrýni í spum- ingu yðar. Ég skal svara þessu nákvæmlega. í fyrsta lagi kom forseti Banda- ríkjanna til Reykjavíkur tómhentur og með tóma vasa. Ég vil segja að bandaríska sendinefndin kom með úrgang frá Genfarviðræðunum.Það var eingöngu að þakka víðtækum tillögum Sovétrílqanna að við vor- um næstum búnir að ná mikilvægu samkomulagi (það var samt ekki mótað, munið það) um niðurskurð langdrægra árásarvopna og meðal- drægra eldflauga. Við vonuðum að við þessar aðstæður — ég held að það sé ljóst stjómmálamanni, her- manni og öllu heilbrigt hugsandi fólki — ef við áttum að undirrita samkomulag um verulegan niður- skurð kjamorkuvopna, yrðum við að gæta þess að ekkert gerðist sem gæti komið í veg fyrir þessa mikil- vægu þróun, sem við höfum stefnt að svo áratugum skiptir. Þá fórum við að ræða um eflingu samningsins um eldflaugavamir. Bandarískir aðilar eru stöðugt að greftra samn- inginn um eldflaugavamir. Þeir hafa þegar dregið í efa SALT-2-samninginn og mundu vilja setja jarðarför hans á svið hér í Reykjavík og auk þess með þátttöku Sovétríkjanna og Gorbachevs. Það gengur ekki. Heimurinn mundi ekki skilja það — það er ég viss um. Þið öll sem sitjið hér hljótið að vera sannfærð um að ef við byijum að ráðast á samninginn um eld- flaugavamir, það síðasta sem takmarkar svo mikið þróun vígbún- aðarkapphlaupsins þrátt fyrir allt, erum við einskis virði sem stjóm- málamenn. En það er ekki nóg að fara að skilmálum hans þegar veru- legur niðurskurður hefst. Við teljum að verði að styrkja þennan samn- ing. Við lögðum til ráðstafanir til að styrkja hann — að við skyldum ekki notfæra okkur rétt til að hætta við samninginn um eldflaugavamir á næstu tíu árum en á þeim tíma munum við fækka og eyðileggja kjamorkustyrk landa okkar. Jafnframt sögðum við að við féll- umst á rannsóknir og tilraunir í rannsóknastofum til að tryggja að hvorki Sovétríkin reyndu að fara í kringum Bandaríkin í geimrann- sóknum og ná hemaðaryfírburðum né Bandaríkin reyndu að fara í kringum Sovétríkin, en við vorum á móti því að fara með þessar rann- sóknir og tilraunir á eldflaugavöm- um út í geiminn. Það er krafa okkar. Krafa okkar í þessu máli er raunhæf og tekur tillit til afstöðu Bandarílqanna. Ef þau fallast á þetta, gætu þau fengið tækifæri til að leysa eigin vandamál innan ramma áframhaldandi starfs og til- rauna á rannsóknastofum en án tilrauna til að þróa eldflaugavamir fyrir geiminn. Ég tel að hér sé rök- fræðin eitilhörð eins og krakkamir segja. Við ættum stundum að taka þá okkur til fyrirmyndar. Nú skulum við gefa konum tæki- færi. Spurning frá Guardian: Eru Sovétríkin með áætlanir um nýjar tillögur fyrir Vestur-Evrópu eftir það sem gerðist í Reykjavík? Svar: Ég hugsa að Vestur- Evrópa heyri það sem ég segi og ef þeir þar hugleiða málin og skoða tillögur okkar, munu þeir finna að þær era í samræmi við hagsmuni þeirra. Við skiljum að við getum ekki gengið fram hjá hagsmunum Vestur-Evrópu, þar sem hinn nýi hugsunarháttur er að skjóta rótum og ábyrgðartilfinningin fer vaxandi gagnvart varðveislu og eflingu hins evrópska heimilis okkar. Spuraing frá Newsweek: Hveijar era áætlanir yðar í sam- bandi við heimsóknina til Wash- ington? Þér sögðuð að það yrði að nást samkomulag fyrir slíka heim- sókn. Er hægt að gera samkomulag áður en þér komið til Washington. Svar: Ég held að þrátt fyrir ör- lagaþrangna atburði í dag séum við ekki lengra frá Washington, heldur höfum við færst nær. Ef forsetinn og bandarískir ráðamenn hlusta á tillögu mína um að halda áfram að skoða allt, sem við ræddum hér í Reykjavík og ráðfæra sig við þá sem nauðsynlega þarf að ráðfæra sig við, tel ég ekki að allt sé tapað. Það var tækifæri til þess að trúa því að við mundum hér í Reykjavík ná samkomulagi þess efnis sem mundu gera fundinn í Washington að raunveraleika og mögulegan og að hann gæti borið árangur. Spuraing frá CNN: Herra Gorbachev, þér sögðuð í ræðu yðar að Reagan forseti yrði að hugleiða ástandið og ráðfæra sig við þingið og bandarísku þjóðina. Haldið þér að bandarískur almenningur muni styðja afstöðu Sovétríkjanna? Svar: Við skulum bíða og sjá til. Spuraing frá Rude Pravo: Ég er með spumingu til yðar sem stjómmálamanns og lögfræðings. Hvað teljið þér um mannréttindi á kjamorkuöid og hvaða hlutverki getur hinn mannlegi þáttur gegnt í því að gera út um málefni styijald- ar og friðar? Svar: Þér eruð heimspekingur. Ég lagði stund á heimspeki einu sinni og er aftur farinn að byija á því. Ég held að þegar við eram að tala um mannréttindi, ættum við að muna að þau mál er lúta að friði og að því að bægja burt hættunni á kjamorkustyjöld era í fyrirrúmi. Ef friður ríkir, heldur Iífið áfram — og við munum leysa vandamálin á einn eða annan hátt. Það era fleiri og fleiri í heiminum, sem mennta sig. Ég held að fólk geti fundið lausn á öllu. Þess vegna þegar við eram að tala um mannréttindi, vil ég leggja megináhersluna á rétt mannsins til þess að lifa. Það er fyrsta atriðið. Annað er hinn mannlegi þáttur. Ég held að á kjamorkuöld (og tel það dæmi um nýjan hugsunarhátt) verði kjamorkuógnunin til þess að styrkja hinn mannlega þátt í friðar- baráttunni, í baráttunni til að koma í veg fyrir kjamorkustyijöld. í dag mun kjamorkustyijöld hafa áhrif á alla án tillits til þess hvar hún brýst út. Það era aðeins illa innrættir menn sem sjá hönd Moskvu á bak við allar friðarhreyfíngar, alla þá sem vinna að friði. Konur, böm og menn á öllum aldri ganga fram í dag, taka saman höndum og krefj- ast þess að endir verði bundinn á hina hættulegu þróun, sem færir heiminn nær ógnun kjamorkustyij- aldar. Ég held að hlutverk hins mannlega þáttar fari vaxandi í þessu sambandi. Spuraing frá ízvestiu: Hvíta húsið er búið að tala mikið og oft um þá hættu sem Bandaríkjunum stafar af langdrægum eldflaugum Sovétríkjanna. Við lögðum til hér í Reykjavík að þessari hættu yrði útrýmt á næstu 10 áram. Hver haldið þér að sé meginástæðan fyr- ir því að hinn aðilinn var ekki tilbúinn til að losa sig við þessa meginhættu og snúa henni frá landi sínu. Svar: Þetta er hárrétt spuming. Bandarískir aðilar hafa um árabil haldið því fram að Sovétríkin vildu ekki afvopnun og vildu ekki binda enda á vígbúnaðarkapphlaupið, að þau létu sig áhyggjur Banda- ríkjanna engu skipta o.s.frv. Við lögðum til veralegan niður- skurð og settum málið mjög vel fram. Bæði við og Bandaríkin viður- kenndum þijár tegundir lang- drægra lq'amorkuvopna. Við lögðum til að þessar þijár tegundir langdrægra vopna yrðu skomar niður um 50% á fyrstu fimm áran- um. Þetta er stórt skref. Við sögðum Bandaríkjamönnum að við hefðum einnig áhyggjur. Bandaríkin hafa 70% langdrægra kjamorkuvopna sinna um borð í kafbátum. Það eru 656 lq'amaodd- ar. 0g kafbátamir sveima kringum Sovétríkin. Hvaðan munu þeir skjóta? Þetta er verra en þungaeld- flaugar á landi. í stuttu máli þegar þeir vilja ekki fjalla um málin, leita þeir að vandamálum og búa til hindranir. En í þessu tilfelli Qarlægðum við tálmana. Þetta er afar mikilvægt. Við tókum mikilvægt skref með því að hætta við fyrirvara á meðal- drægum eldflaugum, sem era langdrægar fyrir Bandaríkin. Við hættum einnig við að taka fram- varðarkerfí okkar með í afstöðunni til langdrægra eldflauga. Allt þetta sýnir vilja okkar. Samt komu Bandaríkjamenn ekki á móti okkur. Bandaríkjamenn halda að þeir muni ná hemaðaryfirburðum um- fram okkur með geimnum og era að framkvæma hugmynd eins af forsetum sínum sem sagði: Sá sem mun ríkja yfir geimnum mun ríkja yfir heiminum. Þetta sýnir að við eigum í höggi við heimsvaldalöng- un. En heimurinn í dag er ekki það sem hann var einu sinni. Hann vill ekki vera veiðivöllur Banda- ríkjanna, ekki Sovétrílq'anna. Sérhvert land hefur rétt til að velja, hvað varðar eigin hugmyndafræði, sitt eigið gildismat. Ef við viður- kennum þetta ekki, verður ekki um nein alþjóðasamskipti að ræða. Það skapast ringulreið og hnefaréttur. Við munum aldrei samþykkja það. Bandaríkin sakna gömíu tímanna þegar þau vora sterk og höfðu hem- aðaryfírburði fram yfír okkur, sem vorum efnahagslega máttvana eftir styijöldina. Það hlýtur að ríkja söknuður í Bandaríkjunum. Samt ættum við að óska bandarískum mótaðilum okkar þess að þeir geri sér grein fyrir staðreyndum heimsins í dag. Þeir ættu að gera það. Annars gengur okkur ekkert að finna réttar lausnir, ef Bandaríkjamenn fara ekki að hugsa í samræmi við tímana í dag og taka tillit til staðreynda. Spuraing frá búlgarska sjón- varpinu: Ég er á þeirri skoðun að viðræðum verði ekki hætt í Genf og sovéskir ráðamenn ætla að gefa sovésku sendinefndinni fyrirskipun um að leita leiða til að leysa þau vandamál, sem ekki hafa enn verið leyst. Svar: Það er rétt. Spuming: Haldið þér að banda- ríska sendinefndin muni fá sams- konar fyrirmæli. Svar: Vonandi. Spurning frá CTK: Að hvaða leyti teljið þér að niðurstaða Reykjavíkurfundarins muni hafa áhrif á þróunina í Evrópu. Svar: Að mínu mati munu þjóðir Evrópu meta ástandið á þessu mik- ilvæga augnabliki. Tíminn krefst aðgerða, ekki faguryrtra yfirlýs- inga án þess að neitt sé gert. Heimurinn er orðinn leiður á þvaðri, búinn að fá nóg af því. Hann vill þróun á sviði afvopnunar og útrým- ingu kjamorkuvopna. Ég er á þeirri skoðun að_ þessi stefna nái yfir- höndinni. Ég bind sérlegar vonir við visku og ábyrgðartilfinningu stjómmálamanna og þjóða í Evr- ópu. Spuraing frá NBC-sjónvarps- stöðinni: Skil ég það rétt að þér séuð að biðja fólk í samfélgi heims- ins að vera þrýstihópur, sem á að hafa áhrif á Bandaríkin og fá þau til að breyta hugsunarhætti sínum. Svar: Við vitum hversu þrýsti- hópastefnan í landi yðar er þróuð, hvemig stjómmálaþróunin er í Bandaríkjunum. Þess vegna er kannske svo erfitt fyrir forsetann að taka ákvörðun á þessum fundi okkar. En þegar um er að ræða hönd sem er skyld eflingu friðar og ráð- stöfunum á þessu sviði, þegar þörf er á samræmdum aðgerðum, varðar það alla, ekki bara Bandaríkin og Sovétríkin. Þá á ekki að tala um þrýstihqja heldur ábyrgðartilfinn- ingu, almenna skynsemi fólksins, um friðinn í dag og þörfina á því að varðveita hann. Þess vegna er móðgun að segja að þjóðir eða friðarhreyfingar séu þrýstihópar fyrir Sovétríkin. Hér er um að ræða að fólk standi vörð um pólitíska og borgaralega stöðu sína. Spurning frá Morgunblaðinu: Ég kem frá íslensku blaði. Var erf- itt fyrir yður að ákveða að koma til Reykjavíkur? ísland er í NATO. Það er einnig vitað að ríkisstjóm okkar lagði til að norðrið yrði gert að kjamorkuvopnalausu svæði og mig langar að vita hver afstaða yðar til þess er. Svar: Mig langar til að enda þennan blaðamannafund á þessu og nota mér þessa spumingu sem fulltrúi íslensku blaðanna kemur með. Mig langar til að minna á það, að það vora Sovétríkin sem lögðu til að ísland yrði fundarstað- ur. Þess vegna áttum við ekki í neinum erfíðleikum í þessu sam- bandi. Mig langar til að þakka ríkis- stjóm íslands og íslensku þjóðinni fyrir að nota allan sinn styrk — mannlegan, skipulagslegan og efn- islegan — til þess að leysa öll vandamál, er upp komu í sambandi við skipulagningu fundarins. Við eram þakklátir og okkur leið vel hér. Ég hef fengið að heyra margt áhugavert hjá Raisu Max- imovnu, sem hefur hitt marga hér og hefur það allt verið mjög áhuga- vert. Við gleðjumst yfir þessu vingjamlega andrúmslofti og hinum innilega áhuga á landi okkar. Við þökkum íslandi og íslensku ríkis- stjóminni fyrir það sem hér hefur verið gert. Við óskum þjóð ykkar farsældar. Hvað varðar síðari hluta spum- ingarinnar um áhuga lands yðar á því að lýsa norðrið kjamorkuvopna- laust svæði — er það atriði, sem við mundum fagna. Kæra vinir, ég þakka ykkur at- hyglina. Ég held að við höfum eytt tímanum á gagnlegan hátt. Ég óska ykkur alls hins besta. Verið þið sæl. (Þýðing APN — Novosti.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.