Morgunblaðið - 22.10.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.10.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986 „Vonaði að ég þyrfti aldrei að gera þessa mynd“ Rætt við Hrafn Gunnlaugsson um nýja kvikmynd sem hann ætlar að gera í samvinnu við Svía, innlenda dagskrárgerð og hlutverk sjónvarpsins á tímamótum í fjölmiðlun Morgunblaðið/Einar Falur Hrafn Gunnlaugsson við danska auglýsingaveggmynd fyrir „Hrafn- inn flýgur." Hann segir næstu kvikmynd sína óbeint framhald af þessari mynd, en margfallt dýrari og viðameiri. ÞAÐ ER erfitt að ímynda sér Hrafn Gunnlaugsson í kyrrstöðu. Allt fas hans bendir til þess að þar fari maður sem hefur jafnan mörg járn í eldinum. Hrafn talar gjaraan í framtið, þvi eins og hann segir sjálfur er „veruleiki dagsins i gær, annar i dag og breyttur á morgun. Maður verður að lifa á því augnabliki sem maður lifir." Honum er þvi ljúft að svara spura- ingum blaðamanns um þau verkefni sem hann ætlar að takast á við á næstu missirum, nýja kvik- mynd og viðamikil verkefni í dagskrárgerð. Engu að síður byijar þetta stutta spjall á tali um liðna tíma, ekki síst vegna þess að Hrafn segist skemmta sér konunglega þessa dagana, þegar fijálsar útvarps- og sjónvarpstöðvar eru að heija göngu sína. Þá minnist hann þess hvemig viðtökur greinar hans um afnám ríkiseinokunar í §öl- miðlun hafi fengið, fyrir 15 árum. Greinar sem ritstjórum Morgun- blaðsins þóttu bera ungæðislegan svip, og birtu með semingi, að sögn Hrafns. Heimurinn snýst í and- hverfu sína „Ég held raunar að ég hafi verið manna fyrstur til að skrifa um afnám einokunar ríkisins á útvarpi og sjón- varpi. Þótti mörgum nóg um, og ég minnist þess sérstaklega að ritstjórar Morgunblaðsins birtu ekki eina greinanna af tillitsemi við mig að eigin sögn. Þeir sögðu við mig að ég væri ungur maður sem þyrfti að hugsa mál mitt vel, í stað þess að fella sleggjudóma." Hrafn kímir, segist hafa átt stutt- an fund með vinnuveitendunum og þótt honum hafi ekki tekist að eyða efasemdunum þeirra, hafi úrslitin orðið þau að hann skrifaði greina- flokk um þetta efni. „Einna skemmti- legast við þetta er að þeir sem hjóluðu í mann af mestum móði í afturhaldspressunni og töluðu um að það eitt vekti fyrir mér að fjötra frelsið í greipum Qármagnsins, eða að ég vildi ganga að menningunni dauðrí, ráða sér vart fyrir fögnuði yfir fijálsu fjölmiðluninni. Nú er ég alltaf að heyra raddir þeirra á Bylgj- unni eða Stöð 2, mér til óblandinnar ánægju. Svona snýst heimurinn oft upp í andhverfu sína.“ Rann blóðið til skyldunnar... Sama dag og fjölmiðlar ljósvakans urðu fijálsir settist Hrafn Gunn- laugsson, í stól dagskrárstjóra fslenska ríkissjónvarpsins. Því liggur beint við að spyija hvort það skjóti ekki skökku við ? „Nei, alls ekki,“ svarar Hrafn, aug- sýnilega viðbúinn þessari spumingu. „Ég settist einmitt í þennan stól vegna þess að ég þóttist sjá þama ákveðna áskorun. Þóttist sjá að nú væri kominn tími til að takast á við þetta verkefni. Það má segja að mér hafi mnnið blóðið til skyldunnar, úr því að ég hafði byijað þessi skrif á sínum tíma. Mér fannst að innan skamms yrði íslenska ríkissjónvarpið að spyija sjálft sig mjög nærgöng- ulla spuminga. Spjnja sig til hvers ríkissjónvarp er, hvert það á að stefna." Augljóst er að Hrafn vill gera veigamiklar breytingar á rekstri sjónvarpsins. „ Ef við lítum á rekstur sjónvarpsins sem slíkan, þá má líkja því við bókasafn. Bókasafnið hefur það að markmiði að bjóða fólki góð- ar bækur, bókmenntir, en bókasafns- verðimir gera lítið af því að skrifa bækur. Ríkið rekur Kjarvalstaði, en starfsmenn þess láta sér ekki detta í hug að mála málverk. Mín hug- mynd um ríkissjónvarp er að dag- skrárgerðina ætti að rekja f útboðsformi, en stofnunin eigi ekki að koma sér upp þungum búnaði, né stóru húsnæði." Þjóðkirkjan rekur ekki diskótek Hrafn segir það sinn draum að sjónvarpið einbeiti sér að gerð vand- aðs, íslensks dagskrárefnis, en láti einkasjónvarpstöðvum eftir að sýna erlendar „sápuópemr" og annað slíkt. „Við höfum valið ríkinu það hlutskipti að það mennti fólk og reki skóla, en við ætlumst ekki til að ríkið reki Danskóla Heiðars Astvaldsson- ar. Okkur finnst að ríkið eigi að gefa út gagnleg rit eins og Passfu- sálmana, Menningarsjóðsbækumar og Almanak Þjóðvinafélagsins, en ekki Samúel, Krossgátublaðið eða Morgunblaðið. Á sama hátt á Sjón- varpið ekki að sýna léttvægt dægurefni, það geta einkaaðilar gert, og miklu betur." Hann líkir þessu við það ef Þjóð- kirkjan færí að reka diskótek, til að mæta samkeppni frá skemmtistaðn- um Brodway. Að vísu kæmu 1200 manns á Brodway hvert laugardags- kvöld, en 200 í kirkju á sunnudags- morgnum. Þó ætlaðist enginn til þess að þessari „samkeppni" yrði mætt. Ögrandi samvinna, ekki blóðug samkeppni „Þegar ég var að mæla með af- námi einokunar og aukinni sam- keppni, lagði ég alltaf áherslu á að þetta ætti að vera ögrandi samvinna, ekki blóðug samkeppni. í mínum augum er það gott að einkastöðvam- ar blómstri. Þegar ég geri kvikmynd- ir er mér ekki efst í huga að kafsigla alla keppinautana. Fólk á að geta unnið saman." Meðal þess sem Hrafn segist leggja mesta áherslu á er gott bama- efni. Ríkissjónvarpi beri skylda til að rælqa uppeldishlutverk sitt, þroska máltilfinningu bama og veita þeim fræðslu á eigin móðurmáli. „Við fullorðna fólkið getum horft á erlent efni, vegna þess að tungu- málanám er hluti af menntun okkar. Böm og unglingar á viðkvæmu skeiði eiga heimtingu á því að sjá gott íslenskt efni.“ Finn hugheilan stuðn- ing útvarpsstjóra Á meðan dagskrárstjórinn lýsir hugmyndum sínum um hlutverk sjónvarpsins, vaknar sú spuming hjá blaðamanni hversvegna bróðurpart- urinn af innlendri dagskrárgerð í ár getur flokkast undir skemmtiþætti eða létta viðtalsþætti. Er ekki valdið Hrafns að beina dagskrárgerðinni inn á þær brautir sem hann telur bestar ? „Auðvitað er ég bundinn af þeim ramma sem ég kem inn í. Ég verð að fara eftir þeirri meginstefnu sem þessi stofnun fylgir. Hún hefur fundið sinn farveg með árunum, og því breytir enginn á einum degi. Ég held að við stefnum í rétta átt, og ég hef fundið það að ég hef átt heils- hugar stuðning útvarpstjóra, Markúsar Amar Antonssonar, enda má segja að ég hafi alltaf litið á mig sem hans mann.“ Hrafn rifjar upp þá atburðarás sem leiddi til ráðningar hans, þar sem útvarpsstjóri gekk þvert á vilja út- varpsráðs. Hann segist frá upphafi hafa skipt íslenskum stjómmála- mönnum í tvo hópa, afturhaldsöflin og hægfara íhaldsöflin. Þau eigi sér fulltrúa í öllum flokkum. „Það fór eins og við mátti búast, afturhalds- öflin í útvarpsráði lögðust gegn mér, en hægfara íhaldsöflin studdu mig. Sá stuðningur nægði þó ekki, en útvarpsstjóri sýndi mér það traust að ráða mig.“ Fylgjandi útvarpsráði Þrátt fyrir þessi viðbrögð út- varpsráðs segist Hrafn vera fylgjandi því að ríkistútvarpinu sé stjómað af fulltrúum flokkanna. íslendingar hafi valið sér lýðræðislegt stjómarfar, kjósi flokka til að stjóma og því hljóti þessi stofnun að vera undir sömu sök seld og aðrar. „Ég get ekki tekið undir það að starfsmenn þessarar stofnunar séu best til þess fallnir að stjóma henni. í svona lok- uðu umhverfi er alltaf stutt í nafla- skoðun, þegar embættismaðurinn eyðir starfsdeginum í áhyggjur yfir því að hann sé í of lágum launa- flokki. Það er svolítið gaman til þess að hugsa að þegar pólitísku hlut- föllin voru öðmvísi í útvarpsráði var um það rætt að „pólitískir varð- hundar útvarpsráðs ofsæktu ftjálsa starfsmenn". Nú er talað um að „lýð- ræðislega kjömir fulltrúar æfíráðs eigi í höggi við steinrunna embættis- menn“. Undir hvomgt sjónarmiðið get ég tekið." Vonaði að ég þyrfti aldrei að gera þessa mynd í öllu talinu um sjónvarpið má ekki gleyma því að Hrafn er einn þeirra manna sem hmndu af stað íslenska kvikmjmdaævintýrinu. Þre- földun kvikmjmdasjóðs fyllir hann mikilli bjartsýni, segir hann, nú sé lag til að gera stóra hluti. Sjálfur hefur Hrafn lokið gerð kvikmyndar „Skækjan og böðullinn" í Svíþjóð sem frumsýnd verður í lok desember á þessu ári og kostar ein og sér jafn mikið og það fé sem rennur til Kvik- mjmdasjóðs samkvæmt flárlagfrum- varpinu. Næsta kvikmjmd Hrafns er þegar komin á blað og verður hún sú dýrasta sem nokkur íslendinur hefur ráðist í. Sextíu til sjötíu milljón- ir króna þarf til að gera hana, og af þeirri upphæð þarf hann að út- vega þriðjung á íslandi. Afganginn ábyrgjast Svíar. Hrafn ætlar að byija tökur í júlí á næsta ári, og hefur fengið 5 V2 mánaða leyfi frá sjón- varpinu til að gera mjmdina. Áugu Hrafns leiftra þegar hann segir blaðamanni frá mjmdinni, sögu- þræði sem er samofinn úr ólíkum þáttum sem eiga sér skírskotun { samtímanum, Sturlungu, og sögunni af Tristan og ísold. Viðtalið tekur óvænta stefnu þegar kvikmjmda- gerðarmaðurinn tekur hamskiptum og leikur atburðarrásina í miklu brúðkaupsteiti kvöldið fyrir Flugu- mýrarbrennu ! Á handritsblaði heitir mjmdin „Hraftiinn II“, sjálfur kallar Hrafn myndina „Trausti og ísold" en þegar á hann er gengið viðurkenn- ir hann að hér sé komin einskonar Gerpla. „Mín eigin Gerpla, vissulega. Ég vonaði alltaf að ég þyrfti aldrei að gera þessa mjmd, en ég vissi líka að hjá því yrði ekki komist. í raun er allt sem ég hef gert fram að þessu bara undanfari. Þegar þessu er lokið verður allt brejrtt. Maður hejm bara eitt einvígi við drekann - því þá er maður kominn inn í Qallið." Kvikmyndin svo ótrúleg að maður trúir henni Blaðamaður treystir sér ekki til að endursegja söguþráð mjmdarinnar sem Hrafn lýsir í stórum dráttum. Sögusviðið spannar allt landið, Noreg og suður til Rómar. „Það er þetta sem gerir kvikmjmdina svo stórkost- lega. Það þjónar engum tilgangi að kvikmjmda Sturlungu, það er engin kvikmynd, þá er maður bara farinn að gera fraeðslumjmdir. En ef maður tekur kjamann úr sögunni, sem er kúvending úr anarkistísku þjóðveldi yfir f norska nýlendu og finnur fyrir því mannleg rök - ekki bara pólitísk - er maður kominn með stórkostlega spennandi jrrkisefni í hendumar. Ég hef aldrei haft neinn sérstakann áhuga á því að fílma heiminn eins og hann er, heldur vil umskapa hann“ segir Hrafn. „Kvikmyndin gefur okk- ur möguleika á því að búa til eitthvað nýtt og fá áhorfandann til að trúa á það^ „Ég er loksins orðinn fijáls til að spila á mjmdmálið. „Mér líður eins og manni sem hefur lært að vélrita blint, hann horfir ekki lengur á ritvél- arborðið og eins get ég spilað á myndmálið. Þetta er það sem hefur tekið mann svo langan tíma að læra: Raunveruleiki kvikmjmdarinnar felst í því að vera algjörlega óraunvemleg- ur. Þannig færðu áhorfandann til að gleyma sjálfum sér og trúa mjmd- inni.“ Sextán liðir skornir nið- ur Talið berst aftur að sjónvarpinu, og þeirri jrfirlýstu stefnu Hrafns að bjóða verkefni þess út. Aðspurður segir hann að tvö verkefni hafi þeg- ar verið boðin út, þ.e. bamamyndin „Elías og öminn“ og Evrópusöngva- keppnin. „Einnig höfum við tekið inn mikið af lausráðnu dagskrárgerðar- fólki, til þess að gefa dagskránni nýjan svip og þjálfa upp hæft fólk.“ Hrafn minnir á þær þröngu skorður sem deildinni em settar, en á þessu ári er aðeins veitt 50 milljónum króna til innlendrar dagskrárgerðar. Hann sýnir blaðamanni yfirlit yfir þá þætti sem ljóst var í haust að skera þyrfti niður, sextán liðir alls, þ.a.m. bama- efni, spumingaþættir, ballet og ýmsar endursýningar svo fátt eitt sé nefnt. Til þess að snúa vöm í sókn hefur Hrafn leitað fulltingis sjónvarpstöðva á Norðurlöndum, og hmndið úr vör þremur verkefnum með þáttöku þeirra. í fyrsta lagi er það ópera sem Atli Heimir Sveinsson mun semja, í öðm lagi framhaldsmyndaflokkur um íslensku jólasveinana sem Egill Eðvarðsson stýrir í samvinnu við Sigríði Rögnu Sigurðardóttur, full- trúa bama- og unglingaefiiis. í þriðja lagi nefnir Hrafn sex þátta fram- haldsmyndaflokk um kristnitökuna á íslandi en samþykkt var að ráðast í það verkefhi á fundi norrænu dag- skrárstjóranna í Hveragerði fyrir skömmu. Hrafni hefur verið falið að vinna að handriti þáttanna ásamt Per Olof Sundman, og í janúar á að liggja fyrir beinagrind þess. Þrjú sjónvarpsleikrit í undirbúningi Hann segir að þessi verkefni verði þau metnaðarfyllstu sem sjónvarpið hefur lagt í. „í þessum mjmdum fel- ast gífurleg tækifæri. Til dæmis mjmdimar um jólasveinana, ef okkur tækist að gera ísland að heimili jóla- sveinsins í augum bama um allan heim - ímjmdaðu þér landkjmninguna sem fælist í því.“ Auk hinna samnorrænu verkefna hefur Hrafn kallað til sín flesta þeirra menntuðu kvikmjmdaleikstjóra sem starfa hér á landi. „Það er komin tími til að leikritagerð fyrir sjónvarp hætti að vera atvinnubótavinna fyrir menn sem ekki hafa hundsvit á myndmálinu" segir Hrafn. Nú eru í bígerð þijár myndir, Viðar Víkings- son vinnur að gerð „Tilbury" eftir sögu Þórarins Eldjáms, Egill Eð- varðsson undirbýr mjmd eftir þjóð- sögunni um Djáknann á Myrká og Hilmar Oddson mjmd eftir handriti Gísla J. Ástþórssonar. Ef fer eins og horfir munu innan skamms bætast í þennan hóp Lárus Ýmir Óskarsson, Ágúst Guðmundsson og Kristín Jó- hannesdóttir. Því meira framboð, því grimmara val Nú spyr blaðamaður hvort það frelsi sem Hrafn boðaði í fjölmiðlun samrýmist hugsjón kvikmjmdagerð- armannsins. Hvort sjmdafióð sjón- varpsefnis muni ekki slæva dómgreind og mjmdauga áhorfand- ans ? Því neitar Hrafn staðfastlega. „Þvert á móti er þetta gott. Því meira framboð, því grimmara val. Fjölmiðlaflóðið mun frelsa manninn undan ofurafli fjölmiðlunarinnar. Það er gæfa okkar því einstaklingur- inn verður betur varinn gegn því og velur og hafnar. Ein tengilína í haus- irn á þér táknar einokun, 5-6 stöðvar veita þér val.“ „Ríkissjónvarpið verður að gera upp við sig hvaða hlutverk það á að leika. Því svara ég á þann hátt að það eigi að leika það hlutverk sem enginn annar getur' leikið, en þjóðin krefst að sé fyrir hendi. Þetta er í raun mín meginhugmjmd" segir Hrafn. „Það gæti komið sá dagur að hlutverki þessarar stofnunnar yrði lokið, og þá verðum við að horfast í augu við það. Ekkert er eilíft, hvorki menn né stofnanir, gaktu bara upp í kirkjugarð og skoðaðu legsteinanna, hversu margir af þeim sem þar liggja grafnir héldu ekki að þeir væru ómissandi á meðan þeir voru á lífi. Þannig má enginn hugsa, hvorki ég né þú, né þessi stofnun. Heimurinn er alltaf að breytast, og við megum ekki láta fortíðina valda því að við getum ekki lifað nútím- ann. Ég lít á hlutverk mitt á þessari stofnun sem 3-4 ára krossferð. Síðan er þvi lokið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.