Morgunblaðið - 22.10.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.10.1986, Blaðsíða 20
.. ÍÍORGUNBI^DÍD. MIÐVJKUÖAÓUB 32.0KTÓBER 1086 r30 Mikil fangaskipti framundan í Israel? Ma'lot, ísrael, AP. YITZHAK Rabin, varnarmála- ráðherra ísraels, sagði í gær, að ísraelar teldu amal-shíta í Líban- on bera ábyrgð á öryggi ísraelsks flugmanns, sem hefur verið fangi þeirra, síðan orrustuvél hans af gerðinni F-4E Phantome var skotin niður yfir suðurhluta Libanons í síðustu viku. ísraelsk þyrla bjargaði hinum flugmann- inum. Shimon Peres utanríkisráðherra sagði í viðtali við bandarísku sjón- varpsstöðina CBS á mánudag, að ísraelar myndu fallast á fanga- skipti, ef slíkt yrði gert „á sann- gjömum grundvelli." í maí 1985 skiptu ísraelar á 1.150 föngum fyr- ir þijá Israela, sem palestinskir skæruliðar höfðu tekið til fanga. Þeir Peres og Rabin gáfu báðir í skyn, að ekki væri vitað, við hverja bæri að semja, þar sem ekki væri víst, hveijir það væru, sem hefðu flugmanninn á valdi sínu, né heldur hvar hann væri hafður í haldi. Á laugardaginn var sagði Nabib Berri, leiðtogi amal-shíta, er hann var staddur í Damaskus í Sýrlandi, að hann væri því hlynntur að skipta á flugmanninum og öllum líbönsk- um og palestínskum föngum, sem ísraelar hefðu í haldi. Blöð í Beirút héldu því hins vegar fram í gær, að Berri hefði neitað því, að nokkr- arr samningaviðræður í þessu skyni væru hafnar. ERLENT Gengi gjaldmiðla London, AP. BANDARÍKJADOLLAR hækk- aði gagnvart ýmsum helztu gjaldmiðlum heims í gær. Gull- verð lækkaði. Talið er, að ummæli forseta Karls Ottos Pöhl, forseta vestur-þýzka seðla- bankans frá því á mánudag hafi ráðið nokkrum um hærra gengi dollarans, en þá sagði Pöhl á fundi með iðnrekendum í Lon- don, að gengi dollarans hefði þegar lækkað nóg. Þetta hefur verið túlkað á þann veg, að vestur-þýzki seðla- bankinn muni koma til skjalanna til stuðnings dollaranum, ef gengi hans heldur áfram að lækka. Síðdegis í gær kostaði sterl- ingspundið 1,4350 dollara (1,4303), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengnzt 1,9905 vestur-þýzk mörk (1,9885), 1,6310 svissneska franka (1,6315), 6,5200 franska franka (6,5125), 2,2500 hollenzk gyllini (2,2475), 1.376,75 ítalskar lírur (1,376,25), 1,39125 kanadí- skir dollarar (1,39185) og 155,10 jen (154,30). Gull lækkaði og var verð þess 424,60 dollarar únsan (425,75). Mozambique; Samora Machel, forseti, á góðri stund. Seinkar dauði Machel að- gerðum gegn S-Afríku? Jóhannesarborg, AP. DAUÐI Samora Machel, forseta Mozambique, er eitt margra áfalla er það ríki hefur orðið fyrir, síðan það fékk sjálfstæði frá Portúgölum fyrir 11 árum. Stjórnir rikja í Suður-Afríku þar sem svartir menn eru við völd, hafa að undanförnu gert tilraun- ir til að samræma afstöðu sína og aðgerðir gegn ríkisstjórn hvítra manna í Suður-Afríklýð- veldinu og gæti dauð Machel seinkað þessum tilraunum. Enn einn ríkisleiðtoginn, sem barðist gegn nýlenduherrunum í Afríku á árunum upp úr 1960, er fallinn í valinn. Dauði Machel er einnig áfall fyrir vestræn ríki, því þótt hann væri sannfærður komm- únisti og fylgdi Sovétríkjunum að málum, hafði hann á undanfömum árum leitað eftir auknu samstarfi við Vesturveldin, sérstaklega við lausn efnahagsvanda lands síns. Ekki er búist við því að stjómar- flokkurinn, Frelimo, velji eftirmann Machel fyrr en eftir útför hans, sem væntanlega verður gerð í næstu viku. Á meðan munu Mario Mac- hungo, forsætisráðherra og Marcel- ino Dos Santos, annar valdamesti maður flokksins, fara með yfir- stjómina. Ýmsir menn eru taldir koma til greina sem forsetaefni, en nafn Joaquim Chissano, utanríkis- ráðherra, er oftast nefnt í því sambandi. Hann er 47 ára gamall, ekki talinn öfgamaður í pólitík, var náinn samstarfsmaður Machel og var forsætisráðherra í bráðabirgða- stjóm, er var við völd þegar sjálf- stæði landsins var undirbúið. Aðrir sem álitnir eru koma til greina eru: Dos Santos, sem er harður Marxisti og sat ásamt Mac- hel og einum öðrum, í þriggja manna stjóm Frelimo, áður en landið fékk sjálfstæði; Machungo, forsætisráðherra, er stóð sig vel sem landstjóri Zambezia héraðsins, er framleiðir mikið af matvælum; Sergio Vieira, öryggismálaráðherra og Alberto Joaquim Chipande, vam- armálaráðherra. Bryan Bench, sérfræðingur hinn- ar óháðu Alþjóðamálastofnunar (Institute of Intemational Affairs) í Jóhannesarborg, sagði við frétta- mann AP fréttastofunnar, að nú yrðu yfirvöld í Mozambique að reyna að leysa þau fjölmörgu vandamál er landið ætti við að glíma, ekki gengi lengur að láta vaða á súðum. Vinsæll leiðtogi er barist hefði gegn portúgölskum nýlenduherrum væri horfínn af sjónarsviðinu, en vandamálin væru mörg óleyst enn. Ríkisstjórn Machel tók við lítt þróuðu landi. Portúgölsku ný- lendubúamir fluttu flestir burt er landið fékk sjálfstæði og með þeim hvarf úr landi þekking á viðskiptum og stjómun. Andkommúnistar er ekki sættu sig við marxiska hug- myndafræði Frelimo, gerðu upp- reisn og beijast enn gegn stjóminni. Nutu þeir í fyrstu stuðnings stjóm- ar hvítra manna í Ródesíu og síðar stjómarinnar í Suður-Afríku. Efna- hag landsins hrakaði, er tilraunir til rekturs samyrkjubúa mistókust, smábændur fluttu afurðir sínar ekki á markað, því þeir fengu ekki þær vömr í staðinn, er þá vanhagaði um og útflutningur á hnetum, baðmull og sykri stórminnkaði. Machel reyndi að breyta þróun mála með því að láta Mozambique gerast aðila að Alþjóðagjaldeyris- Holland: Löglegt að vísa liðs- mönnum IRA úr landi Bandaríkjamenn framselja Bretum grunaðan hryðjuverkamann London, Haag, AP. HÆSTIRÉTTUR í Hollandi hefur úrskurðað að löglegt sé að vísa flóttamönnum írska lýð- veldishersins (IRA) til Bret- lands. Úrskurður þessi var gerður í máli Brendans McFar- lane og Gerards Kelly. Hollend- ingar hafa ekki vísað félögum IRA úr landi til þessa. Bresk yfirvöld unnu einnig sigur í Bandaríkjunum: William Jos- eph Quinn var í gær framseldur Bretum. Á Bretlandi verður hann dreginn fyrir dómstóla og sakaður nm morð. McFarlane og Kelly flúðu úr Maze-fangelsinu í Belfast á Norð- ur-írlandi asamt Qölda annarra fanga árið 1983. Hollenski aðstoðardómsmála- ráðherrann þarf að staðfesta brottrekstur McFarlanes og Kell- ys og hefur enn ekki verið ákveðið hvenær það verður gert. Þeir verða hafðir í einangrun þar til ákvörðun hefur verið tekin um málið, sem síðdegis í gær tók óvænta stefnu. í yfirlýsingu frá íranska sendiráðinu í höfuðborg Hollands sagði að íranar íhuguðu að bjóða tvemenningunum pólitískt hæli þar sem úrskurður hæstaréttar gæti stofnað lífí þess- ara „útvarða frelsis" í hættu. Joseph Quinn var sendur til Bretlands með breskri herf.ugvél frá bandarískum herflugvelli í grennd við San Francisco. Mikill öryggisviðbúnaður var við komu hans til Brize Norton herflugvall- ar skammt frá Oxford. Þaðan var hann fluttur til London í þyrlu. Quinn, sem býr f San Francisco og hefur bandarískan ríkisborg- ararétt, er sakaður um að hafa skotið breskan lögregluþjón, Stephen Tibble, til bana á götu í London í febrúar 1975. Hæstiréttur í Bandaríkjunum neitaði í síðustu viku að taka þau rök Quinns um að lögregluþjónn- inn hafí verið skotinn af pólitísk- um ástæðum gild. Quinn hélt fram að mál sitt heyrði því ekki undir samning Bandaríkjamanna og Breta um að framselja grunaða glæpamenn. Quinn neitar að vera morðingi. AF/Sfmamynd William Joseph Quinn leiddur inn í dómshöllina i San Franc- isco eftir að bandariska alrikis- lögreglan (FBI) tók hann höndum. Myndin er ódagsett og ekki vitað hvenær hún var tekin. sjóðnum og ferðaðist á síðasta ári til Bandaríkjanna, er hann var að falast eftir því að vestræn ríki fjár- festu í Mozambique. Suður-Afríku- stjóm hótaði nýlega að herða hemaðaraðgerðir gegn löndum er leyfa stuðningsmönnum Afríska þjóðarráðsins, ANC, að starfa innan sinna landamæra og verða þess vegna nokkrir tugir þúsunda Moz- ambiquemanna er starfa í Suður-A fríku sendir heim á næstunni og mun landið þá verða af mörgum milljónum dollara, er þessir menn sendu heim sem laun. Á undanfömum vikum átti Mac- hel mikinn þátt í samningaviðræð- um er miðuðu að því, að fá nágrannaríki Mozambique þ.a. m. Zaire og Malawi, til hertrar and- stöðu við stjóm hvítra manna í Suður-Afríku. Viðræðumar fóm fram í höfuðborgum ýinissa þessara ríkja og var þar einnig reynt að fá stjóm Malawi til að hætta meintum stuðningi við uppreisnarmenn í Mozambique og stjóm Zaire til að hætta að styðja uppreisnarmenn gegn marxistastjóminni í Angola. Leiðtogar ríkjanna ræddu og hvem- ig bæta mætti verslunarleiðir um Mozambique, þannig að þau þyrftu ekki að vera jafn háð Suður-Afríku um aðdrætti og gera þau betur fær um að veijast árásum skæruliða. Stýriflaug- um mótmælt í Vestur- Þýzkalandi Hasselbach, AP. YFIR 100.000 rnanns söfnuðust saman á útlfundi við WUschheim i Vestur-Þýzkalandi á laugardag í þvi skyni að mótmæla uppsetn- ingu bandarískra eldflauga þar. Var þetta fjölmennasti fundur- inn gegn eldflaugum í landinu síðan í október 1983. Mótmælafundur þessi var ekki í neinum tengslum við leiðtogafund stórveldanna í Reykjavík um helg- ina, heldur hafði dagurinn fyrir hann verið ákveðinn með löngum fyrirvara. Mótmælaaðgerðimar fóru mjög friðsamlega fram. Á föstudag skýrði vestur-þýzka stjómin frá því, að 16 bandarískar stýriflaugar hefðu þegar verið sett- ar upp nærri Wiischeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.