Morgunblaðið - 22.10.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.10.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAJPIÐ, WÐVIKTOAGUg 22. t)KXÓBEfi.,;986 p39 Aðgerðarlausir sildarbátar í Grindavíkurhöfn. Morgunblaðið/Þorkell Frá fundi sjómanna á sunnudag. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur Lækkun á hlut háseta á síldar- bát 33,3% frá síðustu vertíð Síldarverðinu verði sagt upp og veiðar ekki hafnar fyrr en viðunandi verð verði ákveðið SJÓMANNA- og vélstjórafélag Grindavíkur hefur beint því til Sjómannasambands íslands, að það segi upp núgildandi verði á síld upp úr sjó og beini því jafnframt til þeirra félaga sinna, sem þá hafa byrjað veið- ar að hætta þeim og hefja þær ekki að nýju fyrr en viðunandi verð hafi verið ákveðið. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambandsins, segir að verðinu muni sagt upp. A fundi sjómanna í Grindavík kom fram mikil óánægja með lágt verð á sild nú og að miðað við afkom- una á síðustu vertíð, verði nú engin von um laun við síldveið- ar umfram kauptryggingu, 39.000 krónur á mánuði. Verð á síld hefur milli vertiða lækk- að um 27 til 30% og lækkun á hlut háseta er fyrirsjáanlega um 33,3% á sama tima og al- menn laun i landi hafa hækkað um 20,4%. Sjómenn í Grindavík telja beint tekjutap þeirra vegna þessa geta numið um 1,8 milljón króna i heildina. Á sunnudagskvöldið funduðu félagar í Sjómanna- og vélstjóra- félagi Grindavikur með Óskari Vigfússyni, formanni sjómanna- sambands íslands og Hólmgeiri Jónssyni, hagfræðingi sambands- ins. Þar var lagður fram saman- burður á verði síldar upp úr sjó nú og á síðustu vertíð. Nú er leyfi- legur afli á skip nálægt 700 lestum, þar af 260 lestir í vinnslu, söltun eða frystingu og 440 í bræðslu. Miðað við meðalverð á síld til vinnslu, 3,91 krónu á kíló til skipta og skiptaverð til bræðslu 1,50 verður aflahlutur háseta um 46.000 krónur úr 700 lestum. Hins vegar er leyfilegt að færa kvóta á milli skipa, þannig að hvert skip megi veiða um 1.400 lestir. Þannig getur aflahlutur orðið 92.000 krónur. í greinar- gerð, sem lögð var fram á fundin- um var sagt, að ætla mætti að það tæki 1 til 2 mánuði að ná 700 lestum, þannig að aldrei verði meira út úr veiðum að hafa en kauptryggingu, um 39.000 krón- ur á mánuði. Sjómenn í Grindavík telja ennfremur, að miðað við verðlækkun síldarinnar, 27 til 30%, frá síðustu vertíð, muni tökj- ur þeirra rýma um 1,7 til 1,8 milljónir króna í heildina miðað við að bátar frá Grindavík veiði 13 kvóta. Aflahlutur á síðustu vertíð miðað við 475 lestir til Morgunblaðið/Arni Sœbcrg Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- og vélstjórarfélags Grindavíkur. vinnslu og 25 í bræðslu var 69.291 króna og var aflinn að meðaltali tekinn á 28 dögum. Fyrirsjáanleg- ur aflahlutur nú úr 260 lestum til vinnslu og 440 lestum í bræðslu er talinn verða 46.183 krónur og að aflinn verði tekinn á um 40 dögum. Lækkun á hlut háseta er því talinn verða 33,3% á sama tíma og almennar launahækkanir í landi hafa verið 20,4%. Þessar staðreyndir áttu sjó- menn í Grindavík erfítt með að sætta sig við, en sáu fáar eða engar leiðir út út ógöngunum. Sævar Gunnarsson, formaður fé- lagsins, sagði á fundinum, að líklega væri eina leiðin að beita hásetum fyrir sig; Að þeir segðu upp störfum og færu ekki á sjó. Uppsagnarfrestur skipstjómar- manna væri þrír mánuðir en háseta tvær vikur. Hins vegar treysti hann sér ekki til að leggja það til við hásetana að segja upp. Þá væri fyrir hendi sú hætta, að aðrir yrðu ráðnir í þeirra stað og heimamenn sætu uppi atvinnu- lausir. Ennfremur fengju háset- amir ekki greiddar atvinnuleysis- bætur meðan laus pláss væru á bátunum. Staða sjómanna væri því ákaflega erfíð og árangur næðist ekki nema með samstöðu sem flestra síldarsjómanna. Á fundinum var einnig bent á, að erfítt væri að eiga við útgerðar- menn, þar sem þeir væru í mörgum tilfellum jafnframt salt- endur og kæmi því vel að fá sfldina á lágu verði. Þar sem ekki væri fyrirsjáaniegt að meira en kaup- trygging næðist úr kvótanum, mætti alveg eins gefa þeim verk- endum sfldina, sem jafnframt ættu bátana. Á fundi sjómanna og vélstjóra- félags Grindavíkur var eftirfar- andi ályktun samþykkt: „Fundurinn harmar þá stöðu, sem nú ríkir í sfldarmálum okkar ís- lendinga. Kjör sjómanna byggjast á því, að eiga von um aflahlut umfram kauptryggingu, óháð því hvaða veiðar eru stundaðar. Með því verði, sem ákveðið var á sfld 17. október síðastliðinn, er ljóst að vonin um aflahlut er ekki fyrir hendi hjá sfldarsjómönnum. Það hefur ekki gerzt áður að sjómenn hafí verið knúnir á sjó vitandi það, að launin geti með engu móti orðið hærri en kauptrygging ein. Lækkun sfldarverðsins frá síðasta ári nemur um 27 til 30% og er fundarmönnum óskiljanlegt á hvaða forsendum útgerðarmenn treysta sér til að stunda sfldveiðar fyrir þetta verð. Það getur varla byggzt á öðru en því tvöfalda kerfí, sem ríkir í verðlagningu á sjávarafla, það er að verð til út- gerðar er 41% hærra en skipta- verð til sjómanna. Fundarmenn beina því til Sjó- mannassambands íslands að segja upp sfldarverðinu frá 1. nóvember næstkomandi og beini þeim til- mælum til þeirra, sem þá hafa byrjað veiðar að sigla í land og heija ekki veiðar aftur fyrr en viðunandi verð hefur fengizt." - HG Útvegsmannafélag Reykjavíkur Olíuskatti mótmælt hagfræðingur LÍÚ og Jónas Har- aldsson, skrifstofustjóri samtak- anna. Þeir ræddu ásamt félags- mönnum ýmis þau mál útgerðarinnar, sem nú eru efst á baugi, svo sem afkomumál útvegs- ins, tryggingamál, fyrirhugaðan oliuskatt, áform um fískmarkað og afnám ferskfískmatsins. Öðrum til- lögum um hagsmunamál útvegsins, sem samþykktar vour, var vísað til aðalfundar LÍÚ í byrjun næsta mánaðar. Gunnar I. Hafsteinsson og Júlíus Stefánsson, sem verið hafa í stjóm félagsins undanfarin ár, báðust undan endurkjöri. í þeirra stað vom kosnir í stjómina Sigurbjöm Sva- varsson og Ingimundur Ingimund- arson. Formaður félagsins, Jakob Sigurðsson, var endurkosinn. Fréttatilkynning Dr. Michael Kriegsfeld. Fyrirlestur í Norræna húsinu BANDARÍSKI fyrirlesarinn og sállæknirinn dr. Michael Kriegs- feld heldur fyrirlestur i Norræna húsinu 23. október nk. kl. 20.30. Dr. M. Kriegsfeld er íslendingum að góðu kunnur og hefur hald- ið reglulega námskeið hér á landi siðan 1980. AÐALFUNDUR Útvegsmanna- félags Reykjavíkur var haldinn síðastliðinn föstudag. Á fundin- um var samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna að mótmæla harðlega orkuskatti þeim, sem ríkisstjórnin hyggst leggja á olíu til fiskiskipa. Auk félagmanna sóttu aðalfund- inn þeir Sveinn Hjörtur Hjartarson, Leiðrétting RANGT var farið með atkvæða- magn Guðmundar H. Garðars- sonar í þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna, sem birtist i Morgunblaðinu í gær. Hann hlaut 562 atkvæði í það sæti en ekki Athugasemd MORGUNBLAÐINU hefur bo- rist eftirfarandi athugasemd: „í Lesbók Morgunblaðsins 5. okt. sl. birtist grein eftir Valdimar Kristinsson, þar sem hann sagði frá íjallferð á Landmannaafrétt nú í haust. Þar segir að Landrétt- ir séu lagðar niður vegna þess að ekki þyki fært að reka féð yfir vikurinn sem féll í Heklugos- inu 1980. Nú í haust rákum við allt okk- ar ijallfé yfir þennan vikur og til byggða. Gekk það mjög vel og var féð síður en svo verr haldið eftir þennan rekstur heldur en eftir keyrslur umjangenginna ára. Teljum við því að finna verði haldbetri „rök“ fyrir því að Land- réttir skuli lagðar niður". Hólum, Rangárvallasýslu, í október 1986. Auður Haraldsdóttir, Kristján Gislason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.