Morgunblaðið - 22.10.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.10.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Vinnuréttur aldraðra Frá sjónarhóli einstaklings, sem hefur starfshæfni og starfsvilja, er rétturinn til at- vinnu, rétturinn til að sjá sér og sínum farborða í önn hvunndagsins, hluti af almenn- um mannréttindum. Þetta á við um fullorðið fólk ekkert síður en yngra að árum, svo fremi það haldi heilsu og starfsgetu. Engu að síður fer þeim fjölg- andi á Norðurlöndum, sam- kvæmt opinberum heimildum, sém hætta störfum áður en eft- irlaunaaldri er náð, þrátt fyrir það að heilsufar fólks á aldrin- um 65 til 74 ára hafí batnað að mun á heildina litið frá því sem var fyrir 20-30 ánim. Læknamir Ólafur Ólafsson og Þór Halldórsson segja í grein hér í Morgunblaðinu: „Það hefur oft komið í ljós að fram að 70 ára aldri er and- leg hæfni næsta óskert og má jafna við getu þrítugra. Þó verður að taka fram að snerp- unni hrakar heldur." Þeir segja jafnframt um starfslok einstaklings meðan starfsgeta og starfsvilji hans er enn lítt skertun „Slíkt er ekki læknisfræði- lega réttlætanlegt eins og nú horfír við og leiðir til ótíma- bærrar hrörnunar og inn- lagna á stofnanir eins og mörg dæmi eru til um. Með- ferð öidrunar er ekki algjör hvfld, heldur örvun huga og líkama.“ (Leturbreyting lækn- anna.) Höfundar komast að þessari niðurstöðu: „Eftirlaunaaldur á að vera sveigjanlegur og byggjast á læknisfræðilegu og félags- fræðilegu mati á starfsgetu og hæfni hvers og eins. Vitaskuld á ekki að skerða rétt manna til eftirlauna er þeir hafa áunnið sér. En það eru mannréttindi að halda óskertum starfsrétt- indum svo lengi sem hæfni og starfsorka bjóða. Lagt er til að eftirlaunaaldur verði mun sveigjanlegri en nú er, þ.e. fólk geti valið um hvenær það hætt- ir störfum, t.d. á aldursbilinu 60-75 ára.“ Ástæður þess að fullorðið fólk hættir fyrr störfum á Norð- urlöndum en áður var, þrátt fyrir batnandi heilsufar, eru ýmsar: atvinnuleysi, auknar menntunarkröfur, hagræðing í atvinnurekstri, félagslegur þrýstingur og neikvæð verka- lýðspólitík. Atvinnuleysi er ekki til að dreifa hér á landi, sem betur fer. Og kröfum um hagræðingu og þekkingu má mæta, að dijúgum hluta, með endur- menntun og þjálfun. Því má heldur ekki gleyma, að saman- söfnuð starfs- og lífsreynsla hinna eldri er oftar en ekki verðmætur „fjársjóður“, sem vel fer á að gagnist samfélag- inu. Ef rétturinn til vinnu er hluti mannréttinda, og viðurkenndur sem slíkur, á hver einstakling- ur, sem býr yfír starfshæfni og starfsvilja, að hafa jafnstöðu við aðra þegna þjóðfélagsins á starfsvettvangi, hvað sem aldri hans líður. Starfsreynsla og starfsþekking eru í raun auð- lind, sem samfélagið getur nýtt betur en gert er. Loks mæla læknisfræðilegar forsendur gegn ótímabærum starfslokum fullorðins fólks. Hinsvegar á hver einstaklingur, sem skilað hefur samfélaginu langri starf- sævi, að hafa þann valkost, að geta sezt í helgan stein, við sæmilegt afkomuöryggi, þegar tilteknum aldri er náð. Þjóðarböl — þjóðar- gæfa Víðtækt atvinnuleysi er þjóðarböl í mörgum rflq'um. Ekki er óalgengt að tíundi hver einstaklingur á vinnualdri hafí ekki starf við hæfí. Fjöldi einstaklinga hefur gengið atvinnulaus árum, jafn- vel áratugum saman. íslenzkt samfélag hefur ýmsa kosti, þótt sitthvað standi enn til bóta. Einn höfuðkostur þess — og raunar þjóðargæfa okkar — er hátt atvinnustig, þ.e. að framboð atvinnu svarar eftirspum, og raunar gott bet- ur, ef undan eru skilin stað- bundin skammtímavandamál, einkum tengd sveiflum í sjávar- afla. Samkvæmt könnun Vinnu- veitendasambandsins getur íslenzkur vinnumarkaður tekið við allt að fímm þúsund nýjum starfsmönnum, án mikils undir- búnings, einkum í físk- og matvælaiðnaði, fata- og veijar- iðnaði, málm- og byggingar- iðnaði, sem og smásöluverzlun. Enginn vafí er á því að það jafnvægi sem hefur náðst í efnahagslífí okkar, m.a. með hjöðnun verðbólgu, hefur styrkt atvinnulífíð. Mestu varðar að festa þennan árangur í sessi en glutra honum ekki niður með nýrri verðbólguholskeflu. „Mér hefði líklega blætt út, ef kuldinn hefði ekki verið svona mikill“ Rætt við Kristján Jón Guðmundsson, sem komst lífs af úr flugslysinu í Ljósufjöllum FLUGSLYSIÐ í LjósufjöUum í apríl sl. er flestum sjálfsagt enn í fersku minni. Þar fórust fimm manns, en tveir menn, Pálmar Gunnarsson og Kristján Jón Guð- mundsson, komust lífs af. Krist- ján er nýfluttur vestur á Bolungarvík, þaðan sem hann er ættaður, og hefur hafið störf á bókhaldsskrifstofu þar í bæ. Hann hefur þó enn ekki hlotið fullan bata eftir slysið og verður hægri fótur hans í gifsi fram á næsta ár. Kristján var staddur í Reykjavík fyrr i mánuðinum og þar náði blaðamaður Morgun- biaðsins af honum tali. Kristján slasaðist mikið þegar flugvélin TF-ORM hrapaði í fíöllun- um á Snæfellsnesi og sérstaklega hlaut hann mikla áverka í andliti. Tvær sprungur komu í ennið, en allt andlitið þar fyrir neðan möl- brotnaði og gekk inn um tvo sentimetra. Augun gengu aftur undir heila og í nokkum tíma var andlit hans svo bólgið að ekki sást í þau. Hann brotnaði einnig illa fyrir ofan hægri ökkla og fór úr mjaðmarlið vinstra megin. Kristján er ótrúlega jákvæður maður og bjartsýnn. Hann féllst á að tala um slysið við Morgunblaðið og hvaða breytingar það hefði haft í för með sér á daglegt líf hans. „Ég er núna með skúffu, sem ég hafði ekki áður," segir Kristján í gamansömum tón. Hann missti átta tennur í slysinu, alveg niður við góm og er nú í tannréttingum, þar sem lagfæra verður allan tann- garðinn. „Ég var búinn að finna hvemig andlitið hafði breyst með því að þreifa á því, þannig að ég fékk ekki áfall þegar ég leit í spegil fyrst, en mér leist nú ekkert á þetta í byijun. Bæði augun svömðu ljósa- prófí þegar ég var fluttur á spítai- ann, en þegar bólgan hjaðnaði kom í ljós að ég var blindur á vinstra auga,“ segir Kristján. Eiginkona hans, Drífa Gústafsdóttir, varð fyrst til að sjá vinstra augað opn- ast, en hún sagði ekkert, heldur beið eftir að Kristján segði til hvort hann sæi með því. Kristján man lítið eftir slysinu, annað en gloppur hér og þar. „Ég man að ég hékk í öryggis- Morgunblaðið/Gunnar . Kristján Jón Guðmundsson Myndin til hægri er tekin á þeim tíma sem hann keppti með Fylki í knattspyrnu, en sú til vinstri tæplega hálfu ári eftir flugslysið í Ljósufjöllum. beltinu þegar vélin hrapaði, en þegar við vomm alveg að koma niður man ég að ég hugsaði að nú slyppi ég ekki.“ Kristján og fjölskylda hans vom búsett í Reylq'avík þegar slysið átti sér stað, en hann hafði skmppið vestur í mánuð til að fara einn túr með togara. Um borð í togaranum slasaðist hann lítillega, þegar hann stakk hnífí í aðra höndina. Þurfti hann því að fara til Reykjavíkur í aðgerð og hafði í hyggju að fara suður með áætlunarflugi Flugleiða. Þennan laugardag í apríl var hins vegar slæmt veður og Fokker-vél Flugleiða flaug ekki. „Þetta var miklu erfiðara fyrir fíölskylduna en mig,“ segir Krist- ján. „Konan vissi ekki að ég væri með þessari vél Emis, því ég hafði sagt henni að ég færi ekki með lítilli vél. Foreldar mínir vissu það hins vegar, þannig að þegar vélin týndist, létu þau konuna mína vita. Svo hófst hin langa bið. í 13 klukku- stundir vissu þau ekki hver örlög mín hefðu orðið." Kristján segist hafa verið ákaf- lega flughræddur áður en slysið átti sér stað, en hann hafí verið staðráðinn í því að fljúga aftur. Eftir heimsóknina til Reylgavfkur fyrr í mánuðinum, tók hann svo þá ákvörðun að fljúga vestur. „Ég varð að fljúga aftur. Það var eiginlega verst að bíða eftir því að flugvélin færi í loftið. Það var óneit- anlega skiýtin tilfínning þegar hún var svo komin á loft, en ég hugsaði bara að nú væri ekkert sem ég gæti að gert. Hún væri komin í loftið og ég gæti engu um það breytt." Kristján er jákvæður maður og það er ekki að sjá að hann láti þenn- an þátt lífs síns á sig fá. Ljóst er að hann verður með hægri fótinn í gifsi í nokkra mánuði í viðbót, en hann segir það smámuni miðað við hvað aðrir hafa mátt þola. „Ég er ánægður að vera á lífí. Ég get ekki séð að ég hafí ástæðu til að vera annað en bjartsýnn. Aðrir týndu lífi í þessu slysi eða misstu ástvini, ég slapp. Og ég tel það vel sloppið að brotna aðeins á tveimur stöðum," segir hann. Kristján vann sem skrifstofu- stjóri hjá hinu opinbera þegar hann bjó í Reykjavík, en var að hætta störfum þar, þegar slysið varð. Fjöl- skyldan ákvað að flytjast vestur á Bolungarvík og hafa þau nú komið sér ágætlega fyrir þar í raðhúsi. Áður fyrr fór Kristján einn og einn túr á sjóinn og segist hann örugg- lega ætla að stunda sjómennskuna á ný, svo framarlega sem hann geti það. „Ef mig langar nógu mikið til að gera eitthvað, þá geri ég allt sem ég get til að það takist." Kristján segist vera sami maður eftir slysið, en þó hafí hugarfar hans óneitanlega tekið nokkrum breytingum. „Ég komst að því að þetta getur komið fyrir hvem sem er. Maður er ekki eilífur. Svona nokkuð breyt- ir verðmætamatinu og viðhorfum manns til lífsgæða," segir hann. Fjölskylda Kristjáns veitti honum ómetanlegan stuðning í gegnum sjö vikna dvöl á Borgarspítalanum og 10 vikna endurhæfíngu á Grensás- deildinni. „Fjölskyldan lá aldrei á liði sínu og þegar líða tók á sjúkrahúsdvöl- ina, þurfti ég virkilega á því að halda að fá heimsóknir. Konan kom í heimsókn tvisvar á dag og stelp- umar oft með henni. Núna, þegar ég er að bíða eftir því að geta hreyft mig almennilega, verð ég stundum óþreyjufullur og pirraður, en það líður hjá fljótlega." Hann og Drífa eiga tvær dætur, þær írisi Björk sjö ára og Birgittu tveggja ára. Kristján segir að fíöl- skyldan sé ánægð með að vera flutt vestur á bemskuslóðir hans. „Það er miklu auðveldara að komast á miili staða á hækjunum og mér líður miklu betur þar en í Reykjavík." Knattspyma átti mjög upp á pallborðið hjá Kristjáni áður fyrr og keppti hann með Fýlki í annarri deild. Hann segir að mikill tími hafí farið í æfíngar og segist hlakka til þess að geta farið að sparka í bolta á ný. „Ég sé ekki eftir tímanum sem fór í fótboltann, ekki fyrir sjálfan mig, en kannski fíölskyldunnar vegna. Ég er mikið fyrir hreyfíngu og ætla að reyna að halda mér við þegar ég losna úr gifsinu, þótt ég verði nú ekki keppnismaður aftur. Ég sé ekki eftir fortíðinni. Það er allt saman búið og gert. Það er bara til nútíð og framtíð." Þegar Kristján lagði af stað í hina örlagaríku ferð, var hann illa klæddur. Hann var einungis í galla- buxum, í einni peysu, þunnum sokkum og lakkskóm. Þegar björg- un barst og farið var með þá Pálmar á spítala, kom í ljós að Kristján var með brot fyrir ofan ökkla og var í fyrstu talið að taka þyrfti fótinn af. Að sögn Kristjáns var slíkur kuldi á slysstað, að æðamar skruppu saman þannig að læknam- ir fundu ekki nægilegar æðar til að tengja. Þegar líkaminn hitnaði, komu í ljós einhveijar æðar og var þá allt gert til að bjarga fætinum. Hann segir að sennilega hafí kuld- inn þó bjargað meim en skaðað. „Mér hefði líklega blætt út, ef kuld- inn hefði ekki verið svona mikill," segir Kristján. Miklum sársauka segist Krisiján ekki muna eftir, fyrr en löngu eftir að hann var kominn í spítala. „Verkjalyfin héldu sársaukanum niðri, þannig að ég hélt að það væri ekkert að mér. Þegar ég fór af lyfjunum, þoldi ég fyrst ekki að komið væri við fótinn og var með miklar ofskynjanir. Það drápust einhveijar taugar í kuldanum, en læknamir segja að taugaendamir séu að ná sér. Þetta tekur allt sinn tíma.“ Læknamir vildu ekki segja Kristjáni eftir á hvort hann hefði verið í lífshættu. Einhver dökkur blettur sást fyrir framan hjartað, en hann hvarf fljótlega. Eftirköst slyssins segir Kristján ekki hafa verið mikil, en hann hefur þó vakn- að upp við martraðir nokkram sinnum. Hann er raunsær maður og sér hlutina í réttu samhengi. Dvölin á Grensásdeildinni segir hann að hafí verið dýrmæt reynsla. „Það var einn sem lá með mér á Grensás og hann var mikið lamað- ur. Þegar maður kynnist fólki sem hefur orðið svona illa úti, sér maður fyrst hvað lánsamur maður er. Það var ekkert að mér, ég get ekki kvartað yfír einu fótbroti þegar aðrir sitja eftir og geta ekki hreyft sig. Ég á þó a.m.k. möguleika, þótt það taki tíma að jafna sig.“ Kristján hefur lést mikið við sjúkrahúsleguna og hreyfíngaleysið og segist hann verða frelsinu feginn þegar hann losnar úr gifsinu. „Ég missti 17 kfló. Þetta er eins og besta Jane Fonda-megrun. Allir vöðvar era famir og ég bæti ekkert á mig fyrr en ég fer að hlaupa og hreyfa mig. Það verður mikil, en ánægjuleg vinna að byggja upp líkamann að nýju,“ segir Kristján. Tilhlökkun skín úr andlitinu. Kristján vildi að lokum koma þakklæti sínu á framfæri við björg- unarsveitir, lækna, hjúkranarlið og alla sem aðstoðuðu við björgun og umönnun þeirra tveggja sem kom- ust lífs af úr slysinu. Texti/HGJ Sjávarútvegsfræðsla: * Afram verður unnið að hugmynd- um um einn sjávarútvegsskóla FUNDUR um sjávarútvegsfræðslu var haldinn á mánudag í tilefni af þvi að starfshópur um málið hefur skilað skýrslu sinni þar sem m.a. kemur fram að sameina beri Stýrimanna- skólann I Reykjavík, Vélskóla íslands og Fiskvinnsluskólann i Hafnarfirði. Á fundinum héldu þeir Sverrir Hermannsson, menntamálaráð- herra og Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra ávörp og kom fram í máli þeirra að halda bæri starfi starfshóps um sjávarútvegs- skóla áfram. Ekki skyldi þó flana að neinu heldur kanna mál vel áður en ákvarðanir yrðu teknar. Þegar ráðherramir höfðu lokið máli sínu kynnti Helgi G. Þórðarson niður- stöður starfshópsins, en hann er formaður hans. Þá flutti Stefán Ólafur Jónsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, erindi sem hann kallaði „Skólakerfíð og sj ávarútvegsfræðslan". „Það hefur verið rætt um það lengi að setja á fót sérstakan skóla í sjávarútvegsfræðum og nú er fyrst og fremst rætt um meginlínur hvað þetta varðar", sagði Helgi G. Þórð- arson. „Helstu niðurstöður starfs- hópsins eru þær að sameina beri skólana þijá og lagt til að bætt verði við fískeldisdeild og endur- menntunardeild. Ástæður þess að í þetta er ráðist era þær að við verð- um að fá fram ákveðna sköran milli fagsviða og það þarf að fá fram sterkari stofhun til að ráða betur við þau verkefni sem slíkum skóla er ætlað. Þar er fyrst og fremst um að ræða þær nýjungar sem skólinn þarf að taka inn í náms- efni sitt. Þá er lagt til að skólinn starfí eftir áfangakerfí og þannig mögulegt að hafa fræðslu á byijun- arstigum um allt land. Nemendur geta því fengið réttindi á fyrstu stigum, bæði til vélstjómar og skipsstjómar í heimabyggðum sínum en fá þá jafnframt réttindi til að koma inn í skólann og fá nám sitt metið.“ Helgi sagði að á fundinum hefðu margir flutt framsöguerindi og umræður verið líflegar. „Menn vora yfírleitt fylgjandi þessum hugmynd- um, þótt fram kæmi gagmýni á Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra og Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sátu fundinn um sjávarútvegsfræðslu. I ræðu- stól er Stefán Ólafur Jónsson, deOdarstjóri i menntamálaráðuneytinu. ýmis atriði. Það komu fram óskir um að fá að vita nánar um þær leiðir sem til greina koma og það verður unnið meira í þessu. Það þarf til dæmis að gera sér gleggri grein fyrir ýmsum atriðum, t.d. varðandi undirbúning að löggjöf, sem þarf að vera rúm rammalög- gjöf. Skólinn verður að hafa svigr- úm til að geta mætt nýjungum", sagði Helgi að lokum. VETTVANGI AF ERLENDUM Forystugrein Economist um Reykjavíkurfundinn: Oheppni, reynið aftur Ef kenning A um, hvað það var, sem Gorbachev hafði i huga í Reykjavik, er rétt, þá var fundurinn, sem misheppnaðist á Is- landi aðeins þröskuldur á leið til samkomulags milli hans og Reagans. Ef kenning B er rétt, þá er sú leið lokuð og Gorbachev stefnir nú að öðru takmarki, sem er að reyna að kljúfa Vestur- Evrópu frá Bandaríkjunum. Kenning A, þessi vinalega, er á þá leið, að Gorbachev hafí farið til Reykjavíkur í þeirri ein- lægu von að komast að samkomu- lagi um afvopnun við Reagan forseta, samtímis því sem hann vildi ná ná eins góðu taki á geim- vamaáætlun forsetans og hægt væri. En hann ofmat það, hve langt hann gæti komizt varðandi geimvamaáætlunina og þvi fór svo, að útréttir fíngur þessara tveggja manna náðu í rauninni aldrei að mætast í handtaki. Sú staðreynd styður þessa skoðun, að Gorbachev bauð fram slíkan niðurskurð á rússneskum eld- flaugum, að Leonid Brezhnev hefði fengið slag og einnig að svipur flestra úr sovézku sendi- nefndinni var svo augljóslega niðurdreginn, er það var tilkynnt, að viðræðumar hefðu fari út um þúfur. Ef þessi kenning er rétt, þá ætti að verða hægt og verður að taka upp að nýju leit að viðeig- andi málamiðlun varðandi geim- vamaáætlunina. Báðir aðilar hafa .þegar færzt talsvert frá upphaf- legri afstöðu sinni varðandi geimvamaáætlunina. Þeir geta enn náð samkomulagi svo framar- lega sem Gorabchev fellzt á, að hægt verði á leitinni að gagn- flaugavömum en hún verði ekki bönnuð. Kenning B er meira ógnvekj- andi. Samkvæmt henni hafði Gorbachev gefíð upp alla von um samkomulag, er hann kom til Reykjavíkur, en hófst þar strax handa við að setja upp gildru, sem Reagan gekk síðan beint í. Eld- flaugatilslakanimar vom beitan. Felubúningurinn var sú stað- reynd, að Rússar höfðu virzt býsna kærulausir varðandi geim- vamaáætlunina, aður en fundur- inn í Reykjavík var haldinn. Fómarlambið gekk í gildruna, er Gorbachev gerði grein fyrir því, að allt annað væri komið undir því, að Bandaríkin samþykktu kröfur hans varðandi geimvamir - jafnvel samkomulag um meðal- drægar eldflaugar, sem Gorbac- hev hafði áður sagt, að ætti ekki að tengja geimvamaáætluninni. Nú hefur Gorbachev skilið Reagan emjandi í gildranni og heldur áfram að framkvæma áætlun sína með því að bíða eftir því að kjós- endur í komandi þingkosningum f Vestur-Þýzkalandi og Bretlandi kjósi flokka vinstra megin við miðju, sem þegar hafa á sér hlut- leysiblæ. Geri þeir það, kann Gorbachev að vona, að viðbrögð Bandaríkjamanna við vaxandi hlutleysi í Evrópu, verði annað hvort vinstri sinnaður skelfínga- rótti, sem ýmist verður til þess að binda enda á stuðning við Re- agan og geimvamaáætlunina eða þá - sem kæmi sér alveg eins vel fyrir Gorbachev - þjóðemissinnað- ur ótti, sem yrði til þess að allt bandarískt herlið yrði flutt frá Evrópu. Ef hin svarta kenning B væri rétt, þá fæli hún vissulega í sér mikla ásökun á hendur Reagan fyrir að hraða sér til Reykjavíkur og knýja ráðgjafa sína til samn- ingafundar að næturlagi, en reynslan sýnir að þeim fylgja næstum alltaf timburmenn. í rauninni er kenning B ósennileg, þegar Iitið er á þann tíma, sem Óheppni, reynið aftur, segir á forsíðu brezka vikublaðsins Economist. Gorbachev hefur til að smíða fíár- lög. Einhvem tímann á næsta ári er nauðsynlegt fyrir Gorbachev að vita, hvort hann verður að setja mikið viðbótarfe'til hemaðarþarfa inn í núverandi fímm ára áætlun, sem hófst í ár. Ef hann væri fylgj- andi kenningu B og hún reyndist röng, það er að Bandaríkin hættu ekki við geimvamaáætlunina og ef Evrópa hneigðist ekki til hlut- leysis - þá væri hann kominn í klípu. Eldflaugafæribönd hans og hans eigin geimvamaáætlun myndi þá þurfa milljarða í við- bótarfé, sem hann kysi heldur að veija til almennra þarfa. Geta hans til að ráða við hina tor- tryggnu íhaldssinna í Rússlandi myndi þá veikjast, ef hann yrði að viðurkenna það, að samninga- viðleitni hans gagnvart Reagan hefði ekki gefíð neitt í aðra hönd. Kenning B byggist á því að sá, sem framkvæmir hann sé fíár- hættuspilari. Gorbachev er kjark- mikill maður, en hann lítur ekki út fyrir að vera fjárhættuspilari. Hvernig á að halda hon- um á réttri leið? Flf Gorbachev heldur áfram að reyna að ná samningum við Bandaríkin, þá veit hann, að hann getur að minnsta kosti frestað því, að gagnflaugatímabilið renni upp og þannig varið því viðbót- arfé, sem þessi vopn krefjast nú til annarra þarfa. Hann er líkiegri til þess að halda fast við við þessa skynsamlegu stefnu, ef fólk í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu fyllist ekki ofsahræðslu vegna þess að Reykjavíkurfundurinn fór út um þúfur. Og almenningsálitið á Vesturlöndum á sennilega síður eftir að fyllast ofsahræðslu, ef Reaganstjómin myndi loksins láta verða af því að útskýra, hver til- gangurinn með geimvamaáætlun- inni er. Disneyland-útskýring Reagans sjálfs - það er að stjömustríðsá- ætlunin geti gert það kleift að koma í veg fyrir, að nokkur kjam- orkueldflaug falli á Bandaríkjin, er nær öragglega vitleysa. En það er ekki vitleysa að vona, að gagn- eldflaugakerfí sé til einhvers gagns breytt þeim skelfílegu út- reikningum, sem heimurinn hefur orðið að lifa við síðustu 40 ár. Þessir útreikningar byggja á því, að til að koma í veg fyrir að maður verði fyrir kjamorkuárás verði maður að geta svarað í sömu mynt, það er að drepa allt að 100 millj. manns, þar sem þeir brosa til vina sinna eða teygja sig til að kveikja á sjónvarpinu. Þetta er „fælingarkenningin". Hún nag- ar samvizkuna og taugamar hjá hveijum heiðarlegum manni. Eins og er þá nagar hún taugamar hjá fíölda manns í Vestur-Evrópu að því marki, að þeir em reiðubúnir til að varpa kjamorkuvopnum fyr- ir róða og treysta á þá stefnu að bíða með krosslagða fingur til að halda hinum kjamorkuvopnabún- um Rússum í skefjum. Hvað Vesturlönd snertir, þá er gallinn við fælinguna sá, að lýðræðisríkin eiga erfíðara með það en einræð- isrfkin að halda áfram að hóta því ólýsanlega. Gagneldflaugakerfí, sem gæti stöðvað fjórðung eða jafíivel þriðj- ung aðvífandi kjamorkuodda gæti breytt þessu öllu. Það myndi gera hugsanlegan árásaraðila miklu meira hikandi sökum þess að það yrði miklu ósennilegra, að hann gæti eyðilagt möguleika fómar- lambs síns til að gera gagnárás. Kjamorkufreistingin myndi dofna. Ef gagneldflaugavopn yrðu leyfð til jafns við fíölda árásareld- flauga, sem hvert land mætti hafa samkvæmt alþjóðasamningi, sem komið yrði á, þá myndi kjamorku- vopna-freistingin verða að nær engu. Afvopnun er ágæt, afvopn- un og geimvamaáætlun að auki er jafnvel betri. Það er með þess- um hætti, sem ýta má til hliðar kjamorkueldflaugum, sem svo lengi hafa verið miðdepill allra herfræðiáætlana. Að sjálfsögðu kann svo að fara að jafnvel gagneldflaugaskjöldur í engum tengsum við Disney- hugmyndina verði aldrei til. Tæknin verður að ráða við þetta verkefni. Vamarsprengjan verður að þjóta nógu hratt að skotmarki sínu og nógu beint. Gagneld- flaugavopn verða sjálf að vera ónæm fyrir skyndiárás. Og fjár- hagsdæmin verða að ganga upp, sem þýðir það, að það má ekki vera ódýrara að framleiða kjama- odd til viðbótar til árásar en það vopn, sem þarf til þess að eyða honum. En jafnvel möguleikamir einn á móti fímm á gagneld- flaugakerfí, sem stæðist slík próf, þýða það, að geimvamaáætlunin ætti að halda áfram, vegna þess að hún skapar möguleika á því að vflga kjamorkuvopnum til hlið- ar úr sæti hins algera valds. í rauninni era möguleikamir sennilega meiri en einn á móti fímm. Líklega verður hátækni nútímans gufuvél framtíðarinnar. Leysigeislar verða sennilega hversdagsverkfæri hjá næstu kynslóð. Reagan forseti ætti að verja næstu mánuðum til að skýra bandalagsríkjum sínum frá þessu en einnig Rússum. Gagnvart Rússum ætti hann að bæta því við, að hann sé fús til að fallast á reglur varðandi hraðann á rann- sóknum vegna geimvamaáætlun- arinnar og tilraunir, sem eiga að tryggja það, að Sovétríkin gangi ekki inn f gagneldflaugaöldina langt á eftir Bandaríkjunum. Samningaherbergið í Genf mun standa opið. Aðeins ef svo ósenni- lega vill til, að Gorbachev aðhyllist kenningu B, snýr hann ekki til Genf. (Þýtt úr The Economist).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.