Alþýðublaðið - 14.03.1932, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.03.1932, Blaðsíða 3
AfcPl0ÖB&AÖ!tí 3 sem sty'ður Hindenburg, befir unnið mokkuð á. Atkvæðaaukning Slokkanna ligguír í xnieiri kjörsókn, því nú kusu 3 milljónum fleiri en við síðustu almi. þingkosningar. Til athugunar fyrir lesendur skulu hirtar hér atkvæ'ðatölurnar ifrá síðustu almennum þingkosn- ingum, sem fram fóru 14. siept. 1930. Pá fengu: Jafnaðarmenn 8 millj. 572 þús. Kommúni-star 4 — 588 — Svartliðar 6 — 401 — Miðflokkurinn 4 — 129 — Aðrir flokkar 11 — 233 — í þeasum „öðrum flokkum" eru taldir þjó ðernissinnarnir (Dúster- berg). En af þeim flakkum, sem þarna eru taldir, studdu Hindien- burg: jafnaðiarmenn, Miðflokkur- inn (Brúning) og flestir úr Befm, sem nefndir eru „aðrir flokkar" í töflunni. 1 gær lenti í bardögum á ýms- um stöðum, aðallega milli kom- múnista og svartliða. Að minsta kosti þrír menn biðu bana, en þrettán særðust. Þátttakan virðdst hafa verið mjög mikil í koisnamg- unum eða 84,4 o/0, og kusu fleifi fconur en karlar. Skýringin á fylgisaukningu Hit- lers liggur í þvi, að í Þýzkalandi ríkir örvæntingarástand, og fólkið er þá veiikara fyrir blekkingum og stórum orðum. Hefði Hitler náð kosningu, þá hefði samstundis brotist út blóð- ug borgarastyrjöld í landinu og jafnvel innrás í það. Vinarkveðja til BJarna Eggertssonar á Eyrarbakka. Ég veit þú hefir meira mist en rnaður lýsa kann. Ó, að ég ætti ljóðalist, sem lífgað gæti hann.. Þá myndi ég kvaða úr helju hann — ó, hjartans vinur minn — og gefa þér aftur glókoll þiamn, sem gladdi hann pahba sinmi. Ég sé í anda ungan svein með æsikufjör og þor, sem hygst að bæta manna mein og marka í fmamtíð spor. — Ég sá hann merkið hefja hátt með heita æskuþrá í von og trú á manmsins mátt imiorgni lífsins á. Ég sá hanm dagsins vinna verk1 .og verja kröftum þar, sem átök þurfti stundum sterk og straumurinn þungur. var. Ég leit þar æskuleiðtogann lieggja á vaðið fyrst. Nú harma ég fallna formgjarm, sem fólkið hefir mist. Vinur. KreUger fremur sjálfsmorð. París, 12/3. U. P. FB. Ínnan- ríkismálaráðuneytið tilkynnir, að Ivar Kreúger, forstjóri sisénska eldspýtnafélagsins, hafi fundisí skotinn til bana á gistihúsi í Piar- ís. Er talið líklegt, að bann ha.fi framið sjálfsmorð. Síðar: í bréfi nneð trithönd Kreúgers, sem fanst í herbergi hans, segir, að bœð-i viðskifta sinma og fjölskyldu simnar vegna sé það fyrir beztu, að hann fynir- fari sér. [Kreúger var sænsikur verk- fræðingur, en einhver mieisti auð- jarl í Evrópu. Hann var kallaður eldspítnakóngur. Sérleyfi á sölu eldspýtna hafði hann keypt sér með lánum í ýmsum löndum. Ný- lega hafði hann og félag hans náð undir sig gullnámum, sem fundist hafa í Svíþjóð.] Svíaff hræddir um afieið- ingarnar af braski Kreiigers. Stokkhólmi 14. marz U. P. FB. Á næturfundi í sænska rikis- deginum voru samþykt lög um greiðslufrest (moratoríum) fyri Kreugerfirmum og önnur smærri irmu, sem standa í nánu sam- bandi við þau. — Kauphöllin verður lokuð nokkra daga frá og með mánudegi að telja. Dýr prestshemna. Þess munu fá dæmi, að fréttir úr daglegu lífi manna geti snúist um svo smávægan hlut sem eina preistsbempu. Þó er nú svo, að ekki er unt að synja fyrir hvað rás viðiburðanna getur sýnt í þetta eða hitt skiftið,. Af því hér liggur fyrir dálítil frásögn sér- stæðrar tegundar, virðist rétt að segja frá henni: Nýlega var prestur á ferð í Reykjavík. Ekki er hann nafn- greindur, og heldur ekki getið um hvaðan hann var. Prestur þessi hittir hér brúðhjónaefni, sem hann hefir sennilega þekt eða verið kunnugur, því þau fana þess á leit við hann, að hann „pússi“ þau saman. Ekki er getið um að prestur ha'fi verið þessu mótfallinn að öðru leyti en því, að hempan var |ekki í ferðinni, Nú var ekki unt að bjarga þessu nema með því að fá hempu að láni. Var nú farið til eins af prestum bæjarins og lánaði hann sína eigin hempu. Lánið á þesisu fati er ekkert frá- isagnarvert í þessu sambandi. En sagan segir, að þessi brúðhjóa hafi orðið að borga 20 kr. fyrir lánið á hempunni. Og það eitt veldur þvx, að frá er sagt. J. Fækkun prestsembætta. Vdlmundur Jónsson flytur þingsályktunartillögu í neðri deild alþingis um, að deilldin feli stjórninni að leggja fyrir næsta þing frumvarp til lagia „um nýja skipun prestakalla, þannig, að prestsembættum verði fækkað til mikilla rnuna frá því, siem nú er, enda leggi stjórnin jafnframt fyrir þingið frv. tij laga um al- mennar verzlegar nafngiftir barna, hjónavigslur og útfarir“. — Þessar verzlegu athafnir séu með öllu hlutlausar, svo að þær „særi hvorki tilfinninigar trúa'ðra né vantrúaðra, sem í Iilut ed.ga“. Fylgir greinargerðinnái fyrirmynd af frumvarpi um þær á þeim grundvelli. Geti svo þeir, sem óska, jafnframt fengið prest til þesis að framkvæma þær athafn- ir á kirkjulegan hátt. Ætláist flutningsmaður til, að prestsemb- ættafækkandrnar verði fram- kvæmdar jafnóðum og prestaköll- in losna. Eiukasala á bifreiðum eða bifreiðaskattur. Kafli úr 2. umræðu um bif- reiðaskattsifrumvarp stjórnarinnár fór fram á laugardaginn í neðri •deild alþingis, en hvorki var það upphaf né endir umræðunnar. Árið 1930 nam bifreiðaskattur- inn 108 þúsund kr. Samkvæmt frumvarpinu myndi hann verða þrefaldur til fjórfaldur á við það, sem hann er nú. Haraldur Guðmundsson benti á. að hægt væri að ná svipuðum tekjum í ríkissjó'ð eins og þeim, sem frumvarpið fer fram á, með því að ríkið tæki einkasölu á bif- reiðum, tógleðri og varahlutum bifreiða, en á þessu tvennu væri sá mikli munur, a'ð annað er aukaskattur á flutningana, en einkasölutekjurnar væri hægt að fá án þess að varan hækkaði í verði, svo að þar við legðist eng» inn aukaskattur á bifreiðarnar. Auk þess væri þá hægt að sjá um, að eingöngu góðar tegundir væru fluttar inn í landið og þess gætt, að nógir varahlutir væru jafnin til í þær tegundir. Nú hafi Ásgeir ráðherra, sem stendur að bifreiðaskattsfrumvarpinu, verdð því fylgjandi, að ríkið tók einka- sölu á viÖtækjum útvarps, til tryggingar vönduðum tækjum. Nú, þar sem einkasala á bifreiö- um hafi þá sömu kosti sem einka- sala á útviarpstækjum og myndi gefa af sér svipaðar tekjur og gert er ráð fyrir að skatturinn nemi, þá ætti Ásgeir að geta séð, að einkasalan væri betra ráð. Hins vegar hlyti bin mikla aukn- ing bifneiðaskattsáins, sem frum- varpið fer fram á, sérstaklega benzínskatturinn, að hækka flutn- ingsgjaldið töluvert, einkum á þungavöru, — nauðsynlegasta flutningnum —og værí s13e’ skattlagning gersamlega óvecj- andi, sé£staklega í því árfer'ði, sem nú er. Ásgeir vék sér undan að ræða um einkasöluna í stað skattsins. Hún væri annað mál, sem hann vildi ekki tala um meðan skattur- inn væri umræÖueMð. Haraldur kvaðst óska honum til hamingju með arfinn frá ól- afi Thors, „litla ljóta frumvarp- ið“, sem einn af núverandi ráð- herrum „Framsóknar“flokksins nefndi svo að maklegleikum, — benzínskattinn, sem stjórnin hefir nú gert að sínu máli. Alpingi. Á laugardaginn var kaus sam- einað alþingi 5 menn í LandsH bankanefndina til 6 ára. Kosnir. voru: Ingólfur Bjarnarson, Lárus Helgason, ólafur Thors, Einar Árnason, fyrrv, ráðherra, og Einar Arnórsson. Voru þrír hinir fyrst töldu endurkosnir. • Aðrir, sem úr nefndinni gengu, voru; Héðinn Valdimarsson og Ingi- björg H. Bjarnason. Varamena voru kosnir: Bjarni Bjarnasoii, skólastjóri, Laugarvatni, Björu Birnir, Grafarh-olti, Jóhann Jós- efsson, Eysteinn Jónsson skatt- stjóri og Guðbrandur ísberg. Þrír hinir fyrst töldu voru endurkosn- ir. Aðrir, er úr gengu sean vara- menn í nefndinná, voru Stefám. Jóh. Stefánsson og Jónas Krist-i jánsson á Sauðárkróki. — Þrír, listar komu fram við kosininguna, Á lista Alþýðuflokksins var aðal- ma'ður Vilmundur Jónsson og, varamaður Stefán Jóh. Stefáns- son. Á Alþýðuflokkurinn nú einn mann eftir í nefndinni, Harald Guðmundsson, og varamann Sig- urjón Á, Ólafsson. Á laugardaginn afgreiddi efri deild til neðri deildar írumvarp- ið um forkaupsrétt kaupstaða og kauptúna á hafnarmannvirkjum og ló'ðum, svo og frv. um afnámi laga þeirra, er standa í vegi fyrir því að hægt sé að samræma, daggjöld sjúklinga í eldra og nýrra geðveikrahælinu á Kleppi, Ljósmæðra- og hjúkrunarkvenna- skóla-frv. var afgreitt til 2. umr. í e, d. (síðari deild) og til alls- herjarnefndar. Neðri deild afgreiddi frumvarp- ið um styttingu á vinnutima sendisveina til 2. umræðu (í síð- ari deild) og til allsherjarnefnd- ar. Allsherjarnefnd n. d. leggur tih að frumvarp Vilmundar Jónsson- ar um lækningaleyfi, um réttindi og skyldur lækna og um skottu- lækningar, sem sagt var frá í greininni „Læknar og sjúklmgar" hér í blaðinu, verði samþykt. í- haldsflokksmennirnir skrifa þó undir 'niefndarálitið með fyrir- vara um einhver ótiltekin einstök atriði frumvarpsinsi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.