Morgunblaðið - 09.11.1986, Síða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986
—
Scala í tvær aldir
Renato Simoni, leiklistargagnrýnandinn sem arfleiddi Scala
að bókasafni sinu, 40.000 bókum.
BókasafnScala
Framhald
af forsíðu
Daglegt líf
endurspeglast
Líf manna og daglegar venjur
á miðöldum, endurspeglast vel í
handritunum. Rit-og prentlistin
breiddist mikið út á sautjándu
öldinni og jókst útgáfa á prentuð-
um ritum því til muna. Þá komu
listgagnrýnendur einnig til sög-
unnar og í safninu eru að finna
athyglisverð rit þar sem hinir list-
fróðu menn taka lista-og menn-
ingarlíf Ítalíu til umfjöllunar.
Óperunni fylgt
frá fæðingu
Safnið á nú um 6000 textabæk-
ur.sem eru ómetanleg heimildarrit
um fæðingu melódrama á Ítalíu,
og þar með óperunnar. Einnig er
hluti safnsins tileinkaður frönsk-
um bókmenntum og annr hluti
tileinkaður enskum bókmenntum.
Safnið er öllum opið, en bækur
eru ekki lánaðar úr húsi. Mikið
er um að nemendur í leiklist, söng,
tónlist, arkitektúr og sviðsmynda-
hönnun, svo dæmi séu nefnd,
komi í safnið og afli sér upplýs-
inga. “Auk þess að fá hér bækur
sem ég finn ekki á öðrum bóka-
söfnum, fínnst mér gott að koma
hingað,“sagði Claudia Giacosa,
rúmlega tvítug stúlka sem stund-
ar söng-og tónlistamám í Mílanó,
en hún var á safninu er
blaðamamaður kom þangað.
Claudia sagði andrúmsloftið Scala
svo heillandi að því mætti líkja
við nautnalyf. “Mér líður hvergi
betur en hér og ég er ekki róleg
nema ég komi hingað nokkrum
sinnum í viku. Svona er listin.hún
gengtekur mann!“ sagði Claudia,
sem er ein af þeim fjölmörgu sem
gengur full áhuga og elju eftir
hinni torgegnu listabraut.
Mér finnst starf
mitt leiðinlegt
Rætt við sérvitringinn og bókavörðinn Lorenzo Siliotto
sem starfað hefur við bókasafn Scala frá upphafi
„Þetta bókasafn er alls ekki
neitt „Scala - safn“ skal ég segja
þér vina mín. Þetta er sjálfstæð
stofnun og tengist Scala ekki að
öðru leyti en því að við erum í
sama húsi. Og taktu þetta skýrt
fram. Annars tala ég ekki við
þig.“ Þannig hljóðaði upphaf
samtals okkar Lorenzo Siliotto
bókavarðar í því sem oftast er
nefnt „Scala - bókasafnið". Sili-
otto er sextugur sérvitringur og
afskaplega sérstakur persónu-
leiki. Oft á tíðum er erfitt að
gera sér grein fyrir því hvort
hann talar í alvöru eða gríni, en
hann er glaðlyndur og lifir fyrir
bókasafnið. „Ég hata þetta safn
og allar þessar bansettu bækur!"
á hann til að segja og skellihlæja.
g get svo sem sagt
þér frá þessu safni.
Þannig var að þegar
Renato Simoni, einn
okkar allra færasti
tónlistargagnrýnandi
Iést, árið 1952, lét hann eftir sig
gríðarstórt safh bóka um listir og
menningu. Hann eftirlét leikmuna-
safni Scala safn sitt til að hægt
yrði að opna sérhæft bókasafn fyr-
ir almenning. Við höfum um
hundrað þúsund titla héma núna,
en Simoni lét eftir sig um 40 þús-
und bækur. Hann var mjög athafna-
samur og varð sér úti um bækur
hjá öllum mögulegum og ómöguleg-
um aðilum í allri Evrópu. Ég vann
heima hjá honum í einkabókasafni
hans frá 1948 til 1951 og þegar
Scala fékk safnið hans fylgdi ég
Þessi mynd er tekin úr bæklingi um bókasafnið en á henni sést
Lorenzo Siliotto ásamt konu sem við kunnum ekki nánari deili
á. Myndin var tekin árið 1952 er unnið var að því að koma
bókasaf ninu á fót, en Siliotto var ófáanlegur til að láta taka af
sér myndir fyrir viðtalið.
með. Þetta safn hefði aldrei orðið
til, hefði ég ekki tekið málin í mínar
hendur," segir Siliotto og hlær inni-
lega.
Vilbarafrægt
fólk í safnið
Hveijir koma aðallega hingað?
„Það eru nú allskyns furðufuglar
skal ég segja þér. Sérðu manninn
þama með skeggið?" spyr hann og
bendir á hávaxinn mann sem stend-
ur og blaðar í bókum. „Hann er
óskaplega furðulegur og ekkert
frægur, en ég vil bara frægt fólk
í safnið. Ég var búinn að segja
honum að láta ekki sjá sig héma.
Er það ekki rétt hjá mér Piero?"
spyr hann manninn og glottir. „En
í alvöru talað, þá eru það aðallega
nemendur sem leita hingað og einn-
ig tónlistarfólk. Nemendur í leiklist,
söng, leikmyndagerð og búninga-
gerð. Afskaplega skrítið fólk. Við
listamenn erum svo undarlegir. Við
- segir Cesare Mazzonis
leiklistarstjóri Scala
Leiklistarstjóri Scala-óperunnar,
Cesare Mazzonis, er myndarleg-
ur maður, grannur, ákveðinn á
svip og í öllu atferli. Hann er á
fimmtugsaldri og er staða hans
án efa ein hin erfiðasta innan
óperuhússins. Mazzonis er önn-
um káfinn og það var hægara
sagt en gert að fá frátekna hjá
honum stund til að ræða um starf
hans og starfsemi Scala. Eftir
mörg simtöl og teljandi samræð-
ur við einkaritara hans, var þó
hægt að koma því við að hitta
hann. Ég kynnti mig fyrir einka-
ritara Mazzonis, sem bauð mér
sæti og bað mig að bíða þar til
röðin kæmi að mér. Eftir um það
bil hálfa klukkustund gekk ég
inn í ákaflega hreinlega og glæsi-
lega skrifstofu, þar sem fallegt
18. aldar ásláttarhljóðfæri er hið
fyrsta sem mætir auganu. Maz-
zonis reis úr sæti sínu, heilsaði
mér með ákveðnu handabandi
og bauð mér sæti á móti sér.
Ákveðin í að nýta timann sem
ég hafði til umráða, hóf ég að
spyija hann spjörunum úr og
svaraði hann öllum spumingum
mínum fljótt og vel og án útúrd-
úra, oft á tíðum allt að þvi
snulHótt.
Ihveiju skyldi starf leik-
listarsljóra fyrst og
fremst vera fólgið?
„Leiklistarstjóri ber
ábyrgð á allri listastarfsemi
innan hússins," segir Maz-
zonis. „Hann sér um að starfs-
áætlun sé gerð í tíma, dagskráin
sé auglýst, fengnir séu söngvarar
og tónlistarmenn. Hann hefur í
stuttu máli heildaryfírsýn yfir allt
sem gert er í húsinu."
Hveraig er starfsdagurinn hjá
þér?
„Hann hefst árla morguns og
lýkur yfírleitt um eða eftir mið-
nætti.“
Starfsáætlun tvö ár
fram í tímann
„Starfsáætlun er yfirleitt gerð
tvö ár fram í tímann, en þess verð-
ur að gæta að hér er ekki um
framleiðslu að ræða og því er oft
erfítt að fastsetja hlutina. Það get-
ur verið nóg að einn maður veikist
til að upphafleg áætlun breytist
með örskömmum fyrirvara. Dag-
skráin fyrir 1988 er fullfrágengin
og við eigum enn eftir að ganga
endanlega frá áætlun fyrir 1989,
en drögin að henni liggja fyrir."
Englaraddirnar
Hvað geturðu sagt mér um
starfsemi Scala, um tónleika og
óperaflutning?
„Já. Við höfum starfandi bama-
kór, „Englaraddimar" okkar, eins
og við köllum þær. Auk þess er
starfandi tónlistarskóli fyrir tónlist-
armenn sem langt eru komnir og
vilja „fullkomna" hljóðfæraleik
sinn, og ballettskóli. Ballettskólinn
var stofnaður árið 1813 af hinum
stórkostlega ballettdansara Salvat-
ore Vignano, en tónlistarskólinn var
stofnaður eftir síðari heimsstyijöld-
ina, árið 1946.“
Margir vilja freista
gæfunnar
Hvaða hæfileikum þarf leik-
listarstjóri Scala að vera
gæddur?
„Þetta er nú svolítið erfíð spum-
ing en ég skal samt reyna að svara
henni eftir bestu samvisku. Hann
þarf að vera góður skipuleggjandi,
vera vel menntaður tónlistarlega,
hafa næmt auga og eyra fyrir nýj-
um möguleikum og síðast en ekki
síst þarf hann að geta tekið á móti
ungu tónlistarfólki sem langar að
spreyta sig á fjölum hússins."
Er mikið um það að ungt tón-
listarfólk leiti beint til þín í von
um að fá tækifæri?
„Já, því miður."
Þekki engan íslending
Hefur einhver íslendingur
gerst svo djarfur?
„Ekki man ég eftir því. Annars
er íjöldi fólks sem kemur hingað
svo gífurlegur að það getur vel
verið að einhvem tíma hafí einn
íslendingur leynst þeirra á meðal,
Cesare Massonis leiklistarsfjóri
Scala. „Brejrtingar á rekstri
óperuhúss eins og Scala eru
síður en svo auðveldar í fram-
kvæmd. Starfsemin er svo
viðamikil að minniháttar breyt-
ingar reynast meiriháttar mál
þegar til framkvæmda kemur.“
en eins og ég segi man ég ekki
eftir því.“
Þekkir þú einhvera islenskan
tónlistarmann?