Morgunblaðið - 09.11.1986, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986
B 9
Úr snöru fuglarans
Þessa dagana er að koma út hjá
bókaf orlaginu Máli og menningu bókin
Úrsnöru fuglarans eftir Sigurð A.
Magnússon. Morgunblaðið hefur fengið
leyfi höfundar til þess að birta hér fyrsta
kafla bókarinnar, sem heitir Flugþrá.
Flugþrá
Endur fyrir löngu hafði ég horft heillaður á mann-
gerða stálftigla svífa yfir holtin í Laugamesi í samfýlgd
skugga sem svifu eftir jörðinni, séð þá steypa sér úr
háloftunum og sameinast skuggunum á lygnum sjávar-
fleti við Vatnagarða. Síðan hafði ómur fjarlægra staða
bergmálað í sálinni. Jafnvel á stríðsáranum, þegar þýsk-
ar flugvélar birtust óvænt og vöktu angist og ringulreið,
hafði sami seiðmagnaði ómur bergmálað. Svipað átti sér
stað þegar millilandaskip komu og fóra: fiðringur í sál
og líkama, vakinn af óljósri vitund um að heima á Fróni
fyndi ég aldrei nema brot af þeim dýra sjóðum þekking-
ar, menningar og lífsrejmslu sem hugurinn stundaði til.
Þegar ég horfði á skipin sigla og flugvélar taka sig á
loft var sem stórfljótin fjögur í aldingarðinum Eden
þrengdu sér gegnum bijóstholið: út-út-út! Seinnameir
staldraði ég við þau orð Pascals, sem mér þótti djúp-
skyggnastur hugsuða, að vansæld mannsins ætti sér
aðeins ein upptök, þau að hann gæti ekki dvalist einn
með sjálfum sér innan fjögurra veggja. Þó dapurleg
væra fengu orð hans réttari hljóm og samkvæmari vera-
leikaskjmjun minni en áminning trúarskáldsins og
siðaprédikarans Bunyans, að menn ættu ekki að sækjast
eftir því sem er hér og nú, heldur bíða þess sem í vænd-
um er. Ég átti hvorki rósemd né langlund til að geta af
heilum hug samsinnt ójarðneskum boðskap hins enska
kenniföður, þó lýsing hans á margháttuðum raunum krist-
ins manns í veraldarvolkinu væri mér ákaflega hugleikin.
Að stúdentsprófi loknu var mér svipað innanrifja og
fugli hlýtur að vera þegar honum er sleppt útúr búri
eftir langa innilokun. Ég var laus við rimlana og fannst
allir vegir vera færir, brann í skinninu að komast burt
og sjá með eigin augum eitthvað af þeim undram og
stórmerkjum sem biðu handan hafsins. En mér var líka
í mun að slíta af mér fjötrana heimafyrir, sýna þó ekki
væri nema með táknrænum hætti að ég væri orðinn fleyg-
ur og gæti af eigin rammleik borið mig eftir björginni.
Fjrsta tilraun í þá átt tók á sig heldur skoplega mynd.
Við Randvér voram á gangi niður Laugaveg í blíðskap-
arveðri uppúr miðjum júní og ég fann hvemig sólbreiskjan
eldi í mér blóðið og snöggvakti dulda hvöt til að ijúfa
einhver höft og bjóða umhverfinu bjrgin. Formálalaust
hnippti ég í handlegginn á félaga mínum og sagði bæði
í gamni og alvöra:
Veistu hvað við geram? Föram úr jökkunum og löbbum
á skjrrtunni niðrí Miðbæ!
Randvér leit til mín forviða og var augsýnilega á báð-
um áttum, hvort mér væri alvara. Hann var því vanur
að ég kastaði fram ijarstæðum hugmyndum af eintómu
bríaríi og taldi ugglaust að hér væri um þvílíka uppá-
komu að ræða, enda var tillagan fáheyrð.
Ég meina það, ítrekaði ég og staðnæmdist fyrir fram-
an sýningarglugga á klæðaverslun Andrésar. Þú sérð
fólk gera það í stórborgum erlendis. Það höfum við oft
séð í bíó. Hversvegna ætti það ekki að vera hægt í
Reykjavík einsog annarstaðar, úrþví veðrið er svona gott?
Það brá fyrir prakkaralegum glampa í augum Rand-
vés. Greinilega fannst honum hugmyndin ögrandi og var
einsog stundum endranær til í að rejma eitthvað sem
ekki hafði fyrr verið bryddað á. Einhverstaðar í fylgsnum
sálarinnar bærðist bæld löngun verðandi listamanns til
að koma á óvart.
Þú þorir ekki þegar á reynir, sagði hann og tvísteig
fyrir framan mig með skelmsku glotti.
Ég þori ef þú þorir, svaraði ég og fann ásetninginn
geiga lítið eitt andspænis framkvæmd sem ekki yrði
umflúin ef Randvér tæki af skarið.
eftir Sigurð A. Magnússon
Allt í lagi, sagði hann. Þú áttir uppástunguna og ferð
fyrst úr þínum jakka.
Ég hikaði við og horfði á hann örskotsstund tvílráður
í fullri vitund þess að við væram í þann veginn að bijóta
óskráð lög bæjarbúa, svipti þvínæst af mér jakkanum
og lagði hann jrfir hægri handlegg. Randvér vildi ekki
vera minni maður og gerði slíkt hið sama. Tveir menn á
gangstéttinni andspænis snarstönsuðu og horfðu á okkur
dolfallnir.
Við létum sem við tækjum ekki eftir augnagolum veg-
farenda þarsem við röltum í hægðum okkar ofan
Bakarabrekku, reyndum að sýnast eðlilegir og afslappað-
ir með því að halda uppi hástemmdum samræðum sem
öðrahveiju vora rofnar af fátkenndum hláturrokum og
vora ekki í neinu samræmi við umræðuefnin. Sólin var
brennheit, bakaði húsveggi og gangstétt, þrengdi sér
gegnum þunna skyrtuna og yljaði mér innað hjartarótum.
Yfir tilveranni var ferskur og áfengur sumarblær sem
blandaðist áður óþekktri frelsiskennd: í fyrsta sinn um
langan aldur var ég opinskátt að hlýða boðum blóðsins
og gefa dauðann í viðteknar umgengnisvenjur. En sú
kennd var flöktandi og traflaðist af ónotalegri vitund um
að vegfarendur væra margir hveijir sárhneykslaðir á til-
tæki okkar. Sumir þeirra námu staðar og störðu á okkur
með vanþóknunar- eða furðusvip, aðrir hröðuðu sér hjá
niðurlútir og hristu hausinn í þögulli vandlætingu, en
einstaka maður brosti til okkar vingjamlega og virtist
vera hjartanlega sáttur við þetta frávik frá rótgróinni
hefð. Niðrá Lækjartorgi gerðu tveir blaðsölustrákar
skyndilegt hlé á hrópum sínum og störðu á okkur einsog
naut á nývirki, uns gall við í öðram þeirra:
Nei sko! Þeir ætla að fara að slást!
Við lölluðum áfram vestur Austurstræti og ég slengdi
jakkanum kæraleysislega yfir öxlina, hélt honum á hank-
anum með einum fingri og bar mig einsog heimsmaður.
í mannsöfnuðinum fann ég ótal augu beinast að okkur
og rejmdi að láta sem ekkert væri, en varð hálfkindarleg-
ur þegar kunningjar fóra hjá og köstuðu á okkur kveðrju.
Þeir ráku undantekningarlaust upp stór augu og héldu
vísast að við félagar hefðum fengið snert af sólsting.
Þegar við komum að þóttafullri styttu Jóns Sigurðsson-
ar á Austurvelli afréðum við að gefa tilraunina uppá
bátinn og fara aftur í jakkana. Var einkennilegur léttir
að losna undan forvitnum augnagotum vegfarenda og
stangaðist á við ánægjuna yfir að hafa haft í frammi
veikburða viðleitni til að ögra almenningsálitinu, en í
kjölfarið kom sú áleitna kennd að við Randvér hefðum
í rauninni hegðað okkur bamalega og að þarflausu gert
okkur hlægilega. Sem fyrr var sálarlífið hrærigrautur
gagnstæðra tilfínninga.
Frelsiskenndin sem altók mig uppúr stúdentsprófi var
á þverstæðan hátt blandin kvíða fyrir framtíðinni. Mér
virtust allir vegir vera færir, en framtíðin var óráðin af
því ég vissi ekki gerla hvað gera skyldi við nýfengið
frelsi. Einsog fugl sem losnar úr búri eftir langa innilok-
un og flýgur útí heiminn til að átta sig á árstíð og
kennileitum, þannig var ég nú reiðubúinn að reyna flug-
hæfnina og kanna möguleikana, sem við nánari skoðun
rejmdust ekki vera eins fjölbrejtilegir og ég hafði í bjart-
sýnum bamaskap talið mér trú um. Eg var með öllu
félaus, sem óneitanlega setti hverskjms framtíðaráform-
um óþægilegar skorður og útilokaði meðal annars
hugsanlegt nám erlendis. Guðfræðin virtist eftir sem
áður ætla að rejmast þrautalendingin.
Vonlausar horfur á námi erlendis urðu fremur til að
örva en slæva löngunina til að komast útjrfir pollinn og
kynnast umheiminum, þó í litlu væri. Tækifærið kom
óvænt uppí hendumar þegar auglýst var norrænt kristi-
legt stúdentamót í Danmörku og átti að hefjast viku
eftir Jónsmessu. Þórður Yngvi hafði um nokkurt skeið
verið að velta fyrir sér Danmerkurferð og þótti bera vel
í veiði þegar stúdentamótið var auglýst. Þarmeð gæti
hann í senn sinnt brýnum einkaerindum og verið mér
og nokkram öðram til samlætis á mótinu.
Einkaerindin sem Þórður Yngvi hugðist reka vora tengd
gamalli vinkonu, sem hann hafði bundist ástböndum fjór-
um áram fyrr og saknað æ síðan. Var sú saga mér
hugarhaldin sökum þess hve dularfull hún var og í flest-
um greinum torskilin.
Hann hafði kynnst Kirsten í stríðinu, rúmu ári áðuren
hann hélt heimleiðis, og þau fellt hugi saman. Kirsten
var hjúkranarkona og innilega trúuð, en hafði ekki fund-
ið anda sínum frið eða fullnægju í lúthersku þjóðkirkjunni
og var í þann veginn að snúast til rómversks siðar. Var
hún í læri hjá kaþólskum presti í það mund sem þau
Þórður Yngvi kynntust og gekk brátt formlega í söfnuð-
inn, hvemig sem ástvinur hennar rejmdi að telja henni
hughvarf. Af lýsingum vinar míns að dæma var hún
ákaflega einbeitt stúlka og staðföst í sínum ásetningi,
en átti samt í áralöngu sálarstríði og grafli útí eigið hjálp-
ræði.
Ást þeirra Þórðar Yngva dofnaði ekki þó Kirsten skipti
um kirkjudeild, öðra nær. En þá komu upp vandamál sem
reyndust nálega óieysanleg. Skriftafaðir og leiðbeinandi
stúlkunnar lagðist ekki beinlínis gegn ráðahag elskend-
anna, þó hann væri honum óljúfur, en stóð á því fastar
en fótunum að böm þeirra yrðu alin upp í rómverskum
sið, ef úr hjónabandi yrði. Þetta var sá stóri biti sem
Þórður Yngvi fékk með engu móti kjmgt, með þeim afleið-
ingum að hann hélt heim til íslands í stríðslok án
elskunnar sinnar og harmaði hana alla stund síðan.
Nú var það fyrirætlun hans að hitta hana aftur að
máli og ganga úr skugga um, hvort hún sæti enn við
sinn keip eftir þriggja ára sáran aðskilnað. Að vísu höfðu
þau skrifast á og hún hvergi látið bilbug á sér finna í
trúarefnum, en Þórður Yngvi gerði sér veika von um að
fá hana aftur á sitt band þegar þau stæðu augliti til
auglitis.
Eg átti sannast sagna erfitt með að átta mig á stífni
vinar míns í þessu viðkvæma og afdrifaríka máli, en
hann kvað mig hvorki þekkja einstrengisleg og ómannúð-
leg viðhorf kaþólskra né heldur gera mér ljósa grein fyrir
hvað í því fælist að ala upp afkvæmi sín í öðram sið.
Þegar ég innti hann eftir, hvort hann ætlaðist þá til að
Kirsten æli upp böm sín í sið sem hún hefði sagt skilið
við, svaraði hann þvj til, að sú væri ekki ætlun hans,
heldur vildi hann komast að samkomulagi um að uppeldi
bamanna yrði í höndum þeirra beggja og ekki bundið
tiltekinni kirkjudeild; þau ættu að fá að ráða því sjálf
þegar þau hefðu aldur til, hvaða kirkjudeild þau vildu
tilheyra. Erfitt var að gera sér í hugarlund hvemig þvílík
málamiðlun myndi arta sig f veraleik daglegs lífs, en
vitanlega var það þeirra höfuðverkur.
Eftirað ég hafði iátið skrá mig á stúdentsmótið í Dan-
mörku fór ég á stúfana til að verða mér úti um gjaldeyri,
sem var ófáanlegur í bönkum. Eftir árangurslausa eftir-
grennslan kom loks þar, að einn af kunningjum mínum
í KFUM kvaðst eiga allgott frimerkjasafn sem hann
væri reiðubúinn að ráðstafa í mína þágu. Þvílíku kosta-
boði tók ég allshugarfeginn og átti bágt með að veijast
þeirri hugsun, að hér hefðu æðri máttarvöld gripið inní
rás viðburða; ég gat ekki fundið neina skynsamlega
ástæðu til þess að kunninginn fómaði þannig aleigu sinni
í frímerkjum, jafnvel þó hann fengi hana að fullu greidda
í íslenskri mynt — nema hann væri með öllu afhuga
frímerkjasöfnun, sem reyndar gat vel verið. Frímerkin
vora póstsend til Svíþjóðar, en þaðan átti ég að fá and-
virði þeirra í dönskum krónum sent á heimilisfang í
Kaupmannahöfn. Síst óraði mig fyrir flækjunum sem af
þessu ráðabralli leiddi.
Sú bíræfni að leggja uppí langa utanlandsferð með
tvær hendur tómar skömmu eftir stúdentspróf helgaðist
ekki einungs af hamslausri útþrá, heldur einnig þeim
áformum að vinna mér inn peninga með kennslu næsta
vetur samhliða háskólanámi, þannig að sumarhýran, hver
sem hún yrði, væri ekki skilyrði þess að ég gæti haldið
áfram skólagöngu.
Dagana sem ég átti lausa framað brottför tók Sá eini
rétti mig í tilfallandi málningarvinnu, svo ég hefði hand-
bært skotsilfur til að greiða kunningjanum bóngóða sem
frímerkin átti og reynst hafði mér miklu betri en enginn.