Morgunblaðið - 09.11.1986, Síða 11

Morgunblaðið - 09.11.1986, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 B 11 að bókin kemur út og líti flóttalega um öxl! Svei mér þá — það er nátt- úrlega alltaf gaman að koma svolitlum illindum af stað!“ Svo verður Steinunn alvarleg á nýjan leik. „Það segir sig vitaskuld sjálft að sem höfundi hefur mér dottið allt það í hug sem þessi kona gengur í gegnum; annars hefði ég varla getað skrifað bókina. En konan er samt ekki ég og við höfum lifað gerólíku lífi. Tökum bara augljóst atriði eins og það að hún á ekkert barn. Það gjörbreytir auðvitað lífi manns að eignast bam og maður verður aldrei samur upp frá því,“ segir Steinunn og lækkar röddina eins og hún vilji ekki að Tinna, sem er komin inn til sín, heyri í sér. „En ég veit það ekki, kannski er ég bara svona klók að dulbúa mig — að ljúga sannleikanum ..." Sagöist ég vera á rósrauÖu skýi? Af einhveijum ástæðum verða þessar hugleiðingar til þess að Steinunn fer að tala verr um bókina sína en áður. „Helvítis bókin. Sagðist ég vera uppi á rósrauðu skýi? Það er náttúr- lega ekki alveg rétt. Ég er að sjálfsögðu aðeins farin að tapa áhuga á henni, sem betur fer; ég ætla að vona að mín bíði betri örlög en að hugsa um hana til æviloka. Þetta hefur verið stormasamt sam- band. Og auðvitað hef ég þrátt fyrir allt svolitlar áhyggjur af því hvem- ig verður skrifað um hana.“ „Hvemig heldurðu að verði skrif- að um hana?“ Ég hélt að þetta væri ósköp sak- leysisleg spuming, en Steinunn starir á mig í forundran lengi vel. „Ég held ég hafi bara aldrei ver- ið spurð að • svona nokkm áður," segir hún ioks. „En úr því þú spyrð þá verð ég eins og nærri má geta að standa við mitt. Ég held að það verði skrifað mjög vel um þessa bók! Ég held það hljóti bara að vera — nema gagnrýnendur séu einhveijir asnar," segir Steinunn og hlær og gefur mér til kynna að þetta beri ekki að taka of hátíð- lega. „En það sem ég vildi segja er að ég held að form þessarar bókar sé ákveðin nýjung; ég hef ekki áhuga á að líkja eftir öðmm höfundum og ég held að ég hafi þama skapað eitthvað nýtt — sum- partinn óvart kannski! Eg held líka að ég hafi í bókinni náð því sem einhver amerískur gagnrýnandi kallaði „the particular flavour of this suffering". Hann sagði að þetta væri að finna í öllum góðum bókum. Hvemig eigum við að þýða það?“ Við komumst að þeirri niðurstöðu að „hið einstaka bragð þeirrar þján- ingar“ sé þokkaleg þýðing, en þá er Steinunn aftur komin með áhyggjur. „Er ég kannski búin að tala of mikið um óvenjulegt form? Það er líklega villandi. Ég meina — þetta er enginn Ulysses! Það er ekkert óskiljanlegt í þessari bók og hún er ekkert torf. „Hið einstaka bragð þessarar þjáningar“ eiga allir að geta skilið." Nú langar mig að skrifa um fólk „Ætlarðu að halda áfram í svip- uðum dúr, heldurðu?" „Nei,“ segir Steinunn og er ákveðin. „Ekki í bili, alla vega. Nú langar mig ofboðslega til þess að skrifa um FÓLK. Ég stend í þeirri hamingjusömu trú að það sé auð- veldara en að skrifa beinlínis um fyrirbæri eins og þjáninguna — eða ástina. Auðvitað hef ég alltaf skrif- að um fólk en það er ekki það sama og að skrifa þijú fjögur hundmð blaðsíðna bók með helling af per- sónum. Ég held að það sé nú fyrst sem ég er fær um að takast á við svoleiðis verkefni. Veistu, að fólk er mér sífellt undrunarefni? Það líður ekki sá dagur að ég verði ekki alveg steinhissa á því hvað fólk getur tekið sér fyrir hendur! Ég get orðið alveg bit bara á því að hlusta á fólk í síma eða sjá það úti í búð eða fylgjast með því í umferðinni. Skemmtilegast finnst mér að hlusta á fólk segja sögur af því sem það hefur lent í. Fólk er litskrúðugra og íjölbreyttara en nokkur dýragarður og ég meina þetta alls ekki neikvætt. Það er bara eins og mennimir séu alls ekki af sömu' tegund. Ég man til dæmis eftir því að þegar ég bjó í Ameríku fóru þar fram miklar um- ræður í blöðum um bamanauðgara. Þá fór ég að hugsa um það hvers konar orku mennimir búa yfír og hvað hún tekur á sig ólíkar mynd- ir. Þessir bamanauðgarar hugsa um það alla ævi, frá morgni til kvölds á hveijum einasta degi, hvemig Jjeir geti komist yfír krakka. A sama tíma lifir annað fólk til 110 ára aldurs og því dettur svonalagað aldrei í hug; það flökrar ekki einu sinni að þvf. Og hlutir eins og peningamál; einn maður getur verið að farast úr áhyggjum út af einhveijum peningamálum sem maðurinn á neðri hæðinni leið- ir ekki einu sinni hugann að, hvað þá meira. Eða algengt fyrirbæri eins og framhjáhald. Maðurinn á neðri hæðinni stundar það kannski alla ævi og finnst ekkert sjálfsagð- ara en manninum á efri hæðinni finnst það alveg ótækt og hin mesta svívirða. Svo er eins víst að maður- inn á neðri hæðinni lifi þrátt fyrir framhjáhaldið í hamingjusömu hjónabandi en hinn í hreinasta helvíti." ... fjölbreytileikinn enn geggjaðri Steinunn er greinilega alveg dol- fallin. „Þó eru þessir menn af sömu þjóð,“ heldur hún áfram. „Ef maður fer að spekúlera í muninum á milli þjóða verður Qölbreytileikinn ennþá geggjaðri. Meðan ég var í Ameríku kom þar upp merkilegt mál. Það var kona frá Japan sem hafði gist Ameríkana, eignast með honum tvö böm og þau sest að í Kalifomíu. Konan var að mestu einangruð og í litlum tengslum við umheiminn. Svo gerðist það að maðurinn skildi við hana og samkvæmt hennar venjum sá hún aðeins eitt úrræði; að ganga í sjóinn með böm sín tvö. Af einhveijum ástæðum dmkknaði hún ekki en situr nú inni til æviloka fyrir morð á bömunum sínum. Ég meina — þetta er svo framandi okkur — því hér skilur fólk á hveij- um einasta degi — að þessi japanska kona gæti eins verið frá annarri plánetu. Tímaþjófurinn minn skil-* greinir fólk gegnum einstakar til- finningar en auðvitað er hægt að skilgreina það gegnum fleira, segja sögu þess frá fleiri hliðum og láta hana tengjast sögu fleira fólks. Það var kannski þetta sem ég átti við þegar ég sagði að nýja bókin mín væri um fyrirbæri en síður fólk. Núna finnst mér verðugt viðfangs- efni að skrifa um fólk ...“ Svo vendir Steinunn kvæði sínu allt í einu f kross. „Heyrðu! Það er alltof gott veður til þess að sitja hér inni. Hvemig líst þér á að koma í bfltúr upp í Heiðmörk?“ Og það gerðum við. — U Tímaþjófurinn Kaflar úr nýrri skáldsögu eftir Steinunni Sigurðardóttur Morgunblaðið birtir hér, með góðfúslegn leyfi höfundar, þijá kafla úr bók Steinunnar Sigurðardóttur, Tímaþjófinum, sem kemur út hjá bókaforlaginu Vöku innan tíðar. Kaflarnir eru upphafskaflinn, Skólasetning, og svo þriðji og fjórði kafli bókarinnar. Skólasetning Ég er of snemma á ferðinni, því úrið mitt hefur seink- að sér. Ég reyni að stilla það eftir Dómkirkjuklukkunni, en það er vonlaust verk fyrir hanskaklædda konu. Mér hrýs hugur við að afplána biðina á Austurvelli, gangandi í hringi kringum styttu Jóns, en ég finn ekki upp á neinu öðru til að drepa tímann. í sjöunda hring eða svo berst mér til eyma óvenju hávær sorgarmars úr kirkjunni. Svo er borin út líkkista. Hlýtur að vera ung kona, því maður um þrítugt og sjö eða átta ára stelpa ganga fyrst. Þau draga fætuma eftir malbikinu. Útfararfólkið tínist úr kirkju og blandast kennurum og nemendum, sem em famir að bíða eftir sömu athöfn og ég. Skólasetningu. Ég er í rauðu kápunni og svörtu sokkunum og ég er hálfsjenert ef menn skyldu halda að ég hafi verið í jarðar- för svo mellulega búin. Gisin ský em á hendingskasti svo það kviknar og slokknar á sóiinni einsog biluðum vita. Trén í þinghús- garðinum em orðin hálf dmsluleg, þótt september sé rétt að byija. Dregur frá, rétt einu sinni, svo bjarma slær á syrgjendur og menntaskólafólk, um leið og nýtt él bylur á andlitinu. Steindór, samkennari minn í frönsku og latínu, stend- ur álengdar og horfir á mig hundslegur til augnanna en lostafullur á vör. Ég reyni að vílq'a mér undan tilliti hans, tek rauðan skýluklút úr veski, legg yfir uppsett hárið og bind undir kverk. í beinu framhaldi af því er svört regnhlíf þotin upp mér til vemdar. Sá sem hefur spennt áhaldið fyrir mig er ekki í augsýn, en ég ávarpa hann samt, hver sem hann er. Ertu í skátunum, spyr ég og veit ekki hvert ég á að snúa mér. Nei, ég ætla að kenna sögu hjá ykkur í vetur. Og vonandi lengur, segir rektor, sem stendur við hlið- ina á mér. Má ég kynna. Regnhlífamaðurinn er fyrir aftan mig svo ég verð að snúa mér hálfhring til að geta tekið í höndina á honum. Ég þarf líka að reigja mig til að sjá framan í hann, því hann er ekki undir einn níutiuogfimm á hæð. Gifting eða greftran segir hann og brosir beintenntur. Það hittir alveg í mark þvf ég er alltaf veik fyrir list- rænni hönnun úr varanlegu efni. Gifting og greftran, segi ég og við göngum samsíða upp Dómkirkjutröppur, á leið f skólasetningu. Steindór er hnípinn í humáttinni. Sjaldgjæft að geta stjómað regnhlíf í þessum rokrassi þar sem maður veit aldrei hvaðan á mann stendur veðr- ið segi ég. Um leið lendir sú svarta í ófyrirsjánlegri vindhviðu. Hún fykur upp og sögukennarinn roðnar þeg- ar hann reynir að koma einhverri mynd á hana án þess að slasa fólkið í þvögunni. Þetta getur komið fyrir alla segi ég móðurleg, en drengnum er bragðið og hann sýnir tennumar ekki aftur. Ég sé útundan mér í kirkjunni að hann sjmgur með Rís þú unga íslands merki. Ætli hann sé þá ekki hálfgerð- ur skáti í sér eða ungmennafélagi. Að utan er hann alveg einsog risabangsi í búðarglugga. (Svekkjandi augu úr ísbláu gleri/montinn með sig f glugganum./Dýrasti bangsi í bænum/með uppstoppað öiyggi/Hugsar: Hún á ekki fyrir mér þessi./Þér biygði nú ef manni tæmdist arfur/ eða vinimir efndu til samskota.) Göngufrí í okt. Sjötti bé suðaði svo mikið að ég gaf göngufrí. Þetta er í fyrsta skipti á tólf ára kennsluferli sem ég gef göngufrí um haust. Það er veðrið til þess. Langt að komin sólin skín miskunnsöm á regnbogalauf jarðar og svo á ég líka afmæli. Þijátíuogsjö þótt skömm sé frá að segja. Skyldu þeir vita réttan aldur á kennslukonunni sjötta bé bekkjar piltamir sem þrá hana leynilega hver í kapp við annan. Mér er það alltaf huggun harmi gegn (jafnvel þótt ég sé ekki nauðsynlega harmi slegin í það og það skiptið) að trítla um Gamla kirkjugarðinn. Hér er ég nefnilega svo stálheppin að eiga vísan stað hvenær sem mér þókn- ast að hefja hvfld f friði hjá Öldu Einarsdóttur ívarsen og Oddi ívarsen landlækni og Öldu Oddsdóttur ívarsen, andvana fæddri, réttu ári á undan mér heilli og lifandi fæddri. Nafnið mitt var sem sagt til áður en ég kom í heiminn, á litlum legsteini í ættargrafreitnum. Ég ólst upp við að skoða það, hissa og fegin að þama var ég ekki, bara nafnið mitt. Skelfing hvað það verður nú huggulegra fyrir mig að hrökkva uppaf en þorra íslendinga. Mér er þó ætlaður staður, en hinir greyin, alveg í óvissu um hvar þeim verð- ur holað niður. Við Nesti í Fossvogi kannski, eða uppi á öskuhaugum. Er það nú mórall að jarða fólk í fyirum raslahaug. Er ætlast til að liðið hvíli í spekt með ísskáps- hurðir bretti saumavélar og stólfætur næst sér; er nú ekki nóg sem límir fólk við jarðlífið þótt það fái að vera í friði fyrir framliðnu dóti eftir dauðann. Var því virki- lega ekki nóg traflun að teygjum og bendlaböndum meðan það var og hét? Eða aumingja dána fólkið í Fossvogin- um, alveg uppundir Öskjuhlíð sumt hvað og langar í sólbað milli jólatijánna, eða það er of nálægt Nesti og óskar sér einnar með öllu. Nei auðvitað er það sá Gamli sem blívur, þar var byijað að gróðursetja okkur fyrir svo löngu og steinamir útsprangnir allt árið. Svo er stutt f bíó og leikhús og á barina, og það er alltaf í þeim Gamla sem skemmtilegasta fólkið gengur og hugsar fallega til okkar sem verðum horfín sjónum. Enginn getur ímyndað sér öiyggið í að eiga frátekinn stað undir grænni torfu. Óundirbúin brottför út í veður og vind væri ekki að mínu skapi. Það er höfuðnauðsyn manneskju einsog mér að vita nákvæmlega hvar ferðalag- ið á að enda. Inni í miðjum garði situr ólétt kona á leiði. Við hliðina á henni er maður sem býður vínarbrauð úr brúnum bréf- poka. Svona leynist margt f lífríki kirkjugarðsins ef að er gáð. Þessi tvö era úr alþýðustétt í illa sniðnum fötum. Þau era bæði með englahár, fingert og liðað. Og það geislar af þeim einhveiju sem ég þekki ekki en hef lesið um á margri misþykkri bók. Það rifjast upp fyrir mér sem ég hef náttúrlega alltaf vitað: svo margt sem ég á ekki um að velja. Til dæmis alls ekki að vera ólétt al- þýðukona að borða vínarbrauð f kirkjugarðinum með ektamanni. Á leiði með litlum engli sé ég afmælið mitt. 18. októ- ber. Þann dag fyrir fjöratíuogfjóram áram dó stúlkubamið Þórann Jónsdóttir, sjö ára gömul. Það er stundum sagt að fólk venjist öllu, en það er ekki satt. Fólkið í gamla daga á íslandi var jafndapurt þegar fimmta barn dó og það fyrsta. Af ellefu bömum þeirra hjóna komust tvö til manns. Saga úr nútímanum á íslandi. Ungbamadauði hvergi lægri í heiminum en á íslandi. Önnur saga úr nútímaím. En það er sama þótt snögg umskiptin séu til hins betra, aumingja þjóðin hefur ekki þolað þau. Hún er einsog ferðamannahjörð ringluð af þotuveiki. Það sem bjargar mér er að vera aristókrat í þijá ættliði. Ef ég væri það ekki þá væri ég búin að fylla húsið hjá mér af frystikistum og hefði aldrei stigið fæti á ftalska grand. Átjánda októbersólin skín mér skært í há-hádeginu. Ég fer úr frakkanum, er bara á stutterma peysu og tylli mér á leiði Þórannar Jónsdóttur bams. Ég raka saman regnbogans laufum með mokkasfnunum og ég leyfi mér þann munað að leggjast á þau og hneppa aðeins frá peysunni í hálsakoti. Þá blikar á demantinn í giftingar- hringnum sem hún móðir mín vildi að ég erfði eftir hana. Best þú berir hann frekar en engan hring, sagði hún, handviss um að ég mundi engan vilja og aldrei giftast. Lognið og kyrrðin í heimi legsteinanna færist jrfir mig. Mér rennur í bijóst með laufin við vanga. Hrekk svo upp við eitthvert þrask, en ég sé ekki neinn. Von- andi fer enginn að ganga fram á mig lárétta á leiði einsog þegar Jóndi gekk frammá okkur Nonna að kyssast í þessum garði sjötta bekkjar vorið. Annars var ég jrfirleitt ein á ferð hér á menntaskólaár- unum. Ein á leið heim í Sörlaskjól af skólaballi, í ullar- sokkum, bomsum og á siffonkjól undir tvídkápunni sem mamma keypti í London. Og það brakaði í snjóskorpu á leiðunum. Ég man ekki eða skil ekki hvers vegna ég var yfírleitt ein mfns liðs. Því ég var skemmtileg falleg og gáfuð og fín í tauinu. Og stórættuð. En það getur auðvit- að fælt ættleysingjana frá. Ekki er ég fyrr staðin upp, búin að hneppa peysunni og skella Burburry frakkanum yfir beran handlegginn með fóðrið út en bláeygði samkennarinn frá því á skóla- setningu birtist í kirkjugarðshliðinu. Hann stendur kjur SJÁ BLS. 12B

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.