Alþýðublaðið - 07.10.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.10.1920, Blaðsíða 1
Grefið út af Alþýöuflokknuxn. 1920 Fimtudaginn 7. október. 230. töiubl. ================= Orð til ungra íslendinga. Uagur er sá, sem ungur er í anda, hvort sem hann hefir lifað ®iörg ár eða fá. En ungur í anda er sá, sem getur meðtekið og skilið nýjar hugsanir og hugsjónir, og hefir jW til þess að halda fram þeim skoðunum er hann hyggur rétt- ^star. Skoðanir eða stefnur í stjórn- málum eru margar, En hver er 4>ezt, hver er réttust? Sú stefnan sem gerir flesta menn hamingju- sama, sú stefná sem útrýmir fá- taektinni og því böli sem henni fylgir: sultinum, fataskortinum, húsnæðisleysisbölinu og heilsu- ^pillir þeim er af þessu leiðir. Er nokkur slík stefna til? Svarið er: Það er einmitt það ^em þið eigið að ganga úr skugga um, ungir íslendingar, karlar og konur I Við jafnaðarmenn segjum að slík stefna sé til: jajnaðarstefnan, og að hún sé jafnframt eina ráðið sem til sé við þjóðfélagsbölinu. En við biðjum ykkur ekki, ungir íslendingar, um a§ trúa okkur. Rannsakið það sjálfir og trúið bezt 3dtkur sjálfum! Athugið áð mikill hluti verka- íýðsins í höfuðstað landsins býr í kíbýlum sem læknarnir segja að 3éu heilsuspillandi. Er það ekki afskapleg tilhugsun? Áttu ekki lít- inn bróður eða litla systur, eða kannske átt þú sjálfur barn? Hugs- áðu þér þinn bróður eða þína systur eða þitt barn í híbýlum sem geta valdið heilsuleysi eða dauða, er það ekki ógurleg tilhugsun? En hvað svo þegar athugað er að það eru margar fjölskyldur, sem öfunda fólkið sem býr í heilsu- spillandi íbúðunum, og hefir ástæðu til þess að öfunda það, af því að það sjálft hefir enga íbúð. Takið ^ftir, enga íbúð, en verður að hýma á nóttunni, þar á meðal börn og gamalmenni, í flatsæng í forstofum, í eldhúsum eða á þurk- loítum þar sem rignir á það! Athugið nú: Er landið ekki nógu rfkt til þess, að hver einasti íslendingur geti haft þak yfir höf- uðið? Hvar eru þeir sem segja að ísland sé ekki nógu ríkt til þess, að allir íslendingar geti búið í hfbýlum, sem séu að minsta kosti ekki heilsuspillandi ? Enginn segir það! Engum lætur sér detta það í hug. En því þá þola þetta ástand? Alstaðar að af Iandinu fréttist um jarðnæðisleysi. Fjöldi fólks verður að flytja til kaupstaðanna af því það fær hvergi jarðnæði. Er þetta vit? Er ekki Iandið nógu stórt? Eru ekki svæðin, þar sem gera má flæðiengi, nógu stór fyrir jtfu sinnum fleira fólk nn nú lifir hér á landbúnaði? Eru ekki túnstæðin nóg fyrir hundrað sinn- um fjölmennari landbúnaðarstétt en nú lifir hér? Leitið að svörum við þessum spurningum og athugið hvers vegna þetta er svona. Og gleymið ekki að athuga: Er heppilegt að láta framleiðsiuna og verzlunina vera í höndum ein- staklinganna, eins og nú, með þeirri niðurstöðu, að einstakir menn græði 300 til 600 þúsund krónur á ári, eða jafn mikið og 2 til 3 hundruð verkamannaíjöl- skyldur hafa í árstekjur. Er það heppilegt fyrir okkar litla þjóðfé- lag, að einstakir menn græði meira á ári en öll embættismanna- stétt landsins til samans hefir í árslaun. Er nokkurt vit f því, að einstakir menn græði 1 til 2 þús, kr. á dag til jafnaðar alt árið um kring (það er frá 100 upp í 200 kr. um klukkutimann, 10 tfma á dag, alla virka daga ársins) þegar börn ganga á sama tfma klæðlítii og búa f heilsuspillandi híbýlum? Athugið þetta alt, ungir Íslend- iragar! Athugið það svo vel að þið garagið alveg úr skugga um það, og þegar þið hafið fundið það, sem þið, píð sjálfir (ekki við), sjáið og segið að sé hið rétta, þá vinnið að því af öllum mætti ykkar. Toveri. €rlenð símskeyti. Khöfn, 5. okt. írar. Frá London er símað að de Valera [kardínáll, sem er forseti írska Iýðveldisins, er írar sjálfir svo nefna] hafi algerlega vísað á bug tillögum Greys lávarðar um Irsku málin. Wrangel. Frá Konstantinopel er sfmað að Wrangel hafi tekið 8000 fanga. Frá fjármálastefnunni. Símað er frá Bryssel að verzl- unarnefnd fjármálaráðstefnunnar, er þar situr nú, hafi nær einróma lagt til að verzlun milli ríkja verði gefin frjáls. Pólverjar og Litliáar. Frá Varsjá er símað að vopna- hlé sé komið á miili Pólverja og Litháa. Danska þingið var sett í gær með miklum há- tíðahöldum. Mættu þar í fyrsta skifti þingmenn Suðurjóta. IjnngnrsaeyB i Xiaa! Khöfn, 5. okt. Talið er að ioóo Kínverjar deyi nú á dag úr hungri. Manntal á að fara fram um alt land i. desemberj'n. k. Hagstofan stendur fyrir því að þessu sinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.