Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 Á yfirlætislausu heimili þeirra Eddu, Oliviers og Tómasar sonar þeirra í París, hitti ég þau fyrst og langar mig að kynna þessa áhugaverðu tónlistarfjölskyldu fyrir lesendum. Uppörvun frá fólki fleytti mér áfram Elín Hansdóttir ræðir við hjónin Eddu Erlendsdóttur og Olivier Manoury í París Edda er reyndar íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunn, en hún hefur spilað tölu- vert á íslandi undanfarin ár bæði einleik, kammermúsík og í hljóm- sveitum. Eftir lokapróf frá Tónlistarskól- anum fór Edda á sumamámskeið til Nice í suður Frakkalandi. Þar kynntist hún kennara sem lagði hart að henni um, að sækja um skólavist í Conservatoire Nationale Superieur de Musique í París. Svo mikla trú hafði þessir kennari á hæfileikum Eddu, að hann útvegaði henni stryk til þess að hefja námið. Um haustið 1973 tók Edda inn- tökupróf, þar sem margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Stóðst hún það og hóf námið. Fljótlega eftir að hún flutti til Parísar kynntist hún manni sínum Olivier, en hann stundaði á þeim tíma nám í bókmenntafræði við Sorbonne í París. Eftir að hafa lok- ið MA-gráðu þar, fór hann í Beux Arts-listaakademíuna og lagði þar stund á höggmyndalist. Árið 1977 var afdrifaríkt hjá þeim Eddu og Olivier, því auk þess að ljúka námi sínu, áttu þau von á sínu fyrsta barni. Allir sem eiga böm þekkja þær vonir og þrár sem fylla líf okkar á slíkum tímum, en þeim bar ekki gæfa til þess að kynn- ast bami sínu. Það dó í fæðingu. Edda veiktist af bamsfararsótt og var vart hugað líf. Hjá þeim tók við tími heilsuleysis og vonleysis. En óðum birti á ný. Edda fékk kennarastarf við tónlistarskóla í útjaðri Parísar og tveimur árum seinna væntu þau aftur bams, en nú voru góð ráð dýr. Eddu var sagt að hún yrði að liggja í rúminu allan meðgöngutímann. Henni var gefínn kostur á að leggjast inn í spítala, eða liggja heima og hafa þar ein- hvem sem sæi um hana. Ekkert annað kom til mála en að Olivier hugsaði um konu sína. Um leið og þetta var að gerast tók Olivier aðra ákvörðun í samráði við konu sína og var hún sú, að hann mundi frá þessum tíma helga sig hljóðfæraleik og hljóðfærasmíði. Olivier er ekki menntaður tónlistar- maður í hefðbundnum skilningi, en hefur í vöggugjöf fengið mikla tón- listargáfu og ræktað hana til hins ýtrasta. Nú tóku við langir mánuðir, en Olivier safnaði að sér öllum heimild- um um fiðlusmíði sem hann gat, auk þess fékk hann gamla fiðlu sem hann tók í sundur til þess að kynn- ast hljóðfærinu betur. Síðan hóf hann smíðamar á eldhúsborðinu. Olivier spilar á sekkjapípur meðal annarra hljóðfæra, en um tíu ára skeið hefur hann spilað á hljóðfæri sem nefnist bandoneon. Til þess að hafa einhveijar tekjur á meðan hann var heima að smíða og að gæta Eddu, fór Olivier klukk- an 8 á morgnana niður í Metro (neðanjarðaijámbrautakerfi París- ar) þar sem hann spilaði á bando- neon fyrir Parísarbúa sem fóm í loftköstum frá lestinni til vinnu sinnar. Edda Erlendsdóttir Þetta er mjög algeng leið fyrir tónlistarmenn til þess að vinna sér inn peninga og í Metro em síst verri áheyrendur en í tónleikasölum. Slíkar uppákomur em einmitt það, sem gerir stórborgir manneskju- legri og lífið í þeim mun þolanlegra. Varstu vel undir námið í París búin? — Nei, eiginlega ekki. Það em gerðar svo ótrúlega miklar kröfur á öllum sviðum, sérstaklega hvað varðar tækni og svo er tónheyrn- arnámið þungt og Frakkar frægir fyrir hvað þeir leggja mikla áherslu á það. Maður verður að geta lesið allar nótur í öllum lyklum aftur á bak og áfram. Það er ekki hægt að bera saman námið hér og í París, gjörólíkar kennsluaðferðir em meginástæðan. Ég hafði mjög góða kennara heima og að þeim öllum ólöstuðum hafði ég mitt besta veganesti frá mínum góða kennara, Áma Krist- jánssyni. Hann hjálpaði mér að finna leið- ina til þess að túlka tilfinningar mínar í tónlist. Það má segja að ég hafi verið komin lengra en þeir frönsku í því. Varstu ákveðin í að verða kon- sertpíanisti? — Nei, aldeilis ekki, mér fannst alltaf mjög gaman að spila og gerði mér vonir um að verða kennari. Þegar ég var í Tónlistarskólanum heima var ég aldrei meira en meðal- nemandi og ég byijaði ekki að æfa mig vemlega fyrr en eftir stúdents- próf. Ég var heima með Tomma fyrstu þijú árin og nýttist mér sá tími vel til þess að æfa mig, því að ég var full af áhuga og spilagleði. Trúlega þroskaðist ég seint, en á þessum tíma vissi ég að þetta væri mitt líf. Síðan hef ég spilað meira og meira með hveiju árinu sem h'ður. Til dæmis hef ég farið í tónleika- ferðir bæði til Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á þessu ári. — Hvernig var að spila fyrir þá í Sovétríkjunum? Hvaða tónlist skiptir ekki máli — heldur að hún sé góð Olivier Manoury leikur á bandoneon. — Olivier, hvernig stóð á því að þú ákvaðst að leggja fyrir þig hljóðfærasmíðar og hljóðfæra- leik, heldur en að notfæra þér þina háskólamenntun? — Þegar ég lauk háskólanámi var orðið vart atvinnuleysis hjá háskólamenntuðum kennumm, sem er reyndar enn í dag. Ég hafði ekki lokið herþjónustu, svo ég ákvað að ljúka því af. Eftir að vera í hemum í eitt ár kom ég til baka og horfum- ar vom ekkert betri. Þetta var hálfgert vonleysisástand. Ég hef alla tjð spilað mikið og nú spilaði ég og spilaði, þessi ákvörðun varð ekki tekin á einum degi, síður en svo, en einhvem- veginn varð þessi hugmynd alltaf sterkari, þar til ekkert annað kom til mála. Svo varð það einu sinni sem oft- ar að ég var að spila út á götu og hafði sest á tröppu fyrir utan hús eitt í París. Ég var búinn að spila þama í svona hálftíma, þegar ein- hver úfinn haus á kalli kemur út í glugga, hann hrópaði og kallaði einhver ósköp á máli sem ég ekki skildi. Ég var alveg viss um að hann væri að reka mig á burt, þar til að mér varð ljóst, að hann var að bjóða mér inn til sín. Þetta var hvorki meira né minna en einn af bestu tangósöngvumm sem til em. Við komum okkur saman um að við mundum vinna saman og það höfum við gert. Hann heitir Em- esto Rondo og mun hann heimsækja ísland í desember og syngja með hljómsveitinni okkar. Aðrir sem spila með em: Enrique Pascual á píanó, Leonardo Sanchez á gítar og ég á bandoneon. — Eruð þið allir franskir í hljómsveitinni? — Nei, ég er eini Frakkinn. Hin- ir era að sjálfsögðu frá landi tangósins, Argentínu. — Hvað er bandoneon? — Bandoneon er skylt kon- sertínu og harmóníum en var í fyrstu miklu minna. Fljótlega var bætt í það nótum og það stækkað. Bandoneon var fyrst framleitt fyrir um 150 ámm í Þýskalandi. Á hljóð- færið var spilað mest í kirkjum, kirkjugöngum og skrúðgöngum. Algengast er að spila á það á hné en einnig má hengja það um háls- inn. Þegar seinni heimsstyijöldin braust út var verksmiðjunni, sem framleiddi bandoneon, lokað og hefur það ekki verið framleitt síðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.