Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 Ódýr leið til endurnýjunar PjthopkiA Hafnargötu 90, Keflavik, sími 4790 Mailer gerir mynd Rithöfundurinn frægi leikstýrir sjálfur mynd, sem gerð er eftir einni af bókum hans, Harðjaxlar dansa ekki. Bandaríski rithöfundurinn Norman Mailer stendur nú í ströngu í Provincetown í Massachusetts í Bandaríkjunum við að leikstýra myndinni Harð- jaxlar dansa ekki, en hún er gerð eftir samnefndri bók hans (Tough Guys Don’t Dance) sem komið hefur út í íslenskri þýð- ingu. Með aðalhlutverk fara Ryan O’Neil og Isabella Rossell- ini. Skáldsaga Mailers var met- sölubók árið 1984 og fjallar um Tim Madden (O’Neil), kvensam- an rithöfund og fyrrum hnefa- leikamann, sem vaknar einn daginn haldinn minnisleysi alkó- hólismans og með þá veiku tilfinningu að hann hafi orðið konu sinni að bana. Reiknað er með að myndin verði frumsýnd í Bandaríkjunum næsta haust en hún á að kosta fimm milljón- ir dollara. Hér er langt í frá um frumraun Mailers á kvikmyndasviðinu að ræða því hann gerði þrjár ódýrar og hörmulegar bíómyndir á sjö- unda áratugnum. „Þær voru áhugaverðar að vissu marki en misheppnaðar eftir það," sagði rithöfundurinn, sem hefur einnig fengist við stjórnmál, hnefaleika og leiklist um ævina. „Hérna er ég að reyna að gera fagmann- lega, hefðbundna bíómynd.” Rithöfundurinn og leikstjórinn Norman Mailer. Hún er hluti af tveggja mynda samningi, sem Mailer gerði við þá Cannonbændur, Golan og Globus, en hinum hluta samn- ingsins hefur Mailer þegar fullnægt með handriti sínu að mynd Jean-Luc Godard, Lé kon- ungi. Mailer skrifaði einnig handrit- ið að „Harðjöxlum” en það tók hann þrisvar sinnum lengri tíma að skrifa það en sjálfa bókina. Það hafði aðeins tekið hann tvo mánuði að skrifa söguna en hann var hálft ár með handritið. „Það reyndist erfiðara en ég hélt. Atriði sem komu vel út við stjóri. „Rithöfundurinn á sitt verk frá upphafi til enda og hann er allt í senn eiginmaður, faðir, afi og þræll þess. Kvikmynda- leikstjóri er alger andstæða rithöfundarins; hann lifir og hrærist úti í þessum stóra heimi.” Mailer bjóst við að tökur stæðu yfir í „sjö hræðilegar vik- ur“, en það hefur komið honum á óvart hversu mjög hann hefur notið þeirra. „Ég hef gaman af að vinna með leikurum.” Og það er gagnkvæmt. „Ég held að hann hafi skrifað handritið með mig í huga,” segir Ryan O’Neill, sem minnist þess að hafa boxað endrum og sinnum við þennan núverandi yfirmann sinn. „Núna fer hann mun verr með mig en nokkurn tímann í leikfimisaln- um.“ Mailer vonast satt að segja eftir metsölumynd svo hann geti sest aftur í leikstjórastólinn sem fyrst. „Ég held að ég hafi þurft á hvíld frá ritstörfunum að halda. Það er svo skrítið að vegna þess að leikstjórnin kallar á þá eiginleika í mér sem ekki hafa verið notaðir í 15 ár og leyf- ir þeim eiginleikum sem hafa unnið hvað mest að hvílast, hef- ur þetta verið stórskemmtilegt. Hugurinn er ferskari en hann hefur verið árum saman.“ Nýja myndin hans Eastwoods Til málunar á baðkör, sturtu- Nú er hægt að skipta um lit á botna, vaska og öll hreinlætis- gömlu flísunum. tæki. lestur komu ekki eins vel út í sviðsetningu." Græðgin, sem er drifkraftur sögunnar, var látin tengjast kók- aíni en ekki fasteignaviðskiptum eins og í bókinni og broddurinn var tekinn af sumum hinna blóð- ugri atburða sögunnar. „Það verður að fara fínum höndum um hryllingsmynd ef hún á ekki að verða blóðvöllur." Það er líka mikill munur á því að vera rithöfundur eða leik- Enn hefur borgarstjórinn Clint Eastwood sent frá sér bíó- mynd. Þessi nýjasta heitir Heart- break Ridge en Eastwood er framleiðandi og leikstjóri hennar auk þess sem hann fer að sjálf- sögðu með aðalhlutverkið. „Þú ættir að vera lokaður í búri sem á stæði: Opnið aöeins ef til styrjaldar kemur,“ segir einhver við Tom Highway liðþjálfa (East- wood) þegar hann kemur til starfa við sitt nýjasta verkefni, Myndin hefst árið 1983 og Highway hefur gegnt virkri herþjónustu í land- gönguliði Bandaríkjanna lengur en flestir félagar hans hafa lifað. Hann vann hetjudáðir í Kóreustríðinu og Víetnamstríðinu. Langt er síðan konan fór frá honum. Hann drekk- ur of mikið, lendir í of mörgum kráarslagsmálum og er eins hissa á nýliðunum og þeir eru á aðferð- <3g$> Er baðkarið orðið gamalt og slitið, eða liturinn ekki við hæfi, flísarnar gamlar og Ijótar? Fram að þessu var eina leiðin að skipta um. Nú er iausnin komin og mjög einfalt að endurnýja eða breyta um lit glerj- ungs og emeleraðra hluta. Það er einfaldlega lakkað yfir hreinlætis- eða heimilstækin með „CERA- MICO“. - Hringið eða leitið upplýsinga. ÚTSÖLUSTAÐIR: Liturinn, Reykjavík Litaver, Reykjavik Málningarbúðin, Akranesi Litabúðin, Ólafsvik G.A. Böðvarsson, Selfossi Skapti hf., Akureyri Kf. Fram, Neskaupstað Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum KEA byggingav., Akureyri G.S. byggingavörur, Vestmananeyjum BYKO, Kópavogi BYKO, Hafnarfirði Mailer með Ryan O’Neill og ieikkonunni Debra Sandlund. Norman um hans við að halda uppi aga á meðal þeirra. Hann kallar þá „döm- ur“ hvenær sem hann getur og efast um kynhneigð þeirra. Highway fær sitt stríð á endan- um og tækifæri til að reyna hugrekki og getu nýliðanna í al- vörubardögum, þar sem kúlurnar eru alvörukúlur, menn drepast og dáðir eru drýgðar. Og hvaða stríð haldið þið að Highway hafi fengið upp í hendurn- ar til að spreyta sig á? Grenada- stríðið. Einu Grenadabúarnir sem sjást í myndinni fagna ákaflega þegar landgönguliðið mætir á staðinn og einu óvinirnir eru Kúbanir. Eastwood hefur verið hrósað fyrir frammistöðu sína í myndinni. Vincent Canby hjá The New York Times telur að leikur hans sé með Eastwood: harðastur harð- jaxla. því besta sem hann hefur gert. Handritið gerði James Carabatsos en með aðalkvenhlutverkið fer Marsha Mason, sem leikur fyrrver- andi eiginkonu Highways. erkommn frá •* q&OHq • ypNs&s ••••• HúAaður meö 24 karata gulli í gjafaöskju Tilvalin jólagjöf Verð kr. 2.820.- SKOLA VÖRÐUSTÍG 6. SÍMI 13469.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.