Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 KRISTIIMN ÍBJÖRGUN Eldhugi og lifandi þjóðsaga KRISTINN í Björgun heitir nýútkomin bók Almenna bókafélagsins, en undirtitill bókarinnar er Eldhuginn í sandinum. Þessi frásögn og viðtals- bók Árna Johnsen fjallar um feril Kristins Guðbrandssonar, athafnamanns, eins af forsprökkum gullskipsmanna, brautryðjanda í fiskirækt á Islandi, sandvinnslumanns og einstaklings sem hefur bjargað nær hundrað skipum af ströndum landsins. Kristinn í Bjðrgun og dr. Snorri Hallgrimsson, en vinátta þeirra og samstarf var mjög traust. ugan að rekja þessa strandsögu, því að sumt gekk nú tiltölulega fljótt og auðveldlega fyrir sig, ann- að var erfiðara. En nokkur strönd eru eftirminnilegri en önnur og má nefna þau. Sjálfsagt er öfugmæli að tala um að eitthvert strand sé skemmtilegt, en eitt það erfiðasta strand, sem ég hef átt við, var þeg- ar Bjarmi frá Dalvík strandaði hjá Stokkseyri. Þó verð ég að segja að það var skemmtilegt að fást við það strand. Þetta var upp úr 1960. Ég var erlendis, þegar Bjarmi strandaði, en kom heim tveim dögum eftir strandið. Þá var talið vonlaust að bjarga skipinu, vegna þess að það var komið inn fyrir skeijagarðinn, alveg upp í fjöru. Þetta var eitthvað um 200 tonna skip og var orðið mikið skemmt, en ekki kominn að því mikill leki. Þetta var nýlegt stál- skip, sem Samvinnuttyggingar áttu. Þegar ég kom á strandstaðinn var búið að kanna skeijagarðinn vandlega og mæla, og hann var svo grunnur að alltaf vantaði einn metra upp á að skipið gæti flotið út jrfir hann, þó svo menn kæmu því úr fjörunni. Þetta var geysi- spennandi og ég tók verkið að mér. Og það endaði með því að við skut- um Bjanna yfir skerin. Þama var heilmikill sketjaklasi á móti strandstaðnum. Við vorum búnir að þrælkanna allt í kringum hann, allan skeijagarðinn, því við vorum með bátinn í þijár vikur. Og á þeim tíma fundum við leið fyrir hann út að ákveðnum hrygg í skeijagarðinum, klöppum yst í honum. Með því að fara miklar krókaleiðir gat hann flotið út að þessum þröskuldi. Verkefnið var erfitt. Við urðum að byija á því að velta bátnum af stað úr íjörunni, því að hann stóð á klöpp, svo að ekki var unnt að grafa undan hon- um. En við náðum honum af klöppinni með því að velta honum alveg á hliðina. Síðan þræddum við leið eitthvað um 400 metra til vest- urs meðfram fjöru inni í skeijagarð- inum áður en við gátum farið að sigla aftur í austur til þess að kom- ast að þröskuldinum, þar sem hagstæðast var að fara yfir skerið. Vélin var í lagi og allt klárt. Innan við þröskuldinn, sem var yst í skeijagarðinum, var allstórt sker, og þangað kom ég stærstu vélskóflunni okkar, 45 tonna tæki, með því að láta hana fara á fjöru, og þar gerðum við hana klára fyrir skotaðferðina. Á háflóðinu var vél- skóflan langt úti í sjó, en dólaði þó upp úr á skerinu. Um það bil 60 metra haf var á milli vélskóflunnar Hér birtast þrír stuttir þættir úr Kristni í Björgun. Sá fyrsti segir frá fyrstu uppfinningu Kristins og sporum hans af unga aldri. Annar kafiinn fjallar um björgun þegar hann skaut 200 tonna skipi yfir sker og þriðrji kaflinn er upphafið á kafla sem heitir Á léttu nótunum í Tungu í Vestur-Skaftafellssýslu og fjallar m.a. um gamansemi og til- þrif góðra veiðifélaga Kristins eins og Jóhannesar Nordal, seðlabanka- stjóra, Eyjólfs Konráðs, alþingis- manns og Helga Bergs, bankastjóra Landsbankans. Hugvitið þýddi leti Þegar ég fór að heiman, 14 ára gamall," sagði Kristinn, „var svo sem ekkert við að vera fyrir mig heima og það þekktist ekki annað fyrir vestan en að menn reyndu að spjara sig, bjarga sér sjálfir. Tveir bræðra minna voru þá heima, og ég var lítið fyrir skepnur. Ég dudd- aði þó við það hangandi hendi að höggva í féð fisk. Fiskurinn var höggvinn í smábita, einn í hveiju höggi, en ég tók mig til og smíðaði öxi sem hjó sex bita í einu höggi. Þetta þótti sýna leti og ómennsku, að nenna ekki að höggva einn bita í höggi. Ég hugsa að ég hafi verið viku að búa þessa öxi til, allt hand- gert, sorfíð með þjöl og hnoðað saman, og götin boraði ég með handsveif. Þetta voru tvö lítil söx, sem ég hafði á ská, þannig að bit- amir urðu tígullaga, og það var einmitt það sem var talinn vera mesti gallinn við þessa aðferð — að bitamir urðu ekki ferkantaðir eins og þeir vildu hafa þetta. Karl þarna á Hvamminum, Jón að nafni, lánaði mér verkfæri. Hann var sá eini sem sýndi áhuga, sá einhveija glóm í þessu. En almennt þótti það bera vott um leti og ómennsku, ef menn gerðu sér störfin einfaldari en áður hafði tíðkast. Mig minnir að það hafí verið á Lambeyri, sem lækur rann í sjó, og ég taldi upplagt að kaupa bíl- dínamó til þess að virkja aflið og fá ljós, en því var tekið fálega. Samt er það mitt mat að það sé ekki alltaf það versta að knýja á um vinnu, þótt hún megi stundum vera skynsamlegri, því ég held að það sem hijái mest ungt fólk nú sé skortur á vinnu. Unga fólkið hefur gott af því að vinna svo að það þreytist og verði að hvíla sig. Þá framkallast hagnýt hugsun. Eg minnist þess til dæmis, þegar Bret- arnir komu og hertóku landið árið 1940. Þá var ég búinn að vinna í slíkri törn að ég svaf í tvo sólar- hringa og vissi ekki fyrr en kvöldið - S Ein af teikningum Sigmunds af Kristni í gullskipsleitinni: „Svona, ekkert volæði góði, við leitum meðan einhvern sand er að hafa til að leita í.“ eftir að búið var að hertaka landið, svaf það af mér. Mér fannst gott að vera á togur- unum, alltaf nóg að éta eins og maður gat í sig látið og vaktirnar þannig að hægt var að sofa í átta tíma samfleytt. Það var himnaríki á jörðu að komast á togara. En í tvö ár fannst mér ég ekki eiga kaupið. Andinn var þannig að ég spurði að því heima, hvort ég mætti fá mér hlífðarföt, hringdi heim eða kom boðum um að ég þyrfti að kaupa mér vinnugalla og slíkt. Allt fór í heimilið á þessum árum, þekkt- ist ekki annað þá, allir sem gátu urðu að vinna fyrir heimilinu. Nítján ára ákvað ég að fara i Stýrimannaskólann og tók því til við að safna peningum. Nokkru seinna varð ég fyrir smávegis slysi austur á Selvogsbanka, fékk poka- blökk í hrygginn og var settur í land í Reykjavík og klæddur í gifs. Ég var fljótur að jafna mig og var orðinn alheilbrigður eftir tvo mán- uði. Um það leyti fékk ég bíladellu og eyddi peningunum sem ég hafði safnað. Þetta var 1941, og ég átti 40 þúsund krónur, sem ég ætlaði að nota í Stýrimannaskólann, en um haustið, þegar ég rankaði við mér, var ég harðtrúlofaður, búinn að eyða öllum peningunum og átti eina bíldruslu. Ekkert varð úr skóla- göngunni, en þá tók ég við leigubíla- aksturinn og stóð í harkinu næstu tvö árin. Um skeið átti ég þijá bfla og gerði út hjá BSÍ. Það var mikið að gera í akstri sem tengdist hem- um, Ameríkönum, en þegar herinn fór var ekkert að gera. Þá var ég orðinn hundleiður á harkinu, enda er það einhver sú leiðinlegasta vinna sem ég hef stundað um ævina. Maður ók þama daga og nætur — það eina sem ég sá við þetta var það að vinnutíminn var nógu langur. Maður var að eignast íbúð á þessum árum og gat unnið mikið, og svo hef ég alltaf verið fyrir heldur langan vinnutíma. Þeir voru margir eftirminnilegir í harkinu. Ég man eftir Villa Þórð- ar, Hans Tómassyni, Alfreð Elías- syni. Alfreð var þá að fara til Bandaríkjanna í flugnám og gerði út bíl í nokkra mánuði, sömuleiðis Kiddi Olsen. Einu sinni fórum við upp á Sandskeið í hálfgerðum prakkaraskap. Þar var hvilft í miðri braut, sandgryfja, og átti að kanna, hver gæti flogið lengst yfir gryfj- unni. Alfreð komst Iengst á Dodge ’40, enda langsterkasti bfllinn í þetta, en ég var á Lincoln ’39 og náði honum ekki nógu skarpt upp, bíllinn var svo þungur. Þetta var þó nokkuð jafnt hjá okkur öllum, en haft var á orði eftir þetta svif að þeir Alfreð og Kiddi Olsen hefðu byijað að fljúga þarna, en ég hefði lent í sandinum. Með teygjubyssuaðferð yf ir skerið Það væri auðvitað að æra óstöð- Leitin að gullskipinu er fyrir löngu orðin annað og meira én leit að hollensku Indíafari með kopar og demanta innan- borðs. Hún er orðin tákn um þrautseigju, djörfung og dug nokkurra einstaklinga, sem í aldarfjórðung hafa lagt fram ótalda fjármuni úr eigin vasa, tíma og mannafla til þess að leita uppi mikii menningar- söguleg verðmæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.