Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 4 H/lyndbönd Sæbjörn Valdimarsson DEATH Death by Prescription ☆ ☆ Leikstjóri: Richard Stroud. Hand- rit: Richard Gordon. Framleið- andi: tnnes Lloyd. Aðalleikendur: Timothy West, Nigel Davenport, James Villiers, Sylvia Coleridge. Consolidated Production/BBC. Bretland 1986. Myndin gengur mikið til útá rétt- arhöldin þar sem samviska græðarans hvílir á skálum réttvís- innar. Var hann að fremja auðgun- armorð eða lina kvalir aldraðra, heltekinna sjúklinga? Hér er einkar vel farið með viðkvæmt efnið, eins og BBC er von og vísa. Handritið er skynsamlegt, niðurstaðan já- kvæð og rökrétt. Leikurinn af- bragð. Hljóðlát, vönduð mynd, ágætasti valkostur þegar maður kýs eitthvað bitastætt. Þessi lítt áberandi en athyglis- verða mynd fjaiiar uítí læ.knis- aðgerðir sem löngum hafa verið til mikillar umræðu — líknardráp. Ekki síst núna að undanförnu, á Bretlandseyjum, þar sem æ fleiri hallast á þá skoðun að um svo mannúðlegan verknað sé að ræða að hann beri tafarlaust að lögleiða svo færri þjáist til einskis. í Death by Prescription fylgj- umst við með virtum lækni annast sjúklinga sína af kostgæfni. Er í flestum tilfellum um aldraðar ekkj- ur ríkismanna að ræða, sem minnast hans gjarna höfðinglega í erfðaskránni. Til að stilla kvalir þeirra er doktor ósínkur á morfín og heróíngjafir og þegar dauðs- föllum tekur að fjölga ískyggilega er læknirinn dæmdur fyrir morð á einum sjúklinga sinna. VbvÖ^, obbolítinrí' útíks Undirritaður er talsvert veikur fyrir leikkonunni Sissy Spacek, og greip fegins hendi nýútkomið myndband sem nefnist The Girls of Huntington House og reynist vera sjónvarpsmynd frá því herr- ans ári 1973. Hér fer leikkonan að líkindum með eitt sitt fyrsta hlut- verk, skömmu áður en hún gerði garðinn frægan í Badlands. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Spacek fetaði ein sín fyrstu spor frammi fyrir tökuvélun- um. Hér birtist okkur óvön og óstyrk Spacek, sem á þó þokka- lega spretti, og þá er efni myndar- innar á vissan hátt úr sér gengið, því hér eimir talsvert eftir af hippa- og blómálfahugsjónum sjöunda áratugarins. The Girls of Hunting- ton House ☆ V2 Leikstjóri: Alf Kjellin. Aðalhlut- verk: Shirley Jones, Sissy Spacek, Mercedes McCambridge, Pam- ela Sue Martin. Bandarísk. American National Enterprises 1972. Ca. 80 mín. 1 pakki; 10 hymur. 1 hyma: 10 millilítrar. THE GIRLS OF HUNTINGTON HOUSE f s. Mw 1Í wuBL—1—---------BBBL—1r-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.