Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 13
C 13 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 Hagstofuna og Fasteignamat ríkisins. Lilja sagði að vegna hættu á samþættingu upplýs- inga um einstaklinga, sem bönnuð er með lögum, þyrfti að gæta mikils öryggis þegar veitt- ur er aðgangur að tölvubankan- um. Tölvan breytir ekki eöii vinnunnar Lilja sagðist ekki draga í efa að tölvutæknin væri raunveru- lega að breyta því hvernig unnið væri með upplýsingar, en bjóst við að þróunin yrði hægari og síður byltingarkennd en sumir hafa spáð. „Nútíma upplýsinga- tækni opnar gífurlega vítt svið og getur valdið miklum breyting- um á þjóðfélaginu. í starfi mínu finn ég það að fólk hefur mikinn áhuga á að kynnast möguleikun- um og spyr mikið um hvernig það geti nýtt sér tæknina. ís- lendingar eru í eðli sínu forvitnir og fljótir að tileinka sér nýja hluti. Tölvan breytir samt sem áður ekki eðli vinnunar — þótt hún kunni að breyta því hvernig við berum okkur að. Það er enginn grundvallarmunur á því að leita í tölvubanka eða fara á bóka- safn, sitja ráðstefnu á tölvuþingi eða taka upp símann og spyrja spurninga. Almenningur hefur alltaf haft aðgang að gífurlegu magni af upplýsingum með ein- um eða öðrum hætti. Fólk hefur bara ekki nálgast þær, eða kunnað að nýta sér þær í dag- legu lífi. Þetta er smám saman að breytast og þá færir fólk sig upp á skaftið," sagði Lilja. Fjöldi notenda rótt- lætir ekki fjðrfestingar Hún sagði að SKÝRR hefði látið gera hagkvæmnisathugan- ir á þjónustu með tölvugögn og ýmsar hugmyndir væru uppi um að víkka starfssvið gagnabank- ans. Það væri hinsvegar dýrt að færa gögn af prentuðu máli í tölvuna. Enn sem komið er væri fjöldi notenda lítill og þyrfti að liggja fyrir að hann réttlætti stór- ar fjárfestingar í nýjum gagna- söfnum, hugbúnaði og vélum. Ákveðinn vítahringur virðist hafa orðið til hér á landi sem sennilega á rót sína að rekja til þess að við tölum harla fágætt tungumál. Búnaður sem þarf til að gerast róttækur í upplýsinga- byltingunni hefur verið dýr og á meðan aðgangur að upplýsing- um er takmarkaður og þær ekki gagnlegar fæst lítið fyrir pening- ana. Gagnabanki háskólans unninn af nemendum Jón Erlendsson bendir á að hér muni eitt leiða af öðru: Um leið og aðgangur að upplýsing- um verður greiðari muni notkun- in verða útbreiddari. Til þess þarf fyrst og fremst að safna hagnýtum upplýsingum og gera þær aðgengilegar. Jón hefur um nokkurt skeið unnið að „hernað- aráætlun" sem hefur þetta markmið. Takist hún verður af- raksturinn stærsti íslenski gagnabankinn og raunar sá eini sinnar tegundar í heiminum. „Hér við háskólann er sífellt verið að safna, vinna með og miðla þekkingu. Þessa vinnu má hagnýta á þann hátt að stúd- entar og kennarar leggi vinnu saman að gerð gagnasafns í sinni námsgrein úr fyrirlestrum, glósum og fleira. Fyrir það munu þeir hljóta umbun, enda mun þessi vinna með tíð og tíma verða samþætt náminu," sagði Jón. „Við getum hugsað okkur gagnasafnið sem fjölmargar bækur sem skipt er niður í marga kafla. Yfir hverri bók situr ritnefnd sem ákveður hvernig hún er samansett og jafnframt er hverjum kafla ritstýrt af hópi sérfróðra manna innan háskól- ans. Nemendur og kennarar munu síðan vinna síðurnar í hverjum kafla og við val á efni í bókina verður þess gætt að sú vitneskja er í hana fer sé ný af nálinni og geti orðið að gagni." Þróun bankans í hverri námsgrein verður þannig til yfirlit yfir glósur, hand- bækur og hjálpargögn. Einnig munu þessir starfshópar vinna slíkar bækur fyrir almenning og atvinnulifið. Jón hugsar sér að bækurnar verði prentaðar í ódýrri útgáfu. Hver sá sem flett- ir upp í bók í leit að upplýsingum geti síðan nálgast meiri vitn- eskju með því að fá „síðurnar", annaðhvort á pappír eða gegn- um tölvusamband. Bækurnar verða í sífelldri þróun, og á hverju ári fjölgar síðunum um leið og efnisyfirlitið stækkar. Sem dæmi um samsetningu gagnabankans nefndi Jón að í kafla um húsbyggingar gætu nemar í byggingarverkfræði safnað upplýsingum um rann- sóknir og vörur í byggingariðn- aði. Hver sem stæði í húsbyggingum gæti flett upp í bókinni og séð í efnisyfirlitinu hvaða fróðleik væri þar að finna um þetta efni. Ef hann þyrfti meiri vitneskju myndi háskólinn láta i té síðurnar í bókinni jafn- framt ítarlegri heimildaskrá sem vísaði til gagna í öðrum ritum og gagnasöfnum. Þetta litla dæmi mætti heimfæra á annað efni bókarinnar. Breytingar á skóla- kerfinu nauðsynlegar „Margir hnjóta um þá hug- mynd mína að láta nemendur vinna þetta verkefni og sumir ganga svo langt að segja að þeir hafi ekki kunnáttu til verks- ins. Auk þess verði enginn gagnabanki áreiðanlegur sem unninn er af ungu og óreyndu fólki. Með því eru hinir sömu að lýsa vantrausti á menntakerfið. Eg hafna þeirri fullyrðingu að nemendur við þennan skóla geti ekki hugsað rökrétt og sett fram upplýsingar á skýran hátt. Auð- vitað verður því efni sem nemendur leggja til ritstýrt. Gera má ráð fyrir að aðeins hluti af efni verði nýtanlegur," sagði Jón. „Mín skoðun er að grundvall- arbreytingar á kennsluháttum í háskólanum og á framhalds- skólastigi séu nauðsynlegar, eigi menntunin að nýtast við störf í þjóðfélaginu. Við þurfum að efla fræðslu um upplýsinga- mál allt frá fyrstu bekkjum framhaldsskóla, því rétt vinnu- brögð flýta fyrir þroska og sjálfstæði í námi." Upplýsingatækni lítt út- breidd í skólakerfinu Af þessum orðum Jóns er Ijóst að upplýsingatækninni er lítill gaumur gefinn í skólakerfinu enn sem komið er. Hana er að finna á námsskrá eins fram- haldsskóla, Verzlunarskóla íslands við Efstaleiti, þar sem tölvufræði er jafnframt skyldu- námsgrein. Heimaverkefnin nú á djsklingum Baldur Sveinsson tölvukenn- ari hefur áratugar reynslu í notkun hennar í skólastarfi: „Við byrjum á því að reka tölvu- hræðsluna úr fólki nógu snemma og eftir það eru krakk- arnir nær óstöðvandi. Fyrir þeim er tölvan einfaldlega tæki sem hægt er að hagnýta við leik og störf. Þau komast fljótt upp á bragðið við að nota hana í öðr- um námsgreinum og það er algeng sjón að sjá nemendur á göngunum með skífur [diskl- inga, innsk. blaðamanns) sem hafa að geyma heimaverkefnin og ritgerðir." Baldur sagði að greina mætti kynslóðaskipti í notkun hinnar nýju tækni. Nemendur i öld- ungadeild virtust margir haldnir tölvuhræðslu. Þeir væru smeyk- ir um að eyðileggja tækið með því að gefa rangar skipanir, rag- ir við að prófa sig áfram og feimnir við að spyrja ráða yrðu þeim á mistök. Með tíð og tíma hyrfi þessi hræðsla. Mikill mun- ur væri á hugsunarhætti unga fólksins er liti á tölvurnar sem sjálfsagða hluti. Raunhæf verkefni og hvatt tii tilrauna Kennsla í upplýsingatækni hófst síðastliðið haust og hefur Steinunn Stefánsdóttir bóka- safnsfræðingur safnað náms- gögnum og kennt hana. „Fyrirmyndir mínar voru fáar svo ég þurfti að útbúa námsefnið frá grunni. Námið tekur heilan vetur og við förum í alla þætti gagna- söfnunar, flokkun, skráningu og varðveislu, og tengjum þetta námstækni almennt. Einnig heimsækjum við söfn, tölvufyrir- tæki og kynnt er notkun tölvu við að komast í samband við gagnabanka. Ég leitast við að leggja raunhæf verkefni fyrir nemendurna, til dæmis söfnuðu þeir öllum fréttum af leiðtoga- fundinum í október, gerðu efnisyfirlit, skráðu og varðveittu gögnin." Geislaplatan opnar ótrúlega möguleika Steinunn sagöi að það hefði orðið náminu lyftistöng þegar skólinn keypti alfræðiorðabók á qeislaplötu sem nú er opin öllum á skólabókasafninu. Þar er les- ari fyrir geislaplötur tengdur tölvu og allir í heimildaleit geta skoðað bókina og látið tölvuna gefa sér upplýsingar. „Með þessum hætti geta þau sann- reynt möguleika tækninnar og þá vaknar áhuginn fyrir því að reyna eitthvað meira," sagði Steinunn. „Alfræðiorðabókin sýnir að á næstunni geta opnast ótrúlegir möguleikar á þessu sviði. Geislaplatan hefur að geyma allan texta einnar af stóru al- fræðiorðabókunum, Grolliers Encyclopædia. Þó er aðeins fimmti hluti piötunnar notaður undir upplýsingar." Enginn fer með tölvu upp í rúm á kvöldin Steinunn sagði að í starfi sínu fyndi hún að bókasöfn hefðu ■ vaxandi meðbyr. Meiri áhersla væri lögð á uppbyggingu safna og þrýstingur á að veita fé til eflingar þeirra. „Bókin mun aldrei líða undir lok. Hún er ein- faldlega handhægasta og þrautreyndasta leiðin til að miðla upplýsingum. Það fer eng- inn með tölvu upp í rúm á kvöldin. Þessir ólíku miðlar geta hæglega stutt hver annan," sagði Steinunn. Tölvan rekin á gat Baldur og Steinunn höfðuðu nú til forvitni blaðamanns og fengu honum sæti við tölvuskjá í hjarta bókasafnsins. Eftir nám- skeið sem stóð yfir í eina mínútu var undirritaður byrjaður að „fletta" í alfraeðiorðabókinni af hjartans lyst. Á augabragði brá tölvan á skjá upplýsingum um jafn ólík efni og Halldór Lax- ness, skammtasviösfræði, Winston Churchill og sögu Milanoborgar. Það var auðvelt að gleyma sér við lestur þessar- ar bókar. En við spurningunum sem varpað hefur verið fram í þess- ari grein um upplýsingabylting- una átti tölvan engin svör. Orðið sjálft var ekki til í safni hennar. Og það er kannski lýsandi dæm; um þróun á þessu sviði að tölvuvædd alfræðiorðabókin reyndist ekki geyma neinn fróð- leik um tölvuvæddar alfræði- orðabækur. Grein: Benedikt Stefánsson 1 peli þurrt hvítvín, helst Riesling salt drekakrydd (estragon, tarragon) 1 peli rjómi Kjötinu er velt upp úr hveitinu og steikt í smjöri, smáhluti í senn þar til allt er steikt. Gæta þarf þess að smjör- ið hitni ekki um of því þá brennur það og verður óætt. Við og við er notaða smjörinu hellt burt og nýtt sett á pönn- una svo ekki verði of mikið smjör í matnum og ekki of heitt. Síðustu kjötstrimlarnir eru teknir af pönnunni og hvítvíninu hellt á hana og látið sjóða niöur nokkur augnablik. Þá er allt hvítvinið sett á pönnuna, það saltað og kryddað ríkulega með dreka- kryddi og rjómanum hellt yfir. Látið krauma í 20 mínútur. Borið fram með spátzle. SPÁTZLE 500 gr hveiti 2 tsk. salt 8 egg Hrært í hrærivél. Má ekki vera þunnt heldur seigfljótandi. Vatn er soðið stórum potti, saltað með grófu salti. Þegar það sýður er hitinn lækkaður lítillega svo að rétt kraumi í vatninu. Þá er i/s hluti deigsins settur á bleytt bretti, stór hnífur eða langur spaði mundaður og deigið látið drjúpa af brettinu í pottinn. Skerið deig- ið af við brettisbrúnina jafn skjótt og það fellur fram af henni. Núðlurnar eiga ekki að sjóða, þá bólgna þær. Þær eru veiddar upp úr með gataspaða, kældar í sigti undir krananum og geymdar. Þannig er hald- ið áfram uns deigið er allt orðið að spatzle. Þegar það skal snætt er það Kakan er bökuð við 200 gráður á Celsius í 20—30 mínútur. Borið fram með þeyttum rjóma. KÍNVERSKT SVÍNAKJÖT FYRIR FJÓRA 400 gr svínakjöt 3 gulrætur 4 stórir sveppir 1 laukur 300 gr grænar baunir — frosnar, ekki úr dós 1 paprika 100 — 150 gr valhnetur eða möndlur Kryddlögur: 2 msk. sojasósa 3 msk. pilsner, sérrí eða hvítvin smásykur smásalt rauður pipar eftir smekk Kjötið er skorið i litla teninga, eins og fjórðung úr gullash-bita, og látið liggja i kryddleginum á meðan græn- metið er skorið. Skerið grænmetið smátt, ristið val- hneturnar eða möndlurnar. Þvínæst er kjötið steikt í örskamma stund á pönnu eða í þungum potti. Notið litla olíu og gætið þess að kjötið verði ekki þurrt. Setjið kjötið í skál og geymið. Nú er grænmetið sett út í olí- una, fyrst laukurinn þartil hann brúnast, næst gulræturnar, síðan grænu baun- irnar, sveppirnir, paprikan og hneturnar eitt af öðru. Kjötið er svo sett saman við og öllu blandað saman. Hrærið kjöt- soð og 1 msk. af hveiti saman við. Þegar kjötið er orðið brúnt að smekk er réttur- inn tilbúinn. Borið fram með soðnum hrísgrjónum. BS hitað upp í skömmtum í smjöri á pönnu og saltað lítillega. TARTE AUX POMMES A L'ALSACIENNE 225 gr hveiti 75 gr kalt smjörlíki 1 msk. sykur 1/4 tsk. salt 3/4 dl vatn Deigið hnoðað í kúlu og geymt í kæli í klukkustund. 8 epli, helst súr safi úr 1/2 sítrónu 1/2 dl sykur 1 tsk. kanill 4 epli eru flysjuð og brytjuð niður í pott. Sítrónan kreist út á, sykrinum bætt í og látiö krauma í hálftíma. Þá eru eplin kramin í mauk. Hin eplin eru flysjuö, skorin i tvennt og kjarnanum náð úr. Þá eru skorin í fremur þunnar sneiðar. Deigið er flatt út og sett innan í kringlótt kökumót með börmum, pikkað, maukið sett í og eplasneiðum raðað í hringi ofan á maukið. Kanillinn er bland- aður smásykri og stráð yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.