Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 C 11 BYLTINGARKENND GEYMSLUAÐFERÐ: Tvö hundruð og fimmtíu doðrantar á einni plötu Geislaplöturnar (compact discs) hafa sem kunnugt er verið að ryðja sér til rúms á hljómplötumarkaði enda bjóða þær upp á áður óþekkt hljómgæði. Þessi þróun hefur verið óvenju hröð vegna þess að þvert á venju komu fram- leiðendur sér saman um staðal þegar í upphafi sem fylgt hefur verið. Geisla- plötuspilarar kosta nú um 6000-7000 krónur í Bandaríkjunum þar sem tæknin er orðin útbreiddust. Nú er komin fram tækni sem breytir geislaplötunni í al- mennan gagnamiðil fyrir tölvur, svo- nefnt „CD-ROM," og binda helstu spámenn miklar vonir við hana. Tónlist á geislaplötum er geymd í „stafrænu formi“, sem þýðir að á plöt- unni eru upplýsingar sem tölva þarf að lesa og breyta í hljóð. Vegna eðlis plöt- unnar má einnig geyma á henni önnur gögn, raunar allar þær upplýsingar sem hægt er að breyta í „stafrænt" form, texta, myndir, landabréf o.s.frv. Með einföldum hætti er plötuspilaranum breitt í lestæki, tengdur tölvu og má þá vinna með upplýsingarnar eins og af disklingum sem algengastir eru til varðveislu tölvugagna í dag. Ein geislaplata getur geymt ógrynni uppiýsinga í orðsins fyllstu merkingu. Á hann er hægt að skrifa allt að 550.000.0000 stafi, 150.000 þéttskrif- aðar blaðsíður eða texta 250 hnaus- þykkra bóka. Hún getur einnig geymt um 9000 myndir í fullum litum, ellegar 15.000 skýrar Ijósmyndir af skjölum eða landabréfum svo dæmi séu nefnd. En einn helsti kostur þessa miðils er að hann getur geymt blöndu texta, mynda og tónlistar sem opnar nýjar víddir við gerð námsgagna, fræðslu- og skemmti- efnis. Vegna þess að geislaspilarar eru þegar í fjöldaframleiðslu verður þess skammt að bíða að lestæki verði til sölu á lágu verði. í dag kostar lestæki um 40.000 krónur sem er töluverð fjár- festing fyrir heimili og einstaklinga en álitlegur kostur fyrir stofnanir og fyrir- tæki er þarfnast upplýsinga í handhægu formi. Nú þegar er rætt um að hér sé kominn hinn fullkomni miðill til útgáfu á Orðabók háskólans. Hún myndi rúmast í heild sinni á einni plötu. Á þessum miðli er þó sá galli að tæknin í dag leyfir ekki að gögnum á plötunni sé breytt af notandanum. Með öðrum orðum er ekki hægt að uppfæra gögn sem breytast í tímans rás. Búist er við því að nýjar gerðir geislaspilara'6 sem geta bæði skrifað á plöturnar og lesið af þeim verði komnar á neytenda- markað innan þriggja ára. Nú þegar eru til skrifandi geislaspilarar en plöturnar eru bundnar þeim annmarka að notand- inn getur aðeins skrifað einu sinni á plötuna og ekki er hægt að má gögnin burt eftir það. Enn sem komið er lítið úrval af „gagnaplötum". Breytinga er að vænta á næstu mánuðum og þegar gagnlegar plötur verða komnar á markaðinn er því spáð að markaðurinn stækki stórum skrefum. Þess verður þó nokkuð að bíða að gagnaplötur verði almennt gefnar út hér á landi. Texti: B.S. , 1 Gagnaplatan getur geymt ógrynni upplýs- inga. Lesendur geta sjálfir leikið sér með tölurnar — en þess er skammt að bíða að Landsbókasafnið, þar sem myndin er tekin, rúmist á einni hillu. Gáttin hefur opnast en fót- urinn er á þröskuldinum Upplýsingabyltingin virðist hljóðlát og breytingarnar hægar En tæknin gæti gjörbreytt starfsháttum okkar ef spádómar sumra rætast Morgunblaöið/Þorkell Nýjasta tækni við varðveislu, framsetningu og meðhöndlun upplýsinga hefur verið nýtt til hins ýtrasta í kennslu við Verzlunarskóla íslands. Hér sóst ein af þremur skólastofum þar sem tölva er á hverju borði. „Við byrjum á því að reka tölvuhræðsluna nógu snemma úr nemendum," sagði Baldur Sveinsson tölvu- kennari, „og þegar þeir átta sig á möguleikunum eru krakkarnir óstöðvandi." Við vitum ekki hvaða banki býður bestu ávöxtun spari- rjarins, hvers vegna bíllinn drepur á sér á rauðu Ijósi, hvaða starf hentar lundaríari okkar best, hvort Þórseðlan sé útdauð eða bananar næringarríkir án þess að afla okkur upplýsinga. Hermt er að við séum öll háð upplýsingum, rétt eins og fæð- unni og súrefninu: Menntun krefst upplýsinga, ákvarðanir jafnt í einkalífinu og starfinu krefjast sífellt meiri þekkingar. Færri og færri íslendingar ala skepnur eða veiða fisk; bróður- partur þjóðarinnar vinnur í þjónustugreinum þar sem verið er að afla, meðhöndla og veita upplýsingar liðlangan daginn þegar öllu er á botninn hvolft. Nú er talað um að „upplýs- ingabylting" ríði yfir mannkynið. Orðið er ekki komið á spjöld orðabóka en virðist sem greipt í huga þeirra sem tala mest um framtíðina. Tölvutæknin á hér stærstan hlut að máli. í víðlesn- um bókum sem fjalla um þróun heimsmála næstu áratugina, svo sem „The third wave" eftir Alvin Toffler og „Megatrends" eftir John Naissbit, er því haldið fram að tölvan sé að bylta heim- inum á sama hátt og framfarir í akuryrkju fyrir 6000 árum eða vélvæðing iönaðar á síðustu öld. Þeir segja að það hafi tekið plóg- inn árþúsund að breyta lífshátt- um mannkynsins, iðnbyltingin skók heimsbyggðina í öld en tölvan og nýjungar í fjarskiptum muni gjörbreytta samfélagi okk- ar á nokkrum áratugum. Það blandast fæstum hugur um að tölvan er undratæki. Vél sem getur geymt allan texta Morgunblaðsins í febrúar í minni sínu, eða gert upp skattana fyr- irfyrirtæki með 100 starfsmenn kostar samkvæmt verðskrám tölvuverslana um 50.000 krón- ur. Fyrir tvöfalda þá upphæð getur slík tölva geymt alfræði- orðabók á stærð við Encyclo- pædia Brittanica og flett upp svörum við spurningum um allt milli himins og jarðar á örskots- stundu. „Stafræn alfræðiorða- bók“, eins og fyrirbærið er kallað, er nú þegar í notkun á bókasafni Verzlunarskóla ís- lands og að sögn Steinunnar Stefánsdóttur bókasafnsfræð- ings slást nemendur um að nota bókina sér til gagns og gamans. Mörg fyrirtæki hafa tengt tölvur sínar við síma og geta sent telexskeyti hvert sem er í heimi fyrir brot af því sem það kpstaði áður. Með sama hætti geta íslendingar nú komist í samband við erlenda tölvu- banka, aflað sér gagna og frétta af umheiminum eða sest á „tölvuþing" með fólki úr fimm heimsálfum þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar. Hér er fátt eitt nefnt. Eru róttækar breyt- ingar að verða? En hefur orðið einhver grund- vallarbreyting á því hvernig við vinnum, leitum upplýsinga og komum vitneskju á framfæri? Þegar blaðamaður leitaði hóf- anna hjá því fólki sem hvað mest hefur reynt að notfæra sér hina nýju tækni og kynna hana öðrum reyndust svör þess við þessari spurningu á sömu lund. „Við erum komin með fótinn inn fyrir gætina en ekki yfir þrösk- uldinn," sagði einn viðmælenda. ■ „Það er engin spurning að núna eru að gerast róttækar breyting- ar sem munu gjörbylta því hvernig við lærum og vinnum. Ég er ekki í vafa um að ég er að þátttakandi í einhverju sem á eftir að marka djúp spor í mannkynssöguna," varð öðrum að orði. Tilkostnaður og tæknilegir annmarkar hefta þróunina Tæknilegir annmarkar og til- kostnaður virðast vera stærstu Ijónin á vegi framfara í þessari grein. Halldór Kristjánsson verk- fræðingur og leiðbeinandi á * námskeiði er hann nefnir „Tölvu- samskipti á geimöld" sagði að ekki síst hefðu strangar reglur Pósts og síma um tengingu tölva við símakerfið reynst upp- lýsingamiðlun með tölvum á Islandi fjötur um fót. Hátt verð á búnaði til að senda og taka á móti upplýsingum með tölvu valda því að tæknin hefur verið á fárra færi til þessa. Halldór sagði að nú væri skammt í að selja mætti einfaldari og hrað- virkari búnað á viðráðanlegu verði. Gegnir hann lykilhlutverki til þess að hægt sé að taka á móti og senda tölvupóst og afla upplýsinga úr erlendum gagna- bönkum. Þá býður Póstur og sími nú upp á nýja þjónustu fyrir tölvu- notendur, íslenska gagnanetið, sem lækkar simkostnað not- enda margfalt og gerir sending- ar auðveldari og öruggari. „Notkun gagnanetsins er ekki orðin útbreidd enn, en það er hornsteinn þess að framfarir geti orðið í tölvusamskiptum hér á landi," sagði Halldór. íslendingar árum á eft- ir nágrannaþjóðunum „Við íslendingar erum að minnsta kosti 2-3 árum á eftir nágrannaþjóðunum í upplýs- ingamiðlun með tölvum," sagði Halldór. „Sem dæmi má nefna að í Noregi er hægt að eiga öll sín bankaviðskipti i gegnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.