Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 HVOT 50 ARA I fylkingarbrjósti sjálfei *c Klíl ismanna í 50 ár Sólveig Pétursdóttir: HVÖT — kvenfélag á tímum jafnréttis! Pyrir nokkru tók ég þátt í sjón- varpsþætti, sem frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins, ásamt konum frá hinum stjórnmálaflokkunum. Til mín var beint spurningu um Hvöt og hvort það væri ekki gamaldags og úrelt að sérstakt kvenfélag væri til innan stjórnmálaflokks á þessum tíma jafnréttis. Ég hafði í raun aldr- ei hugleitt spurningu sem þessa en man þó að ég svaraði eitthvað i þá veru, að innan Sjálfstæðisflokksins hefðu frá upphafi verið starfandi sérstök félög. Líkt og Heimdallur er félag ungra sjálfstæðismanna og Óðinn er félag sjálfstæðismanna í launþegasamtökum, þá er Hvöt fé- lag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Enginn hefur séð ástæðu til þess að breyta þessu, enda Sjálfstæðis- menn íhaldssamir í eðli sínu. Ég er á þeirri skoðun, að þrátt fyrir aukið jafnræði milli kynja sé engin ástæða til breytinga á þessu fyrirkomulagi. Hvöt hefur, eins og önnur félög innan Sjálfstæðisflokksins, gífurlega miklu hlutverki að gegna, ekki síst fyrir kosningar og við kosninga- undirbúning. Markmið Hvatar er beinlínis að stuðla að aukinni þátt- töku kvenna í stjórnmálum, sér- staklega til að verða fulltrúar á Alþingi og í borgarstjórn Reykjavík- ur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt haft mest fylgi kvenna allra íslenskra stjórnmálaflokka. Þegar minnst er á árangur kvenna í stjórn- málum þá er ljóst, að einungis innan Sjálfstæðisflokksins hafa konur komist til friðstu metorða. Sjálfstæð- ismenn hafa borið gæfu til þess að volja konur bæði sem borgarstjóra og ráðherra. Allt tal pólitískra and- stæðinga í þá veru, að konur eigi erfitt uppdráttar innan Sjálfstæðis- flokksins, er því markleysa ein. í raun er þetta tal vægast sagt furðu- legt, þegar litið er til þess, að eina von kvenna um frama í öðrum stjórnmálaflokkum, virðist vera svo- kallað „kvótakerfi", þ.e.a.s. það, að flokkar verði skyldaðir til að hafa ákveðinn fjölda kvenna á framboðs- listum sínum. Sagan sýnir, að Sjálfstæðisflokk- urinn þarf ekki á slíku fyrirkomulagi að halda og það er ekki síst fyrir tilstilli Hvatar, félags sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík. Því langar mig til að óska Hvöt og Hvatarkonum til hamingju með þennan merka áfanga. Við skulum minnast þess, að Hvöt er ekki bara fyrir konur, heldur vettvangur sjálfstæðismanna, sjálfstæðismanna með áhuga fyrir stjórnmálum, hvort sem málin eru „mjúk eða hörð", eins og nú þykir viðeigandi að orða hlutina. Hvöt er líka vettvangur fyrir sjálfstæðis- H VATARKONUR hafa þau 50 ár, sem liðin eru frá stofnun félagsins, skipað sér í fylking- arbrjóst sjálfstæðismanna og barist af krafti fyrir stefnu flokksins. Þær hafa látið til sín taka á ýmsum sviðum og leitaði Morgunblaðið til nokkurra þeirra og spurði þær hvað þeim væri efst í huga nú á afmæli félagsins, er bæri upp á kosningaár. Ólöf Benediktsdóttir: SólveigPétursdóttir, héraðs- dómslb'gpnaður, erí8. sætilista Sjálfstæðismanna í Reykjavík. menn, sem vilja fylgjast grannt með þróun í þjóðfélagi, sem er í stöðugri mótun. Við sjálfstæðismenn trúum því, að markviss framkvæmd sjálfstæðis- stefhunnar veiti okkur betri mögu- leika á gæfuríku lífi. Þess vegna þurfum við, félagar í Hvöt, að taka hóndum saman og stuðla að glæsi- legum árangri Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum. Mestu skiptir að„undir- staðan rétt sé fundin" Meðal þeirra málaflokka, sem Hvöt hefur frá upphafi látið sér annt um, eru skóla- og menningar- mál. Á því sviði hafa orðið geysimikl- ar breytingar og framfarir sl. 50 ár. Glæsilegar skólabyggingar hafa ris- ið um land allt, kennaraskóli hefur verið efldur og heitir nú Kennarahá- skóli og sífellt er bætt við greinum í Háskóla íslands, sem nýtast kenn- araefnum. íslendingar hafa eftir megni fylgst með nýjungum í skóla- og fræðslumálum úti í hinum stóra heimi og fjöldi fólks sækir sér árlega menntun í erlenda háskóla og menntastofnanir. Þetta er vitanlega flest af hinu góða, þó að stundum hafi viljað brenna við, að við séum óþarflega hvatvís og nýjungagjörn á þessu sviði sem öðrum. Margs bera að gæta í sambandi við skólagöngu barna og unglinga. Þar tel ég mestu máli skipta, að Ólöf Benediktsdóttir, me^ ita- skólakennari, fyrrverandi formaður Hvatar. „undirstaðan sé fundin", og á ég þar bæði við það, að börnum sé þegar í upphafi kennt það, sem mestu máli skiptir, þ.e. að hlusta, tala, lesa, skrifa og reikna, sem er grundvöllur alls náms og ekki síður hitt, að nem- •endur skilji, hvað verið er að kenna þeim. Ef þessi þáttur kennslu er vanræktur, er hætta á, að önnur fræðsla sé unnin fyrir gýg. Öll kennsla verður að miða að því að Hvatarkonur ávallt fremstar í flokki Kveðja frá Þórunni Gestsdóttur, formanni Landssambands sjálfstæðiskvenna Við færum Hvöt, félagi sjálf- stæðiskvenna í Reykjavík, heilla- óskir á merkum tímamótum. Félag með hálfrar aldar líftíma á að baki marga áfanga, mörg spor, sem markað hafa söguna. Hvöt á sér- staklega merka sögu að baki, því félagið haslaði sér völl á vettvangi þjóðmálanna strax f upphafi. Fé- lagið hefur lagt drjúgan skerf af mörkum til uppbyggingar þess nútímaþjóðfélags sem við lifum í í dag. I forsvar fyrir þetta félag sjálf- stæðiskvenna hafa alltaf valist kjarnakonur, sem af dug og festu hafa leitt féíagið fram á við. Þær hafa tekið forystu, leitt þjóðfélags- umræðuna hverju sinni til heilla fyrir konur. Hvöt hefur lagt sitt af mörkum til þjóðfélagsumræðunnar hverju sinni til mótunar og eftirbreytni. Eitt aðalmarkmið allra sjálf- stæðiskvenna er að stuðla að framgangi stefnu Sjálfstæðis- flokksins, vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grund- velli einstaklingsfrelsisins með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Sem félag kvenna í stærsta stjórn- ¦ "w á WmL V'-2*"..Í <ll. WSS^B Þórunn Gestsdóttir málaflokki landsins hafa málefni kvenna, af hvaða toga sem er, verið félagsmönnum hugleikin. Þeir málaflokkar, er varða konur sérstaklega, hafa verið teknir til umfjöllunar hjá Hvöt eftir því sem þurfa þótti hverju sinni. Félagið hefur borið gæfu til að vera í straumnum, iðu stjórnmálanna, og er góður liðsauki þar. Stjórnmála- umræða dagsins og málefni ein- staklinganna eru skoðuð og skilgreind í Hvöt. Margir brautryðjendur hafa komið úr hópi Hvatarkvenna. Kon- ur úr einu fjölmennasta stjórn- málaféiagi landsins hafa víða haslað sér völl. Og þær munu halda áfram landvinningastarfinu, því enn eru margir akrar óplægðir þó jafnrétti sé í höfn. Þ6 jafnréttið sé í höfn á borði verður starf Hvatar sjálfsagt í nánustu framtíð að vinna að frek- ari framgangi kvenna í stjórn- málum og vera áfram leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Hvöt er stærsta aðildarfélag innan Landssambands sjálfstæðis- kvenna og hefur samstarfið á milli „móðurfélagsins" og Reykjavíkur- félagsins verið mjög náið. Við vitum að Hvöt verður áfram sem hingað til leiðandi afl innan vébanda sjálfstæðiskvenna og við vitum líka að Hvatarkonur verða fremstar í flckki til að vinna að aukinni þátttöku kvenna í stjórn- málum. koma hverjum einasta einstaklingi til einhvers þroska og þess vegna er alrangt að ætla sér að steypa alla í sama mót. Áhugasvið eru mörg og hlutverk skóla hlýtur að vera það að gera mönnum kleift að njóta sín sem best. Auðvitað verða börn og unglingar að læra öguð vinnubrögð þegar í upphafi og auðvitað er viss kjarni, sem allir verða að læra, hversu óljúft sem þeim kann að þykja það þá stundina. Það hlýtur að vera þáttur í uppeldi hvers og eins, því að menn eiga ekki alltaf kost á að velja og hafna, þegar út í lífsbaráttuna er komið. Eftir grunnskóla hefst valfrelsi einstaklingsins. Áfram eru þó nokkr- ar greinar sem öllum er skylt að nema. Þar tel ég, að íslensk tunga, saga og menning skipti mestu máli, þ.e.a.s. ef við ætlum að halda áfram að vera íslendingar. Þar verðum við að sækja fram á öllum vígstöðvum; á heimilum, í skólum, á Alþingi og síðast en ekki síst í fjölmiðlum, því að víða er pottur brotinn á ölluni þessum sviðum. Mikið er um það rætt, að nauðsyn- legt sé að leggja stund á hagnýt fræði, sem mér dettur í hug, að sé ef til vill það bókvit, sem í askana verður látið. Það er út af fyrir sig ágætt. Hrædd er ég þó um, að ýms- ir finni til andlegrar fátæktar, ef hætt verður að leggja rækt við hinn títtnefnda menningárarf. Nú hefur menntamálaráðherra lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um framhaldsskóla. Brýnt er að frumvarp þetta sé athugað gaum- gæfilega, því að í fljótu bragði virðast á því agnúar, sem þó hlýtur að vera hægt að lagfæra. Þarna skiptir miklu, að farið sé að öllu Yneð gát, svo að ekki hljótist slys af. Miklar framfarir hafa átt sér stað í skólamálum síðastliðin 50 ár, bæði hvað varðar húsnæði og tæki en ráðamenn verða að gera sér grein fyrir því, að án hæfra kennara er hvoru tveggja gagnslítið og því verð- ur að grípa í taumana, áður en allir kennarar snúa sér að „hagnýtari" störfum. Ég óska Hvöt heilla á 50 ára af- mælinu og þakka félagskonum, ungum sem öldnum, ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Ég vona, að Sjálfstæðisflokkurinn beri giftu til að njóta samstarfs við Hvöt um ókomin ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.