Morgunblaðið - 18.02.1987, Side 3

Morgunblaðið - 18.02.1987, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 B 3 Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri, fyrrverandi formaður Hvatar. Erna Hauksdóttir: Sjálfstæðis- flokkurinn leíði næstu ríkisstjórn Á tímamótum í lífi jafnt fólks sem félaga er eðlilega staldrað við og árin sem að baki eru, metin, auk þess sem litið er fram á við í ljósi reynslunnar. Á 50 ára afmæli Hvat- ar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, lítum við til baka yfir farinn veg. Þau 50 ár sem félagið hefur starfað hafa orðið miklar breytingar á íslensku þjóðlífi, ekki síst á lífi og starfi kvenna, og hefur starfsemi félagsins tekið mið af þeim breytingum, enda átt þátt í að móta þær og ætíð verið í fararbroddi þeg- ar barist hefur verið fyrir auknum réttindum konum til handa. Hlutverk félagsins eru mörg. Eitt þeirra veigamestu er kosningastarf. Þar hafa félagskonur jafnan lagt fram dtjúgan skerf. Næsta stórverk- efni félagsins er alþingiskosningam- ar sem eru í nánd. Sjaldan hefur verið þörf meira átaks en einmitt nú. Svo mikið hefur unnist í efna- hagsmálum þjóðarinnar á þessu kjörtímabili og batinn á svo við- kvæmu stigi, að mönnum hrýs hugur við afleiðingum breyttrar stjómar- stefnu. Vinstri mönnum hefur tekist að þyrla upp hinum ýmsu smámálum sem deilum hafa valdið og er þá ein- att hætta á að kjósendum sjáist yfir það sem máli skiptir. I umræðum manna á meðal virðast margir þess vegna vera búnir að gleyma ástandi því sem ríkti í efnahagslífi þjóðarinn- ar þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum 1983. íslendingar stóðu frammi fyrir einhveijum mesta efnahagsvanda í sögu lýðveldisins. Verðbólga mæld- ist 130% m.v. heilt ár, gengið hafði fallið jafnt og þétt, kjarasamningar höfðu gefíð launþegum innistæðu- lausar stórhækkanir og hrun at- vinnuveganna blasti við. Ríkisstjórn- in greip þá í taumana með hjálp fólksins í landinu. Verðbólgan lækk- aði smám saman og er nú spáð 8—10% verðbólgu 1987, og gengið hefur verið haldið stöðugu. Rikis- stjóm og aðilar vinnumarkaðarins tóku höndum saman er heildarkjara- samningar voru gerðir á síðasta ári. Eftir verðbólgusamninga síðustu ára mörkuðu samningar þessir tímamót. Það er ljóst að ekki má mikið út af bera til þess að árangur sá sem náðst hefur, spillist. Megin- forsenda þess að haldið verði áfram á braut efnahagsbatans er sú að Sjálfstæðisflokkurinn nái glæsilegri kosningu og leiði næstu ríkisstjórn. Að því verða sjálfstæðismenn að vinna fram að alþingiskosninerum. Ég óska Hvöt allra heilla á merk- um tímamótum og veit að félagskon- ur munu leggja dijúgt lið í þeirri baráttu sem ég hef gert að umtals- efni og nú þegar er hafin. Höldum frumkvæði í j afnrétti s baráttu nutmians Kveðja frá Þorsteini Pálssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins Fátt er mikilvægara fyrir önnum kafna stjórnmálamenn en að eiga sér traustan bakhjarl vina og stuðningsmanna í flokksstarfinu. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa ætíð átt því láni að fagna að innan flokksins hefur verið starf- andi stór hópur almennra flokks- manna, sem hefur í fómfúsu sjálfboðastarfi lagt mikið á sig í þágu flokksins, og verið forystu- mönnunum ómetanlegur stuðning- ur. Til flokksfélaganna hefur ævinlega verið unnt að leita um góð ráð og stuðning og eru þau að sjálfsögðu það aðhald, sem hverjum stjórnmálamanni er nauð- synlegt, sem vill vera hugsjónum sínum trúr. Eitt þessara traustu flokksfé- laga, Hvöt, félag sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík, á 50 ára afmæli um þessar mundir. Heiti félagsins ber með sér þá brýningu sem Hvatarkonur veita forystu- mönnum flokksins, en kannski ekki síður þá hvatningu, sem félag- ið veitir konum til að taka þátt í stjómmálastörfum og gefa kost á sér til ábyrgðarstarfa fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og þjóðina. Innan raða félagsins hafa starf- að jafnt konur, sem kallaðar hafa verið til trúnaðarstarfa, og þær sem kosið hafa að starfa að flokks- málunum eingöngu. Starfsemi félagsins og samtaka sjálfstæðis- kvenna um land allt á eflaust stóran þátt í því, að Sjálfstæðis- flokkurinn heftir öðmm flokkum Þorsteinn Pálsson fremur falið konum ábyrgðarmikil trúnaðarstörf. Ymsum kann að þykja of mikið gert úr sögulegum staðreyndum í þessu sambandi, en það er mikilvægt að gleyma ekki forystuhlutverki Sjálfstæðisflokks- ins í jafnréttismálunum, þar sem Hvöt hefur staðið í fararbroddi. Engar konur hafa enn orðið ráð- herrar, forsetar Alþingis eða borgarstjómar á vegum annarra stjómmálaflokka en Sjálfstæðis- flokksins. Kona úr Sjálfstæðis- flokknum, en ekki öðmm flokkum, hefur verið borgarstjóri í Reykjavík og önnur forseti Norðurlandaráðs. Sjálfstæðisflokkurinn skipaði fyrstur flokka konur til for- mennsku í útvarpsráði og Þjóðleik- húsráði. Og svo mætti lengi telja. En það lifir enginn á fomri frægð einni saman eða liðinni tíð. Það sem skiptir mestu máli er að horfa fram á veginn og halda fmm- kvæðinu í jafnréttisbaráttu nútí- mans. Sjálfstæðiskonur hafa á undanfömum ámm verið mjög virkar í hinum ýmsu málefna- nefndum flokksins og m.a. verið stefnumótandi í fjölskyldu- og skólamálum og fjölmörgu öðm því er snertir heimili og atvinnulíf. Kjörorð sjálfstæðismanna, „Ein- staklingsfrelsi er jafnrétti í reynd", lýsir stefnu Sjálfstæðisflokksins í þeim málaflokki betur en flest annað. Sjálfstæðisflokkurinn þarf á fleiri konum að halda til forystu- starfa á Alþingi og í sveitarstjóm- um og til þess að vera talsmenn sjálfstæðisstefnunnar úti í þjóðlíf- inu. Hvöt hefur, eins og önnur félög sjálfstæðiskvenna, miklu hlutverki að gegna sem vettvangur fyrir þjálfun og þekkingaröflun í þessu skyni. Þar verður áfram að vera gagnkvæmt streymi upplýs- inga milli forystumanna og almennra flokkskvenna, þar sem unnt er að vega og meta viðbrögð við atburðum í stjómmálalíflnu. Ég óska Hvatarkonum allra heilla á þessu merkisafmæli féiags- ins og leyfi mér að hvetja þær til áframhaldandi dáða fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og hugsjónir hans. Helga Ólafsdóttir: Tryggjum frjálst val einstaklings- ins í heil- brigðismálum Á þeim fímmtíu árum sem liðin eru frá stofnun HVatar, hafa ýmsar breytingar átt sér stað, bæði hvað varðar hlut kvenna í stjómmálum og eins hefur orðið mikil breyting á því þjóðfélagi sem við lifum í. Á þessu ári er ekki einunigs haldið upp á fímmtíu ára afmæli Hvatar, heldur fara í hönd kosningar sem hafa mik- il áhrif á störf stjómmálaflokkanna. Koma þá enn skýrar í ljós mismun- andi áherslur þeirra í ýmsum þjóðmálum. Á slíkum tímamótum hljótum við að leiða hugann að því sem gerst hefur á síðasta kjörtíma- bili. Ungt fólk í dag leiðir hugann oft að húsnæðismálum og hvað sé til bóta í þeim efnum. Mjög breyttir tímar í þeim efnum hafa gert ungu fólki illmögulegt að eignast húsnæði nema leggja mun harðar að sér en fyrri kynslóðir, og binda sér þungan lífstíðarskuldabagga. Það er mikil- vægt fyrir þá sem eldri eru, og ekki hafa kynnst núverandi fyrirkomu- lagi, að fá innsýn í ástandið, án þess verða ekki raunhæfar breyting- ar. Á þessu kjörtímabili hafa orðið þó nokkrar breytingar á löggjöf varðandi húsnæðislán, en að mínu mati er ekki nógu langt gengið. Nauðsynlegt er að vekja upp skýrari Helga Ólafsdóttir, gjaldkeri stjórnar Hvatar. vitund landsmanna til spamaðar í ákveðin ár og síðan að bankakerfið taki meiri þátt í að lána til þessara mála. Það er stefna okkar að hver fjölskylda eigi þak yfír höfuðið og geti eignast það án þess að tapa við það heilsu eða hamingju. Við skulum ekki tjalda til einnar nætur, því jafn- vægi verður að nást á húsnæðis- markaðnum svo hægt sé að gera raunhæfar áætlanir. Fleiri mál hafa verið mikið rædd á undanfömum árum. Alltaf er verið að reyna að auka á gjaldeyristekjur og fínna nýjar leiðir sem gefa af sér arð í þjóðarbúið. Á síðastliðnum mánuðum hefur mikið verið rætt hvernig hægt væri að auka ferða- mannastraum til íslands. Þar liggja miklir möguleikar til gjaldeyrisöflun- ar ef vel er að gáð. Við eigum mikið af vel menntuðu fólki sem getur selt þekkingu sína á mörgum sviðum til erlendra aðila, má þar nefna t.d. hugvit í hug- búnaði og tæknivörum tengdum sjávarútvegi. Þá eru möguleikar landsins sem „heilsulands" ókannað- ir og ljóst er að þar verður mikill vöxtur í náinni framtíð. Á mörgum stöðum í Evrópu eru heilu borgimar byggðar utan um hvíldar- og hress- ingarhæli. Við eigum að stefna að því að flytja til landsins „dýra“ ferðamenn sem kæmu hér til hvíldar og lækn- inga. Land sem okkar hefur upp á margt að bjóða sem ekki er í boði á öðrum stöðum. Við eigum að framfylgja stefnu flokksins í heilbrigðismálum og auka á möguleika til einkareksturs og minnka miðstýringu. Mikilli hag- ræðingu er hægt að ná með ýmsum aðferðum. Heilbrigðislöggjöfin tryggir að allir njóti öruggrar og góðrar þjónustu, en fyrir þá sem þurfa á þeirri þjónustu að halda er mikilvægt að þeir geti treyst því að heilbrigðisþjónustan sé eins góð og kostur er á hveijum tíma. Við eigum sjúkratryggingamar en ekki ríkið og því eigum við að fá að velja hvar við þiggjum okkar þjónustu. Mið- stýrt bákn, eins og t.d. í Svíþjóð, leiðir til þess að sjúklingurinn fær engu ráðið uin það hver skoðar hann eða sker hann upp jafnvel þótt hann borgi þjónustu sjúkratrygginganna, sem hluta af sköttum. Það er því ekki nema von að Svíar séu að hverfa aftur frá því kerfi. Við skulum var- ast að falla í sömu gryfjuna og tryggjum því fijálst val einstaklings- ins í heilbrigðismálum. Að lokum óska ég félaginu til hamingju á þessum merku tímamót- um og óska þess, að starfið verði jafn árangursríkt næstu 50 árin og hingað til. Sigurlaug S veinbjörnsdóttir, varaformaður Verslunarmanna- félags Reykja víkur, er í 12. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Sigfurlaug Sveinbjörnsdóttir: Staðgreiðsla skatta hags- munamál launþega Mér er efst í huga í dag að fram- hald verði á þeim efnahagsbata sem orðið hefur og áfram verði unnið markvisst að hjöðnun verðbólgu, svo þær kjarabætur sem fengist hafa verði varanlegar og hægt verði sem fyrst að hækka laun verulega. Það mikilvægasta, sem náðist í síðustu kjarasamningum var, að laun hinna lakast settu hækkuðu um 30%, án þess að kæmi til verkfalla. En vegna mikils launaskriðs á síðustu misserum hefur launabilið breikkað mjög. Margir vinnuveitend- ur hafa hins vegar greitt mun betri laun en gildandi lágmarkslaunataxt- ar segja til um. Ég bind miklar vonir við nýtt launaflokkakerfi, sem nú þegar er hafmn undirbúningur að og verður til þess að færa kauptaxta að greiddu kaupi. Eftir kjarasamningana í desember er það fólk óánægðast með kjör sín sem hafði milli 25 og 30 þús. kr. og er nú á þessum lágmarksbyijun- ariaunum, jafnvel eftir áratuga starf hjá sama vinnuveitanda eða í sömu starfsgrein. Laun þessa hóps tel ég brýnast að leiðrétta og það sem allra fyrst. Þá tel ég mikilvægt að áfram verði gerðar verðkannanir eins og á síðasta ári. Eftir febrúarsamningana í fyrra tókst samstarf milli ASÍ, BSRB og neytendafélaga um verð- kannanir á vörum og þjónustu og hefur þetta verðlagseftirlit skilað árangri og er nauðsynlegt að gerðar verði slíkar kannanir áfram með vissu millibili. Þá álít ég að sú ákvörðun, sem tekin var í síðustu kjarasamningum að koma á staðgreiðslu skatta í árs- byijun 1988, verði til mikilla bóta fýrir launþega. Það kemur sér ólíkt betur að greiða jafnóðum af launun- um en eiga óuppgerða bakreikninga. Þá vil ég lýsa yfír andstöðu við að tekinn verði upp virðisaukaskatt- ur í stað söluskatts, því virðisauka- skattur mun koma á brýnustu nauðsynjavörur, svo sem matvæli, sem hafa verið undanþegnar sölu- skatti, og myndi því koma verst við láglaunafólk. Ég hef þá skoðun að stefna Sjálf- stæðisflokksins, að stétt vinni með stétt, og að vel sé búið að atvinnu- vegunum, svo þeir séu færir um að greiða sanngjöm laun, sé farsælust. Einnig hef ég þá trú að heillavænleg- ast sé að einstaklingurinn fái að njóta sín sem best og það treysti lýðræðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.