Alþýðublaðið - 07.04.1932, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.04.1932, Blaðsíða 5
5 7. apríl 1932. Leigfendafélagið. I. Flesta lesendur mun reka minni til pess, að fyrir skömmu stofn- uðu nokkrir ieigjendur í Rvík til félagstskapar með sér, sem ætlað er að ná til allra leigjenda innan lögsagnarumdæmis Rvikur. Þvi miður hefir félagi þessu veriö helzt til lítill gaumur gefinn, enn seim komið er. Hygg ég, að þar valdi mestu um, hversu mörguir er óljóst á hvaða grundvelíi slíkí •félag getur starfað til gagns fyrir lieigjendur alrnent. Vildi ég þvi skýra litils háttar frá því, hvernig starfsháttum muni verða við- komið. Hver félagi er skyldur að tilkynna ráðsmanni félagsins þeg- ar, er hann segir lausu húsnæði. Verður um leið útfylt skýrsla um ástand íbúðar. Þegar svo aðrir koma í húsnæ'ðisJeit, fá þeir upp- lýsinigar um hvar íbúðir veröa lausar og hvernig ástandi þær séu í. í þessu skyni ætlar félagið sér að hafa opna skrifstofu. Af þessu leiðir, að þær íbúðir, sem (pru í slæmu ástandi, sitja á hak- anum og standa því annað hvort auðar eða leiguverð þeirra lækk- ar. Til þess að félagið komi að verulegum notum fyrir leigjendur verða þeir að skilja starfsemi þess og þýÖingu, og fylkja sér inn í félagsskapiim. Til þess að gera fólki auðveldara fyrir, verða fengnir menn til að ganga um .bæinn og safna leigjendum inn í félagið. Afhenda þeir skírteini um iieið, gegn staðgreiðslu. Félags- gjald er afarlágt, að eins kr. 3,00, og skirteinið kostar kr. 0,25. Enn fremur geta menn snúið sér til formanns félagsins á Vörubíla- stöðinni, Reykjavík, sími 1971, sem gefur nánari upplýsingar. II. Eins og öLlum er ljóst, þá er húsnæðismál hvers bæjar afar- stórt menningaratriði, og eitt helzta lífsiskiiyrðd fólks er sæmi- leg húsakynni. Þess vegna er ekki ; niema eðlilegt, að þedr, sem leigja { sér húsnæði, gæti hagsmuna sinna eftir föngum. Er það von okkar, að með þessum samtökum verði smám saman útrýmt lélegustu í- búðum þesisa bæjar, og húsaleiga ífærist í meira samræmi en nú er. Yfirlieitt er húsaileiga hér í bæin,um óisanngjörnust í elztu og verstu húsunum, en næsí sanngirná í Jiýj- ustu og beztu. Innan leigjendafélagsins verður einnig rætt nánar um framtíðar- starfsemi þess og tekin afstaða « þiedrra mála, sem snerta hús- næðd eða hag ledgjenda. Leigjend- ur ættu þvi að fjölinnenna á næsta fund félagsins og fylgjast vel með því, sem gerist. En um fram aJt. fylkið ykkur inn í félagið, því svo bezt kemur það að fullum inotum, að fjöldihn skilji nauðsyn þess og hafi áhrif á starfsháttu þess og stjórn. Guðjón B. Baldvinsson. ÁLÞ 'x v u tíL.. ÐIÐ Á eídhúsdegi. Við eldhúsiumiræðumar á al- þingi í fyrrakvöld töluðu Haraldur Guðmundsson og Héðinn Valdi- marsison af hálfu Alþýðuflokks- íns Magnús fyrrum dósent, Magn- ús Guðmundsson og Ólafur Thors af hálfu íhaldisflokksins og ráð- herrarrir af sinni hálfu og sns þingflokks. Lauk eldhúsræðunum þar með, og er gert ráð fyiir, að 2. umræða fjárlaga hefjist á morgun. Haraldur benti á, að máttar- stölparnir undir stjórninnii eru tveir, ótti kjósendanna \ið íhald- ið, og ranglát kjördæmaskipun. Fyrstu tvö stjórnarár hennar hafi hún líka sýnt lit á því að vera betri en íhaldsstjórnin sáluga, en að síðari árin hefir hún mjög dregið dám af henni. Benti hann á ýms dæmi því til sönnunar. Nú í kreppunni og atvinnuleysinu hef- ir stjórnin og þingflokkur hennar í félagi við íhaldsflokkinn skorið svo niður vetklegar framkvæmd- ir, að þrtr af hverjum fjórum verkamönnum, sem á undanförn- um árum unnu að opinberum framkvæmdum, hafa verið sendir heim. Með lækkun krónunnar hefir stjórnin ódrýgt mjög kaup verkalýðsins og annara láglauna- manna og með hinum fjölmörgu skattafrumvörpum, sem hún hefir látið rigna niður á þinginu, er einnig freklega seiilst nifóur í vasa láglaunastéttanna. Þessi sé kreppuhjálþ stjórnaiininar verka- lýðnum til handa, og stuðningur- inn við bændurna, — augasíeinana hennar —, sá, að hætt er að mestu að leggja vegi og síma, hsett að mestu að byggja brýr og skóla o. s. frv. Kreppuhjálpin við smáútgerðarmennina sé sú, að stjórnin hefir nú með afnámi einkasölunnar afhent síldarbrösk- urum og leppum þeirra síldarsöl- | una; hún hefir neitað bátaútvegs- mönnum á Austfjörðum um lán, sem henni var á síðasta þingi heimilað að veita til þéss að : greiða fyrir framkvæmdum um 1 útflutning á ísfiski, og frumvarpi því ,sem nú er komið fram í þing- j inu um gjaldfrest skulda, er ekki ætlað að ná til samvinnu-útgerð- arfélaga. Slík er sú aöstoð, sem stjórnin veitir alþýðunnii nú í kreppunni. — Skyldleiki íhalds og „Frainsókn- ar“ og afstaða þeirra beggja til veikalýðsins bdrtist í þessum eld- húsræðum m. a. í því, að það skiftist á, að Magnús fyrrum dó- sent talaði um „uppsprengt kaup- gjald“, Ásgeir ráðherra kvað það „geigvænlegt að gerá of mikið á kiepputímum“ og Tryggvi forsæt- isráðherra taldi það fram eins og afrek stjómaxinnar, að hún hafi fyrirskipað 15°/o lækkun á laun- um allra þeirra starfsmanna ri/k- iisinsi, sem. eru utan launalaga, Þetta hefði stjórnin getað, þóitt hvorki stórútgerðaTmenn né Eim- Oft er porf en nú er nauðsyn að Iandsmenn stnndi fast sama í og styðji hið eina innlenda Eunsk pafélag, með því að iáta það siija fyrir öllum lólks- og vöruflutningum íslendingar! Gætíð þess. að hver sá eyrir, er þér greiðið í fargjöld og farmgjöld til eilendra skipafélaga, hvetfur burt úr landinu Munið því að stuðla að aukinni atvinnu og velmegun í landinu, með því a. skifta við EIMSKIPAPÉLAG ÍSLANDS H.F. Hafnfirðingar. Hér með tilkynnist, að Trésmi'ðafélag Hafnarfjarðar . hefir myndað innan síns félags söiusamlag á húsgögnum, og verður þar á boðstólum alls konar húsgögn innan lítiis tíma. Einnig verða smíÖaðar allar tegundir húsgagna eftir pöntunum. Allar upplýsingar þessu viðv íkjandi gefur hr. trésm. Davíft Kristjánsson, Austurgötu 47, Hafnarfirði. Virðingarfyllst. Stlórn Trésmiðafélags HafnaifjarDar. skipafélagið hafi komiÖ fram neinni launalækkun! — Héðinn Valdimarsson rakti lið fyrir lið hvernig stjórnin og þing- flokkur „Framisókhar" hefir þver- brotið þá stefnuskrá, sem þing flokksihs samþykti í fyrravor; en sú stefnuskrársamþykt var gerð vegna þess, að miargir af kjós- endumi „Fram:sóknar“ eru miklu róttækari heldur en þingmenn flokksins. Fengu kjósendur þeirra yfárlit um það, hvemig samþyktiir flokksþingsins hafa verið haldnr ar, og getur það orðið þeim kjós- endanna, sem framsæknir eru, göður leiðarvísir um, hvorir það eru, sem betur reynast áhugamál- um þeirra, Alþýðuflokksmenn eöa „Framsöknar“-flokksþingmennirn- ir, sem þeir hafa talið fulltrúa sína. breytingu á lögum um kosning- ar til alpingis, að í tvímenningsi- kjördæmi megi hver kjósandi ufn sig að eins kjósa einn frambjóð- anda, en afleiðing af því hlyti oftast að verða sú, að í tví- menningskjördæmi kæmust að menn úr tveimur stjórnmálaflokk- um, en ekki báðir úr sama flokki. Frumvarpi þessu var í gær vísáð til stjórnarskrárnefndar efri deild- ar að lokinni 1. umræðu um það. Alþfngi. í gær afgreiddi neðri deiild til efri deildar frv. um kosningu sáttanefndarmianna í Reykjavík. Jón Þorláksson og Pétur Magn- ússon flytja frumvarp um þá Kjördæmaskipunin. Áskornn til alþingls. 294 alþingiskjósendur á Seyð- iBfirði hafa skorað á alþingi að gera þær breytingar á stjórnar- skránni, að þingmannatala stjórn- málaflokkanna verði í samræmi við atkvæðatölu floltkanna við kosningar. Þannig krefjast einnig kjósend- ur í fámennustu kjördæmunum réttlátrar kjördæmaskipunar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.