Morgunblaðið - 19.03.1987, Side 1

Morgunblaðið - 19.03.1987, Side 1
88 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 65. tbl. 75. árg. FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Öldungadeild Bandaríkjaþings: Frestun greiðslu til kontra felld ÓÁNÆGJA ÍECUADOR Reuter Verkalýðsleiðtogar í Ecuador hvöttu i gær til allsherjarverkfalls til að mótmæla neyðarað- gerðum, sem stjórnin greip til i efnahagsmálum vegna jarðskjálfta 5. og 6. mars. Skjálftamir hleyptu af stað aurskriðum og létu a.m.k. eitt þúsund menn lífið. Helsta oliuleiðsla í Ecuador eyðilagðist með þeim afleiðingum að olíuút- flutningur stöðvaðist og stjórnin tilkynnti að ekki yrði hægt að greiða erlendar skuldir vegna ástandsins. Stjórnin greindi frá því í gær að útflutningur á olíu myndi hefjast að nýju. Stjórnin hefur hækkað olíuverð, fargjöld með almenningsfarartækjum og fryst verð á helstu matvörum. Stéttarfélög krefjast þess að verð- hækkanirnar verði dregnar til baka og laun hækkuð um helming. Námsmenn mótmæltu á götum úti í Quito, höfuðborg Ecuador, í gær og var myndin tekin þegar lögregla dreifði þeim með táragasi. Kohl hvetur til bættra sam- skipta austurs og vesturs Iðrast ummæla um Gorbachev Washington, New York, AP, Reuter. ÖLDUN G ADEILD Bandaríkja- þings samþykkti i gærkvöldi að fresta ekki greiðslu 40 milljóna Bandaríkjadollara til skæruliða i Nicaragua um 180 daga. 52 öld- ungadeildarþingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni um að fresta greiðslunni, en 48 með henni. Með atkvæðagreiðslunni í öld- ungadeildinni hefur nánast verið tryggt að síðasta greiðsla af 100 milljóna dollara ijárstyrk til kontra-skæruliða, sem þingið sam- þykkti að veita á síðasta ári, kemst í þeirra hendur. Atkvæðagreiðslan er talin sigur fyrir Ronald Reagan Bandaríkjaforseta. Þingnefndir, sem skipaðar voru til að rannsaka vopnasölumálið og Alnæmi: Mótefni reyntá mönnum London, AP, Reuter. HÓPUR vísindamanna frá Frakklandi og Zaire hefur greint frá því að tilraunamótefni gegn alnæmi hafi verið gefið manni. Var tilraunin gerð i því augnam- iði að finna bóluefni gegn sjúkdómnum, að því er segir í tímaritinu Natnre. Vísindamennimir skrifuðu tíma- ritinu bréf og sögðu að lyfið hefði örvað ónæmiskerfi líkamans til að mynda vamir gegn tveimur stofn- um alnæmisveirunnar. Ekki var þó sagt hvort mótefnið myndi í raun koma í veg fyrir að menn smituð- ust af alnæmisveimnni. í bréfinu sagði að lyfið hefði ver- ið gefið Daniel Zagury, sem starfar í Pierre et Marie Curie-háskóla í París, og nokkmm sjálfboðaliðum í Zaire. Alnæmi brýtur ónæmiskerfí líkamans niður með þeim afleiðing- um að sjúklingur er vamarlaus gegn sjúkdómum og smiti. I bréfínu sögðu vísindamennimir að tilraunin hefði verið gerð vegna þess að talið var að mótefni, sem örvaði aðeins annað vamarkerfí líkamans, yrði ekki nothæft nema gegn einum stofni alnæmisveirunn- ar. Tilraunabóluefninu var ekki að- eins ætlað að stuðla að framleiðslu mótefnis gegn alnæmi í líkamanum, heldur einnig að kalla fram fmmu- bundna vamarsvörun. í tilrauninni var notuð svokölluð bólusetningarbóla, sem breytt var erfðafræðilega. Hún hefur verið notuð í önnur bóluefni. í hana var settur arfberi úr alnæmisveim til þess að líkaminn myndaði vörn gegn alnæmi. í bréfínu sagði að mótefnið hefði virkjað bæði vamar- kerfí líkamans. leynilegar greiðslur til skæmliða í Nicaragua, samþykktu í gær áætl- un um að John Poindexter, fyrmrn öryggismálaráðgjafi Bandaríkjafor- seta, og Oliver North, ofursti, yrðu undanþegnir málshöfðun til þess að fá þá til að bera vitni. Bandaríska dagblaðið The New York Times greindi frá því í gær að greiðslur Irana fyrir vopn hefðu einnig mnnið til styrktaraðilja manna, sem rænt hafa Bandaríkja- mönnum í Líbanon og líklegt væri að mannræningjar hefðu fengið hluta ijárins í hendur. Sagt var að Manucher Ghorbani- far, íranskur milligöngumaður í vopnasölunni, hefði reitt féð af hendi. í blaðinu er vitnað í banda- ríska embættismenn og samstarfs- menn Gorbanifars og haft eftir þeim að peningamir hafí verið lausnar- gjald fyrir bandaríska gísla. Sagði að tvær til þijár milljónir dollara hefðu farið á svissneskan banka- reikning Sranskra samtaka, sem nefnast Alheimshreyfing múha- meðstrúarmanna. V estur-Þýskaland: Bonn, Reuter, AP. HELMUT Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, sagði í stefnuræðu sinni á þingi í gær að stjórn sín myndi sækjast eftir bættum sam- skiptum við valdhafa í Sovétríkj- unum. Sagði hann að sögulegt tækifæri til samkomulags um afvopnun hefði gefist á Reykjavíkurfundi leiðtoga stór- veldanna og lét i ljós þá von að þeir Ronald Reagan Bandarikja- forseti og Mikhail S. Gorbachev Sovétleiðtogi ræddust við að nýju á þessu ári. I ræðunni, sem var rúmlega tveggja klukkustunda löng, kvaðst Kohl iðrast þess að hafa líkt Gorbachev við Josef Göbbels, áróð- Sovétleiðtoga ursmeistara Adolfs Hitler, í viðtali við bandarískt tímarit í október í fyrra. Samskipti Vestur-Þýska- lands og Sovétríkjanna hafa verið í lágmarki frá því að viðtalið birt- ist. Kanslarinn vék ekki að ágrein- ingi ríkjanna vegna þessa en sagði að bætt samband við Sovétríkin og önnur austantjaldsríki væri sérlega mikilvægt fyrir Vestur-Þjóðveija. Vék hann að mannréttindamálum í Sovétríkjunum og kvað ánægju- legt að ástand þeirra hefði farið batnandi upp á síðkastið. Sovéskir embættismenn höfðu sagt að þeir myndu fylgjast með ræðu Kohls af athygli í þeirri von að samskiptin gætu færst á ný í eðlilegt horf. Kohl sagði vestur-þýsk stjómvöld sannfærð um að hugur fylgdi máli Gorbachevs Sovétleiðtoga. Sagði hann Gorbachev hafa rutt brautina í átt að bættum samskiptum risa- veldanna. „Ef stefna hans felur í sér aukna samvinnu og skilning og getur leitt til samkomulags um af- vopnun og takmörkun vígbúnaðar erum við staðráðnir í að færa okkur hana í nyt,“ sagði Kohl. Hann lagði áherslu á að stefna stjórnar sinnar gagnvart Sovétríkjunum yrði hér eftir sem áður grundvölluð á aðild- inni að Atlantshafsbandalaginu. Kvað hann samkomulag um brott- flutning meðaldrægra kjamorku- flauga frá Vestur-Evrópu vera í fullu samræmi við hagsmuni Vest- ur-Þýskalands og aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins. Kohl bætti við að stórveldin þyrftu einn- ig að ná samkomulagi um skamm- drægar kjamorkuflaugar. „Yfír- burðir Sovétmanna á sviði skammdrægra kjarnorkuflauga eru mikið áhyggjuefni," sagði hann. Milljarður finnst á hafsbotni Kaupmannahöfn, frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKUR kafari hefur fundið fjársjóð í flaki bresks skips, sem legið hefur á botni Ermarsunds í 70 ár. Danska kafaraskipið Holger Dane hefur leitað flaksins siðan í janúar. Þýskt tundurskeyti sökkti skipinu HMS Medina 28. apríl 1917 er það var á leið til Bretlands frá Indlandi með indverskan fjársjóð í eigu Carmichaels Monro lávarðs, sem yfirmaður breskra hermanna á Ind- landi, og gjafír frá indverskum ráðamönnum til bresku konungsQöl- skyldunnar. Henning Faddersböl er skipstjóri leiðangursins og hefur hann nítján danska kafara á sínum snærum. Stjórnsír- andstöðublað íChile Chilebúar þustu út á götur í gær til að kaupa fyrsta dagblað stjómarandstöð- unnar, sem gefið hefur verið út f landinu sfðan Augusto Pinochet sölsaði undir sig völd fyrir þrettán árum. I leiðara La Epoca sagði að blaðið myndi leggja lið „baráttunni fyrir lýðræði f dag og á morgun og hér og annars staðar". Blaðið var prentað í 140 þúsund eintökum og dreift um allt landið. Blaðasali f Santiago heldur hér blaðinu hátt á loft. Reuter

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.