Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 Skartgripaþj óf naðurinn í Banka- stræti upplýstur: Ungur maður játar á sig innbrotið Þýfið að verðmætið 3 milljónir að mestu komið í leitirnar UNGUR maður hefur við yfir- heyrslur hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins játað aðild sína að innbrotinu í Úra- og skart- gripaverslunina i Bankastræti 12 í byrjun desember síðastliðn- um. Þýfið, sem að söluverð- mæti er talið nema um 3 milljónum króna, er að mestu komið í leitirnar. Brotist var inn í verslunina helgina 6. til 8. desember sl. og mun þjófurinn hafa farið inn um glugga á bakhlið, eftir að hafa losað rimla sem þar voru fyrir. Ekkert þjófaaðvörunarkerfí var í versluninni og lét þjófurinn greip- ar sópa um hirslur og skúffur og hafði á brott með sér skartgripi, aðallega gullhringi og hálsfestar, sem taldir eru nema um 3 milljón- um króna að söluverðmæti. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur unnið að rannsókn málsins allar götur síðan og hefur fjöldi manns verið yfírheyrður vegna þessa máls. Við yfírheyrslur á þriðjudag síðastliðinn játaði 28 ára gamall Reykvíkingur að hafa framið innbrotið. Skartgripina flutti hann að kvöldlagi af inn- brotsstaðnum á felustað og hefur rannsóknarlögreglan þegar haft upp á mestum hluta þýfísins. Síðatliðið sumar var brotist inn í sömu verslun með svipuðum Morgunblaðið/Júlíus Rannsóknarlögregla ríkisins hefur haft upp á mestum hluta þýfisins sem að söluverðmæti er talið nema um 3 milljónum króna. hætti og stolið skartgripum. Við rannsókn þess máls viðurkenndi 22 ára gamall Reykvíkingur inn- brotið. Hann kom hluta af þýfínu í hendur félaga sinna, sem meðal annars reyndu að selja það erlend- is. I/EÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gœr: Yfir Norðursjó er 975 millibara djúp lægð sem þokast austur og grynnins. Yfir norðanverðu Grænlandi er 1034 millibara hæð og önnur álíka hæð er á sunnanveröu Græn- landshafi á hægri hreyfingu suðaustur. SPÁ: Norðanátt um austanvert landið en hæg breytileg átt vestan- til. Él verða á norðausturlandi en annars yfirleitt úrkomulaust. Frost á bilinu 3 til 10 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR: Austan- og suðaustanátt og él um austanvert landið en úrkomuminna eða úrkomulaust vestanlands. Frost á bil- inu 4 til 7 stig. LAUGARDAGUR: Norðaustanátt, líklega nokkuð hvöss. Él um norð- an- og austanvert landiö en úrkomulaust sunnanlands. Frost á bilinu 6 til 8 stig. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- 10 Hftastig: 10 gráður á Celsíus A stefnu og fjaðrirnar • Skúrir Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður V er 2 vindstig. * ’ V Él \ Æk Léttskýjað / / / / / / / Rignlng = Þoka * / / / — Þokumóða “UsfÍlk Hálfskýjað * / * 5 5 Súld 'áSk Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * * "4" Skafrenningur 1 * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður \ ’f 1 VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hltl veður Akureyri -7 rennlngur Reykjavík -6 snjóél Bergen 3 skýjað Helsinki -3 mistur Jan Mayen -11 rennlngur Kaupmannah. 3 Þokumóða Narssarssuaq -9 skýjað Nuuk -4 skýjað Osló -3 snjókoma Stokkhólmur 0 þokumóða Þórshöfn -1 léttskýjað Algarve 16 þokumóða Amsterdam 4 skýjað Aþena 11 léttskýjað Barcelona 16 mistur Berlín 5 skúr Chicago Glasgow 3 alskýjað vantar Feneyjar 6 alskýjað Frankfurt 6 rigning Hamborg 4 skúr UsPalmas 21 skýjað London 8 léttskýjað Los Angeles 11 léttskýjað Lúxemborg 3 slydda Madrid 13 heiðskfrt Malaga 16 mistur Mallorca 14 léttskýjað Miaml 20 alskýjað Montreal -6 lóttskýjað NewYork 3 heiðskfrt Parfa 8 skýjað Róm 12 akýjað Vín 3 skýjað Washington 2 léttskýjað Winnlpeg 1 rlgnlng Iðnaðarráðherra til Kenya: Fer með því hug- arfari að ganga frá samningi ALBERT Guðmundsson iðnaðar- ráðherra mun að öllum líkindum fara til Kenya í opinbera heim- sókn um aðra helgi, í þeim tilgangi að ná samningum við stjórnvöld í Kenya um íslenska sérfræðiaðstoð við rannsóknir og boranir eftir heitu vatni. Iðnaðarráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að iðnaðar- ráðherra Kenya, Biwott, sem var hér í opinberri heimsókn í febrúar- mánuði, hefði nú endurgoldið boðið, og myndi hann að öllum líkindum þiggja boðið og fara þann 29. mars áleiðis til Nairobi í Kenya. „Þama hyggst ég fylgja eftir þeim samningum sem ég gerði við iðnaðarráðherra Kenya, þegar hann kom hingað í opinbera heimsókn í febrúar," sagði Albert, „en hér gæti verið um mjög stórt verkefni fyrir íslenska sérfræðiþekkingu á þessu sviði að ræða, ef vel til tekst.“ Albert sagði að einkum væri hugað að ráðgjöf og aðstoð við boranir og undirbúning að bygg- ingu á raforkuveri í Kenya. Hann sagðist eiga von á því að fundir hans með ráðamönnum í Kenya yrðu þann 29. og 30. mars. Al- bert var spurður hvort hann gerði sér vonir um að ná ákveðnu sam- komulagi við Kenyamenn um að þeir keyptu sérfræðilega aðstoð af Islendingum: „Ég gerði þeim alveg Ijóst, í skeyti mínu til þeirra, að ef ég kæmi í opinbera heimsókn til Kenya, þá kæmi ég með því hugar- fari að ganga frá samningi um þessi mál,“ sagði iðnaðarráðherra. Akranes: Gæsluþyrl- an sótti sjúkt barn ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF Sif, var kölluð út í sjúkraflug á sjöunda tímanum í gærmorgun vegna fársjúks barns á Akra- nesi, sem varð að komast tafar- laust undir hendur sérfræðinga i Reykjavík. Bamið, sem er tveggja ára gam- alt, lá á sjúkrahúsinu á Akranesi með slæma barkabólgu og er því elnaði sóttin var ákveðið að leita aðstoðar Landhelgisgæslunar til að koma baminu undir læknishendur í Reykjavík. Það tók aðeins um 40 mínútur frá því óskin um aðstoð barst þar til þyrlan var komin í loft- ið, með lækni innanborðs. Þyrlan lenti síðan í Reykjavík aftur um klukkan 7.30 þar sem barnið var flutt á sjúkrahús. 5.-8. júní nk. ÞÁTTTAKENDUR: Allar ábendingar um þátttakendur eru vel þegnar. Stúlkurnar þurfa að vera á aldrinum 18-25 ára. Allar ábendingar þurfa að berast sem fyrst til undirritaðrar. STUÐNINGSAÐILAR: Þau fyrirtæki sem óska eftir að styðja keppnina og þátttakend- ur með einum eða öðrum hætti, eru beðin að senda tillögur sínartil skrifstofu Broadway, Smiöjuvegi 2. Allar nánari upplýsingar um framangreind atriði gefur Sif Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri keppninnar, sfmi 656544 og Sóley Jóhannsdóttir, Dansstúdfói Sóleyjar, sfmi 687801. MISS EUROPE B MISS /vorld ZmXmm • verða krýndar | iBFÖflP^g-A^ Fegurðardrottning Islands 1987 Fegurðardrottning Reykjavíkur 1987
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.