Morgunblaðið - 19.03.1987, Page 18

Morgunblaðið - 19.03.1987, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 íslenskar Brrruður! - því það er stutt úr bökunarofnunum okkar á borðið tíl þín. Osta og smjörsalan; Ný tegund af fituminna viðbiti Inniheldur um helmingi minni fitu en smjör OSTA og smjörsalan hefur sett á markað nýja tegund viðbits sem nefnist „Létt og laggott.“ Það er framleitt úr smjöri, mjólkur- próteinum og jurtaolíu, en inniheldur helmingi minni fitu en smjör og srajörvi. Viðbit þetta var fundið upp í Sviþjóð þar sem það hefur 90% markaðshlutdeild. Létt og laggott er framleitt und- ir einkaleyfi í Mjólkurbúi Flóa- manna á Selfossi. A fundi þar sem varan var kynnt fréttamönnum kom fram að hráefni hennar er íslenskt að níutíu hundraðshlutum. Viðbitið inniheldur um 40 gr af fítu í hvetj- um 100 gr, en sama magn af smjöri inniheldur 90 gr af fítu. Salt er í báðum tegundunum í álíka magni. í léttu og laggóðu er hinsvegar mun meira prótein en í öðru viðbiti. Þetta nýja viðbit er ekki hægt að nota til steikingar. Það hefur sömu eiginleika og smjörvi - helst mjúkt í kæliskáp. Álagning létts og laggóðs er fijáls. Heildsöluverð þess er 75 krónur í 400 gr öskju, og má því Morgunblaðið/Einar Falur Óskar H. Gunnarsson framkvæmdastjóri Osta og Smjörsölunnar og Birgir Guðmundsson aðstoðar mjólkurbússtjóri hampa nýrri fram- leiðslu Mjólkurbús Flóamanna, léttu og laggóðu. búast við að það kosti á bilinu 75-90 fyrir smjörva er 100-120 krónur krónur út úr búð. Sambærilegt verð og smjör krónur 109,90. Nýbreytni í starfi kirkjunnar: Leikmannastefna um helgina FYRSTA leikmannastefna hérlendis verður nú um helgina 21.—22. mars. Verður hún haldin i Kirkjuhúsinu Suðurgötu 22 i Reykjavík. Samkvæmt starfsmannafrum- varpi kirlq'unnar skal halda leik- mannastefnu árlega. Skal hvert prófastsdæmi velja sinn fulltrúa úr hópi leikmanna, nema tveir koma frá Reykjavíkurprófastsdæmi. Auk þess munu leikmenn í Kirkjuráði sækja stefnuna. Prófastfundurinn, sem haldinn var á Akureyri 1986, hvatti mjög til þess að biskup beitti sér fyrir því að koma leikmanna- stefnu á laggir sem fyrst. Kemur það og glögglega fram í Hirðisbréfí biskups að hann vill hlut leikmanna sem mestan í kirkjunni. Leikmannastefnan verður sett kl. 10.00 laugardaginn 21. mars með ávarpi biskups en síðan flytur Guð- rún Ásmundsdóttir leikari inn- gangserindi um efnið: Kirkjan mín. Eftir hádegisverð í boði kirkju- málaráðherra mun dr. Armann Snævarr fjalla um lög og reglur, um leikmannastörf og safnaðar- þjónustu. Síðar um daginn kynna forstöðumenn deilda og stofnana þjóðkirkjunnar starf þeirra. Á sunnudag verður Hallgríms- kirkja heimsótt og síðan verið þar við messu kl. 11.00. Síðdegis verður fjallað um hlutverk leikmanna- stefnu en stefnunni verður síðan slitið í Biskupsgarði. FulltrúaF á leikmannastefnu 1987 eru: Múlaprófastsdæmi: Magnús Ein- arsson, Egilsstöðum, Austíjarða- prófastsdæmi: Þórir Sigurbjöms- son, Neskaupstað, Skaftafellspró- fastsdæmi: Guðný Guðnadóttir, Vík í Mýrdal, Rangárvallaprófasts- dæmi: Haraldur Júlíusson, Akurey, Ámesprófastsdæmi: Óli Þ. Guð- bjartsson, Selfossi, Kjalamespró- fastsdæmi: Helgi K. Hjálmsson, Garðabæ, Reykjavíkurprófasts- dæmi: Bima Friðriksdóttir, Kópa- vogi, Gísli Ámason, Reykjavík, Borgarfjarðarprófastsdæmi: Magn- ús B. Jónsson, Hvanneyri, Snæfells- nes & Dalaprófastsdæmi: Halldór Finnsson, Grandarfirði, Barða- strandarprófastsdæmi: Ingvi Haraldsson, Fossá, ísafjarðarpró- fastsdæmi: Emil Hjartarson, Flat- eyri, Húnavatnsprófastsdæmi: Jón ísberg, Blönduósi, Skagaijarðar- prófastsdæmi: Árdís Bjömsdóttir, Vatnsleysu, Eyjafjarðarprófasts- dæmi: Jón Oddgeir Guðmundsson, Akureyri, Þingeyjarprófastsdæmi: Margrét Lárasdóttir, Skútustöðum, Leikmenn í kirkjuráði: Gunnlaugur Finnsson og Kristján Þorsteinsson. Vegagerð í Suðurlandskjördæmi: 90% Suðurlandsvegar með bundnu slitlagi eftir 3 ár Brú yfir Ölf usárósa o g vegnr um Mýrdalssand stærstu verkefni næstu ára Selfossi. MEÐ tilkomu nýs vegar yfir Mýrdalssand og öðrum vegaframkvæmd- nm á næstu þremur árum verða um 90% leiðarinnar frá Reykjavík að sýslumörkum Vestur- og Austur-Skaftafellssýslu lögð bundnu slitlagi. Nú eru 211 kílómetrar af þessari 303 kílómetra leið með bundnu slitlagi eða um 70%. Brúargerð yfír Ölfusárósa er stærsta vegarframkvæmdin á Suð- urlandi á þessu ári og verður það næstu tvö árin. Fjárveiting til brú- arinnar er 60 milljónir á þessu ári. Hafíst verður handa við lagningu nýs vegar yfír Mýrdalssand á næsta ári og honum lokið á þremur áram. Áætlaðar era 57 milljónir í þennan veg á árunum 1988 — 1990. Nú er unnið að því að fínna hentugt vegarstæði neðarlega á sandinum. Brúargerð yfir Markarfljót er fyrir- huguð árið 1990, en sú framkvæmd er ein hin arðbærasta á Suðurlandi samkvæmt útreikningum Vega- gerðarinnar. Á næstu þremur áram verður vegurinn frá Reykjavík um Árnes- Rangárvalla- og Vestur-Skafta- fellssýslu nánast allur lagður bundnu slitlagi, eða um 90%. Auk brúar yfir Ölfusárósa og vinnu við að fínna veginum stað yfír Mýrdals- sand verða á þessu ári 6,7 kílómetr- ar lagðir bundnu slitlagi — frá Skeiðflöt að Hvammi í V-Skafta- fellssýslu. Biskupstungnabraut, frá Minni-Borg að Svínavatni, verður lögð bundnu slitlagi. Vegarkaflinn frá Laugarvatnsvegi að Skálholts- vegi er í hönnun og fyrir árið 1990 er fyrirhugað að bundið slitlag verði lagt á veginn að Aratungu. Þjórsár- dalsvegur, frá Skeiðavegi að Ból- stað, verður lagður bundnu slitlagi, um 5,5 kílómetrar. Á Landveg í Rangárvallasýslu verða 4 kflómetr- ar lagðir bundnu slitlagi, frá Suðurlandsvegi að Hagabraut. Tveir og hálfur kflómetri af Fljóts- hlíðarvegi verða undirbyggðir, frá Kirkjulæk að Deild, og bundið slit- lag verður lagt á 2 kflómetra af Rangárvallavegi. Nú hefur bundið slitlag verið lagt til Kirkjubæjarkiausturs að Foss- hólum og frá Núpsstað í Skaftafell. Á næstu þremur áram verður lagt slitlag frá Fosshólum að Núpsstað. í ár verður svo bundið slitlag lagt á veginn milli Núpsstaðar og Kálfa- fells og þá verður komið bundið slitlag frá Kirkjubæjarklaustri í Skaftafell, um 67 kílómetrar. — Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.