Morgunblaðið - 19.03.1987, Page 55

Morgunblaðið - 19.03.1987, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 55 Hallgrímur Jónasson, deildarstjóri nýiðnaðardeildar og starfsmenn- irnir Erling Guðnason og Marta Konráðsdóttir rækta hitaþolnar hveraörverur á Iðntæknistofnun. Dr. Þorsteinn I. Sigfússon, eðlisfræðingur, vinnur við tölvustýrt tæki til sýnagerðar í eðlisfræði málma. Tækið er afsprengi þekking- ar í málmeðlisfræði, tölvutækni og rafeindatækni og er hannað á Raunvísindastofnun. með nýtingu fiskúrgangs til fóðr- unar á eldisfiski. Verslun með eldisfisk gæti haft mikilvæg jákvæð áhrif á verslun með aðrar sjávaraf- urðir og skipulag á flutningum og dreifingu þeirra. Tölvuvogir og tölvustýrð fram- leiðslukerfi, sem haldið hafa innreið sína í fiskvinnsluna á undanfömum árum, eru fyrsti þátturinn í um- fangsmikilli endurskipulagningu fiskvinnslunnar. Næsta stig er stór- aukin sjálfvirkni, bæði við með- höndlun hráefnis, flökun, ormatínslu og snyrtingu, svo og pökkun fiskflaka og annarrar neyt- endavöru úr fiski. Flokkun fisks og kyngreining á loðnu og síld fyrir frystingu eða hrognatöku á að geta orðið sjálfvirk. Tæknistýrður skurð- ur á fiski getur aukið hráefnisnýt- ingu. Hér er um að ræða framfarir, sem byggja á nýrri tækniþekkingu á sviði tölvutækni, ljóstækni og myndgreiningu, svo og vélmennum. Tilkoma frjálsrar verðlagningar og tölvuvædds uppboðsmarkaðar á físki er liður í þessari þróun sem sennilega er skammt undan. Hann gæti stuðlað að stórbættum gæðum og hækkuðu verðmæti sjávarafla, eins og áður er sagt, í samspili við aðrar breytingar á flutninga- og vinnslutækni. Líftækni mun, eins og áður er skýrt, hafa töluverð áhrif á fískiðn- aði bæði með nýrri framleiðslu á ensímum og öðrum lífefnum úr úr- gangsefnum sjávarútvegs en einnig með því að nota ensím við vinnslu sjávarafla. Með tilkomu nýjunga af þessu tagi ásamt bættri hráefnismeðferð á að verða unnt að draga mikið úr mannaflaþörf, minnka vinnuálag, auka afköst og arðsemi fyrirtækja og laun þeirra sem fiskvinnslu starfa. Tölvutækni og líftækni mun opna nýjar leiðir og ný svið í fisk- vinnslu sem skapa ný störf. Enn- fremur mun útflutningur á þekkingu á sviði sjávarútvegs geta orðið atvinnuvegur. Á undanförnum árum hefur átt sér stað stórkostlegt bruðl í upp- byggingu atvinnuvega. Nægir þar að nefna ótrúleg orkuvinnslu- og stóriðjuævintýri, allt frá Kröflu til Blöndu með viðkomu á Fljótsdals- heiði og Reyðarfirði, fyrirbæri sem Jón Sigurðsson forstjóri á Grund- artanga hefur nefnt undanholdsiðn- að og Júlíus Sólnes verkfræðipró- fessor kallar stóriðjudrauginn. Skefjalaus offjárfesting í land- búnaði og fiskveiðum hefur kallað á kvótaúrræði, sem ber keim af hafta- og skammtakerfi fyrri ára- tuga. Úrvinnslugreinarnar, fískiðn- aður, iðnaður og hátækni, sitja hins vegar á hakanum. Til þess að snúa þessari öfug- þróun við og efla íslenska atvinnu- vegi þurfum við að: • Bæta menntun á öllum stigum, bæði verklega og bóklega. • Stórefla rannsóknir, bæði grunnrannsóknir, nytjarannsóknir og þróunarstarfsemi. • Velja sérstök áherslusvið, bæði í menntun og rannsóknum, í tengsl- um við mótun nýsköpunarstefnu. • Efla sjóði áhættuQármagns til nýsköpunar í atvinnulífi. • Gera fýsilegra að fjárfesta í nýjum atvinnufyrirtækjum með skattalagabreytingum. Við verðum að leysa úr læðingi athafnaþrá og athafnaorku hug- vitsfólks með því að byggja brýr yfir fyrstu erfiðleikatímabil og með því að ryðja þröskuldum hafta og banna úr vegi nýsköpunar. HANA ÞESSA enda er Létt og laggott sér á partil Nú er tækifærið til að laga línurnar - grenna sig en smyrja brauðið samt. Létt og laggott er nýtt viðbit og helmingi fituminna en allt borð- smjörlíki, taktu eftir því. Létt og laggott er eingöngu ætlað ofan á brauð en hentar ekki til steikingar. Létt og laggott er framleitt úr mjólkurpróteinum, sojaolíu og smjöri. Það hefur smjörbragð og er símjúkt. Komdu þér á kreik og haltu ummálinu í skefjum - Létt og laggott léttir undir með þér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.