Morgunblaðið - 19.03.1987, Page 60

Morgunblaðið - 19.03.1987, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 fclk í fréttum Ungbam sigrast á alnæmisveinmni MUnchen, frá Bergijótu Friðriksdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in greindi frá þvi nýlega að alnæmissjúklingum í heiminum hefði fjölgað gífurlega síðustu mán- uði og lagði fram uggvænlegar tölur því til staðfestingar. í Þýskalandi hafa þegar um eitt þúsund böm sýkst af alnæmisveirunni ýmist í móðurkviði eða með blóðgjöf og eykst tala sýktra bama stöðugt. Bemd Röhrig heitir 39 ára gam- • i- all Berlínarbúi sem lagt hefur stund á bamauppeldisfræði. Er kunningi Rudi ásamt móður sinni. hans lést af völdum alnæmis ákvað Röhrig að helga líf sitt baráttunni gegn hinum ógnvekjandi sjúkdómi. Vildi hann leitast við að hjálpa sýkt- um börnum sem hann kenndi sérstaklega í brjóstí um þar eða þau væru í flestum tilfellum lögð inn á sérdeildir sjúkrahúsa þar sem um- hyggja og ástúð væri oftast af skomum skammti. Röhrig hefur nú tekið að sér þrjú stúlkuböm sems sýkt em af alnæmisveirunni. Tvær stúlknanna átti að leggja inn á sjúkrahús til meðferðar og þá þriðju átti að gefa til ættleiðingar þar sem móðirin var eiturlyfjasjúklingur og ófær um að annast bamið. Röhring er þess fullviss að fái Hamingjusamir foreldrar með fullfrískan son sinn. Hljómsyeitin Dúndur: Jóhann Ásmundsson, Friðrik Karlsson, Pétur Kristjánsson, Gunnlaugur Briem, Eiríkur Hauksson og Sigurgeir Sigmundsson. Dúndur í Evrópu: „Stuðhundarnir virka rosalega“ segir Pétur Kristjánsson söngvari lljómsveitin Dúndur hefur nú tekið til starfa á ný eftir nokkurt hlé og hefur |_______|in húshljómsveit í veitinga- húsinu Evrópu. Hljómsveitina skipa valinkunnir tónlistarmenn úr rokk- bransanum, Jóhann Ásmundsson, Friðrik Karlsson og Gunnlaugur Briem úr Mezzoforte, stórsöngvar- amir Pétur Kristjánsson og Eiríkur Hauksson og gítarleikarinn Sigur- geir Sigmundsson. Hljómsveitin lék víða um land síðastliðið sumar og að sögn Péturs Kristjánssonar var ákveðið að taka þráðinn upp aftur nú á meðan starf- semi Mezzoforte liggur niðri. „Við verðum í Evrópu fram á vor, eða þangað til Mezzoforte fer aftur í gang“, sagði Pétur. Hann sagði að hljómsveitin legði áherslu á stuðmúsík úr ýmsum áttujn. „Við blöndum saman nýju og gömlu. Emm með það nýjasta í dag, gamla stuðhunda úr ýmsum áttum og svo gömul tmkk frá mér og Eiríki og þetta hefur virkað alveg rosalega", sagði Pétur. Gómsætur kjammi frá Þorbimi í Borg. Frúin fremst á myndinni er Elsa Parr. böm sem sýkt em af alnæmisveir- unni að alast upp við sem eðlilegast- ar aðstæður, við umhyggju og ástúð, dragi hægt úr virkni sjúk- dómsins. Og með hveijum deginum sem líði aukist líkumar á því að lyf verði fundið gegn sjúkdómnum. Hver veit nema tilgáta Berlínar- búans eigi við rök að styðjast. Allavega kom í ljós á dögunum að rúmlega eins árs gamall austur- rískur drengur, sem sýktist af alnæmi í móðurkviði, væri nú alger- lega laus við öll einkenni sjúk- dómsins! Snáðinn, Rudi að nafni, fæddist í Austurríki í janúar 1986 og var fyrsta bamið þar í landi sem sýktist af alnæmisveimnni, en móð- ir hans er eiturlyfjasjúklingur og sýkt af alnæmi. I ágúst á síðasta ári kom móðirin ásamt hinum unga syni sínum fram í útsendingu aust- urríska sjónvarpsins og kvaðst vilja gefa son sinn til ættleiðingar þar sem hún gæti ekki lengur annast hann sjálf. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og 33 hjón vildu ættleiða drenginn. Hjónin Gerda og Erich sem verið höfðu bamlaus í 12 ár urðu fyrir valinu og tóku drenginn samstundis til sín. „Nágrannarnir hættu margir að heilsa okkur og fólk hvískraði á götum úti þegar við fómtn framhjá með Rudi í kermnni, en okkur stóð nákvæmlega á sama," sögðu hinir hamingjusömu foreldrar í viðtali við þýskan blaðamann. „Rudi hefur fært okkur svo mikla gleði og ham- ingju að því verður ekki lýst með orðum. Okkur stóð alveg á sama þó hann væri sýktur af alnæmis- veimnni. Við reyndum að gera honum lífíð létt og veittum honum alla þá umhyggju og ást sem við áttum.“ í janúar sl. veiktist Rudi af lungnakvefí og var farið með hann til læknis. Kom þá í ljós að einkenni sjúkdómsins vom með öllu horfín úr líkama drengsins og hann orðinn fullfrískur. Foreldramir áttu skiljanlega bágt með að trúa þess- um gleðitíðindum í fyrstu. „Við vonum að þessi atburður verði til þess að hughreysta þá sem eiga alnæmissjúklinga í fjölskyldunni og hvetji menn til að umgangast þá og meðhöndla eins og hveija aðra manneskju. Hver veit nema fleiri verði jafn lánsamir og hann Rudi litli." COSPER

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.