Morgunblaðið - 19.03.1987, Síða 69

Morgunblaðið - 19.03.1987, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 69 Landsmót UMFÍ: íþróttaaðstaðan og bærinn breytast við svona mót - segir Freyr Bjarnason formaður Völsungs á Húsavík LANDSMÓT Ungmennafélags ís- lands, hið nítjánda í röðinni, verður haldið á Húsavík 10. til 12. júlí í sumar. Undirbúningur er þegar hafinn, og reyndar langt kominn, og það er greinilegt að Húsvíkingar, og HSÞ, ætla að standa veglega að mótinu. Aðstaðan á Húsavík er trúlega ein sú besta sem hægt er að finna í þóttbýli til að halda mót sem þetta. Stutt er milli þeirra staða þar sem keppnin mun fara fram og því auðvelt fyrir keppendur, jafnt og áhorfendur, að fylgjast með flest öllu sem fram fer. Nýtt íþróttahús Nýtt og stórglæsilegt íþróttahús var tekið í notkun fyrir skömmu og er gólfflötur þess 27x45 metr- ar. Það sem vekur sérstaka athygli þegar komið er inn í húsið er veit- • Setning Landsmóta eru alltaf hátíðleg. Þessi mynd er frá sfðasta Landsmóti í Njarðvfk. • Frá fyrsta leiknum f hinu nýja fþróttahúsi Húsvíkinga ingasala þar sem íþróttamenn geta sest niður eftir æfingu og rætt málin. Úr veitingasölunni má sjá yfir íþróttasalinn þannig að hægt er að fylgjast með æfingum og/eða keppni sem þar fer fram. Foreldrar á Húsavík eiga ábyggi- lega eftir að notfæra sér þetta á komandi árum því tilvalið er að fá sér kaffisopa og fylgjast með krökkunum á æfingu á meðan. Aðstaða sem þessi er algeng á Norðurlöndunum og hefur gefist mjög vel en hér á landi hafa íþróttahús verið lítið annað en íþróttasalurinn, engin félagsleg aðstaða þar sem fólk getur komið saman fyrir og eftir æfingar. Nú er orðin breyting á og eru Húsvík- ingar að vonum hreyknir af. Allt á sama stað Landsmótið fer að mestu leyti fram á tiltölulega litlu svæði þann- ig að auðvelt verður að fylgjast með flestu sem fram fer. Frjáls- íþróttirnar og knattspyrnan fer fram á svæðinu í kring um knatt- spyrnuvellina og þaðan eru aðeins um 500 metrar til íþróttahússins þar sem keppt verður í körfuknatt- leik, blaki, júdó og fleirum greinum. Sundlauginni verður komið fyrir viö hlið íþróttahússins og þaðan er steinsnar í barnaskólann þar sem keppt verður í því að leggja á borð, karate, glímu og fleiru. A plani við skólann verður síðan keppt í hand- knattleik og annar völlur er á leiðinni frá íþróttavellinum að íþróttahúsinu. Það eina sem er ekki í þessum kjarna eru hesta- íþróttirnar. Þær fara fram á skeið- velli aðeins fyrir ofan bæinn. Tjaldstæði verða á þremur stöð- um. Tvö fyrir keppendur og eitt fyrir aðra gesti og eru þau öll á mjög þægilegum stöðum þaðan sem stutt er á þá staði sem keppni fer fram. Víkingaleikarnir í tengslum við Landsmótið verða Víkingaleikarnir haldnir fimmtudagskvöldið 9. júlí. Á þeim keppa kraftakarlarnir Jón Páll Sigmarsson, Hjalti Árnason, Mark Higgins og Geoff Capes í sjö mis- munandi aflraunum og er ekki að efa að margir leggja leið sína til Húsavíkur þó ekki væri nema fylgj- • Hér til hliðar má sjé merki Landsmótsins é Húsavík í sumar. Á myndinni hér að neðan sést yfir íþróttasalinn. Kringlóttu gluggarnir eru við veitingsöluna. ast með átökum þessara þekktu garpa. Mark Higgins er engin smásmíði því kappinn er 207 sm. á hæð og vegur lítil 140 kíló. Ein greinin sem kapparnir reyna sig í er að draga bát að iandi. Ekki er enn búið að ákveða hvort það verður skuttogari eða skekta eða eitthvað þar á milli. Lifandi bær Landsmótsnefnd hefur ákveðið að gera mótið lifandi að þessu sinni. Meðal þess sem gera á bæinn lifandi er söngur á götu- hornum og verður þá leikið undir á nikkur. Einnig vera leikatriði og sýning verður í Safnahúsinu. Að sögn Guðna Halldórssonar framkvæmdastjóra Landsmótsins má búast við um 10-12.000 gest- um til Húsavíkur þessa helgi. Starfsmenn verða um 600 og eru þeir staðráðnir í að gera mótið eftirminnilegt. Það má segja að Húsvíkingar hugsi fyrir öllu. Þeir hafa meira að segja athugað líkur á veðri. Sam- kvæmt skrá sem bóndi einn í Aðaldalnum heldur og spannar síðustu 45 árin eru aðeins 2% líkur á að rigning verði alla dagana. Bærinn breytists „Það er mjög gott að fá svona mót hingað til Húsavíkur," sagði Freyr Bjarnason formaður Völs- ungs er hann var spurður um 19. LANDSMÓT UMFÍ 10.-12. JÍILÍ 1987 Landsmótið. „Móti sem þessu fylgir margt^ gott og þó þaö væri ekki nema til að þrýsta á framkvæmdir sem velkst hafa í kerfinu um áraraðir. Ég þekki engin ráð betri til þess. Mig langar mjög til að koma því á framfæri að þær tölur sem nefndar hafa verið, 10-12 milljónir, sem kostnaður vegna mótsins eru rugl. Það er ekki hægt að skrifa allt á Landsmótið. Iþróttahúsið átti samkvæmt áætlun að vera til- búið í ár og það er því ekki Landsmótskostnaður sem lagðut^f er í það. Snirting hefur engin verið í íþróttavallarhúsinu, þetta hefur verið eins og í Kongó, og nú á að skrifa slíkt á Landsmótið! Kjallarinn í sundlauginni var lokað af heil- brygðisfulltrúanum og nú er búið að laga hann. Menn fengu sveppi á fætur við að fara þar í sturtu. Ekki er hægt að skrifa það á Lands- mótið? Áttu menn að halda áfram að rækta sveppi þarna? Eflaust hneykslast margir á kostnaðinum en mér finnst þetta ekki svo mikið miðað við allt sem við fáum. Húsvíkingar eru búnir að byggja allt, Safnahús, heilsu- gæslustöð og fleira og fleir^,. þannig að nú var ekkert eftir nema íþróttahús. Aðstaðan og bærinn verður miklu betri eftir svona mót og ég er sannfærður um að þetta skilar sér margfalt,“ sagði Freyr Bjarna- son formaður Völsunga. • Liö Völsungs sem sigraði ÍH í 3. deildinni f handboita f fyrsta leiknum sem fram fór í hinu nýja og glæsilega fþróttahúsi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.