Morgunblaðið - 22.03.1987, Side 4

Morgunblaðið - 22.03.1987, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1987 4 Kiwanismenn og fjölskyldur þeirra ganga frá eiturlyfjavísi til landsmanna Kiwanishreyfingin á íslandi: Eiturlyfjavísir á öll heimili KIWANISHREYFINGIN á ís- landi hefur gefið út 70.000 eintök af eiturlyfjavísi og mun á næstunni senda hvetju heim- ili. Framtak þetta er gert í samráði við forstöðumann Kristján Guðmundsson ásamt hluta verka sinna. Sýnir teikn- ingar og skúlptúr í Ásmundarsal KRISTJÁN Guðmundsson hefur opnað sýningu í Ás- mundarsal við Freyjugötu. Kristján sýnir að þessu sinni teikningar og skúlptúr sem hann hefur unnið að á síðasta ári og fram á þennan dag. Ekkert þess- ara verka hefur áður verið á sýningu að einu undanskildu sem sýnt var í Finnlandi sl. vor. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00-18.30 og stendur til 29. mars. fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík og Forledrasam- tökin Vímulaus æska. í vísinum er að fínna upplýsing- ar um eiturlyf önnur en áfengi. I leiðbeiningum um notkun vísisins segir að hann skuli notaður af varfæmi, en ekki til þess að stunda njósnir um böm og ungl- inga. Forðast ber óréttmætar grunsemdir og ásakanir byggðar á hæpnum forsendum. Hótanir og fortölur valdi oftast sambands- leysi. Ennfremur segir að á því sé engin einhlít skýring hvers vegna ungmenni fara að nota eit- urlyf. En ef fullorðnum takist að ræða við böm sín og unglinga, hlusta á þá og ná betra sam- bandi, komi það alltaf að gagni. Það sé ekki nein sérstök mann- gerð sem byrji að nota eiturlyf eða verði forfallinn eiturlyfjaneyt- andi. Þetta geti komið fyrir alla. NÝR bátur bættist í flota Grindvíkinga fyrir nokkru er Harpa II GK 101 kom til hafnar í Grindavík. Eigandi nýja bátsins er Gullvík hf. í Grindavík en báturinn er keypt- ur frá Flateyri og hét áður Byr ÍS 77. Að sögn Hafsteins Sæmunds- sonar útgerðarmanns er báturinn 16 lestir með 185 hestafla GM-vél. „Þessi bátur kemur í staðinn fyrir gömlu Hörpuna sem fór í úreld- ingu. Okkur sárvantaði hráefni í Umdæmisstjóri Kiwanishreyf- ingunnar Amór Pálsson afhend- ir Davíð Oddssyni borgarstjóra fyrsta eiturlyfjavísinn fiskverkunina og á þessi bátur að sinna því. Við eigum að vísu aðra Hörpu GK 111 sem er frystiskip smíðað á Seyðisfírði fyrir nokkrum árum. Staðreyndin er sú að engin grundvöllur er að taka á móti afla af þeim bát nema hann sé unninn um borð. Öðruvísi er ekki hægt að standa undir afborgunum og fjár- magnskostnaði af bátnum," sagði Hafsteinn. Skipstjóri á Hörpu II GK verður Sigurður Óli Sigurðsson. Kr.Ben. Nýr bátur til Grindavíkur Grindavík. John Speight barítónsöngvari. JOHN Speight barítónsöngvari og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir píanó- leikari halda tónleika i Safnaðar- heimili Akraness þriðjudaginn 24. mars, Njarðvíkurkirkju mánudag- inn 30. mars og f Bústaðakirkju fimmtudaginn 2. apríl. AUir tón- leikarnir hefjast kl. 20.30. John og Sveinbjörg hafa haldið Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir píanóleikari. tónleika víða um land á undanfömum árum. Eftir nokkurra ára hlé eru þau nú að fara af stað með Ijóðatónleika á áður töldum stöðum. Á efnisskránni eru lög eftir Beet- hoven m.a. An die feme Geliebte og lög eftir Vaughan-Williams m.a. ljóðaflokkurinn Songs of travel. Erindi í safnaðar- heimili Kristskirkju: Páfadæm- iðnú ádögnm PATER Kjell Arild Pollestad O.P. heldur erindi í safnaðar- heimili Kristskirkju, Hávallagötu 16, mánudaginn 23. mars kl. 20.30. Þar mun hann fjalla um páfadæmið og stöðu þess í dag. Það sem nú er vitað að páfí er væntanlegur til Norðurlanda innan tíðar, mun erindi þetta veita tíma- bærar upplýsingar. Pater Pollestad er norskur dom- inikanamunkur en talar á íslensku. Hann mun lýsa þróun páfadæmisins og kaþólsku kirkjunnar síðustu ára- tugina, frá dögum Jóhannesar 23. til núverandi páfa Jóhannesar Páls 2. Allir em velkomnir og aðgangur er ókeypis. (Fréttatilkynning) Ljóðatónleikar á Akranesi, Njarðvík og í Reykjavík Hvatt til samvinnu sveitar og skóg- ræktarf élaganna SKÓGRÆKTARFÉLAG ís- lands hélt fund sl. föstudag með fulltrúum aðildarfélaganna víðs vegar að af landinu og starfsmönnum Skógræktar rikisins. Tilefni fundarins var fyrst og fremst að ræða sam- vinnu félaganna við eigið sveitarfélag. Framsöguerindi fluttu Bjöm Friðfínnsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Ámi Steinar Jóhannsson frá Skóg- ræktarfélagi Eyfírðinga og Ólafía Jakobsdóttir frá Skógræktarfé- laginu Mörk á Kirkjubæjar- klaustri. Þorbergur Hjalti Jónsson skógfræðingur gerði grein fyrir vandaðri skógræktaráætlun í máli og myndum fyrir jörðina Fjósa í Austur-Húnavatnssýslu, sem lýt- ur stjóm sérstaks sjóðs á vegum Skógræktarfélags Islands. Ætl- unin er að gera Fjósa að skóg- ræktarjörð bæði til nytja og útivistar þegar fram líða stundir. Áður en fundi lauk var sam- þykkt tillaga frá Jónasi Jónssyni búnaðarmálastjóra sem vísa skyldi til stjómar Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem hvatt er til þess að sveitarfélög gangi í ríkari mæli til liðs við aðildarfélög Skógræktarfélags ís- lands um gróðureflingu á íslandi. _ Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Frá fundi Skógræktarfélags Islands. Ami Steinar Jóhannsson er í ræðustól en lengst til vinstri má sjá Snorra Sigurðsson, Sigurð Blöndal og Jónas Jónsson. son. Morgunblaðið/Kr.Ben. Harpa IIGK 101 kemur til Grindavíkur. Eigandi bátsins Haf- steinn Sæmundsson til vinstri og skipstjórinn Sigurður Óli Sigurðs- Afstaða stjórnmálaflokka til kjamorkuvopnalausra Norðurlanda SAMTÖK um kjarnorkuvopna- laust ísland efna til fundar um afstöðu stjómmálaflokkanna tii hugmyndarinnar um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd. Fundur- inn verður á Hótel Borg í dag, 22. mars, og hefst kl. 15.00. Inngangserindi flytur Þórður Ægir Óskarsson stjómmálafræð- ingur. Fundarstjórar verða Margrét S. Björnsdóttir þjóðfélagsfræðingur og Guðmundur Ámi Stefánsson bæjarstjóri. Óllum stjómmálaflokkunum er boðið að senda tvo þátttakendur, sem eru í framboði til næstu al- þingiskosninga. Annar fulltrúinn flytur framsögu, en hinn tekur þátt í pallborðsumræðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.