Morgunblaðið - 10.04.1987, Page 9

Morgunblaðið - 10.04.1987, Page 9
MORGUNBllAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 B ÞURÍÐUR PÁLSDÓTTIR Páskamir kær- kominn hvfldartími ÆT ■■ g geri ráð fyrir að hvíla mig hér heima um £ páskana, fæ leyfi til að fara heim af Grensásdeildinni" segir Þuríður Pálsdóttir söngkona, en hún hefur átt við veikindi að stríða aðundanförnu. „Hér áður fór ég alltaf á fætur klukan 6 á páskadagsmorgun og söng í páskamessunni. Meðan faðir minn var á lífi fórum við alltaf þangað á páskadagsmorgun, en ég söng flesta bænadagana, og páskahelgin fór í það og að sinna fjölskyldunni. Eg hef haldið nokkrum siðum um páskana, hef t.d. aldrei kjöt á föstudaginn langa. Síðari árin hafa páskarnir verið kærkomnir hvíldardagarfrá kennslunni, þá er oft gott að fá næði til að meta það sem á undan er komið og leggja drög að prófundirbúningi." Þuríður Pálsdóttir KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Fer á skíði Ætli ég fari ekki á skíði eða upp í sumarbústað." Kristín Guðmundsdóttir forstöðumaður lánasviðs Iðnaðarbankans segist hafa notað páskahelgina til að vera á skíðum í fyrra og býst við að hið sama verði upp á teningnum nú í ár. Hún segist ekki hafa neina sérstaka siði um páskana, en þau hafi þó haft það að venju að fela páskaegg einhvernstaðar í íbúðinni og þurfi börnin að leita þeirra á páskadagsmorgun. Hefur hún einhvern ákveðinn páskamat? „Nei, við höfum bara einhvern hátíðarmat á borðum." Kristín Guðmundsdóttir forstöðumaður lánasviðs Iðnaðarbankans ÞÓRA HARÐARDÓTTIR K&a i Kss s,á apríl. Amtma nnsstíg 2b TTTmw Þessar gerðir komnar frá Peter Kaiser, ásamt mörgum öðrum. Einnig er komið mikið úrval af skóm frá Bruno Magli. Egilsgötu 3, Sími: 18519. Reyni alltaf að fara í messu á páskadagsmorgun Það eru fáir sérstakir siðir sem ég minnist frá mínu bernskuheimili í kringum páskahátíðina, nema hvað við systurnar máluðum alltaf á hænuegg með aðstoð pabba okkar," sagði Þóra þegar hún var spurð hvort einhverjar venjur hefðu verið ríkjandi á hennar heimili um páska. „Við vönduðum okkur mikið og eggin voru brothætt þegar búið var að blása úr þeim þannig að við vorum varkárar. Eggin voru svo hengd á greinar og við vorum að keppast um að hafa þau sem fallegust. Á páskadag fórum við alltaf í heimsókn til ömmu okkar og afa. Þau höfðu þá iðulega á borðum köku sem var í laginu eins og hreiður og í því voru svo geymd páskaegg. Allir fengu svo sitt egg úr hreiðrinu og lásu málsháttinn." Þóra sagðist ekki hafa haft það fyrir sið að fara í kirkju á páskadagsmorgun fyrr en hún tók upp á því hjá sjálfri sér um fjórtán ára aldur. „Síðan hefur kirkjuferð á páskadagsmorgun verið þýðingarmikil fyrir mig og ég hef reynt að fara alla páska enda finnst mér eins og eitthvað vanti ef ég kemst ekki. Það er alveg sérstök tilfinning sem fylgir því að fara svona snemma á páskadagsmorgni til messu. Maður eins og fyllist nýjum krafti, fastan er liðin og Guð fyllir mann nýrri von. Drottin er lifandi og hefur sigrað dauðann." Þegar hún er spurð hvað sé ætlunin að gera um þessa paska segir hún að það sé ekkert ákveðið, nema þau hjón, Þóra er gift séra Ólafi Jóhannssyni, ætli í messu á páskadagsmorgni og svo fari þau eflaust á skíði og í gönguferðir ef veður leyfir. I Þóra Harðardóttir Þoi'kul1 Ráðstefna um grunnrann- sóknirá íslandi Vísindafélag íslendinga gengst fyrir ráðstefnu um grunn- rannsóknir á íslandi í Norræna húsinu laugardaginn 11. apríl 1987. Ráðstefnan hefst kl. 9.00 að morgni og stendur frameftirdegi. _ ....... Dagskra fyrir hadegi: Ráðstefnan sett. Helga M. ÖgmundsdóttirlækninM verða vísindamaður á íslandi. Leó Kristjánsson.jaröeðlisfræðingur: Hugleiðingar um aðstöðu til vísindarann- sókna á Islandi. GuðmundurE. Sigvaldason, jarðfræðingur: Útsýn. HafliðiP. Gíslason, eðlisfræðingur:Við upphaf nýrra rannsókna á islandi. Þorbjörn Karlsson, verkfræðingur: Grunnrannsóknir i verkfræði. Guðmundur Pálmason, jarðeðlisfræðingur: Eru grunnrannsóknir stundaðar á Orku- stofnun? PállJensson, verkfræðingur:\]gg\js\nqatæVs\\ iþágu grunnrannsókna. Dagskrá eftir hádegi: Sigmundur Guðbjarnason, háskóiarektor: Vísindastefna íslendinga. Helgi Valdimarsson, læknir: Liffræðivísindi á íslandi - samyrkja eða hokur! StefánAðalsteinsson, búfjárfræðingurQmmmó'r.m i landbúnaði. Þóra Ellen Þórhallsdótir, vistfræðingur: Grunnrannsóknir i vistfræöi. UnnsteinnStefánsson, haffræðingunGmmmsókmá íslenskum hafsvæðum. GuðmundurÞorgeirsson, M/i//-:Grunnrannsóknirílæknisfræði á íslandi. JakobK. Kristjánsson, Hfefnafræöingur.iMæM og hagnýtar grunnrannsóknir. Frjálsar umræður. GuðmundurEggertsson, erfðafræðingunMursiöóur. Ráðstefnu slitið. Fundarstjórar verða Jakob Jakobsson, forstjórí Hafrannsóknastofnunar og Þorkelt Helgason, prófessor. Ráðstefnan eröllum opin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.