Morgunblaðið - 12.04.1987, Side 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
... komin hálfa leið ...
HúsiA steypt
Haustið 1984 komu næstu tveir
áfangar til framkvæmda. Sá
stærri fólst í að reisa sjálft flug-
stöðvarhúsið, hinn minni var
lagning aðveituæða og frárennsl-
is.
Istak átti lægsta tilboðið í upp-
steypu hússins og var samningur
um það verk að upphæð 210 millj-
ónir króna. Verkið var í því fólgið,
að steypa upp húsið, setja gler í
glugga, koma þakinu á og reisa
járngrindarburðarvirki. ístak
gerði síðan samninga við undir-
verktaka um framkvæmd nok-
kurra verkþátta, þ. á m. um
raflagnir og pípulagnir.
Bandarískt fyrirtæki, Stilwell
Intemational Corporation, sá um
uppsetningu glervirkis og að
koma fyrir burðarvirkinu sem
heldur uppi þakinu.
Vinna við verkið sóttist vel og
komu engin alvarleg vandamál
fram. Verkefnisstjóri ístaks við
bygginguna var Loftur Ámason
verkfræðingur (sjá viðtal). Hönn-
un hf. sá um eftirlit með fram-
kvæmdum og verkfræðiþjónustu
lagði Almenna verkfræðistofan
hf. til.
Hagvirki hf. átti lægsta tilboðið
í lagnir að og frá flugstöðinni, 33
milljónir króna. Það tilboð var
miðað við tollfrjálsar framkvæmd-
ir, þ.e. ekki var greiddur tollur
af efni og af tækjum var einung-
is greiddur tollur eftir afskriftir
sem svöruðu til notkunar við verk-
ið. Með tollum hefði þessi samn-
ingur orðið nálægt 50 milljónum
króna. Síðari samningar voru
gerðir með tollum.
Eftirlit með framkvæmdum var
á vegum Almennu verkfræðistof-
unnar hf.
Innréttingarnar
1985 var stærsti einstaki hluti
flugstöðvarinnar boðinn út. Það
voru innréttingamar svokölluðu,
þ.e. allt innanstokks í bygging-
unni. Þar var um risavaxið og
flókið verkefni að ræða sem gerði
ítarlegar kröfur til hæfni verk-
taka.
Fallið var frá lægsta tilboði og
því var gengið til samninga við
Hagvirki hf., sem boðið hafði
næst lægst. Haustið 1985 var
samningur undirritaður um 626
milljóna króna verk. Að auki hef-
ur Hagvirki hf. umsjón með
samræmingu verka sem ekki vom
i aðalsamningum. Fjöldi undir-
verktaka hefur síðan séð um
einstaka verkhluta. Verkefnis-
stjóri Hagvirkis við flugstöðvar-
framkvæmdimar er Aðalsteinn
Hallgrímsson verkfræðingur (sjá
viðtal) og Magnús Stephensen
tæknifræðinpr hefur verið stað-
arstjóri við innréttingamar.
Eftirlit hefur verið í umsjá Verk-
fræðistofu Stanleys Pálssonar hf.
og hefur Steindór Guðmundsson
haft umsjón með því (sjá viðtal).
FlughlaðiA
Bandaríkjamenn bera kostnað-
inn af gerð flughlaðsins og
Flugstöðvarbyggingin rís af grunni
Fyrstu framkvcemdirnar hófust haustiÖ 1983.1 októberþað ár var undirritaÖur
samningur viö Hagvirki hf um jarÖvinnu, þ.e. aðgrafa fyrir byggingunni. Sá
samningur hljóÖaÖi upp á um 9 milljónir króna við undirritun, enþegar verki
var lokiÖ og búiÖ aÖ reikna fram upphœöirnar, voru níu milljónirnar orðnar að 13.
...og loks undir þak