Morgunblaðið - 12.04.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.04.1987, Qupperneq 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 Framkvæmdir Uppsteypuáfangi kominn á lokastig, klárt fyrir innréttingarnar. 100 þús. rúmmetrum af lofti á klst. Hér er einum stokkn- akstursbrauta fyrir flugvélamar. íslenskir aðalverktakar hf. sáu um framkvæmdir og var fyrsti samn- ingur þar um undirritaður í mars 1986. Sá samningur var um jarð- vegsskipti, malbikun aksturs- brauta og steypu flugvélastæða. Aðalverktakar lögðu einnig elds- neytiskerfi í jörðu, svo og hitalögn í flugvélastæði. Þessum fram- kvæmdum á að ljúka að mestu í október næstkomandi og að fullu í janúar 1988. Bandaríkjamenn kosta fleira en framantalið, vegur- inn upp að flugstöðinni er á þeirri reikning og einnig flutningur girð- ingar sem afmarkar svæði vamarliðsins. Þessar fram- kvæmdir hafa Aðalverktakar séð um. Heildarkostnaður við fram- kvæmdir kostaðar af Bandaríkja- mönnum munu vera nálægt 800 milljónum króna. Andrés Andrés- son verkfræðingur hefur haft umsjón með þætti Aðalverktaka í flugstöðvarframkvæmdum (sjá viðtal). Lóðin Í byijun ágústmánaðar 1986 var gerður samningur við Bygg- ingarfélagið hf. um frágang lóðar við flugstöðvarbygginguna og hljóðaði sá samningur upp á 87.570 þúsund krónur. í verkinu felst að gera bflastæði, gang- brautir, koma fyrir lýsingu, gróðri og reyndar öllu því sem á lóðinni er. Meginhluta verksins á að vera lokið 1. september næstkomandi, en gróðurvinnu lýkur þó ekki end- anlega fyrr en í ársbyijun 1990. Það er Garðaprýði sem hefur tek- ið að sér gróðurinn, að koma honum fyrir og útvega plöntur, hefur Guðmundur Gíslason garð- yrkjumaður annast það verk. Breytt var hönnun bílastæða. í stað malbiks koma hellur og eru alls 13 þús. fermetrar. Þar með varð hellulögn á allri lóðinni kom- in upp í 20 þús. fermetra og varð verktaki að kaupa sérstaka hellu- lagningarvél til að koma öllum þessum hellum fyrir á réttum tíma, en þær eru af mörgum stærðum, frá 10x10 sm til 40x40 sm. 40—50 manns hafa unnið að verkinu undir stjóm Heimis Heim- issonar verkstjóra. Umsjónar- menn með verkinu af hálfu Byggingarfélagsins hf. eru Ey- steinn Hafberg verkfræðingur og Þorsteinn Bjömsson tæknifræð- ingur. Verkfræðistofa Stanleys Pálssonar sér um eftirlit. Loftræstikerfið er öflugt, dælir um komið fyrir. AArar framkvsomdir A svæðinu umhverfís flugstöð- ina mun í framtíðinni verða staðsett fjölbreytileg starfsemi í tengslum við flug og flugvélar. Nú þegar eru framkvæmdir langt komnar við aðstöðu Flugleiða, þ.e. eldhús fyrir flugvélar og einnig verður þar vöruafgreiðsla og toll- vörugeymsla. Húsið er 4.200 fermetrar að flatarmáli og vom samningar gerðir við Hagvirki hf. um að byggja það. Framkvæmdir hófust í júlí síðastliðnum við jarð- vinnu og í september við sjálfa bygginguna. Hagvirki hf. reisir ennfremur oliustöð, sem er í eigu olíufélag- anna og Flugleiða. Byijað var á verkinu stuttu fyrir síðustu ára- mót og verður stöðin tekin í notkun um leið og flugstöðin, þann 14. aprfl nk. Því verki lýkur í sama mánuði. EftlrlK Þijú fyrirtæki hafa sinnt eftir- liti með framkvæmdum. Almenna verkfræðistofan sá um eftirlit með jarðvinnu í 1. áfanga, aðveitu- lögnum og frárennsli, Hönnun hf. leit eftir vinnu við uppsteypu hússins og síðan hefur Verk- fræðistofa Stanleys Pálssonar hf. haft með höndum það verkefni að líta eftir og halda utan um framkvæmdir við innréttingamar og lóðina. Tölvur vom notaðar við verkið eins og nánar kemur fram í viðtalinu við Steindór Guð- mundsson verkfræðing frá VSP, en hann stjómaði eftirliti með byggingarframkvæmdum. TEXTI: ÞÓRHALLUR JÓSEPSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.