Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
- segir arkitekt byggingarinnar Garðar Halldórsson
húsameistari ríkisins
það samspil efna sem væri gengn-
umgangandi í allri byggingunni.
Mikil áhersla er lögð á íslensk ein-
kenni, þ.e. íslenskt eintak af al-
þjóðaflugstöð, og er íslenskt efni
notað aljs staðar þar sem þess er
kostur. Íslenskt blágrýti er ráðandi
gólfefni á neðri hæð, en annars
staðar teppi og viðargólf. Þá er stór
hluti innveggja hlaðinn úr íslensk-
um eldfjallavikri, þ.e. brotsteini með
fallegri rauðri áferð. í öðrum milli-
veggjum er áberandi notkun á
ljósum við. Veggir í landgangi eru
klæddir íslenskum ullarteppum.
Viðarnotkun er áhersluþáttur í allri
byggingunni, með norrænum, hlý-
legum áhrifum. Notað er beyki með
stáli og gleri. í loftum eru svip-
miklir innlendir límtrésbitar sem
gefa sérstætt útlit. Allt tréverk er
smíðað innanlands og einnig hús-
gögn að verulegum hluta. Val á
litum og efni er tengt landinu og
náttúrunni, aðaláherslulitir, bæði
utanhúss sem innan, eru rautt og
hvítt, „eldur og ís, sem umlykjast
bláma fjallahringsins til norðurs og
austurs", sagði Garðar.
HönnuA til þess að fá fólk tll
aö stöðva
Þessi íslensku einkenni blasa
strax við, þegar komið er inn í brott-
fararskála. Gólf er lagt blágrýtis-
steini og á bak við innritunarborð
er vikursteinsveggur, innritunar-
borð úr ljósum viði og strax fær
maður tilfinningu fyrir því, hversu
vel er vandað til allra hluta. Að-
spurður sagði Garðar, að flugstöðin
væri hönnuð með það í huga að fá
fólk til að koma þangað og njóta
Hér útskýrir Garðar hvernig bílastæðin hafa verið lækkuð til þess að bílafjöldi verði ekki afgerandi í
landslaginu.
ARKITEKT flugstöðvarbygging-
arinnar er Garðar Halldórsson
húsameistari ríkisins en hann á
hugmyndina að útliti hússins,
sem hann hannaði síðan ásamt
samstarfsmönnum sínum, auk
þess sem þeir hönnuðu allan frá-
gang innanhúss sem utan, og
samræmdu útlit á hönnun verk-
fræðinga og annarra ráðgjafa.
Asamt þeim hafa sérfræðingar í
flugstöðvargerð, fyrirtækið
Shriver og Holland Associates í
Norfolk, Virginíu, unnið að
hönnun byggingarinnar ásamt
íslenskum og bandarískum verk-
fræðifyrirtækjum. Shriver og
Holland lagði grunninn að þvi
kerfi og skipulagi (flæði) sem
byggt er á. Það eru hinir útlits-
legu þættir sem vekja hvað mesta
aðdáun þeirra sem skoða bygg-
inguna. Sérstaka athygli vekur,
hversu vel hefur tekist til að
gera þetta stóra hús vistlegt og
hlýlegt. Ennfremur er fjölmargt
sem einvörðungu er og verður
að finna á íslandi. Hugmyndin
að baki er að vekja athygli ferða-
manna á landinu, þannig að þeir
fái áhuga á að heimsækja það á
ný til að kynnast því betur. Garð-
ar hefur að vonum verið önnum
kafinn síðustu daga og vikur
fyrir vígsluna, en gaf sér þó tima
til að ganga með blaðamanni og
ljósmyndara í gegnum bygging-
una til að kynna fyrir blaðales-
endum hugmyndirnar að baki
hönnuninni. Við hittum Garðar
við flugstöðvarbygginguna á
laugardagsmorgni fyrir viku.
Þegar við mættum á staðnum
voru utanrikisráðherra, Matthias
A. Mathiesen, og fyrrverandi
utanríkisráðherra, Geir
Hallgrímsson, að ljúka skoðunar-
ferð um húsið, ásamt eiginkonum
sínum Sigrúnu Mathiesen og
Ernu Finnsdóttur. Með þeim var
og Sverrir Haukur Gunnlaugsson
formaður byggingarnefndar.
Geir Hallgrimsson tók fyrstu
skóflustunguna að byggingunni
7. október 1983 og var að sjá
hana i fyrsta skipti þarna um
morguninn. Aðspurð sögðust þau
mjög ánægð með hvernig til
hefði tekist.
Við Garðar hófum leiðangur okk-
ar við inngöngudyr í brottfarar-
skála. Garðar sagði, að þar væri
svipmótið strax einkennandi fyrir
PállAsgeir Tryggvason:
„Það verður að vanda
sem vel á að standau
Páll Ásgeir Tryggvason,
sendiherra íslands i Bonn í
Vestur-Þýskalandi, var for-
maður „flugvallarnefndarinn-
ar“ eins og hann kallar það
sjálfur á árunum 1968 til 1978
og því var m.a. á hans herðum
ýmiskonar forvinna varðandi
flugstöðvarbygginguna. Á um-
ræddu timabili má segja að
kannaðir hafi verið allir mögu-
ieikar á því að reisa byggingu
af umræddu tagi. Morgunblað-
ið sló á þráðinn til Páls í Bonn:
„Það var virkilega gaman að
vinna að þessu, en það varð fljót-
lega Ijóst að íslendingar höfðu
einir ekki fjárhagslegt bolmagn
til að reisa svona mikil mann-
virki. Við fórum því þess á leit
við vamarliðið, að það tæki þátt
í kostnaði við flughlöð, olíu-
leiðslur, veg að byggingunni, en
í þessu felst mikill peningur. Það
var ekki hlaupið að því að fá þetta
í gegn, það tók sinn tíma, en á
endanum samþykktu Bandaríkja-
menn að láta 20 milljónir dollara
í fyrirtækið.
Það var einmitt eitt af því
minnisstæðasta frá þessum
áfram, ferðin sem við Einar
Ágústsson fórum vestur um haf
til að fá Bandaríkjamennina með.
Ég man að ég skrapp aðeins nið-
ur í matsal flugvélarinnar og sá
þá í dagblaði, að það hefði byijað
eldgos í Heimaey þá um nóttina.
Ég festi því kaup á blaði og flýtti
mér til Einars til að sýna honum
tíðindin. En þá var ekki stafur
um Eyjar í blaðinu. Það sem gerst
hafði var, að stór hluti upplags
viðkomandi blaðs hafði verið
prentaður áður en fregnin barst
og því var gosfréttin bara í sumum
blöðum, en ekki öðrum. Ég mátti
hlaupa niður til að fá fyrra blaðið
lánað og þá trúði Einar mér.
En þessi ferð til Bandaríkjanna
var mikilvæg og það náðist stór
áfangi í henni, áfangi sem hjálp-
aði til að ýta málinu af stað á
nýjan leik eftir nokkra lægð. Við
fengum aðmírálinn í Atlantshafs-
flotanum til þess að samþykkja
þetta sem hemaðarmannvirki í
þeim skilningi, að Bandaríkja-
menn mættu nota flugstöðvar-
byggingamar sem sjúkraskýli á
ófriðartímum. Með þeim hætti
gátu Bandaríkjamenn réttlætt
fyrir sjálfum sér að leggja fé í
framk væmdimar. “
En hvemig er þér innanbijósts
þegar þessum áfanga er náð?
„Mér líður alltaf vel þegar ég
sé árangur verka minna, sérstak-
lega kannski í þessu máli, því ég
var í vamarmálanefnd frá 1953
til 1960 og svo aftur frá 1968 til
1979 eftir að hafa verið sendi-
herra í Kaupmannahöfn inn á
milli. Ég hef því verið tengdur
Keflavíkurflugvelli meira og
minna í 18 ár. Því er eðlilegt að
maður fagni svona áfanga, sér-
staklega þar sem tekist heflir að
aðskilja herflugvöllinn frá al-
menna fluginu eins og best varð
á kosið. Hagsmunir beggja eru
þar varðveittir og báðir aðilar
geta verið ánægðir með útkom-
una, ekki síst þar sem Bandaríkja-
mennimir geta nú haft meira og
betra eftirlit með þeirri umferð
sem fer um þeirra svæði, þar sem
öll umferðin fer um sama plássið
nú.
Nú, svo má skoða svona flug-
stöðvar sem nokkurs konar
glugga landanna. Það er óneitan-
lega meiri menningarbragur sem
fylgir þessum nýju byggingum en
gömlu mannvirkjunum án þess
að ég sé þó á nokkum hátt að
kasta rýrð á mikilvægi þeirra í
gegnum árin.
Barst þú aldrei ótta í bijósti
að þetta yrði aldrei að veruleika?
„Ég veit ekki hvað skal segja.
Reyndar kom tímabil þar sem kom
ansi mikil lægð í Atlantshafs-
flugið hjá Loftleiðum. Farþegum
fækkaði mikið og það tók svolítið
pústið úr okkur. En það komu
betri tímar á ný sem betur fer og
með hægðinni hafðist það, enda
verður að vanda það sem _vel á
að standa," sagði Páll Ásgeir'
Tryggvason.